Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 Höfðavatn: Firnastórt bleikjubú og sjórinn afrétturinn? — áætlað er að tilraunir hefjist í vor JH — FRI —. 1 eina tiö lét Jó hann skáld Sigurjónsson sig dreyma um aB gera Höfðavatn á Höfðaströnd að höfn sildveiði- skipa við Norðurland. Sá draumur rættist ekki, og aldrei reis við vatnið bær, sem keppti viö Siglufjörð. Nú er það aftur á móti draumur bænda, sem land eiga að vatninu, að gera það að miklu arðgæfara fiskivatni en það er. — t Höfðavatni eru kynstrin öll af bleikju, sagði Jón Kristjánsson fiskifræðingur, er Tlminn bar fyrirætlanir bænda i tal við hann. En sá hængur er á, að fiskurinn er smár, I kringum eitt pund, og upp hefur komiö sú hugmynd að auka vöxt og arð- semi bleikjunnar meö þvl að gera rennsli úr vatninu til sjáv- ar, án þess að sjór flæði inn í það. Hrognin þola ekki seltu Langir sjávarkambar eða grandar eru milli vatns og sjáv- ar beggja megin Þórðarhöfða, og slast vatn I fjörur fram i gegn um þá. Alla jafna stendur vatnið samt um það bil metra hærra en yfirborð sjávar, en nokkrum sinnum á öld rýfur brimkamb- inn I mesta hafgangi og flæöir þá sjór inn i vatnið, og allt klak bleikjunnar i þvi misferst, uns sjórinn hleður möl i skarðið á ný, þvl að hrognin þola ekki seltuna. Skurður til sjávar Fyrirætlanirnar um samgang milli vatns ogsjávar eru þær að grafa skurð frá vatninu I svo- nefnda Bæjarvik og fá þannig rennsli og fiskveg úr vatninu, án þess að sjór geti flætt inn I það og spillt hrygningarskilyrðum. Gagnsemi sllks fiskvegar er háð þvi, hvort bleikjan fengist til þess að ganga til sjávar eftir þessum skurði og fita sig þar, uns hún leitar aftur hrygningar- stöðva sinna i vatninu. Lánist það, má taka hana I kistur I skurðinum og hafa fullt vald á þvi, hve miklu af henni væri hleypt I vatniö, stofninum til viðhalds. Tvenns konar hegðun Jón Kristjánsson sagði, að það væri ekki sýnt fyrirfram, hvort bleikjan vildi ganga þessa leið til sjávar eða hvort nokkur hluti stofnsins kynni að gera það. Svo virtistsem um tvenns konar hegðun gæti verið að ræða hjá bleikjunni og vitnaði hann þar til Miklavatns I Skagafirði, þar sem gnægð væri af silungi, sem ætti greiða leið til sjávar, en gengi þó ekki úr vatninu. — A hinn bóginn er engu að tapa, þótt þessi tilraun verði gerð I Höfðavatni, sagði Jón, en von um ávinning, ef tilraunin tekst. Það væri meiri háttar bleikju- bú, sem þar fengist, þvi að Höfðavatn er 11 ferkilómettrar aðstærð ogmeðaldýptin 4 m, ef fiskurinn úr þvi sækti á sig hold I sjó, likt og búfénaður á afrétt. Byrjað i vor „Það mun vera ætlun okkar að byrja tilraunir með ræktun- ina I vor”, sagði Reynir Gísla- son bóndi á Bæ en hann er einn af forsvarsmönnum bleikju- ræktar I Höföavatni. „Þaö er sennilegt að við munum setja I vatnið um 10.000 laxaseiði sam- hliða bleikjunni en fjárskortur háir okkur við að framkvæma þessar tilraunir.” I „Skurðurinn sem við gröfum er 5 m ábreiddog 2 m að dýpt og núeraðeinseftirað grafaum 14 m af honum, en Finnur Jónsson hjá Hönnun hefur annast um- sjón með gerð skurðarins. Við munum ekkigrafaþessa slðustu 14 m fyrr en við höfum komið fiskigildrum fyrir I skurðinum svo og stlflu, en gildrurnar eiga aðtaka fiskinná bakaleiðinni ef hann fæst til að ganga upp skurðinn. Eins og ég áður gat um, þá háir fjárskortur okkur. Skurðurinn og þétting malar- innar út við Höföann kostar okk- ur um 6 millj. kr., en stærsti kostnaðarliðurinn er náttúru- lega seiðakaupin. Við höfum ekki nákvæmar tölur um þann kostnað, þar sem verð þeirra er breytilegt, en okkur langar til aðsleppa bæði sumarseiðum og gönguseiðum i vatnið”. „Við erum mjög bjartsýnir á þessar framkvæmdir”, sagði Reynir, „og þeir sem hafa starf- að að þessum málum með okk- ur, fiskifræðingar og þeir, sem hanna skurðinn, eru einnig bjartsýnir á að þetta heppnist vel”. BÆNDUR ATHUGIÐ! Vinnuskór og veiðistígvél 1. Grófur gúmmísóli 2. Lagðir með gúmmi upp að ökkla. 100% vatnsheldir 3. Að ofan úr mjúku vatnsvörðu leðri. - Svört eða dökk græn - Kaupfélög - Innkaupastj órar! Athugið að gera pantanir timanlega, eða fyrir 31. janúar 1980, en þá kemur NÝTT VERÐ. TOPP MANN - FINNSKIR. KULDASKOR Lægri: Tegund 55 no. 7088 (Brúnir) Stærðir: 40 1/2 — 45 kr. 33.300.- Hærri: Tegund 56 no. 7084 (Brúnir) Stærðir: 43 1/2 — 46 kr. 34.640.- ÚR MJÚKU LEÐRI - HRÁGÚMMÍSÓLAR Tegund: 201 (Sá reimaði) Stærðir: 39 — 40 kr. 21.640.- Stærðir: 41 — 46 kr. 22.440.- Tegund 200 Stærðir: 36 — 40 kr. 20.950.- Stærðir: 41 — 46 kr. 21.640.- Afar léttir og STERKIR Sendi samdægurs i póstkröf u hvert á land sem er Skóhöllin h.f. Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði Simi: 5-44-20. Glæsilegt afmælisrit Heinesens komið úr prentun hjá Odda Bókin I vinnslu á bokbandsstofu Odda AM — Þann 15. janúar nk. verður færeyski rithöfundurinn og list- málarinn William Heinesen 80 ára og i tilefni af afmælinu hefur færeyski bókaútgefandinn Emil Thomsen ráðist I aö gefa út á fær- eysku og dönsku bók um lista- manninn, sem prýdd er fjölda mynda af listaverkum hans. Danska útgáfa afmælisrits Heinesens Prentsmiðjan Oddi hefur unnib bækurnar og fundum við Þorgeir Baldursson framkvæmdastjóra að máli I gær. Þorgeir sagöi að prentsmiðjan hefði á fyrra ári unnið fjölda bóka fyrir forlag Emil Thomsen, Bóka- gerð, og væri á þessu ári von á stórri og ýtarlegri bók um fær- eyska list, sem gefin verður út á fimm tungumálum. Auk þess nefndi hann verk Hedin Brú, sem gefin voru út nú fyrir jólin I 10 bindum og prentuð hjá Odda, en alls voru 14 færeyskar bækur unn- ar þar 1979. Bókin um Heinesen er nýkomin úr vinnslu og fór Emil Thomsen frá Islandi til Kaupmannahafnar i fyrradag meö fyrstu eintökin, þar sem nú er að hefjast sýning á verkum Heinesens. Fyrstu ein- tökin munu hinsvegar verðasend á markaö I Færeyjum á laugar- dag. Það er nýlunda að á tslandi séu unnar bækur fyrir aðrar þjóðir, en Þorgeir fullyrti að hægt sé aö bjóða hérlendis frágang og verð, sem ekki gefi þvi eftir sem er- lendis gerist, en þó má undan- skilja þau dæmi, þegar Islending- ar taka þátt I fjölþjóðaútgáfum á einhverjum bókum eða bóka- flokkum. Auk Færeyinga, hefur norska forlagiö Fonna látið prenta hjá Odda nokkrar bækur, einkum þýöingar á íslenskum verkum á norsku. Uppsagnir Flugleiöa: Hafa mikil áhrif í Keflavík FRI — Uppsagnir og samdrátt- ur á vegum Flugleiöa munu hafa mikil áhrif á atvinnulíf Keflavikurflugvallar og munu þessar aðgerðir bitna mjög á vinnukrafti frá Keflavik og ná- grenni en fólk frá þessum stöö- um er fjölmennt I störfum á Vellinum. Að sögn Tómasar Tómas- sonar sparisjóðsstjóra, en hann á sæti I atvinnumálanefnd Keflavikur þá hefur nefndin komið saman og rættum úrbæt- ur I þessum efnum. Atvinnu- málanefndin skorar á fyrirtæki á Keflavikurflugvelli, Tollgæsl- una, Islenskan markaö, Fri- höfnina, og fleiri að þau láti vinnukraft frá Keflavik og ná lægum svæðum sitja fyrir um vinnu auk þesssem nefndin bið- ur almenn launþegasamtök á svæöinu að vera vakandi fyrir þvl aö fólk frá þessu svæði sitji fyrir um vinnu. Þar að auki ræddi nefndin um að endurvekja gamalt baráttu- mál sem er bygging flugskýlis á Keflavikurflugvelli og færa þannig viðhald flugvéla aö ein hverju eða öllu leyti heim. Atvinnumálanefndin mun vinna að þessum málum af full- um krafti á næstunni og mun hún beita sér af krafti fyrir þvi að fylgja eftir tillögum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.