Tíminn - 12.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1980, Blaðsíða 8
17 8 Laugardagurinn 12. janúar 1980 Laugardagurinn 12. janúar 1980 MINNING: Hákon Guðmundsson Síðasta aftaka á íslandi fyrir 150 árum: fyrrverandi yfirborgardómari Hákon Guömundsson veröur i dag kvaddur hinstu kveöju i kirkjunni á Selfossi. Meö honum er genginn þekktur og mikilsvirt- ur embættismaöur, mikilvirkur og taustur félagsmálamaöur á mörgum sviöum og sérstakur hollvinur allrar ræktunar og gróöurs. Hákon var fæddur á Hvoli i Mýrdal 18. október 1904. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Þorbjarnarson siöar bóndi á Stóra-Hofi á Rangárvöllum og Ragnhildur Jónsdóttir frá Hvoli. Ragnhildur var af skaftfellskum ættum, en Guðmundur Rngæing- ur fæddur i Gislholti í Holtum. Þauhjón hófu búskapsinn á Hvoli 1895, en fluttust að Stóra- Hofi 1907 er þau höföu keypt þá jörð af Einari skáldi Benediktssyni. Þar bjuggu þau siðan allan sinn bú- skap og þar ólst Hákon Guö- mundsson upp. Guömundur á Stóra-Hofi var atorkubóndi og stóð i allra fremstu röð i félagsmálum bænda. Hann var sterkur fulltrúi stéttar sinnar af þeirri kynslóð, alinn upp jöfnum höndum við landbúnaö og sjósókn, en hóf bú- skap á árdögum ræktunar og félagslegra framfara og var alla tið i fararbroddi í þeirri sókn.sem byggði á þessu tvennu. Þessi var uppruni og bakgrunn- ur Hákonar, og þó að ævistarf hans væri ekki tengt sveitum eða búskap, mátti glöggt finna hvar ræturnar lágu, og var lif hans allt i góðu samræmi við upprunann. Hákon fór ungur i skóla, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1922 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavik 1925 og lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands 1930. Hann stundaði siðan fram- haldsnám i lögfræöi i Sviþjóö og Noregi og siðar Englandi 1946. Hákon starfaði sem fulltrúi lög- manns i Revkjavik fyrstu árin, en árið 1936 var hann skipaður ritari Hæstaréttar og gegndi þvi starfi til 1964 er hann var skipaður i em- bætti y firborgardómara i Reykjavik, en af þvi starfi lét hann i byrjun árs 1974 er hann nálgaðist aldurshámark opin- berra starfsmanna. Þó að með þessu séu talin em- bætti þau, sem Hákon gegndi, gefur það aðeins takmarkaða mynd af fjölbreytni starfa hans i almannaþágu. Hann var forseti Félagsdóms frá stofnun hans 1938 til 1. okt. 1974 eða i 36 ár og má nærri geta að hann hefur með þvi mótað mjög starfshætti þessa þýðingarmikla dómstóls. For- maöur Siglingadóms i 10 ár frá 1964-1974. Þá var hann lengi for- maöur stjórnar Lifeyrissjóös starfsmanna rikisins. Auk þessa kenndi hann vissa þætti i lögfræði á námskeiðum og var lengi próf- dómari við lagadeild Háskólans. Hákon var margoft skipaður i gerðadóma og yfirmatsnefndir til úrskurðar um kjaramál og f leira. Hákon átti sæti i Náttúrvernd- arráöi 1967-1972, og sem vara- maður frá 1972-1975 og starfaöi þá jafnan nokkuð fyrir það sem lög- fræðilegur ráðunautur. Hann átti sæti i mörgum stjórnskipuöum nefndum til undirbúnings löggjaf- ar. 1 félögum áhugamanna og frjálsum félagsskap lét Hákon að sér kveða á svo ólikum sviðum sem félagsmál lögfræðinga, flug- mál — kirkjumál, skógræktar- og landgræðslumál eru. Hann var formaður Dómarafélags Islands i sex ár og siðan kjörinn heiðurs- félagi þess er hann lét af starfi yfirborgardómara. Hann var i stjórn Flugmálafélags Islands 1951-1959 og forseti þess 1957-1959 og sótti á þess vegum alþjóða- fundi flugmálafélaga. Þá var hann formaður starfsráðs Flug- félags íslands við stofnun þess 1959 og Loftleiða frá 1961. Hákon tók um skeið allmikinn þátt i kirkjulegu starfi, var safn- aðarfulltrúi i Bústaðasókn, i stjórn kirkjubyggingasjóðs Reykjavikur um skeið og fulltrúi á kirkjuþingi 1960 og 1962. Siöast enekkisist skal hér getið áhugastarfs Hákonar aö skóg- ræktar-og landverndarmálum. Sá er þetta ritar kynntist Hákoni fyrst persónulega á aðalfundum Skógræktarfélags Islands i kring- um 1960, en það hef ég fyrir satt að hann sótti þá alla frá 1949 og þar til að heilsa hans leyfði ekki að hann kæmi til fundarins á sið- astliðnu sumri. Hann var lika stoltur af þvi að vera einn af stofnendum Skógræktarfélags Is- lands 1930og sagði frá þvi að faðir hans hafi látið skrá hann i félagið við stofnun þess á Alþingishátið- inni 1930. Arið 1957 kom Hákon inn i aðal- stjórn félagsins og gegndi tiðum formannsstarfi þar næstu ár vegna forfalla Valtýs Stefánsson- ar. Formaður Skógræktarfélags íslands varhann frá 1961-1972 er hann lét af þvi starfi að eigin ósk. Hann haföi þá fyrir þremur árum tekið til uppfósturs, nýgræðing á sama áhugasviði, félagsskapinn Landvernd, Lándgræöslu og nátt- úruverndarsamtök Islands. Landvernd var stofnuð 1969 og stóðu að þvi margir ungir og áhugasamir menn úr fjölda félagasamtaka en Hákon var þeirra bakhjarl og þótti ekkert ráð nema undir hann væri borið. Þegaraðþvi kom að velja for- mann fyrir hin ýmsu samtök kom þaö af sjálfu sér, að leitaö var til Hákonar og gekkst hann undir það með þeim orðum, að hann skyldi reyna að styðja samtökin á legg en eðlilegt væri að siðar tækju yngri menn við. En það urðu fleiri skrefin, sem Hákon leiddi Landvernd, hann var for- maður i 10 ár rétt og munu það siðustu félagsmálastörfin sem hann gegndi. Þó að hér sé komin löng upp- talning á embættisstörfum, öðr- um störfum i almenningsþágu og störfum að margháttuðum félagsmálum er hún langt frá þvi að vera tæmandi. Slik upptalning segir heldur aldrei allt þó að hún gefi upplýsingar um það hverju manninum hefur verið til trúað, og af þvi megi ráða mikiö um per- sónuna. Eftir er þá að lýsa henni nánar. Hákon Guðmundsson var á allan hátt gildur maður. Hann var stór og fyrirmannlegur á velli, fasið var traustvekjandi, en viðmóbð jafnframt hlýtt og aðlaðandi. Hann var kátur og skemmtinn i góðra vina hópi. Hann var jafnan hógvær i mál- flutningi hvortsem var á fundum eða i samræðum, en að baki bjó nægur þungiog alvara til þessað fylgja málunum vel fram. Hann mun hafa verið maður skaprikur, en svo var hann stilltur að aldrei minnist ég þess að heyra hann mæla reiðiorð eða hvatvisleg. Hann var mikill mannasættir og hafði lag á með rósemi sinni, yfirveguðum orðum og hlýju brosiaðfámenntilaö ræöa málin af stillingu þó að kapp væri hlaup- iö i kinnar. Ég er að sjálfsögðu ekki fær um aðmeta störf og hæfileika Hákon- ar sem lögfræðings og dómara, en ég þykist þess fullviss að hann hafi oftar en margir aðrir leitt deiluaðila i málum til sátta þann- ig að ekki yrðu úr málaferli. Hákon Guðmundsson kunni vel i að fara með islenskt mál, og var I frábærlega skýr i framsetningu j þess hvort sem var i töluðu máli eða rituðu, en svo ritfær, sem hann var er enn meira um það vert hvað hann var góður flytj- andi. Fyrir þær sakir gat hann verið með allra áhrifarikustu ræðumönnum. Margar af hvatn- ingarræðum hans við setningu t Þökkum af alhug auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins og föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Kr. Þorvaldssonar, vélstjóra Heiðarbraut 5, Akranesi. Sér-stakar þakkir viljum við færa Oddfellowreglunum á Akranesi. Svava Simonardóttir. Þórir Sigurösson Ingibjörg Þóroddsdóttir. Tómas Sigurðsson Kristjana Ragnarsdóttir. Andri Sigurðsson Sesselja Magnúsdóttir. Viktor Sigurösson Anna Björnsdóttir. Sigriður Siguröardóttir Agúst Simonarson. Sigrún Siguröardóttir Hinrik Hallgrimsson. Bryndis Siguröardóttir Tómas Friöjónsson og barnabörn. Lausar stöður Stöður tveggja rannsóknarlögreglumanna við lögreglustjóraembættið i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1980. 9. janúar 1980. lögreglustjórinn í REYKJAVÍ K aðalfunda Skógræktarfélags Is- lands og Landverndar eru með þvi eftirminnilegasta sem ég hef heyrt. Þegar þessir eiginleikar Há- konar til að segja frá og setja fram efni á skýran hátt og eftir minnilegan eru rif jaðir upp kem- ur það i huga, aö ég eins og svo fjölmargir aðrir minnist hans fyrst fyrir þætti hans um hæsta- réttarmál er hann flutti i Rikisút- varpið samfellt i 15 ár, frá 1949-1964. Fyrir þá varö hann strax landsþekktur. óhætt er að fullyrða aö þeir voru margir snilldarlega gerðir og alltaf mjög áheyrilegir. Hákon Guðmundsson var kvæntur Ólöfu Arnadóttur Jóns- sonar fráSkútustöðum. Þau eign- uðust þrjár dætur, Ingu Huld, Auði Hildi og Hjördisi Björgu. Ólöf er mikil ræktunarkona og saman ræktuðu þau sérlega fagr- an trjágarð kringum hús sitt Birkihlið við Bústaðaveg i Reykjavik. Þar hófu þau búskap ogræktun 1939. Mun þá hafaverið þar strjál byggð og olnbogarými fyrir ræktunaráhuga þeirra. En siðar þrengdi byggðin um of að þeim og brugöu þau þá á það ráð að festa sér landskika austur á bökkum ölfusár úr landi Árbæj- ar. Þar höfðu þau mold til að rækta og þar byggðu þau býlið Strauma, þar sem þau hafa búið siðan upp úr 1970 og voru vel á veg komin með að rækta sér nýj- an garð. Hákon hafði einhvern tima orð á þvi að þaö væri Ólöf, sem væri skógræktarmaðurinn i reynd, hann sjálfur veitti aöeins þá að- stoð sem um væri beðið. Vel kann þetta að hafa verið rétt. En þó að Hákon kæmi svo viöa við i félags- málum, sem að framan hefur verið drepið á biöur mér það i grun að af þeim öljum hafi störf hans fyrir ræktunarhugsjónir, betra og grænna land og alhliða endurheimt landgæöa staðið hjarta hans næst. Það var lika i samræmi við uppruna hans og uppeldi. Þeir.sem aðáttu þvi láni að fagna að fá að starfa með Há- koni Guðmundssyni að þessum málum munu allir minnast hans með þakklæti og virðingu fyrir vel unnin störf. Jónas Jdnsson. Kveðja frá Landvernd Hákon Guðmundsson, yfir- borgardómari, er kvaddur i dag. Aðrir munu verða til þess að rekja ættir hans og æviferil. Er þvi hér aðeins um að ræða fátæk- legar þakklætiskveðjur frá þeim samferðam önnum Hákonar undanfarin 10 ár, sem báru gæfu til að vinna með honum að land- verndarmálum, sem voru eitt af megin hugðarefnum hans. Hákon var formaður stjórnar Landverndar fyrstu 10 ár þeirra samtaka og varð þvi til að móta stefnu þeirra. Hann var alla tið aldursforseti innan stjórnarinnar og var það gæfa samtakanna að eiga Hákon að við framkvæmd þeirra mála, sem samtökin hafa að hugsjón. Hákon var samnefnari alls hins besta i islenskri menningu, gagn- menntaöur og viðlesinn, og skóg- rækt, landvernd, náttúruvernd og ekki sist mannvernd voru hugðarefni.sem hannhelgaði alla sina krafta. Hvorki timi né fyrir- höfn voru til spöruð til aö sjá þeim málum farborða. A siðasta starfeári gekk hann ekki heill til skógar, en karlmennið Hákon Guðmundsson lét ávallt hugsjón- irnar sitja i fyrirrúmi fyrir eigin velferð. Islensk þjóð sér nú á bak einum af sinum bestu sonum og fyrir þá gæfu aö fá að njóta leiðsagnar hans verða stjórnendur Land- verndar honum ávallt þakklátir. Frú Ólöfu og dætrum Hákonar sendum við innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans. F.h. stjórnarogstarfsfólk Landverndar. Karl Eiriksson. „Horfðu í þessa egg, egg” Janúardag einn fyrir hundrað og fimmtiu árum var manna- ferð meiri i Húnaþingi en þar haföi sézt um langan aldur að vetrarlagi. Það var engu likara en her heföi verið kvaddur upp i öUu héraðinu milli Miöfjarðar og Vatnsskarðs. Menn komu i stórum ftokkum, ýmist gang- andi eða riðandi, framan úr döl- um, utanaf Vatnsnesi og Skaga, ofan af Laxárdal — hvaðanæva úr byggöum stefndi þorri bænda og fleira manna að Sveinsstöð- um i Þingi. Til hvaða hátiðar streymdi aUur þessi skari, sem endranær gaufaði við gegningar um þetta leyti árs? Hvaða segull drd þessa menn, marga um langa vegu, að einum punkti við útjaö- ar Vatnsdalshóla? Æ-jú, það átti að höggva pilt og stúlku þarna við nyrzta hól- inn,og það var þegnskylda, sem lögð var á húnvetnska bændur, að horfa upp á þá athöfn. Sýslumaðurinn i Hvammi i Vatnsdal, Björn Blöndal, hefur stefnt til aftökunnar öllum þeim bændum, sem hannfékk til náð, svo að þverbrotnir menn þeirra á meðal fengju séð með eigin augum, hvernig höfuðin velta, þegar þau eru vasklega skilin frá bolnum með hvassri öxi. Sögu íslendinga var þar kom- iðárið 1830, aðaftökur voruekki lengur nálega árviss hroll- vekja. Sú var tiðin, að engin þurrð var á sýningum af þvi tagi, og fjölbreytnin mikil, þvi að jöfnum höndum var höggvið, hengt og drekkt eftir hámá- kvæmum lagaákvæðum og með tilvitnanir i ritningargreinar i dómsforsendum, allt ,,að heil- ags anda náð tilkallaðri”. Þannig voru geislar trúar- innar látnir falla á hinn kalda bókstaf laganna. En nú voruaf- tökur farnar svo að strjálast, að það voru ekki nema fáir, sem höfðu sjálfir séð og heyrt það, sem gerðist við slika athöfn. Ef til vill hafði enginn þeirra, sem stefndi að Sveinsstöðum að þessu sinni, oröið þess slags sálubótar aðnjótandi fyrr á lifs- leiðinni. Þaðgafstá aö lita, er bændur komu að strýtumynduðum hóln- um, þar sem réttlætinu skyldi fullnægt. Þar hafði þó nokkurt mannvirki verið gert. 1 landi, þar sem það þótti i talsvert ráð- izt að bylta um nokkrum þúfum i túni, höfðu verið gerðar snotr- ar hleðelur, guði sé lof það var stunguþitt i þessu héraði, þar sem hvergi fékkst árefti nema á rekafjöru, höfðu verið gerðar trégrindur og rekinn saman pallur og lagður á hann efnis- mikill drumbur, sem i var höggvið hckuskarð, og við þess- um mönnum, sem komu til leiks á mórauðum vaðmálsbuxum, blasti rautt klæði, skrúð, sem neglt hafði verið á höggstokk- inn, svo að þess gætti minna, þótt á hann bunaði blóð úr strjúpunum. Hér hafði verið mikið við haft, þetta var eins og gerðist i útlandinu, þar sem vel var vandað til alls, þegar fólk var leitt til höggs, og einn mesti hefðarmaöur héraðsins, Björn Ólsen á Þingeyrum, hafði verið fenginn til þess að hafa alla til- sjón með þessum viðbúnaði. Minna mátti ekki gagn gera. Þessidagur þarna við hólinn, þaöer 12. dagur janúarmánaðar árið 1830, og þau, sem þarna eiga að deyja meö viðhafnar- meirihætti enaðrir Islendingar, sem golunni geispa, eru vinnu- pilturinn Friðrik Sigurðsson frá Katadal á Vatnsnesi og vinnu- konan Agnes Magnúsdóttir frá Geitaskarði i Langadal — „rós- in Kiöjaskarðs” eins og hún hef- ur verið nefnd á skrúömiklu máli skáldanna.Þau hafa beðið þessa dags i nær tvö ár á meöan réttlætiö gekk við lagastaf sinn þá vegu, er það verður að þræöa, áöur en valdsmaður og Höggstokkurinn og öxin, sem sneiö höfuðin af Friðriki Sigurössyni og Agnesi Magnús. dóttur 12. janúar 1830. Hvort tveggja er varðveitt i Þjóðminjasafninu. Tfmamynd: Tryggvi. böðull geta mætzt að einu verki, annar i einkennisskrúða sinum, vegsamaður fyrir röggsemi, hinn smáður og hrakyrtur fyrir andstyggilegt handverk. Nær tvö ár hafa þau beöið, Friðrik ogAgnes, þvi að það var nóttina 14. marz 1828, að þau drápu Nat- an Ketilsson og Fjárdráps- Pétur i rúmum sinum i bað- stofunni á Illugastöðum og kveiktu siðan I bænum. Raunar var það Natan einn, sem þau vildu fýrirkoma, Pétur flaut með vegna þess, að hann tók sér gistingu á Illugastöðum þessa nótt, sem tilsett hafði verið. önnur stúlka kornung, sem var að þessu ráði meðþeim Friðriki og Agnesi, en lagði ekki hönd aö verki, heldur gætti barns í úti- húsi, fær aö halda lifi. Hennar hlutskipti verður að vera kon- ungsambátt i refsistofnunum Kaupmannahaf nar. Þaðer grámóskulegt á svona degi norður i Vatnsdalshólum, áður en blóð rennur, jörð löngu sölnuð og lif úthagans i dái, og gráir eru þeir á að sjá, er biða. En brátt sést enn til manna- ferða neðan Þing, og þeir, sem þareru á ferð, koma frá Þing- eyrum. Þessir menn syngja sálma fullum rómi, lika fang- inn, Friðrik Sigurðsson. Honum fylgja tveir prestar, auk gæzlu- manna, séra Jóhann Tómasson á Tjörn og séra Gisli Gislason i Ve sturhópsh ólum. Þessa menn ber hægt yfir, við brúðkaup jaröarfarirog aftökur er ekki farið óðslega. En loks eru þeir komnir að hólnum, þar sem fanginn fær að lita þann banabeð, sem honum hefur ver- ið búinn. Við hann biöur sýslu- maðurinn i Hvammi, einkennis- klæddur og með korða við hlið, og við hann biður lika Guð- mundur Ketilsson, bróöir Nat- ans hins vegna, með biturlega öxi og bjarta i egg að sjá. En drengurinn er ekki leiddur umsvifalaust á höggstokkinn. Það er löng serimonia, sem prestarnir verða að fylgja út I æsar, áður en það má gerast — fyrirbænir, áminningar, söngur og blessunarorð í vegnanesti inn i myrkrið rauða. Og áður en öllu þessu er lokið, bregður svo viö, að drengurinn, sem á að deyja, tekur sjálfur til máls á aftöku- pallinum og lofar guö fyrir alla náð og gæzku. Loks leggst hann niður og hagræöir sér i höku- skarðinu á höggstokknum. Böð- ullinn berar háls hans, svo aö fikurnar þvælistekki fyrir axar- egginni. Og sýslumaöur- inn harðleiti úr Vatnsdalnum hrópar höstum rómi til bænd- anna, sem hann hefur raðað i hvirfinguumhverfis aftökustað- inn, að hann fyrirbjóði sérhverj- um þeirrra að lita undan. Þeir eru orðnir eitt hundrað og fimmtiu að tölu, þessir gráu menn, og hryllingurinn og eftir- væntingin er aö tæta þá sundur. Svo reiöir Guðmundur Ketils- son til höggs, höfuð Friðriks Sigurðssonar hrekkur aftur af höggstokknum og blóðið spýtist úr strjúpanum. Búiö. Og Björn Blöndal rennir hvössum sjónum yfir þann skara hnipinná manna, sem hann hefur stefnt á þetta þing: Þar fengu þeir að blikna. Ekki voru samt allir, sem komnir voru i Vatnsdalshóla, nærstaddir, þegar böðulsöxin reið á háls piltsins. Nokkrir menn úr Vatnsdalnum eru i leyni skammt undan með Agnesi. Meö henni er séra Þor- varður Jónasson á Breiðaból- stað, og það hafa lika verið sungnir yfir henni sálmar. En „rósin Kiöjaskarðs” hefur látið ógert að syngja sjálf. Sálmarnir veittu henni hvorki fró né hugg- un, og það hefur orðið að gripa til annarra og áhrifameiri með- ala til þess að lægja angist hennar. Það meöal er fengiö ut- anúr kaupstað og heitir brenni- vin. A höggstökkinn verður hún að fara hvaö sem tautar og raular, og nú koma þeir meö hana. En serimonfurnar ganga óneitan- lega úr skorðum, þvi að hvorki er Agnes Magnúsdóttir með þeirri sinnu, sem höfundar ritúalsins hafa ætlað fólki á af- tökupalli, né Breiöabólstaðar- klerkurinn óskeikull i hlutverki sinu. Einnig honum er i meira lagi brugðið. Sýslumaðurinn i Hvammi horfir hörðum augum á prest- inn. Embættismaður, sem er !svo blautgeðja, aö hann getur ekki innt hlutverk sitt af hönd- um, þegar mest á riður, er hon- um ekki að skapi. Slikur maður varpar skugga á þessa athöfn sem á að vera ógnun við sér- hvern brotamann i heilu héraði um langan aldur. En þegar Breiðabólstaðarprestur viröist tóla að liða út af viö hliðina á sakakonunni, sem hann átti að bjarga inn i' sælurikið, þrátt fyr- ir alla hennar sekt, þá verður hannað skerast i leikinn. Hann lætur gefa presti brennivi'n til styrkingar, og hann lætur lika dreypa á Guðmund Ketilsson, ef hann kynniað þurfa á þess kon- ar hressilyfi að halda. Séra Þorvaröur á Breiöaból- stað hefur ekki áttað sig á þeim mörkum, sem eru á milli em- bættis hans og böðuls, og i fáti gerir hann sig liklegan til þess að leysa hálsklútinn af Agnesi, sem liggur rænulaus fyrir fótum manna, kannski af skelfingu, kannski dauðadrukkin. En þá heyrist rödd hins stranga yfirvalds Húnvetninga. — Eruð þér að gera yður að rakkaraknekti? hreytir hann út úr sér. Og séra Þorvarðurhrökklast frá, en aðrir koma til og leiöa Agnesi eða draga á höggstokk- inn. Þaðerekki virðulegur end- ir hins mikla refsidóms, sem hér hefur verið settur á svið. En sú er bótin, að Guðmund Ketils- son brestur ekki áræði. Hann gengur fram með öxi sina og sniöur rósaknappinn af hálsi stúlkunnar með öryggi, og enn bunar blóð á rauða klæðið á höggstokknum. Og nú er aðeins frá eftirleikn- um að segja: Búkarnir voru i skyndi settir ikistur,sem Björn Ólsen hafði látið smiða og þær dysjaðar i lægð norðan við af- tökustaðinn og látnar snúa út og suður, svo að einnig að þvi leyti værinokkuðbrugðið frá, er ann- ars geröist um hinzta hvilurúm fólks. En höfuðin voru sett á stöng, sem stungið var i jörð- ina. Þar sátu þau, ófrýnileg ásýndum, er brott var haldið. Skömmu siöar hurfu þau að næturlagi. Einhver sá, sem þótti nóg að gert hafði tekið til sinna ráða. Þetta var siðasta aftaka á Is- landi. Hún var ekki hrottalegri en aðrar aftökur, sem margoft höfðu átt sér staö i landinu frá þvi á siðari hluta sextándu ald- ar, þegar konungsvaldið náði sér niðri eftir siðaskiptin og tók trúarofstækið i þjónustu sina eftir svipaðri formúlu og nú er leiðarstjarna i Iran. Það voru ekki allir valdsmenn, sem und- irbjuggu aftökur jafnrækilega og sýslumaðurinn i Hvammi, og sumum, sem til verks voru sett- ir, fórst stórum verr en Guð- mundi Ketilssyni, og ekki ótitt, að þeir þyrftu mörg högg til þess að ná af mannshöföi. Þess vegna hafnaði lika Björn Blön- dal gömlum og förnum böðli, þótt ekki færi hann fram á meiri verkalaun en tóbakshönd og brennivfnspott. Nú eru þeir allir orðnir að mold og dufti fyrir langalöngu — lagasmiðirnir, sem ætluðu sér aðhræða fólkið með grimmd til þess aö vera frómir og þægir þegnar, dómararnir, sem grúfðu sig yfir lögbækurnar og skráöu dóma sina með þunga ábyrgðarinnar í hverjum drætti, böðlarnir,sem fengu það hlutskipti aö kála fólkinu að fyr- irlagi valdsmannanna, og söku- dólgarnir, sem mannfélagið vildiverða af með. Og þá bregð- ur svo viö, að það eru hvorki dánarbeður né legstaðir þeirra sem lögunum stýrðu, er fólk girnist að sjá. Það klöngrast yfir giröinguna við örlagahól- inn, þegar það leið um Þingið, til þess að stiga þar fæti, ->r Agnes og Friðrik misstu höfuö 1 sin. JH GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 23-janúar. Það eru tilmæli embættisins til yöar, aö þér ritiö allar upplýsingar rétt og greinilega á mióana og vandið frágang þeirra. Meö því stuölið þér aó hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.