Ísafold - 25.06.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.06.1926, Blaðsíða 2
ÍSAFQLD ekki af því viti, þeirri þekkingu, þeirri gætni og 'þeirri samningalægni, sem einniitt Jóni Magnússyni var gefið í svo ríknm mæli, til þéss að leiða þjóð- arfleyið farsællega í höfn á þeim mjög erfiðu tím- nm. Það orð fór snemma af Jóni Magnússyni, að þar íetti landið sennilega sinn mesta lagamann. Var ]>ví eðlilega leitað til hans, er skipa þurfti nefndir milli þinga. Þannig var hann skipaður í milliþinganefiid í fátækra- og svcitarstjórnarmálum 1901 og varð formaður hennar eftir fráfall Páls amtmanns Briem. Fátækralögin og sveitastjórnarlögin frá 1905 voru ])á líka að ýmsu levti hans verk. 0g 1907 var hann einn þeirra 7 alþingismanna, sem skipaðir voru í samhandslaganefndjna, því að síðam 1902 hafði hann átt sa-ti á al])ingi sem fulltrúi Vestmannaey- inga og hefir átt sadi á flestum ])ingum, er síðan hafa verið háð. Hjer skal nú ekki lagður dómur á stjórnmálastarfsemi Jóns Magnússonar. En það eitt skal þó tekið fram, að eins og Jón Magnússon hafði haft mikil afskifti af sambands- málinu eftir að frumvarpi nefndárinnar frá 1907 hafði verið hafnað, eins var ]>að hann, sem á mest- an heiðurinn af hinni farsællegu úrlausn sambands- málsins 1918, enda var það hann, sem með konungi vorum Kristjáni X. undirskrifaði lögin, sem gerðu ísland að fullvalda ríki. Jón Magnússon hrr gæfu til þess að koma sambandsmálinu í höfn, svo að allir megi vel við una. Fyrir það mnn nafns hans lengi minst í sögu þjóðar vorrar. % ’ Það er mál margra, að Jón Magnússon Væri aldrei glæsimenni á við Hannes Hafstein, enda var það mjög fjarri skapferli hans að berast á í nokkurri grein, því að hann var marjna óframastur, og það nleira að segja svo, að gekk na\st feimni. En ])ótt 'ekki væri glæsimenskan hið ytra neitt tiltakanleg, var höfðinglyndið hið inn.ra því meira. Það þektu þeir best, sem mest höfðu við hánn saman að sælda. Hann var sannur dreug.skaparmaður. sem í öllu vildi láta gott.af sjer leiða við hvern sem haun átti. Ilver gáfumaður hann var, er alkunna. Það liafði þegar komið fram á námsárunum, og það leyndi sjer heldur ekki í embættis- og stjórnaratliöfnum hans, hve óvenjulega sýnt honum var um að skilja þau máJ, sem hann hafði til meðferðar og greiða úr þeim .svo að aðrir skildu. Hánn var mjög var- færinn í orðitm og vandaður í ályktunum. Þeim, sem ekki þektu liann því betur, gat stundum fundist hanu eiga erfitt með að taka ákvörðun, og jafnvel vera hikandi og á báðum áttum. En þetta orsak- aðist eingöngu af því, að hann vildi gjörhugsa hvert mál áður en liann sagði ákveðið skoðun sína á því. Jeg hefi fáa þekt, sem rjéttsýnin og sanngirnin var meira áhugamál en einmitt honum, því að hann var maðttr með mjög næmri ábyrgðartilfinningu og vildri í engri grein vamm sitt vita. llann var alla æfi mjög bókhneigður maður og gegnir furðtt, live mikið hann fjekk lesið í öllu annríkinu, sem lengst af umkringdi hann. Alveg sjerstaklega unni liann sagnfræði og í íslenskri söga var harm mæta vel að sjer, þó aðallega í sögunni fyrir siðbót. Og af öllum Islenskum hókum var Sturlunga honúm kærust. Jeg ætla hann læsi hana á hverjum vetri hin síðari árin og ýmsar athuganir, sem hann gerði kunningjum sínum heyrinkunnar í sambandi við lesturinn, báru þess mikinn vott, live gjörhugull hann var og skilningsgóður á söguleg efni. Það stendur enginn framarlega í íslenskri stjórn- málabarattu, sem ekki verði að vera við því hú- inn, að liöggið sje til hans og því óþyrmilegar, sem hann stendur framar. Þetta fjekk Jón Magnússon að revna ekki síður en aðrir. En hann Ijet slíkt furðu lítt á sig fá. Málefnin voru houttm fyrir öllu. Ilonnm var ljúft að leggja sig í sölurnar fyrir hvert það málefni, sem hann áleit gott og til heilla* þjóð og einstaklingum, og altaf var hann fús til að styðja slík mál, eins þótt borin væru fram af römmustu andstæðingum hans. Til allrar samvinnu mun erfitt að hugsa sjer öllu þýðari mann. Um það muau ekki síst geta borið vitni starfsmenn ])eir í stjórnarráðinu, sem höfðu hann að yfirboðara. Slíkur sem liann var í allri umgengni sinni við þá. Þá efast jeg líka um, að vjer höfum átt nokkurn mann, er ltafi tekið lionum fram í samningalipurð og lægni. Þetta átti ekki minstan þátt í því, hve vel Itonum gekk að greiða úr ýmsum nauðsynjamál- um vornm á erfiðustu tímu-m. Þeir hinir mörgu, setn kyntust þessum stilta og prúða. en yfirlætis- lattsa vitsmunamanni, gátu ekki annað en borið traust til hans. Þess vegna varð hann okknr svo einkarþarfur maður sem stjórnarforseíi. En eins og. Jón Magnússon var í ojtinberri fram- kornu sinni, eins var hann í hversdagslífinu. Fram- koma hans þar var ávalt framltoma Itins yfirlætis- lausa manns, sem ekki þekti úeinn mannamim og var samur og jafn hver sem í hlut átti. Hann varð þá líka maður vinsæll með afbrigðum, enda marrna fúsastur til að leiðbeina og liðsinna þeim, er leit- uðu til hans. Yinum sínum var hann tryggur og einkegur og í hóp þeirra gat hann verið Jtinn glaðasti, þótt annars væri stillingin það í fari hans, sem mest bar á, svo að hann jafnvel gat sýnst fá- látur og ómannblendinn. , Forsætisráðherra mun alla. tíð* hafa verið maður trnhneigður, en þessi t rúhneigð íians varð með aldrinum sífelt ákveðnari i kristileg;: átt. Hann bugsaði talsvert um ándlég efni, en uutn jafnan liafa verið frenutr íhaldssamtxr á því sviði. Ollu kirkjuræknari leikmaður en hann var ekki til hjer í bæ. ,ú Síðasta mynd. En svo tilfinnanlitgt sem fráfall forsæt isráðherra Jóns Magnússo.nar vérður alþjóð á vfirstandandi tíma. og svo tilfinnanlegt sem það verðnr ])eim fjölda einstaklinga, sem áttu eitthvað saraan við hann að sælda sem vfirboðara siutt eða samverka- mahn eða vin, }>á verðttr það }>ó tilfinnanlegast fyrir ekkjuna sem eftir situr, frú I>ónt Júnsdóttur (háyfirdómara Pjet-urssonar). Að ])eirri ágætis- konu er nú mikill harmur kveðirm og þuugur. — Þau giftust 12. maí 1892 og er Itjer jtví slitið 34 ára sambúð t eindrægni og kærleika. Þeitn varð aldrei barna auðið, en kjördótfur óltt þatt ttpp. Þórtt CTiiðmundsdóttur (hjeraðslæknis í Stykkixhólmi), er var gefin skrifs.stj. Oddi Hefrmannssyni, og ljest -úr spönskn veikinni 1918. Að heimili þeirra ráð- herrahjóna varð það fyrirmyndarheimili sein }>að varð fyrir sakir mikillar rattsnar og annara Iteim- ilisdygða, það var, eins og oftast er. hinni ágætu og göftiglyndu husfreyju að þakka, fyrst og fremst; ]tað var alla tíð hennar yndi og ánægja að gjöra heimilið sem mest aðlaðandi fyrir manninn, enda var liann maður ntjög heimilisrffikinn. Fregnin,ttm fráfall forsætisráðherra Jóns Magn- ússonar kom eins og þruma úr heiðskýru yfir o.ss Reykvíkinga. Við áttum ekki von á. að ]>að hæri svo hrátt að. Og mörgum nmn finnast fvrst í stað tómlegra hjer í bæ eítir fráfall hins sfilta ýtur- ntennis, sem nú er oss horfinn sýnttm. Vjer vitum að vísu. að altaf kemur maður í nianns stað, og svo íiiun einnig verða hjer. En þótt svo verðf, þá mun að vonnm minning Jóns Magnitssonar for- sætisráðherra lifa lengi á meðal vor dg vera í heiðri höfð sem minning eins af bestu soinitn íslands á sinúi tíð — og það verða talið gíéfa Islands, að þjóðin át.tí á þessum alvarlegu barátt.utímuin jat'n- góðtun og gætnum syni á að skipa til forystu sem Jóni Magnússyni. Guð blessí oss öllum minningu hans. ■ D,\ J. IT. Jón Magnusson var mikilka>fnr starfsi«aður. Þeg- ar hann var nýorðinn landritari vorurn við eitt kvöld í Keykjavíku.r klúbbnum. Þar var dans og Jón Magnússon fór heím kl. 2 utn nóttína, en þegar jeg kom heini kl. 4 um morguninn, var I jós í skrifstofunni hans. ..Þú klárar þig á þessu,“ sagði jeg við hann daginn eftir „og það á fáum árum.“ „Já, á 15 árum," svaraði hann, on noktktru síðar Ijetti ltann eitthvað á sjer við það sem þá var. Við Jón Magnússot hiifðum ntikið saman að sælda framan af. Hann tók mig til þes.s að hjálpa til við útgáfu Landshagsskýrslna, og viðurkendi ávalt að jeg hefði hetri þekkingu á statístilk en hann. Einu siuni sagði haun við mig: „Jeg held a.ð þetta sje e'itthvað það besta, er þú hefir gert :;f stat,istik.“ Það var yfirlit yfir fædda og dána 1880—1901, og skýrsla um gifta frá 1827—1900, og -voru eínskonar eftirmæli 19. aldar að þessu leyti. Oft'þurfti jeg 1—200 krónur og fótr til hans með ]iað: vanalega svarið var: „Þú hefir gert meira vanalega en sem því svarar“, og fjeð var jafnan auðsótt, — Olckar samkynni, meðan hann var landiritari, iiáðti líka inn á lögfræðissviðið. /Landshöfðinginn Ijet mig svara' fyrirspurnum út af. tolli eða skatt- Iieimtum. Landritarinn sagði svo eitt sinn vtm málið: ,,Þar var hann svo jniklu meiri lagamaður en jeg.“ Hann lagði stund á ]>ýska lögfræði, og varð að jeg hygg besti íagamaðu.r á Iandinu, ]>angað til háskólanuin óx fiskur um ltrygg. Þeg- ar Jón MagnúsSon var orðinn bæjarfógeti, kvað að jafnaði við í stjórnarráðinn urn hvert vafa- mál: „Hvað ætli Jón Magnússon segi vtm það?“ Otal sinnum va.r hann spurður, svo stjórnin fjekk að vita hvað hann sagði. Sem æðsti ‘valdsmaður landsins var ltann fyrst og frernst diplómat. Hann forðaðist. að gera úrsknrði, sem rækju sig á, svaraði afarlitlu vana- lega, sem eldki er svo fu.rðnlegt, þar sem hann í'lla sína löngu embættistíð var að setn.ja álit og úrsktifði, sem aðyir áttu að leggja síðasta smiðs- ltöggið á. Enginn maður hafði betri þekkingu á íslenskum stjórnarstöríum en J. M. og það held jeg albr hafi viðurkent. þegar hann varð ráð- lierra. Hans stjórnaraðferjð var eins og fljótsins, mundi Confusius hafa sngt. — sem starfar án ]>ess að strita, og vinntir. eða. tekur þátt í af- greiðslu málanna, án þem að nolkkur maður finni til þess. lndr. Einarsson. Það var sagt við mig í dag, að. jeg muni ha'fa þeikt Jón Magnússon einna best þeirra manna, sent uimii tiieð bonnm ut danfnrin 30 ár. Kann satt að vera. Og svo var jeg.spurður: „Hvað segið þjer um manninn •— um mannkosti Jóns Magnússonar ?“ Jeg sogi ]>ett.a : Hann var —. nei, jeg deili ekki við jieiiin um ]>að, hver hefir verið mestur. maðurinn hjer á landi undanfarinn mannsaldur, en Jón Magnús- son 'var, að mínu vití. gætnasti og vandaðasti maðttrinn, haiin var einn heiðarlegasti og besri maðuífinn. ' Þess vegna var hann lánsmaður. Þess vegna va.r því Kkast, sem þjóðmni yrði alt það til gæfn, sem hann lagði á gjörva hönd, og það var bæði margt og mikið. 24. júní 1926. G-. Björnson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.