Tíminn - 05.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1980, Blaðsíða 6
6 KMllll.!. Laugardagur 5. janúar 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. ______________________________________________________________J Verkamaðurinn og dómsmálaráðherrann Núverandi dómsmálaráðherra hefur bætt við nýju embætti hjá dómsmálaráðuneytinu. Hlutverk hins nýja embættismanns á að vera bað að taka við klögumálum manna, sem telja sig hlunnfama af dómsmálakerfinu, og áður hafa leitað með erindi sin til dómsmálaráðherra. Þetta léttir að einhverju leyti störf dómsmálaráðherra, en hins vegar er lik- legt, að þetta auki bilið milli ráðherrans og almenn- ings. Raðherrann getur notið næðis á skrifstofu sinni, án þess að vera truflaður af þeim, sem telja hann geta rétt hlut sinn. Þessi nýja embættisskipun minnir á sögu, sem Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum rifjar upp i Þjóðviljanum um það leyti, sem Jónas Jónsson frá Hriflu varð áttræður. Kunningi Skúla, sem var verkamaður i Reykjavik, hafði sagt honum frá skiptum sinum við Jónas, þegar hann var dóms- og menntamálaráðherra, á eftirfarandi hátt: ,,í þann tið, er Jónas var ráðherra, stóð svo á fyrir mér, að ég þurfti nauðsynlega að ná tali af honum og ræða við hann ákveðið málefni. Vinnu minni var svo háttað, að ég gat með engu móti hitt hann á þeim tima, sem hann var i Stjórnarráðinu. Þótt ég þekkti hann ekkert persónulega, brá ég á það ráð að hringja til hans og spyrja hann, hvort nokkur leið væri að ná tali af honum á öðrum tima en á venju- legum viðtalstima. Jónas spurði umsvifalaust: Geturðu komið heim til minklukkan sjö i fyrramálið? Ég varð undrandi, en játti þó auðvitað og sagði, að mér yrði varla skotaskuld úr þVi. Á slaginu sjö hringdi ég svo dyra bjöllunni heima hjá honum. Konan hans kom til dyra og bauð mér inn og beint inn i svefnherbergi Jónasar, en hann var þá ekki kominn á fætur. Jónas heilsaði mér og bauð mér sæti á rúmstokknum hjá sér. Konan hans kom með rjúkandi kaffi, og meðan við drukkum kaffið, ræddum við málefni það, sem mér lá á hjarta, og ég fékk min vandkvæði leyst.” Skúli Guðjónsson dró þá ályktun af þessari sögu og svipuðum vinnubrögðum Jónasar og þeim, sem hún skýrir frá, að Jónas hafi á ráðherraárum sinum breytt viðhorfi almennings til ráðherradóms. Áður var miklu meira litið þannig á, að ráðherrar væru svo háttsettir, að óbreytt almúgafólk mætti ekki ónáða þá i fila.beinsturni þeirra. Eftir ráðherratið Jónasar skapaðist miklu meira það álit, að ráð herrar væru fulltrúar fólksins, sem hefðu verið valdir til þess að gæta hagsmuna þess og réttinda og háir sem lágir gætu átt erindi við þá samkvæmt þvi. Það væri óheppileg þróun, svo ekki sé fastar að orði kveðið, ef ráðherrar tækju upp þann sið að hlaða múr með ný jum og ný jum embættum milli sin og almennings og teldi sig helzt ekki eiga erindi við almúgann, nema á vinnustaðafundum fyrir kosningar. Ráðherrakrifstofurnar eiga að vera opn- arfólki, sem telja sig eiga erindi við ráðherra, og hann á að afgreiða mál þess sem mest sjálfur en ekki fela ýmsum undirtyllum að gera það. Það á að fylgja fram þeirri stefnu Jónasar að opna frekar að- ganginn að ráðherra en hið gagnstæða. Þetta eykur að visu starfssvið ráðherrans. En til ráðherrastarfa eiga ekki heldur að veljast aðrir en þeir, sem vilja vera i sem nánustum tengslum við fólk og þjóna þvi. Þ.Þ. Erlent yfirlit Bandarikin áhyggjufull vegna ástandsins þar CHOI Kyu Ha, sem var settur forseti Suöur-Kóreu til bráöa- birgöa eftir moröið á Park for- seta, var 6. desember siöastliö- inn formlega kjörinn forseti á fundi þjóöarráöstefnunnar svo- nefndu. Samkvæmt stjórnar- skrá, er Park setti, velur hiín forsetann. Choi lýsti þvi yfir áöur en hann var kjörinn forseti, aö hann myndi ekki gefa aftur kost á sér til forsetastarfa, en ætlun hansværi aö nota næsta ár, eöa áriö 1980, til aö koma fram breytingum á stjórnarskrá Parks og efna til frjálsra for- setakosninga 1981, samkvæmt hinni fyrirhuguöu stjórnarskrá. Þessa yfirlýsingu endurtók Choi, þegar hann tók formlega viö forsetaembættinu sem kjör- inn forseti 21. desember siöast- liöinn. Choi, sem er reyndur og viö- urkenndur embættismaöur, sextuguraö aldri, þykir llklegur til aö vilja standa viö þessi orö sin. Bandarikin, sem hafa 36 þús. manna her i landinu, munu vafalitiö ganga fast eftir þvi. Þetta er einnig krafa aöalflokks stjórnarandstæöinga, sem sennilega myndi bera sigur af hólmi i frjálsum kosningum. Leiötogar hans efast hins vegar um þetta og þvi mættu þeir hvorki viö kosningu Choi eöa þegar hann tók viö embættinu. Astæðan til þessa er sú, aö bæöi þeir og margir fleiri óttast, aö hershöföingjar þeir, sem nú ráöa mestu I her Suður-Kóreu, muni gri'pa inn i og hindra þess- ar fyrirætlanir Choi. Bæbi hann og Bandarikjastjórn muni þeg- ar á reynir, beygja sig fyrir þeim. ÞESSI skoöun hefur oröiö út- breiddari eftir eins konar bylt- ingu innan hersins, sem fór fram 12. desember. Viö fráfall Parks voru herlög látin taka gildi og Chung Seung Hwa hers- höföingi settur til aö stjórna framkvæmd þeirra. Hann var þá yfirleitt álitinn valdamesti maöur landsins. Chung var tal- inn hafa veriö oröinn mótfallinn haröstjórn Parks og þótti likleg- ur til aö styöja aö frjálslegri stjórnarháttum. Völd Chung stóöu hins vegar ekki lengi. Hinn 12. desember var hann tekinn höndum, ásamt Choi Kyu Ha allmörgum hershöföingjum öörum. Sá, sem stjórnaöi hand- töku hans, var Chun Du Hwan, sem Park haföi skipaö fyrir nokkru yfirmann öryggislög- reglu hersins. Chun er meöal yngri hershöfðingjanna, 47 ára gamall. I sveit meö honum voru ýmsir yngri hershöföingjar. Þeir eru yfirleitt taldir hafa veriö miklir fylgismenn Parks og vilja halda stjórnarháttum hans áfram. Rök þeirra Chun og félaga hans fyrir þvi aö handtaka Chung, voru helzt þau, aö þeir vildu fá þaöupplýst, hvort hann heföi verið nokkuö riöinn viö morðið áPark,en Kim Jae Kyu, sem myrti hann, fór strax á fund Chung aö þeim verknaði loknum, einsogáöurhefur veriö rakið. Kim hefur nú veriö dæmdur til dauða, ásamt sex öörum. Hann sagöist þó einn vera sek- ur, þvi aö hann heföi einn tekiö ákvöröun um aö myröa Park, en aörir verib verkfærisín. Kim sagöist lengi hafa gengib meö þá fyrirætlun aö myröa Park, þvi aö hann heföi veriö andvigur haröstjórn hans, og þvi fyndi hann ekki til iörunar vegna þessa verks síns. Chun og félagar hans létu ekki við þaö sitja aö handtaka Chung og fleiri eldri hershöföingja. Þeir kröföust þess af Choi for- seta, aö þeir fengju aö velja menn úr sfnum hópi I embætti hermálaráöherra, innanríkis- ráöherra og dómsmálaráö- herra. Choi lét undan þessum óskum þeirra. Hershöfliingjar skipa nú öll þessi embættiog eru þeir allir taldir fylgismenn Chun. Sá hershöföingi, sem fer nú með framkvæmd herlaga, Lee Hui Sung, er hins vegar ekki úr hópi þeirra. Hann var sam- starfsmaöur Chung. Lee hefur lýst yfir þvi, aö herinn muni ekki hafa frekari afskipti af stjórnmálum. Þessu er hins •vegar trúaö varlega, því aö margir líta á Chun fremur en Choi eöa Lee sem valdamesta mann Suöur-Kóreu um þessar1 mundir. Chun Du Hwan ÞAÐ kemur llka greinilega i ljós I bandarlskum fjölmiölum, aö Bandarikjastjórn hefur veru- legar áhyggjur vegna fram- vindu mála I Suöur-Kóreu. Bandarlkjastjórn myndi kjósa, aö teknir yröu upp frjálslegri stjórnarhættir þar. Að þvl leyti harmar hún ekki fráfall Parks. Ahyggjuefni hennar er þó ekki aðeins þaö, aö aftur sæki i sama fariö, hvaö stjórnarfarið snert- ir, helduraö sundrung geti risið innan hersins, ásamt vaxandi óánægju almennings, og þannig geti varnarmáttur Suöur-Kóreu veikzt og hætta aukizt á innrás frá Norður-Kóreu. Einræöis- herrann þar.Kim IlSung, þykir ekki óllklegur til aö notfæra sér þaö, ef varnir Suöur-Kóreu veikjast. Undir þeim kringum- stæöum gæti þaö helzt haldiö aftur af honum, að Kínverjar réöu honum eindregiö frá þvl. Þetta dregur ekki úr þvl, aö Bandarikin leggja nú stund á bætta sambúö viö Klnverja. Þ.Þ. Taka hershöfðingjar völdhi í Suður-Kóreu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.