Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 7 Kvæðafylgsni, bók Hannesar Péturssonar um skáldskap eftir Jónas Hallgrimsson er merkis- bók. Hún er gerö i tvennum til- gangi: Að skýra einstök atriði i ljóðum Jónasar og að gera myrid skáldsins sjálfs gleggri og ná- kvæmari. Lengi hefur Jónas Hallgrims- son verið talinn i fremstu röð is- lenskra skálda. Svo langt getur almenn aðdáun á sérstökum dýrðarmönnum gengið að hún þrýsti ungu fólki til einhvers kon- ar andstöðu. Þannig fannst mér i æsku að Jónas væri hlaðinn lofi um efni fram. Við nánari athugun finnst mér þó ekki fara milli mála að hann stendur i fremstu röð is- lenskra skálda fyrr og siðar. Þvi eru öll rök til þess að góðir Is- lendingar vilji þekkja hann og skilja sem best. Sitthvað er það i skáldskap Jónasar sem ekki er auöskilið til- sagnarlaust. Bæði er það að Jónas likti mjög eftir eddu- kvæðum og hikaði ekki við að nota fyrnsku sem löngu var dautt .mál svo sem „ráðast hann kunni”. Jafnframt bjó hann til nýjar kenningar eða heiti svo sem hjartavörður. Um sumar skýringar Hannesar verður seint fullyrt hvort þær séu réttar. Svo er t.d. um ritgerð hans um Galdraveiðina. Annað eru at- huganir sem enda ekki meö bein- um fullyrðingum. Sumt hygg ég hins vegar að örugglega sé rétt. Svo er um visur á villigötum, erindin, sem Jónas orti fyrir Gisla vin sinn Thorarensen. Og yfirleitt hallast ég að þvi að skýringar Hannesar séu réttar. Jónas var einstæður náttúru- skoðari og aðdáun hans á sköpunarverkinu nýtur sin vel i túlkun Hannesar i sambandi við vetrarkviðann. Það sem er ástæða þess að þessi orð eru skrifuð er það sem lýtur að skáldinu sjálfu og þá einkum i sambandi við kaflana um aldur Ferðaloka og Ofar vaðinu. Jónas Hallgrimsson var á margan hátt gæfumaður. Hann naut skólagöngu en það var mörgum meinað á hans dögum. Hann lagði stund á og tók próf i náttúrufræði og fékk siðan tæki- færi til að vinna að rannsóknum i fræðigrein sinni heima á íslandi. 1 Kaupmannahöfn átti hann ágæta vini sem kunnu að meta hann og dáðu umfram aðra menn. Þeir gáfu út timarit þar sem hann fékk tækifæri til að koma boðskap sinum á framfæri. Honum var falið að semja Islandslýsingu, og það var verkefni sem honum var mjög hugleikið og þar naut sér- þekking hans sin vel. Allt er þetta mikil gæfa. Samt var Jónas Hallgrimsson að öðrum þræði harmkvæla- maður. Hann bjó löngum viö fjár- skort. Hann var ekki hamingju- maður i ástum. Og hann varð of- drykkjumaður. Hannes Pétursson skýrir visu sem menn hafa ekki skilið hingað til. Hafurmylkingar telur hann að eigi viö bindindisfélag þeirra Fjölnismanna. Sú skýring leysir allan vanda og opnar jafnframt skýringu á tveimur smáljóðum öðrum. Samt veit ég ekki nema Hannes Halldór Kristjánsson: Skin á bak við ský Jónas Hallgrimsson. Hannes Pétursson. að eiga saman stund yfir kollu”. Það var orðin mikil breyting. Sú breyting mun jafnan veröa tal- inn timamótaatburður I sögu Is- lendinga þvi aö með Fjölnis- bindindinu hófst bindindis- hreyfing meðal islenskra manna. Ekki verður nú sannað hvað mestu hefur valdið um það að þeir Konráð Gislason og Brynjólf- ur Pétursson urðu bindindis- menn. Þó er ljóst af bréfum þeirra að þeir vissu hvað drykkjuskapur kostaði fslendinga ekki aðeins fjárhagslega, heldur siðferðilega. Hvort Brynjólfur hefur taliö sig persónulega hafa hlotið tjón vegna drykkjuskapar verður sennilega aldrei sannað. En auövitað hafa þessir menn aldrei gleymt fráfalli Skafta Stefánssonar. Og það var margs að minnast. Og nú var svo komið að þeir voru hræddir um að missa Jónas Hallgrimsson ef svo héldi fram sem verið hafði. Það voru nóg rök til þess að lifs- reynsla þeirra félaga væri slik að þeir hefðu ekki framar skap til að syngja með bros á vörum: Eftir lestur Kvæðafylgsna taki heldur djarft til orða er hann segir: ,,A þvi krælir ekki i kvæðum Jónasar að nokkur maður muni lenda hjá djöflinum innan um skötubarðsvængjaða fjanda ekki einu sinni sökum „versta sjálf- skaparvitis”. Miðaldalegt helviti erfyrir honum tómur þvættingur, það er argasta fólsku-gys að lif- inu, sé mönnum stefnt þangað”. Til var það að Jónas boðaði mönnum dóminn að miðalda- kirkjulegum hætti: Drottinn bauð — eitt sinn dynja fer dóms biður skýjum i. Hve mun þá dyggð þin hrósa sér? Hvort muntu sleppa fri? Magnlausa moldarþý! Muntu þá gulli guðdómsveldið sigra? Lika blandast saman hjá hon- um miðaldalegt helviti og eddu- kveðskapur er hann segir: Ömar mér i eyrum þitt eymdarkvein, er hörðum heldróma sveiptur sárlega um seinan vaknar fyr nágrindur neðan. Illar nöðrur, þær er æ vaka, sárt i sálu lita. Þannig vaknar sá, er i villa svaf. Æ koma mein eftir munað. Hannes vitnar i greinina Um bindindisfélög eftir Brynjólf Snorrason. Hún var að miklu þýðing á köflum úr riti þvi er bindindisfélögin i Ameriku dreifðu á sinn kostnað viða um lönd, þ.á.m. til Noröurlanda, svo að nokkur eintök á dönsku voru send til Islands. 1 þessari ritgerð er m.a. sagt að Andskotinn gæti ekki fundið ákjósanlegri drykk en áfengið til aö gera menn lika sér og heilagur andi vilji ekki vitja þess manns er láti áfengi drottna yfir sér. Þetta var raunar engin ný speki. Margir höfðu talað um viðurstyggð ofdrykkjunnar allt siðan Sverrir konungur minnti á að hún fargaði sálinni. Samt eru allar likur til þess að Jónas hafi haft þessa ritgerð i Fjölni i huga þegar umræddar visur urðu til. Hannes Pétursson segir: ,„Nú var þaö af þegar Hafnarmenn sungu: Látum þvi vinir vinið and- ann hressa — Sömuleiðis var það af, að Fjölnismenn óskuðu þess heitast Herjum flöskurnar á og þar fari sem má þeir falli, sem ná ei aö verjast. Mannfallið var orðið of átakan- legt og kviðvænlegt til þess að vera haft i flimtingum eða að gamanmálum. Þegar þeim ber- ast svo fréttir af vakningunni vestanhafs, þar sem menn stefndu að þvi að útrýma drykkju og drykkjusiðum, sjá þeir félagar hve einfalt og auðvelt það er að sigrast á þessu aldagamla mann- félagsmeini, aðeins ef tækist að skapa almennan einhug, þá ganga þeir til liös við hina nýju hreyfingu. Fjölnir á að verða málgagn bindindishreyfingarinn- ar á Islandi og gefa árlega skýrslu um vöxt hennar og viö- gang. Það er staðreynd að Jónas Hallgrimsson gekk i bindindis- félagið. Það bendir til þess að hann hafi sjálfur talið að sér væri það hollast. Um hitt getum við ekki vitað hvort eða að hve miklu leyti hann tengdi áfengisneyslu heilsuleysi sinu eða hvern þátt hún átti I þunglyndi hans og feigðargrun. Þó má finna rök til þess að hann hafi talið sig of- drykkjumann, sbr. t.d.: Allt hef ég frá öfum minum, illt er að vera likur sinum, annar kvað og annar saup. Og eflaust hefur hann talið mönnum til syndar þau sjálf- skaparviti sem spilltu kröftum þeirra og atgjörvi. En hvað sem um þetta er hefur það auðvitað aukiö á einmanaleik hans hver skilnaður orðinn var meö honum og þeim vinum sem honum voru nánastir og kærastir. Þvi hlaut svo aö fara að þegar Jónas barmaði sér um einstæðings- skapinn væri honum sá að- skilnaður i huga. Við verðum að ráða af likum hvað skáldinu var i huga þegar hann talar um helviti og eldinn rauöa. Sumt kann að vera sagt i hálfkæringi en vera má að hann hafi i huga hugarkvöl sina á liöandi stundu þar sem hann tal- ar um sig i „eldinum rauða”. Ekki sé ég ástæðu til að tengja hina snjöllu likingu að liggja eins og leggur upp i vörðu sem lesta- strákar fylla af niði við þessar umræður. Þaö erindi fjallar um sjálfstæði hugans og minnir á það sem mestu varðar að eitt á maður, hug sins sjálfs, sem verja ber fyrir hvers konar múgsefjun og blindum áróðri og allri lág- kúru, — öllu illu. Vera má að Jónas hafi litla trú haft á þvi að bindindissamtökin yrðu áhrifamikil. Nafnið hafur- mylkingar gat þvi verið valið af alvöru. Þetta væri jafn vonlaust og að mylkja hafurinn upp og gera hann mjaltapening. Vera má að sumum finnist reynslan þvi likust. Þó er þvi sist að neita að á vissum svæðum og vissum timum hefur bindindishreyfingin náð miklum árangri. Ekki held ég að fari milli mála að skoðun Hannesar um aldur Ferðaloka sé rétt. Kvæðiö er ort á siöustu dögum skáldsins. Jónas er ekki að lýsa skýjafari i öxna- dal þegar hann segir: ' Astarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hann er að yrkja um ást sina. Næturský fela ástarstjörnuna en hún skin þó á bak við ský og anda sem unnast fær aldregi eilifð að skilið Jónas veit það að Þóra Gunnarsdóttir brást honum ekki. Nú vill hann muna hana eina, unna henni einni. Astarhrifning hans i Reykjavik veturinn eftir noröurferðina ógleymanlegu er þurrkuð út. Astin hans er bundin viö samfylgd norður. Ein- stæðingsskapurinn er sjálf- skaparviti: „Mér var þetta mátu- legt”. Hann er alltaf sveinninn úr öxnadalnum og þó hann sé ein- fari og næturský byrgi ástar- stjörnuna er hún veruleiki engu að siður og skin aö skýjabaki. Næturský eyðast þegar dagur rennur. Það verður aldrei sannað aö hve miklu leyti Jónas hefur Sig- rúnarljóð Bjarna Thorarensen i huga er hann yrkir Ferðalok. Slikt skiptir heldur ekki máli. En Jónas veit að hann er að ljúka ferð sinni þegar hann rifjar upp gamla sögu um ást sina. Hvort sú saga hefði veriö eins ef hann hefði rakið hana fyrr skiptir ekki máli. Þaö sem mestu skiptir og hér átti að vekja athygli á er það að við stöndum nær Jónasi Hall- grimssyni og skiljum hann betur eftir að hafa lesið Kvæðafylgsni Hannesar Péturssonar. EFLVM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavík, á venjulegum skrif- stofutima. ^ Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinmt- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans i pósthólf 370, Reykjavík ------------------------------------------^4 Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift |jj heila Q hálfa á mánuðÍ Nafn__________________________________________—— Heimilisf.-------------------------------------- Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.