Tíminn - 09.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1980, Blaðsíða 1
Miövikudagur 9. janúar 1980 6. tölublaö—64. árgangur Slðumúla 15 ¦ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldslmar 86387 & 86392 Lítiö miðar um stjórnarmyndun: Sjálf stæðisstef nan ennþá leyndarmál HEI — Heldur mun hafa oröiö Htill árangur af fundi Geirs Hallgrimssonar meö formönn- um hinna stjórnmálaflokkanna þriggja í gærmorgun. Bæöi mun þar hafa komið til aö fjölda þingmanna list ekki of vel á þjóðstjórnarhugmyndina og telja hana hálfgeröa uppgjöf. Hinsvegar reyndist svo við- ræðugrundvöllur nánast enginn þegar á hólminn var komið. Það eina sem eitthvað hefur verið hönd á festandi af hugsan- legum hugmyndum Sjálfstæðis- flokksins um úrræði, eru hug- myndir þær sem sagt var frá I blaðinu i gær, sem kynntar höfðu verið þriflokkunum og þeir beðnir að glugga i. A fund- inum i gærmorgun virtist mönn- um hinsvegar sem að Geir væri farinn að fá einhverja bak- þanka, þvi hann lagði rikt á við menn að þeir mættu alls ekki Hta á þetta sem stefnu eða til- lögur Sjálfstæðisflókksins. Þetta væru bara hugmyndir sem einh vernveginn höfðu skotið upp kollinum. Menn vildu þa fá að vita.hverjar væru tillögur Sjálfstæöisflokksins, en I kring- um það mun Geir haf a f arið eins og köttur i kringum heitan graut. Einn kratanna var ekki bjart- sýnni en svo, að hann taldi að stjórnarmyndun mundi taka tvo til þrjá nianuði, og á meðan væri mátturinn og dýrðin okkar, sagði hann dapur I bragði. Andrúmsloftið á Alþingi I gær, á fyrsta fundi eftir jólafriið, virtist vera hálf dapurlegt. Helst var það að menn voru að burðast við að hressa upp á and- rúmsloftið með hálfgerðum gálgahúmor. Menn finna fyrir þeirri skyldu sinni að eiga að mynda starfhæfa stjórn. En flestir munu telja yfirstandandi stjórnarmyndunarviöræður á- kaflega vonlitlar um arangur. LANBHEI.aiSaÆ 7R Formennirnir fjórir á fundinum I gærmorgun: Benedikt Gröndal, Steingrlmur Hermannsson, Geir Hallgrlmsson og Lúovik Jósepsson. Tlmamynd G.E. Framsóknar- stef nan hag - stæðust — varðandi kaupmátt launa HEI — Sjálfstæðisflokkurinn hafði siðari hluta dags I gær lat- iðfesta á blað hugmyndir sínar, sem hann siðan dreifði til hinna flokkanna ásamt áliti Þjdðhags- stofnunar á þeim. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var I þessu áliti Þjdðhags- stofnunar gerður samanburður á ymsum leiðum sem komið hafa fram hjá stjórnmálaflokk- unum, bæði hvað varðar áhrif á kaupmátt og verðbólguþróun, miðað við tvö ár. Útkoman varö sii, að án sérstakra éfnahagsað- gerða yrði verðbóigan um 50% á ársgrundvelli eftir tvö ár. En eftir þeim leiðum sem athugað- ar voru ætti hún að nást niður I um 19% á ársgrundvelli í árslok 1981. Munurinn á þessum leið- um reyndist hinsvegar sá, að þær tillögur sem Framsóknar- flokkurinn hefur lagt fram og talað fyrir frá þvl I haust eru hins vegar taldar hafa langsam- lega minnsta kaupmáttarskerð- ingu i för með sér. Okennileg brennisteins- lykt í Húna- vatnssýslum FRI — Upp ur hádeginu I gær fann fólk í Hunavatnssýsmm ókennilega brennisteinslykt sem barst um sýslurnar með sunnanátt þeirri er rlkti þar. „Lyktin fannst I Langadal, Vatnsdal og Svínadal" sagði Grimur Gislason á Blónduósí i samtali við Timann. „Við hér á Blönduósi urðum einnig varir viö þessa lykt meira að segja um opna glugga sem sneru undan vindi. Ég kann ekki skýringar á þessari lykt.en svipað hefur oft gerst á undan eldsumbrotum eða jökulhlaupum á Suöur- landi". Lik skipverjanna tveggja voru flutt til Reykjavlkur I gær. A Hugvellinum voru staddir aðstandendur hinna látnuog Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Ahöfn flugvélarinnar stóð heiðursvörft, er kisturnar voru bornar frá boroi. (Tlmamynd Róbert). Framburður vitna í Sjó- og verslunardómi Akureyrar: Óróleika haf ði gætt hjá vélstjóranum — dagana áður en verknaðurinn var framinn JSS-Sjó- og verslunardómur Akureyrar var settur um kl. 15.30 i gær. Stóðu vitnaleiðslur fram eftir kvöldi og i gærkvöldi höfðu 10 skipverjar borið vitni, þar á meðal skipherra og 1. stýri- maður. Hefst sjóréttur kl. 10 I dag og er stefnt að þvi að hraða malinu eins og kostur er. í vitnisburði skipverja á Tý I gær kom m.a. fram, aö Jón D. Guðmundsson hafði sýnt einhver óróamerki dagana fyrir atburðinn eða allar götur frá 4. janúar er skipið lagði úr höfn i Reykjavlk, en að öðru leyti virtist verknaðurinn hafa verið tilefnis- laus. Afengisneysla hafði engin verið um borð, né lyfjanotkun, og samkvæmt framburði vitna virtist helst mega ráða að verknaðurinn hafi verið unninn I æðiskasti. 1 sjóréttinum kom fram, að Jóhannes ólsen, annar þeirra er lést, vár staddur i eldhúsi varðskips ásamt Steinari M. Clausen bátsmanni, þegar Jón D. Guðmundsson vélstjóra bar þar að. Tók hinn siðastnefndi upp brauðhnif og tók að handleika hann. Mun Jóhannes hafa sagt eitthvað á þá leið við Jón.að hann væri ekki maður til að valda svo stórum hnifi og skv. framburði bátsmanns munu frekari orða- skipti ekki hafa átt sér stað. Skipti þá engum togum, að Jón rak hnifinn I Jóhannes og varð af mikið sár. Bátsmaðurinn fór þegar upp I brú til að tilkynna 1. stýrimanni sem þá var á vakt atburðinn og innan örfárra sekúndna kom Jóhannes þangaö helsærður og lést hann i brú varðskipsins um klukkustund siðar. Skömmu siðar var tilkynnt I brúna, að Einar 0. Guðfinnsson léttadrengur hefði einnig hlotið hnifstungu. Hafði harin verið staddur a ganginum milli matsalar og eldhúss er þeir Jón mættust, með áöurgreindum afleiðingum. Einar komst inn i matsal skipsins, þar sem nokkrir skip- verjar sátu og hneig hann þar niður. Kom einnig fram i sjóréttinum, að fyrst i stað töldu skipverjar sár Einars ekki Hfshættuleg, Skipherra gaf fyrirmæli um að snúa skipinu samstundis til lands og um leið var hafin leit aö Jóni. Stóð hún yfir i klukkustund, en bar ekki árangur. Tóku skip- verjar eftir þvi að hurð á þyrlu- skýli var opin en að öllu jöfnu er hún lokuð. Þótti einsýnt, að Jón hefði varpað sér fyrir borð. Ekki þótti ástæða til að snúa skipinu til leitar, þar sem sjór er um 0 gráður heitur á þessum slóðum og við slfkar aðstæður lifir enginn maður lengur en 12 minútur. Þá var um klukkustund liðin frá þvi er leit hófst. Enn fremur kom fram að strax var haft samband við lækna á Siglufirði, svo og stjórnstöð Land- helgisgæslunnar og var hafinn undirbúinn f lutnings hinna særðu til lands. Til þess kom þó aldrei, þvi þeir létust báöir, þrátt fyrir alla hugsanlega aðhlynningu, Jóhannes kl. 10.30 og Einar tæpri klukkustuud siðar. Lik skipverjanna tveggja voru flutt með vél Landhelgisgæsl- unnar til Reykjavikur um hádegisbilið I gær. Sjóréttinn skipa þeir Asgeir Pétur Asgeirsson aðalfulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, sem er dómsforseti, Björn Baldursson skipstjóri og Bjarni Jóhannesson skipstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.