Ísafold - 29.07.1929, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.07.1929, Blaðsíða 2
2 I S A F 0 L D Jarðskjalftar nm alt Sndvesturland. Snarpasti kippnrinn sem komið taefir i Beykjarik i manna minnnm. Þriðjudaginn 23. júlí kl. 5.45 ■síðdegis, kom hjer í Reykjavik svo harður jarðskjálftakippur, að menn muna hjer ekki annan eins. Hús hristust svo að brakaði í þeim, og fjölda fólks var nóg boð- ið, svo það þusti út á göturnar, sumpart til að bjarga sjer, ef húsin skyldu hrynja, sumpart til þess, ;að verða sjórnarvottar að atburð- um þeim, er fyrir kæmi í grend- •inni. Talið er, að kippurinn hafi staðið 35—40 sekúndur. Er það langur jarðskjálftakippur. Skemdir á húsum. Mest brögð virðast hafa orðið að skemdum á húsum þeim, sem hlaðin eru úr grásteini, svo sem Alþingishúsinu og Landssímastöð- ínni. í velflestum herbergjum þinghússins mun bera á sprungum, ■einkum meðfram loftum og hrundi nokkuð niður af loftlistum — eink- um í Neðri deild. Koriungsmerkið uieð kórónunni á þakskegginu ;yfir innganginum, fjekk þverbrest og datt lítill moli úr merkinu nið- ui á gangstjettina. Landssíma- ■stöðvarhúsið skemdist og talsvert, veggir sprungu, reykháfur hrundi ■og þess háttar. Reykháfar hrundu ,á allmörgum húsum í bænum, og hefir blaðið ekki tölu á þeim. Sprungur komu i veggi á nokkr- um steinsteypuhúsum, en sögu- sagnir þær, sem gengu um bæinn Um þau efni, voru aH-margar ■orðum auknar. Skemdir innanhúss. Svo mikill var hristingurinn í. Tnörgum húsum, að munir duttu úr hyllum, vörur sem settar voru fram til sýnis í búðargluggum, j hrundu víða í hrúgur. Nokkrar j búðargluggarúður munu hafa sprungið. Mest tjón varð í gler- vörubúðum. Þar munu sumstaðar hafa brotnað vörur svo að all- miklu nam. Húsin vingsast til. Svo mikil varð jarðhræringin, •að þeir sem úti voru, nálægt há- um húsum, sáu þau vingsast til. Hvein og brakaði í öllum húsum, svo brakhljóðið og glumrugangur- inn minti á að komið væri alt í •einu ofsarok. En veður var hið •besta, blæjalogn og sólskin. — A Tiömina kom allmikil bára, og við hristinginn gaus upp úr henni ■óþefur all-mikill. Sumstaðar sáust göturnar og gangstjettirnar ganga svo til, að sást í raðir gangstjetta-, flísanna, er þær sporðreistust ^iugnablik úr stellingum sínum. Alment mun það vera álit ui'.anna, að jarðskjálftakippur þessi hafi ekki mátt verða mikið meiri til þess, að hjer hefðu hús hrunið •og yfirskollið hið stórkostlegasta •og hörmulegasta slys, sem fyrir bæ þennan getur komið. Hvaóan stafar jarðskjálftinn? Þeirri spurningu er alls ekki hægt að svara nú. Þorkell Þor- kelsson veðurstofustjóri fór strax eftir'kippinn vestur í Stýrimanna- skóla, til þess að athuga jarð- skjálftamælana, sem þar eru. En því miður var lítið á þeim á græða. Jarðhræringin hefir verið svo mik- il, að þeir fóru báðir úr skorðum. Þó var Þorkell helst á því, að hreyfingin hafi komið úr norð- austri. Hvað náði jarðskjálftinn yfir stórt svæði? Var Ra-nn meiri annars staðar á landinu? Þessar spurningar vöknuðu fyrst hjá mönnum hjer, er þeir höfðu gengið úr skugga um , að engin alvarleg slys hefðu hjer orðið. Með því að athuga hve langt jarðskjálftinn náði, bjuggust menn við að hægt væri að gera sjer nokkra grein fyrir hvaðan hann stafaði. — Frá ísafold var þvi tafarlaust hringt í allar áttir út um land. Jarðskjálftinn náði austur að Skeiðarársandi, vestur á Snæfells nes, norður á Borðeyri, að því e ísafold frjetti. Eftir þeim upplýsingum, sem ísafold fjekk, hefir jarð- skjálftinn varía verið mikið meiri annarstaðar, en hjer í nágrenni Reykjavíkur,, þó e. t. v. nokkru meiri í sumum sveitum austan fjalls, en hvergi frjettist um slys, sem af honum hefði hlotist. Erfitt er að meta það eftir laus- legu umtali í síma, hvort jarð- skjálftinn hefir verið meiri á ein- um stað en öðrum, fólk leggur á slíkt svo misjafnan mælikvarða. En yfirlitið er blaðað fjekk, er á ]iessa leið: 1 Vestur-Skaftafellssýslu fanst jarðliræringin aðeins, t. d. fanst hún á Kirkjubæjarklaustri, aðeins af fólki því, er var inni við. Líkt var sagt frá Vík, þó muo kippur- inn hafa verið snarpari þar. f neðanverðri Rangárvallasýslu voru talsverð brögð að honum. Þó duttu engir húsmunir t. d. í Efra- Hvoli. Aftur frjettist um allmikla hreyfingu í Miðey í Landeyjum. 1 Þjórsártúni var engu meiri hrær- ing en á Efra-Hvoli. En aftur á móti var sagt í Fells- múla í Landsveit, að þar hafi kipp- urinn verið bæði mikill og langur. Sagði heimildarmaður blaðsins, að hann myndi hafa staðið yfir í eina mínútu. Áðuv en hann kom, lieyrðist hár þytur úr austurátt. Kippurinn var þar talinn álíka snarpur og snörpustu kippir, sem þar komu fyrir Heklugosið 1913. Hjá Ölfusá var kippurinn svo snarpur, að myndir duttu niður af veggjum og hlutir hröpuðu fram úr hyllum. 1 lágsveitum Árnessýslu mun jarðskjálftinn hafa verið álíka mikill og í Landsveit. Af Eyrar- bakka frjettist að þar hefði tals- vert lirunið og brotnað í húsum. Sagt va:r þaðan sem dæmi upp á hristing, að bíll sem s.tóð mann- iaus þar á veginum, rólaði til frám og aftur. Frá fjölda mörgum stöðvum í Borgarfirði, Mýrasýslu og alla leið út á Snæfellsnes (Ólafsvík og Hellissand) frjettist um álíka hristing og hjer var, a. m. k. ekki meiri, í Stykkishólmi talsvert ininni, og eins á Borðeyri. Á Blönduósi og Akureyri urðu menn hans ekki varir, og heldur ekki á Húsavík. En heimildarmað- ur blaðsins gat- þess, að á þess- um tíma, er alt skalf hjer syðra, voru Húsvíkingar að fagna Súl- unni, og hvert mannsbarn úti við, svo að segja. Hefði því vel getað verið að lítil hræring hefði farið fram hjá mönnum. Frá höfnmni. Sprungur komu í eystri hafn- argarðinn, „Batteríisgarðinn", ein- ar þrjár, og garðhausinn við hafn- armynnið raskaðist eitthvað, óvíst hve mikið. Sprunga kom einnig í hafnarbakkann, þar sem kolahegr- inn er. Þegar kippurmn kom var Drotn- ingin á förum, o* stóð fjöldi fólks niður á hafnarbakkanum.' Þegar jarðskjálftinn kom áttuðu margir sig ekki á því í bili, hvað um var að vera, og hjeldu að vjel skipsins væri að fara af stað. En er þyt- urinn jókst, og glumrugangurinn byrjaði í húsunum, skipið tók að nagga í garðinn, og vörur að rask- ast í vöruhlöðunum sem þarna eru, þaut flest af fólkinu upp af bakkanum í áttina til geymslu- húsanna. Fólk sem í skipinu var, hjelt ennfremur að lætin stöfuðu frá skipinu, L d. vjelarúminu, þar hefði sprenging átt sjer stað eða þ. h. En brátt sáu menn, livers kyns var, enda skifti ekki lörígum togum, uns alt var með kyrr'um kjörum. Annar kippur, miklu vægari, kom klukkan rúmlega sjö og hinn þriðji, þeirra vægastur, klukkan átta. Skriðuhrun víða í f jollum. Vátns- leiðsla Hafnarfjarðar verður gruggug1. Um það bii sem sterkasti jarð- skjálftakippurinn reið yfir, sáu menn í Hafnarfirði að reykmökkur gaus upp úr hrauninu skamt frá Helgafelli. Og nokkru seinna upp- götvaðist það, að vatnið í vatns- æðum bæjarins var gruggugt og þóttust menn finna af því brenni- steinskeim. Víða hrundu skriður lir fjöllum hjer nærlendis, og grjót úr björg- um. Sundlaugin hjá Reykjavík sprakk og hripaði alt vatnið úr henni, svo engin sundkensla gat farið fram fyrst um sinn. En nú er þó þegar lokið að gera við sltemdirnar. Myndastytta af Jóni Sigurðs- syni, sem geymd er í herbergi hans uppi á lofti í Alþingishúsinu, datt í jarðskjálftanum og brotnað'. „Um skemdir af jarðskjálftunum hefir ekki frjest. Snarpari kippur hefir (ireiðanlega - ekki komið í Borgarnesi seinustu 20 árin“, segir í símfregn frá Borgarnesi. Upptökin. Á miðvikud. átti ísafold tal við Þorkel Þorkelsson veðurstofu- stjóra. Hann gat ekkí í fyrstu sagt með neinni vissu hvar íipptök jarðskjálftanna væru, vegna þess að jarðskjálftamælarnir fóru úr lagi. En liann hjelt þá, að upptök- in væru í noiðausturátt lijeðan. En á miðvikudag fjekk hann skeyti frá athuganastöð í Eng- landi, sem staðfesti þetta. Eftir þeim upplýsingum, sem hann fjekk þaðan, eru upptökin 30—40 km. frá Reykjavík, í stefnu á Borgar- fjarðardali. Engin eldfjöll eru á þessum slóðum, sem kunnugt er, og eru því miklar líkur til þess að jarðskjálftar þessir stafi ekki af eldsumbrotum. Smájarðhræringar, segir Þ. Þ., að verið hafi hjer hvað eftir ann- að undanfarna viku. Ur Grímsnesi fjeklt Isafold þá frjett, að heyrst befðu dýnkir í fjöllunum i vesturátt, og fanst þar greinilega, að hreyfingin kom að vestan. Jarðskjálftinn fanst greinilega á Vestfjörðum, var kippurinn t. d. allsnarpur á ísafirði, svo snarpur að bollar brotnuðu t. d., eða annað brothætt í einstaka húsi. Er mjög óvanalegt, að svo snarp- ur jarðskjálfti komi þar vestra. Kippurinn sem mestur var hjer fanst og greinilega á Siglufirði. Hann hefir því náð um meira en hálft landið. Eftir því sem meira heyrist um það, hve jarðhræringarnar voru hjer miklar, furðar menn meira á því, að eigi hafi frekar tjón af hlotist. Uppdrætti Benedikts Gröndals af íslenskum fuglum hefir ríkið nýlega keypt. Jarðskjalftaniir og jarðskjálftamælingarnar. — Búist þjer við, að jarðskjálft- arnir haldi áfram? spurði ísaf. Þorkel Þorltelsson veðurstofustjóra — Um það vil jeg helst vera fá- orður, segir Þorkeli, en það eitt er víst, að engin ástæða er til að halda, að jarðskjálftar þe.ssir stafi frá eldsumbrotum. Upptök jarðskjálftanna á dög- unum vom sem sje í Borgarfirði. Er hægt að segja það með vissu. Skeyti, sem veðurstofan fjekk frá Englandi, segir, að þar hafi verið reiknað út, að upptökin liafi verið 1910 km. frá ensku athuganastöð- inni. Jarðskjálftamælarnir í Stýri- mannaskólanum sýndu hræringar, áður en aðalkippur sá kom, er færði þá úr lagi. Eftir því sem þar varð sjeð, voru upptök þeirra hræringa 30—40 km. frá Reykja- vík í norð-norðaustri eða suð-suð- vestri. Enska mælingin bendir til, að "upptökin liafi verið noi’ðan við Reykjavík, og er ]>vi rjettast að telja þau norður í Borgarfjarðar- dölum. Þar liafa einmitt verið tíðar jarð hræringar undanfarin tvö ár. All- margir af kippum þeim, sem þar hafa komið, hafa ekki fundist með jarðskjálftamælunum hjer. Kemur það til af því, að upptökin hafa verið svo nálægt yfirborði jarðar. Þegar svo er, ná hræringarnar skamt. En alt öðru máli er að gegna með kippina á þriðjudaginn var. Þeir hafa sem sje fundist til Eng- lands, enda hristist meira en hálft. ísland svo að um munaði. Upp- tök þeirra hafa verið djúpt í jörðu; hafa stafað af einhverju missigi jarðlaga niður í jörð- inni. Þarna í Borgarfjarðardölunum eru jarðbrota- eða sprungulínur, og hefir landið sigið þar; má því einmitt búast þar við jarðskjálft- um, er ekki standa í beinu sam- bandi við nein eldgos. En í þessu sambandi segir, Þ. Þ., er rjett að minnast þess, að jarðskjálftar í eldfjallalandi geta altaf komið eldgosum af stað, orð- ið frumorsök þeirra. Þegar jarð- lögin raskast eitfhvað til, má bú- ast við því, að sú röskun geti ein- hversstaðar ýtt undir gos. Milclar jarðhræringar, eins og t. d. um daginn, geta einnig bomið á stað öðrum jarðskjálftum, með öðrum upptökum. Jarðskjálftarnir geta sem sje flust til. Þannig var það á Suðurlandi 1896. Þá voru hræringarnar mest- ar austur í Landsveit í fyrstu kipp- unum, og upptökin þar. — En síðan færðust þau vestur á bóg- inn, og seinni kippirnir voru harð- astir vestur í Ölfusi og á Skeið- um. Þeir jarðskjálftar voru ekki í sambandi við nein gos. — Menn bjuggust þá altaf við gosi, t. d. Heklugosi, blátt áfram vonuðust eftir því, því það var trú manna, bygð á nokkurri reynslu, að ef gos brytist, út, þá myndu jarð- skjálftunum linna. Annars eru jarðskjálftar, sem stafa. frá eldsumbrotum, sem eru í nánd, nokkuð auðþektir frá öðrum jarðskjálftum. Gos-skjálftarnir eru snöggir, minna á hreyfingar frá sprengingum, — en hinir kippirn- ir eru að jafnaði lengri. Gos- skjálftarnir ná venjulega ekki yfir eins stór svæði eins og hinir, eru að minsta kosti miklum mun meiri nálægt upptökunum, heldur en í fjarlægð, vegna þess að upptökin eru þá svo nálægt yfirborði jarðar. Um jarðskjálftamælana sem hjer eru, segir Þorkell Þorkelsson: Þeir eru hjer til tveir, sðm kunnugt er. Sá eldri kom hingað um 1909. Mun hann hafa verið sendur hingað frá jarðskjálftastöð- inni í Strassburg, með því skilyrði, að hjer færu fram reglubundnar athuganir á því sem liann sýndi. Annar var sendur hingað síðar, víst frá sama stað, en hann var ekki settur upp, fyrri en jeg kom hingað suður. Þeir eru settir í þær stellingar, að annar sýnir hreyfingu frá norði til suðurs, hinn hreyfingu frá austri til vesturs. Með því að líkja línuriti beggja saman, er liægt að ákveða stefnuna að upptökunum. En bagalegt er hafa ekki ]iriðja mælirinn, sem sýndi hreyfinguna upp og niður. Mælar Jiessir eru ætlaðir fyrir jarðskjálfta, sem eiga upptök sín hjer nálægt, en sem eru ekki eins snarpir og kippurinn var um daginn. — En hvernig ev með Reykja-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.