Ísafold - 29.11.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.11.1926, Blaðsíða 1
> Ritst jórai, . ón KjartanasoiL aHýr SteféitssoHi. Sími 500. ISArOLD kostar 5 króftmt, öjalddagi 1 Afgmðsía o% ÍHaiheimta i Austarstræti Í. Sími 500, DAGBLAÐ: MORGUNBLAÐIÐ 51 árg. Bl. tbl. Mánudaginn 29. nów. 1926. fsafoldarprentsmiðja k.f. Genglsiaiállð og Tíntinn. EINHLIPA SKRIF. Það er ekki að vita, hvernig færi fyrir einu stærsta velferðar- máli íslensku þjóðarinnar, geng- ismálinu, ef þjóðin væri eins ó- þroskuð og heimsk, eins og- Tíina- menn gera. ráð fyrir að hún sje. — Þeir hafa við og við verið að .skrifa úm þetta mál, en gert það á þann veg að undrum sætir. Alt, smátt og stórt, sem miður fer, ekki aðeins í okkar laudi, heldur um allan heim, er hækkunarpóii- tíkinni að kenna. Engan hag hafa þjóðirnar af þessum ,,misskilda metnaði“, að vera að klifa upp brattann, segja Tímamenn- Ekk- ert annað en böl á böl ofan hefst upp úr þessum, ofmetnaði. — Mest ber á kaupgjaldsóeirðum, verkföllum og hinu óheyrða rang- læti, sem framið er gagnvart „þeim skuldugu“. Þannig halda Tímamenn áfram viku eftir viku. En það er eins og þau verki svo undursamlega lítið, öll þessi skrif Tímamanna. Menn taka ekk- ert mark á þeim. Hvers vegna? LITIÐ UM ÖXL. „í hvert. skifti þegar krónan fellur, vex dýrtíðin. Bóndinn, em- bættismaðurinn og sjómaðurinn fær minna og minna af matvöru eða fatnaði fyrir hverja krónu- Áður en varir er komin hungúrs- »eyð í bæjunum og liallæri í sveit- unum.“ Hin tilvitnuðu ummæli eru tek- in úr TÍMANUM, 31. tbl. 1923; þau eru eftir Jónas Jónsson alþm. frá Iíriflu, sama manninn, sern skrifar greinina „Gullkróna11 í 52. blaði „Tímans“, sem byrjar á þessari setningu: „Undanfarin missiri hefir verið margsannað, livílíkt böl atvinnurekstri bænda hjer á kuidi steðji af gengislnekk- an þeirri er Jón Þorl. hefir beitt sjer fyrir.“ 1923 skrifar Jónas frá Hriflu mjög átakanlega um bölið, sem er samfara LlÆKKANDT gengi og lággengi peninganna, en nú lýsir hann jafn átakanlega böUnu af ITÆKKANDI gengi og hágengi peninganna!! Hvernig stendur á þessu ósam- r*æmi, spyrja menn í einfeldni sinni ? Ef menn vilja athuga málavexti nokkuð .nánar, koímast þeir fljótt að raun um, að þessi mismunandi afstaða Jónasar frá Hriflu, til þessa eina og sama rnáls, er ofur eðlileg og skiljanleg. Hann þurfti að nota máUð pólitískt í bæði skiftin. En þar sem viðhorfið gagn vart hinum pólitýiku andstæðing- um Jónasar var orðið nokkuð á annan veg nú í ár, en það var 1923, breyttist afstaða Jónasar til málsins. — Þetta er skýringin á hringsnúningi Jónasar, og þetta e»' einnig skýringin á því, hvers vegna skrif Tímamanna, um gengismálið liafa engin áhrif hjá þjóðinni- KRÓNAN STÖÐUG. fslenska krónan hefir nú verið stöðug í rúmt ár. Eftir hin miklu stö'kk, sem hún tók upp á við sum arið og haustið 1925, stöðvaðist hún loks í kr. 22.15 (móti ster- lingspundi). Þar hefir hún staðið föst síðan. Það. var mjög mikilsvert, að krónan yrði stöðug um hríð^eftir stökkin 1925. Snöggar og tíðar gengissveiflur eru afar hættuleg- ar atvinnuvegunum. — Verðlagið þarf a® fá tírna til þess að sam- laga sig hverri nýrri gengishækk- un. VERÐLAGIÐ LÆKKAR. Erlenda varan varð fyrst til þess að taka verðlagsbreytingu; hiúi lækkaði stórum í verði. — Þessi verðlækkun munar æði miklu, eins og bændur til sveita hafa best veitt eftirtekt við samanburð á verðinu á kauptíðinni í vor og í ifyrravor. Hvað kostaði t. d. rúg- mjölspokinn á kauptíðinni í vor og hvað kostaði hann í fyrra? Þessi verðlækkun er bein af- leiðing gengishækkunarinnar. Og liún er öíluin í hag, því allir þurfa að kaupa eitthvað af erlendri vöru. Ríkið sjálft hefir mikinn bein- an hag af þeirri almennu verð- lækkun, sem orðið hefir vegna gengishækkunarinnar. — Alt, sem ríkið þarf að kaupa frá útlöndum, svo sem kol, byggingarefni og alls- konar efni til verklegra fram- kvannda, lækkar stórum- Hagnað- ur ríkisins við þetta skiftir ao sjálfsögðu hundruðum þúsunda króna. Hafa Tímamenn nokkurntíma nefnt þenna liag af gengishækk- uninni? Aldrei. Þó skiftir hann að sjálfsögðu mörgum miljónum kr. fyrir þjóðarheildina. LÆKKUN DÝRTÍÐARUPP- BÓTAR. Það er svo fyrir mælt í lögum, að dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkisins skuli miðast við verðlag á nokkrum ákveðnum nauðsynja- vörum, eins og það er í smásölu í Rvík einn liaustmjánuð ár hvert. IIÆKKI þessar vörutegundir í verði eitthvert árið, verður afleið- ingin sú, að dýrtíðaruppbótin hælrkar fyrir næsta ár. LÆKKT hinsvegar verðlagið, lækkar dýr- tíðaruppbótin. Þetta er rjettmætt, svo framarlega sem grundvöllur- inn, sean bygt er á, er rjettmætur. Því rneiri sem dýrtíðin" er, því meira þarf til þess að geta fram- fleytt lífinu, og öfugt- En eins og grundvöllurinn er lagður hjá okkur, verður nokkurt ranglæti við úthlutun dýrtíðar- uppbótarinnar. Það er rangt, að ýmsir mikilsvarðandi liðir, eins og húsaleiga, klæðnaður, kol o. f 1., skúli eklti vera teknir með til grundvallar á reikningi dýrtíðar- uppbótarinnar. — Það er einnig rangt, að láta sama grundvöllinn gilda fyrir alt landið, án nokkurs tillits til þess hvar dýrtíðin er mest eða minst. Þessar misfellur þarf að lagfæra. Það hefir verið skýrt frá því áður hjer í blaðinu, að útgjalda- lækkun ríkissjóðs á næsta ári, vegna lækkunar dýrtíðaruppbót- arinnar, koini til að nema 400 þús. 'krónum. Jónas frá Hriflu reynir að vekja óánægju hjá starfsmönnum ríkis- ins út af þessari lækkun á laun- unum, og bendir á fjármálaráðh., sem eigi sökina. En þetta fer Jón- asi ákaflega illa, eftir alt sen» á undan hefir gengið í sambandi við embættismennina. Engum kemur til hugar að halda, að það sje af einskærri velvild til starfsmanna ríkisins, að Jónas kemur inn á þetta mál nú. Væri svo, ætti hann að stuðla að því að meira rjett- læti fengist við útreikning dýr- tíðaruppbótarinnar. Mundu starfs mennirnir vel sætta sig við það. ERLENDU LÁNIN. Ríkið skuldar allmikið fje er- lendis. — Þessa skuld ber því að greiða í erlendri mynt, einnig vexti og afborganir af skuldinni. Við það að íslenska krónan hefir hækkað í verði, þarf ríkið færri krónur nú til þess að kaupa fyr- ir erlenda mynt, en það þurfti, meðan krónan stóð lægra. Sama gildir um þá einstaklinga. og þaú fjelög, er skulda erlendis. Hagur ríkis, einstaklinga og fjelaga á þessum lið einum, hlýtur að nema verulegri upphiæð. i Frá Sualbaröa. Mestan hluta af kolanámunum á Svalbarða eiga Norðmenn. — Venjulega eru kolin frá námunum aðeins flutt á sumrin. Firðirnir á Svalbarða eru lagðir á veturna og teppast því siglingar þangað. En í haust liefir Norðmönnum tekist að halda uppi siglingurn þangað. Hafa þeir ísbrjóta á fjörðunum til þess að kolaskipin getl komist leiðar sinnar. Svörtu lögin, sem sjást í fjallshlíðunum á mynd- inni er sagt að sjeu kolalög'. Hjer að fraiman hefir verið bent á fáein atriði, sem sýna, að það er ýmislegt gott sem leiðir af gengishækkuninni. Engum dettur í hug að neita því, að margskon-1 ar erfiðleikar fylgja henni einnig. En þar sem þeir menn eru orðnir æði margir, sem þessum erfiðleik- um lýsa, verður því slept hjer. Hjer er bent á, að bjartar hliðar eru til á þessu máli, og er það álit vort, að þær sjeu meira virði fyrir lalþjóð, en dökku hliðarnar, sem Tímamenn eru að útmála. HORFUR ÚT Á VIÐ. Menn eru alment orðnir þeirr- ar skoðunar, eftir horfunum út á við eins og þær eru nú, að stýx- ingar-hugmyndin sje úr sögunni- Danska krónan hefir nú náð sínu fyrra gullgildi, eða því sem næst. Aðeins er eftir að ganga endanlega frá gullinnlausninni. Norðmenn eru einnig á góðum vegi upp í gull með sína krónu. Að vísu verður ekkert um það ful.1- yrt ennþá, hvort síðasta gengis- hækkun norsku krónunnar verði varanleg. Þó er það álit merkra manna, að svo verði, minsta kost.i verði ekki stórar sveiflur niður á við aftur. Vantar Norðmenn þá aðeins hérslumuninn upp í gúll. — Svíar hafa fyrir löngu komist í gull með sína krónu. En íslendingar? Ættum við aó vera eina þjóðin úr myntsamband inu gamla, sem hlypi undan byrð-j inni? — Tímamenn vilja að svo verði. Þó er því ekki svo varið, að við stöndum svo nUkið ver að vígi en allar hinar myntsambands- þjóðir vorar, iað við þess vegna verðum að skerast úr leik- Hvers vegna þá að gera það? Eða halda menn, að það liefði engar illar afleiðingar fyrir okk- ur, ef við skærumst úr leik, smeyg'ðum okkur undan skuld- bindingnnum og stýfðum krón- una? Vissulega myndum við fá að kenna á afleiðingunum og það æði alvarlega. Belgar hafa nýverið tekið það ráð, að festa smn gjaldeyri langt fyrir neðan hið upphaflega verð hans. Var það knýjandi nauðsyn, sem rak þá til þess, því gjald- eyririnn v'ar fallinn svo gífurlega- Belgar þurftu að taka lán erlend- is til festingarinnar. Þeir tóku 100 þús. dollara. — En hvernig voru kjörin? Fyrir hverja 100 $ voru útborgaðir 94 $; vextir voru ákveðnir 7% og 1% fór í kostn- að við lántökuna. Þetta eru slæm kjör. Þegar nú á þa'ð er litið, hversu margt og mikið við eigum ógert í okkar landi, þá er ástæða að spyrja, hvort.við höfum ráð á að vera skoðaðir sem gjaldþrota, þjóð á meðal peningaþjóða. En slíkt álit mundum við fá, ef við stýfð- um krónuna. Og eklri mundi að nemu leyti batná okkar málstað- ur, þótt það vitnaðist, að það hefði ekki verið af knýjandi nauð- syn, að við gerðum okkur gjald- þrota, heldur af óstöðuglyndi okk- ar og braskeðli. Þegar svo væri komið, mundi þá ekki hverfa af okkur nfesti ljóminn er við feng- um með sjálfstæðinu? HRESSIN G ARHÆLI HRINGSINS 14. þ. mán. var hressingarhæll Hringsins í Kópavogi opnað til af- nota að viðstöddum allmörgum gestum- Athöfnin hófst á því, að frjl Kristín Jacobson sagði sögu Hrings ins, og skýrði frá stofnun hans. Var fjelagið stofnað 26. jan. 1906, og fór þá strax að vinna að líkn- arstarfsemi. HressingarhæUð hef- ir kostað alls um 75 þús- kr., og hafa Hringskonur þegar greitt um 50 þús. af þeirri upphæð; en 40 þús. hafa þær varið til ýmis- lconar styrktar starfsemi. Sjest á þessu, að • „iHringurinn“ hefír drjúgum miðlað þessi 20 ár, sem 'liðin eru frá stofnun hans. Þá flutt^sjera Friðrik Hall- grímsson ræðu um kærleikslund- ina, sem m. a. birtist í starfl „Hringsins“. Næst flutti Guðm. Björnson landlæknir ræðu í nafni heilbrigðisstjórnar landsins og þakkaði meðlimum „Hringsins“ fyrir göfugt starf þeirra- A 'cftii' nutu gestir góðra veit- inga. Hjúkrunarkona hælisins verður Kristjana Guðmundsdóttir, eu læknir Verður Sigurður Magnús- son á Vífilstöðum. „Hringurinn“ á skilið þakfeír landsmanna fyrir þann dugnað, sein hann hefir sýnt í því að koma upp þessu hfessingarhæli. Á því var mikil þörf. Margt fólk, sem kemur af Vífilstaðahæli, er - svo sett, að það hefir ekki að neinu að hverfa, má ekki vinna nema ljettustu vinnu, og er því slíkt. hæli sem það, er nú hefir verið bygt í Kópavogi, hinn ákjósan- legasti staður fyrir það. Mun marg- ur sjúklingurinn verða „Hringn- um“ þakklátur bæði fyr og síðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.