Ísafold - 29.07.1929, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.07.1929, Blaðsíða 4
 1 S A F 0 L D Hvafanaefa utan af lancli berast fregnir um það, að unga fólkið fylki sjer undir merki Sjálfstæð- flokksins. Bnda er það samkvæmt eðli unga fólksins og skapferli, að fylgja þeim flokki, sem berst fyr- ir sjálfstæði lands og þegna. Skeiðará breytir um farveg, Er hlaup í aðsigi? Undanfarin 50—60 ár liefir Skeiðará haft farveg fast austur við Öræfi, við Skaftafell. Smá- kvíslar hafa við og við runnið yestur á Skeiðarársand, en aldrei hefir verulegt vatn verið þar, nema þegar hlaup liefir komið í Skeið- ará. En ná hefir breyting oi'ðið á þessu. Nú hefir Skeiðará rutt sjer farveg fram af miðjum sandinum. Á laugardaginn var braust hún þama fram með jakafei'ð og tölu- verðu vatnsflóði. Yoru símamenn að vinnu á sandinum, þegar áin braust fram, og tók hún einn símastaur með sjer. Á sama tíma og áin braust fram vestur á sandi, varð hún komlítil í sínum venju- lega farveg. Þessi umbrot í Skeiðará, liafa kunnugir menn eystra sett í sam- band við hlaup, er mundi vera í aðsigi. Öræfingar sjá venjulega fyrir, þegar Skeiðarárhlaup er í vændum; ráða þeir það af ýmsum breytingum á jöklinum, — hann hækbar ört, þegar hlaup er í að- sigi. Skeiðarárhlaup koma venju- lega á 5—11 ára fresti. Síðasta hlaup var í september 1922. Símavinnumenn hafa til þessa legið við í tjöldum austur á Skeið- arársandi, en hjeldu stöðugt vörð til þess að hafa nákvæmar gætur á öllum breytingum á jöklinum. Pin á þriðjudag fluttu þeir tjöldin vestur fyrir Núpsvötn (að Lóma- gnúpi), því ótryggilegt þykir að vera á sandinum að næturlagi. — Búist er við, að símalínurnar verði tengdar saman í vikulokin, ef ekki verða því meiri tafir við Skeiðará. „Hristniboð" Tímans Siðaskiftin og „heiðindómur.‘ ‘ Nýlega stóð eftirfarandi máls- grein í Tímanum: „Þann 25. þ. m. mun Vilhjálmur kardínáli vígja prefekt Meulen- berg til biskups, með aðstoð bisk- upanna tveggja (þ. e. þeirra sem hingað komu í fylgd með kardín- ála). Verður Marteini bislrupi þá veitt biskupsvald, og eitt af þeim kaþólsku biskupsdæmum íslensku, sem legið hafa x heiðindómi (let- urbreyting hjer), frá því ei siða- skifti urðu á landi hjer.“ Óhætt er að segja að marga hafi furðað á ummælum þessum, Væri eigi úr vegi að Tíminn gæfi nokkra nánari skýringu á grein þessari — og það sem fyrst. Bjöni Karel Þórólfsson meistari dvelur hjer í bænum við handrita- rannsóknir. Hann hefir með hönd- um rannsóknir á rímum, dönsum og mansöngvum; Dýnarminning. Þann 9. júní andaðist á Stokks- eyri Júlíus Gíslason, síðast búandi í Syðra-Kekki í Stokkseyrarhreppi. Júlíus sál. var fæddur á Stóra- Hrauni 10. júlí 1870. Var faðir hans Gísli Gíslason (bróðir Gríms sál. í Óseyrarnesi). Bjó Gísli heit. mörg ár á Stóra-Hrauni, en flutt- ist þaðan að Ásgautsstöðum. Var hann hinn mesti særndar og skýr- leiksmaður. Júlíus sál. bjó fyrst á Borg — þá á Leiðólfsstöðum, en flutt- ist þaðan að Syðsta-Kekki. Átti hann jafnan við ýmsa örðugleika að bxxa, ekki síst heilsuleysi og fátækt. Með bústýru sinni Katrínu Þorkelsdóttur, eignaðist hann 4 börn, sem öll eru hin mannvæn- legustu. Júlíus sál. var greindur í besta lagi, en mun lítillar ment- unar hafa notið — og því fór fy*ir honum, sem svo mörgum öðrum vel af guði gerðum, að hann naut sín ekki eins og andleg efni stóðu til. Júlíus sál. var vel máli farinn, stálminnugur og orð- heppinn. Hann talaði oft á fund- um og var þá „hvergi hræddur hjörs í þrá“, þótt heilsuveill væri og ætti jafnan við þröngan kost að búa, var hann sífelt kátur og tók sínu hlutskifti með stakri ró; hann mun hafa haft hug- fast: „Urræðin best. er auðmjúkt geð, angrað hjarta og bænin með.“ Um margra ára skeið var Júlíus sál. „fjallkóngur“ í Flóamannaaf- rjett, og fórst það myndarlega. Júlíus eftirlætur góða minningu þótt snauður væri þeirra hluta, sem „mölur og ryð fær grandað." Hvíl í friði gamli kunningi. H. J. Fyrirspuru. Háttvirti ritstjóri! Hjermeð leyfi jeg injer að leita til yðar með eftirfarandi fyrir- spurn: 1. Hvort það er meining laganna að bændur og búlaust fólk geti skrifað sig með fjenaði sínum í öðrum hreppum, án þess að dvelja þar nokkurn dag. 2. Hvort það þurfi ekki að greiða nein lögboðin gjöld af eign og atvinnu, þó það dvelji alt árið í sínum sama hreppi, ef það hefir ekki þar 3000 króna tekj- ur, en hefir þar fjenað og at- vinnu. Vilduð þjer gera svo vel og gefa ákveðin svör þessu viðkomandi í yðar heiðraða blaði. Mjer virðist hjer um pláss bera ofmikið á því, að fólk, einkum búlaust fólk sje á flótta með að skrifa sig millum hreppa, með þeirri hugmynd, að gjöld þess þar sjeu Ijettari heldur en í sínum dvalarhreppi. Með vinsemd og virðingu. Laxárdalshreppi, Hrappastöðum, 20. júní 1929. Jón Jónsson, hreppsstjóri. ! S v a r . Um 1. Alment geta menn „skrif- að“ sig þar sem þeir vilja. Um 2. Þar skal leggja útsvar á gjaldþegn sem hann hafði heim- ilisfang vitanlega eða samkvæmt manntali næst á undan niðurjöfn- un, lög nr. 46, 1926, 8. gr. Vitan- lega lieimilisfangið (þ. e. raxrn- verulega), er nefnt á undan í lagagreininni og ætti það að ganga fyrir, enda er það andstætt heil- brigðri skynsemi, að menn geti með þyí einu að „skrifa“ sig ein- hversstaðar, þótt þeir sje alt árið í annari sveit og hafi þar fjenað sinn og atvinnu, komist undan iit- svari þar sem þeir eiga raunveru- lega heima; það virðist sem sú sveit, þar sem raunverglega heim- ilisfangið er, éigi að geta lagt út- svar á gjáldþegn. — Annars má leggja þessa spurningu undir dóm- stóla. Ennfremur er rjett að leggja út- svar á mann, þar sem hann hefir leiguliða afnot af landi, þótt hann eigi þar ekki heimili, og þótt ekki fylgi ábúð, — þar með talin lax- veiði, ábúð á jörð eða jarðarhluta, lóðarafnot, ef þau gefa arð o. s. frv. Sumir þeirra, er fyrirspumin varðar, kunna að komast undir þetta ákvæði. Það er rjett að útsvari verður ekki skift milli sveita, nema maður sem stundar atvinnu, utan heim- ilis síns, hafi haft í atvinnusveit 3000 krónur eða meira í tekjur. ,Nóva‘ rekst á hafls. ísafirði FB 26. júlí. „Nóva“ rakst á hafísjaka í gær- kvöldi á Húnaflóa og laskaðist svo mjög, að sjór fjell inn í fremra lestarrúm. Bátar voru þegar settir lausir og alt var haft til reiðu, að yfirgefa mætti skipið, því talið var víst, að það mundi sökkva, ef lestarskilrúm biluðu. Nóva kom hingað í nótt og hafa vörur verið losaðar iir henni. Skipið verðuf lagt npp í f jöru í nótt. Síldarfrjettir vikuna 19.—26. júlí Úr skýrslu „Veiðibjöllunnar.1 ‘ Flogið var ylir alt stldarsvæðið, frá Horni til Seyðisfjarðar, og marg sinnis yfir sumt af svæðinu, einkum Húnaflóa. Sást mest af síld á Húnaflóa, einkum liring um Vatnsnes, norður af Vatnsnesi nál. 4 kvartmílui' á allstóru svæði í vestur, einnig austur af nesinu og með allri strandlengjunni út af Skagaströnd. Hjá Kálfshamarsvík var mikil síld — torfa við torfu. Þá ér og komin sxld á Steingríms- fjörð, innan við Grímsey og er þar alt fult af síld. Síldin virðist vera að halda norður með Skagatá. Á Skagafirði er enn lítil síld, nokkrar torfur liafa sjest austan til á Málmeyjar- firði. Á Hjeðinsfirði hafa sjest nokkrar smátorfur, einnig, undan Siglunesi og á Eyjafirði, en á öllu svæðinu þaðan og austur að Þist- ilfirði virðist lítil sem engin síld. Á Þistilfirði er aftur mikil síld. Á Austfjörðum liafa nokkrar torf- ur sjest á Bakkafirði og stórar torfur sáust 16. júlí undan Seyð- isfirði og Norðfirði. Skipin fiska yfirleitt á síldar- svæðinu. Undan Skagatá voru á fimtudag 30—40 skip. Síldarskýrslur eru festar upp á Siglufirði (á símstöðinni) á Akur- eyri (hjá Einkasölunni) og sxld- arfrjettir eru símritaðar og tal- aðar úr lofti, en einnig útvarpaðar frá Reykjavík á liverju kvöldi, eftir veðurfregnum. Friettir vfðsvegar að. Borgarnesi, FB 25. júlí. Samgöngubreytingar. Ferðamannastraumurinn um hjer aðið virðist sífelt aukast og nú fleiri leiðir farnar, eíns og blöðin lxafa drepið á. Bifreiðir fara hjeð- an til Blönduóss um hverja Suð- urlandsferð. Allmargir eru farnir að fara í bifreiðum yfir Kaldadal. Glímuflokkurinn kom yfir Kalda- dal og fór til Stykkishólms og norður. Mun hafa sýnt á a. m. k. átta stöðum í ferðinni. Loks er slangur af ferðamönnum farinn að koma yfir Hvalfjörð, en aðal- straumurinn er eins og áður yfir Borgarnes. Framkvæmdir í hjeraði. Heilsufar er gott í hjeraðinu og almenn velmegun. Miklar fram- kvæmdir í byggingum, girðingum og jarðrækt. Til dæmis má benda á, að teknar hafa verið til girð- inga í Borgaraesi í vor ca. 2500 rúllur af gaddavír. Byggingarnar eru aðallega í sveitunum, t. d. í Reykholti, þar er reist steinsteypu- fjós og hlaða, og unnið að undir- búningi skólabyggingarinnar. Á Hvanneyri liefir verið bygð stein- steypuhlaða fyrir 4000 hesta þur- lieys. 1 hlöðunni eru fjórar vot- heysþrær. Hlaða þessi er áföst við fjósið, sem steypt var í fyrra, og tekur 80 nautgripi. Hafnargerð í Borgamesi. Brúarsmíðinni yfir Brákarsund miðar vel áfram. Brúin er boga- brú, einn bogi), og mun vera breið ust brú, sem gei'ð hefir verið á íslandi, 5^/2 meter, og geta því bif- reiðar liæglega mætst á brúnni. Brúin mun vera yfir 50 metrar á lengd. — Hafskipabrygjunni við Brákarey miðar vel áfram. Dýpk- unarskipið „Uffe“ kemur lxingað bráðlega og verður hjer nokkrar vikur við dýpkun. Uppgröfturinn verður notaður í uppfyllinguna. — Mannvirki þessi verða tilbúin í september snemma, a. m. k. fyrir miðjan mánuðinn. Flugferðir til íslands. Heims- kringla birtir grein með þessari fyrirsögn. Hafði ritstjórinn þá ný- lega átt tal við Earl Hanson verk- fræðing, sem fræddi hann á því, að a. m. lc. þrjú flugíjelög í Banda- ríkjunum liefðu nxi þegar á prjón- unum ákveðnar fvrirætlanir um rcglubundnar flugferðir á milli Ameríku og Evrópu, um Græn- land og ísland. Eitt þessara fje- laga er í Ghicago og er flugmað- urinn Bert. Hassel starfsmaður þess. Eitt þessara fjelaga mun hafa farið þess á leit við Earl Hanson, að hann yrði ráðunautur fjelagsins, en ekki hafði Hanson ákveðið hvort hann tæki því til- boði. Þessi þrjú fjelög kvað Han- son standa föstum fótum fjárhags- lega og hafa sjer til aðstoðar fær- ustu sjerfræðinga. (FB). Ólafur Marteinsson meistari tók sjer far með e.s. ,Mercur‘ til Nor- egs. — Hann ætlar í vet- ur að flytja fyrirlestra um ís- lenska sögu og bókmentir við há- skólann í Ósló. bkýrsla Kennaraskólans fyrir veturinn 1928—29, er nýkomin út. Nám stunduðu 50 nemendur þenn- an vetur, 26 í 3. beklc, 17 í 2 bekk og 7 í 1. bekk. Auk þess stundaði nám sem óreglulegur nemandi Björn Guðnason bóndi á Sandfelli í Skriðdal. (Hann sótti og kenslu- stundir í norrænudeild Háskól- ans). Kennarar voru hinir sömu og áður, að því undanteknu, að Valdimar Sveinbjörnsson kendi fimleika í stað Björns Jakobsson- ar, sem var erlendis. Kennara- prófi luku 24 skólanemendur og hlaut þar hæstu einkunn Hólm- fríður Jónsdóttir 130 stig. Einu. eldri nemandi skólans, Páll Sveins- son, er tekið hafði próf í sumum greinum vorið 1925, lauk nú kenn- araprófi í þeim greinum er til vantaði. Að lolmu prófi ljeði stjórnarráðið þeim, er útskrifuðst, ókeypis bíla til tveggja dagæ ferðalags um Suðurland. Mentamálaráð íslands hefir út- lilxxtað ríkissjóðsstyrk þeim, sem. veittur er íslenskum stúdentum, er stunda vilja nám við erlenda háskóla. Styrk hlutu að þessu sinni: Ögmtmdur Jónsson, til verk- fræðináms, Jón Gíslason, til latínu- náms (aðalnámsgrein), Sigurður Pjetursson, teknisk gerlafræði og- Ingólfur Davíðsson, til náttúru- fræðináms. (FB). Glímuflokkur „Ármanns,“ semi ætlar til Þýskalands seint í næsta mánuði, fer upp í Borgarfjörð sunnudaginn 4. ágúst og hefir glfmusýningu og fimleikasýningu hjá Hvítárbrú. Komið verður til Reykjavíkur aftur samdægurs. Nýtt embætti hefir stjórnin skapað nýlega — umsjónarmaxm gosliversins Grýtu í Ölfusi. Hefir stjórnin látið gera afarmikla girð- ingu umhverfis hverinn og skipað mann til að lialda þar vörð og má hann að sögn, hleypa mönnum inn í girðinguna fyrir víst endurgjald. Umsjónarmaðurinn er Gunnlaugxir Pjetursson, sem lengi var eftir- litsmaður með laxveiði í Elliða- ánum. Starfsmenn á Ægi. Atvinnu- málaráðuneytið hefir staðfest setn- ingu starfsmanna á nýja varðskip- inu. Skipstjóri er Einar M. Ein- arsson, 1. stýrimaður Guðjón Guð- björnsson, 2. stýrimaður Þórður Þorsteinsson, 1. vjelstjóri Þor- steinn Loftsson, 2. vjelstjóri Magn- ús Jónsson og 3. vjelstjóri Kristján Sigurjónsson. Jón Eyþórsson liefir fengið styrk úr Menningarsjóði til að rannsaka jökla. Ætlar hann austur í Skafta- fellssýslur í þeim erindagerðmn. Til Húsavíkur býst vegamála- stjóri við að bílfært verði í sept- ernber, ef vel viði’ar. Þá verður vegurinn upp á Vaðlaheiðina að> vestanverðu kominn að Svalbarðs- eyrarveg, og brúin á Skjálfandar- fljót fullgerð. Árni Friðiiksson fiskiffæðingur er á vegum Carlsbergssjóðs norður á Siglufirði, að rannsaka síld. Jóhannes Áskellsson, stud. mag. hefir fengið styrlc úr Menningar- sjóði til að rannsalca leirlög í jörð. Er hann kominn hingað fyrir nokkru, og ætlar lijeðan austur Frá Norðtungu. 1 sumar hefir verið girt 80—100 dagsláttna skóg- arspilda í Norðtungulandi. Girð- ingin er öll úr járni. 1 þessari og öðrum friðuðum skógarspildum er unnið að grysjun og fje ekki beití þar. (FB).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.