Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 Erlent yfirlit ' Y Wtrnmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- I múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. j Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. Hugmyndir Mr. X Það er nú liðinn hálfur mánuður siðan Geir Hall- grimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókst á hendur að reyna að mynda meirihlutastjórn. Geir Hallgrimsson lýsti þvi þá yfir, að hann myndi fara aðrar leiðir en þeir fyrirrennarar hans, sem hefðu tekist slik verkefni á hendur. Hann ætlaði sér ekki að mynda stjórn i fjölmiðlum. Þess vegna myndi hann verða fréttafár um starfsaðferðir sinar. Geir Hallgrimsson hefur tekið upp sérstæð vinnu- brögð á annan hátt. Þótt hálfur mánuður sé nú lið- inn, eins og áður segir, siðan hann tókst á hendur stjórnarmyndunarviðræður, eru þær enn ekki hafn- ar samkvæmt umsögn hans sjálfs. Hingað til segist hann aðeins hafa lagt stund á könnunarviðræður til undirbúnings stjórnarmyndunarviðræðum. Slikt mun nýmæli. Þótt Geir Hallgrimsson hafi varazt að láta fjöl- miðla hafa mikið eftir sér, er það fullvist, að könn- unarviðræðurnar hafa aðallega snúizt um það, hvort hægt væri að framfylgja ráðum Morgunblaðs- ins um sögulegar sættir, en þá á blaðið við sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, með eða án þátttöku Alþýðuflokksins. Þessi könnun Geirs mun hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, að margir leiðtogar Alþýðubandalagsins færu fúsir til sliks samstarfs, en bandalagið ætti hins vegar erfitt með að taka þátt i umræddri stjórn meðan kaup- samningar væru lausir og ókosið i verkalýðsfélögun- um til næsta Alþýðusambandsþings. Þegar hér var komið, beindi Geir Hallgrimsson fyrst könnun sinni að myndun þjóðstjórnar. Það gerðist á þriðjudaginn var. Aðrir flokkar tóku þvi vel að taka þátt i þessari könnun Geirs. Hingað til hefur hugmynd Geirs Hallgrimssonar um þjóðstjórnarmyndun þvi miður verið laus i reip- unum og ekki vænleg til árangurs, svo að ekki sé meira sagt. Aðalhugmynd hans er sú, að slik stjórn starfi til 11/2 árs. Þetta þýddi, þegar svo stutt væri til kosninga, að flokkarnir færu brátt að undirbúa þær. Slikt er vægast sagt ekki vænlegt til árangurs. Þótt einhver árangur næðist i verðbólgumálum fyrstu mánuðina yrði hann liklegur til að renna út i sandinn þegar kosningaundirbúningur hæfist. Annað er þó ekki skárra. Hvorki Sjálfstæðisflokk- urinn eða Geir sjálfur hafa lagt fram efnahagstil- lögur, sem ætti að vera grundvöllur að efnahags- stefnu hugsanlegrar þjóðstjórnar. Hins vegar hefur Geir Hallgrimsson lagt fram hugmyndir, sem hann vill þó ekki kalla tillögur, sem viðræðugrundvöll um þessi mál. Jafnframt hefur hann tekið fram, að þetta væru hvorki hug- myndir Sjálfstæðisflokksins eða hans, heldur séu þær komnar frá ónafngreindum aðila. Hugmyndir þessar hafa þvi hlotið nafnið Hugmyndir Mr. X, en slikt nafn er stundum gefið huldupersónum i leyni- lögreglusögum. Það hefur jafnframt kvisazt, að þessar hug- myndir hafi verið ræddar i þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og hlotið þar mikla andstöðu. Það er þvi meira en hlálegt, að Geir skuli leggja þær fram sem viðræðugrundvöll, þegar þær hljóta ekki einu sinni stuðning i flokki hans. Hugmyndir Mr. X munu heldur ekki eiga hljómgrunn i öðrum flokkum. Ef Geir Hallgrimsson ætlar að vinna að myndun þjóð- stjórnar af alvöru og heilindum, þarf hann vissu- lega að breyta vinnubrögðum sinum og bæta þau. Þ.Þ. Verða kjamorkuveldin 401 lok áratugarins? Það myndi stórauka stríðshættuna ÞÓTT risaveldin tvö, Banda- rikin og Sovétrikin.hafi verið og séu ósammála um flest á sviði afvopnunarmála, hafa þau stað- iðsaman um að reyna að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna eða nánara tiltekið, að fleiri riki hæfust handa um framleiðslu kjarnorkuvopna, en þau sem nú geta gert það. Fyrir atbeina risaveldanna hefur verið gerður sérstakur samningur, sem felur það i sér, að þau riki sem undirrita hann, lofi þvi að hefjast ekki handa um að framleiöa kjarnorku- vopn. Mörg riki hafa þegar undirritað þennan samning, en önnur hafa þrjózkastvið að gera það. Sum þeirra hafa fært fram þau rök, að það væri skerðing á sjálfstæði þeirra, ef þau mættu ekki aðhafast það. sem viss riki hafa þegar leyft sér. Þess vegna geti þau ekki af formlegum ástæðum undirritað samning- inn, þótt þau hafi ekki i hyggju að vigbúast kjarnorkuvopnum. Þau riki eru sex, sem þegar framlciða kjarnorkuvopn. Þau eru Bandarikin, Sovétrikin, Bretland, Frakkland, Kina og indland. VEGNA ÞESS, að Indland hófst handa um framleiðslu kjarnorkuvopna, taldi Pakistan sig þurfa að gera það einnig og hóf undirbúning i þá átt. Liklegt þykir, að honum sé langt komið. Brasilia mun einnig langt komin i slikum undirbúningi, enda þótt það striði gegn þeirri stefnu Suður-Amerikurikjanna, að Suður-Amerika sé kjarn- orkulaust svæði. Brasiliustjórn álitur, að vegna öryggis Suður-Ameriku sé nauðsynlegt, að a.m.k. eitt riki þar geti haft möguleika til framleiðslu slikra vopna. Brasiliumenn lita einnig á sig sem stórveldi, sem eigi heima i' flokki þeirra rikja, sem nú geta framleitt kjarnorku- vopn. Carter forseti hefur fylgt fast fram þeirri stefnu. að fleiri riki hefjist ekki handa um fram- leiðslu kjarnorkuvopna en þau, sem þegar geta gert það. I þeim tilgangi hefur hann beitt bæði Brasiliu og þo einkum Pakistan Fyrsta kjarnorkusprenging Kinverja. EF S(J spenna helzt i heimin- um, ekki aðeins milli risaveld- anna, heldur milli margra ann- arra rikja, sem leiðirtil vaxandi vigbúnaðar, þykir ekki ósenni- legt að fleiri og fleiri riki hefjist handa um framleiðslu kjarna- vopna. Þegar svo er komið, eykst stórlega hættan á þvi, að þeim verði beitt. Ymsir óttast, að hér sé fólgin mesta hættan i sambandi við vigbúnaðarkapp- hlaupið. En þessi hætta myndi þó margfaldast, ef framleiðsla kjarnorkuvopna yrði svo auð- veld, að hryðjuverkasamtök gætu lagt stund á hana eða náð umráðum yfir kjarnorkuvopn- um með öðru móti. Hættan, sem stafar af kjarnorkuvopnum, eykst hraðfara á margan hátt. Þ.Þ. Þeir óttast báðir útbreiöslu kjarnorkuvopna. vissum efnahagsþvingunum. Það hefur átt sinn þátt i þvi að kæla sambúðina milliPakistans og Bandartkjanna að undan- förnu. Ef til vill lætur Carter nú af þessari andspyrnu hvað Pakistan snertir, en slikt myndi valda mikilli andúð Indverja. Það eru þó ekki Pakistan og Brasilia, sem lengst munu komin á þessu sviði, auk þeirra sex rikja, sem þegar framleiða kjarnorkuvopn. Sumir frétta- skýrendur telja, að bæði Suður-Afrika og Israel hafi þegar framleitt slik vopn eða kjarnorkusprengjur, þótt þau hafi ekki framkvæmt tilraunir með þvi að sprengja þær, þar sem það yrði þá opinbert, að þau hefðu slik vopn undir hönd- um. ! þessu sambandi má minna á, að uppi varð fótur og fit i septembermánuði siðastliðnum þegar bandariskur gervihnöttur virtist gefa upplýsingar um, að kjarnorkusprenging hefði orðið iSuður-Afriku eða á nálægu haf- svæði. Stjórn Suður-Afriku mót- mælti þvi harðlega.að hér hefði verið um tilraun að ræða af hennar hálfu, og upplýsingar gervihnattarins þóttu ekki heldur nógu áreiðanlegar til þess, að hægt væri að fullyrða það. Fleiri og fleiri riki búa sig undir það að byggja kjarnorku- ver til friðsamlegra nota, sök- um fyrirsjáanlegs oliuskorts. Sérfræðingar telja, að riki, sem ráða yfir þeirri þekkingu og getu að geta byggt kjarnorku- ver, eigi auðvelt með að afla sér þeirrar viðbótarþekkingar, sem þarf til þess að geta framleitt kjarnorkusprengjur. örðugra geti reynzt að útvega það efni. sem þarf til þeirra, en mörg þessara rikjahafi þó möguleika á þvi. 1 skrifum sérfræðinga um þessi mál kemur fram sú skoðun, að a.m.k. 40 riki hafi fjárhagslega og tæknilega möguleika til þess að geta fram- leitt kjarnorkuvopn innan loka áratugarins. Meðal þeirra rikja eru Suður-Kórea, Taiwan, Argentina og Svfþjóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.