Tíminn - 12.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1980, Blaðsíða 5
Laugardagurinn 12. janúar 1980 5 Stundarfriður i 60. sinn Stundarfriöur eftir Guömund Steinsson veröur sýndur i 60. sinn f Þjóöleikhúsinu föstudaginn 18. janúar n.k. Frá þvi verkiö var frumsýnt I mars siöast liönum hafa um þaö bil 30 þúsund manns séö sýninguna og er ekkert lát á aösókninni, enda er hér um aö ræöa trúveröuga og kátlega mynd af streitunni og Hfs gæöakapphlaupinu sem einkennir allt okkar llf. Stundarfriöur hefur ekki einasta vakiö athygli hér heima, þvi eins og komiö hefur fram I fréttum hefur Þjóöleikhúsiö fengiö boö um aö sýna verkiö á hinni mikilvægu Bitef-Ieiklistarhátiö I Júgóslaviu næsta haust. Stefán Baldurssou er leikstjóri sýningarinnar og leikmyndin er eftir Þórunni Sigriöi Þorgrimsdóttur. Meö helstu hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Þorsteinn ö. Stephensen, Guöbjörg Þor- bjarnardóttir, Siguröur Sigurjónsson, Lilja Þorvaldsdóttir og Guörún Gisladóttir. Hvað sögðu englarnir? — í Þj óðleikhúskj allaranum Leikrit Ni'nu Bjarkar Arnadótt- ur Hvað sögðu englarnir? er nú sýnt á litla sviðinu í Þjóðleikhús- kjallaranum. Leikritið var frum- sýnt i október síðast liðnum og er, i leikstjórn Stefáns Baldurssonar og leikmynd Þórunnar Sigriðar Þorgnmsdóttur, nýstárleg athug- un á tvöföldu siðgæði okkar þjóð- félags. I leiknum segir frá Steini og Brynju, ungum elskendum sem fortiðin og kringumstæðurn- ar i samfélaginu meina að eigast. Við sjáum atvik úr fortið Steins i draumkenndum myndum og fá- um hugboð um hrikalegt og ómanneskjulegt misrétti. Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fara með hlut- verk Steins og Brynju. önnur hlutverk leika Briet Héðinsdóttir, Helga Bachmann, Bessi Bjarna- son, Helgi Skúlason, Sigriður Þorvaldsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Arnar Jónsson. Næsta sýning á Hvað sögðu englarnir? er miðvikudaginn 16. janúar n.k. Lakk fyrir 650 milljónir til Sovétríkjanna Nýlega var undirritaður samningur i skrifstofu rússneska verslunarfulltrúans i Reykjavik, hr. Vladimir K. Vlassov, um sölu á 1000 tonnum af lakki til Sovét- rikjanna. Hér er um að ræða samning að upphæð kr. 650 milljónir, sem skiptist þannig, að Harpah.f. selur 800 tonn, en Sjöfn á Akureyri 200 tonn. Eins og kunnugt er hefir Harpa h.f. selt þessa vöru árlega til Sovétrikjanna allt frá árinu 1965 og er söluverðið i erlendri mynt nú um þriðjungi hærra en siðast liðið ár. Þá er þess að geta, að væntan- lega mun SIS selja sovéska sam- vinnusambandinu i vöruskiptum á næstunni töluvert magn af málningu til viðbótar. Atlantshafsbandalagið: Styrkir til umhverfismálarannsókna Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á árinu 1980 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum er snerta opinbera stefnumótun á sviði umhverfis- mála. Styrkirnir eru veittir á veg- um nefndar bandalagsins, sem fjallar um vandamál nútlmaþjóð- félags. Eftirgreind tvö verkefni hafa veriðvalin til samkeppniað þessu sinni: (a) Notkun eiturefnal landbúnaði og áhrif þeirra á jafnvægi i náttúrunni. (b) Ahrif reglna um umhverfis- vernd á tækniframfarir. Styrkirnir eru ætlaðir til rann- sóknastarfa i 6-12 mánuði. Há- marksupphæð hvers styrks getur að jafnaði orðiö 220.000 belgiskir frankar eða rösklega 3 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að umsækj- endur hafi lokið háskólaprófi. Umsóknum skal skilað til utan- rikisráðuneytisins fyrir 31. mars 1980 — og lætur ráöuneytið i té nánari upplýsingar um styrkina. Svört og dökk-græn 1. Grófur gúmmísóli. 2. Lagöir meö gúmmí upp að ökla. 100% vatnsheldir. 3. Að ofan úr mjúku vatnsvörðu leðri. 4 Lóttir na <;tnrkir Skóhöllin h.f. Reykjavíkurvegi 50/ Hafnarfirði. Sími: 5-44-20. BÆNDUR ATHUGIÐ! Vinnuskór og veiðistígvél L O K A R Tegund 201 sá reimaði Tegund 200 sá heili Stærðir: 39-40 kr. 21.640 Stæröir: 36-40 kr. 20.950 Stærðir: 41-46 kr. 22.440 Stærðir: 41-46 kr. 21.640 Sendi i póstkröfu samdægurs hvert á land sem er. Kaupfélög — Innkaupas tj órar Afgreitt beint frá Finnlandi í flugpósti. Athugið að gera pantanir timanlega eða fyrir 31. janúar 1980, en þá kemur nýtt verð. TOFPMANN FINNSKIR KULDASKÓR Lægri: Tegund: 55 no. 7088 (Brúnir) Stærðir: 40 1/2-45 kr. 33.300.- Hærri: Tegund 56 no. 7084 (Brúnir) Stærðir: 41-46 kr. 34.640æ ÚR MJÚKU LEÐRI — HRÁGÚMMÍSÓLAR Skóhöllin h.f. Reykjavikurvegi 50, Hafnarfirði. Sími: 5-44-20.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.