Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. íiiWil 3 % konurnar vaxa og þaö væri stór- kostlegt, ef tsland gæti orðið fyrstallra þjóða til þess aö stiga slikt skref, þvi að það var fyrst allra þjóða til að veita konum kosningarétt og kjörgengi. Ég held, að Alþingi yrði betra og stjórnin réttlátari. Kannske ekki eins skemmtileg samkunda fyrir karlmennina og má ef til vill segja, að sumir gætu liðið undir þvi, að vera eiginmenn þingmanna. En það er fjar- stæða.” „Skynja kröfu tímans” Hvaðan kemur þessi trú þin á konum? ,,Ef þú tekur t.d. sakamála- skrána, þá eru afbrotaverk af hálfu kvenna sjaldgæf, heyra til undantekninga. Það er stundum sagt, að summa lastanna sé jöfn, en ég held, aö konur séu jafnheiðarlegri og þær hafa rík- ari réttlætiskennd. Réttlætis- kenndin er tilfinningamál meira en skynsemismál. Og þegar saman fer i stjórn þjóðfélags til- finningar og skynsemi er þvi vel borgið.” Ég hef nú ekki orðiö vör þessarar skynsemi karlpen- ingsins, sem þú talar um? ,,Ég er ekki að segja, að hún sé meiri, en hún er kaldari, yfir- vegaðri. Ég flutti einu sinni erindi i sambandi við ofbeldisverk. Ég taldi, að það ætti að gelda menn, sem teknir væru fyrir ofbeldis- verk eða fikniefnadreifingu. Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, og tel að slikir menn eigi ekki að taka þátt i að eiga afkvæmi. Auk þess breytast menn viö geld- ingu. Persónuleikinn breytist alveg eins og hjá hestum. Grað- hestar verða mildir hestar. Og menn breytast. Það hafa Danir sannað. Og þjóðfélagið er betur sett á eftir. En hjá okkur hefur gelding ekki átt sér stað gagn- vart karlmönnum. Hins vegar eru konur gerðar ófrjóar i stór- um stil. Þannig er nú jafnréttið á öllum sviðum.” Nú þykja hugmyndir þinar um það, að planta konum á framboðslista með lögum byltingarkenndar. Heldurðu, að þeim vaxi fylgi? ,,Þó að ég fyllist vonleysi i augnablikinu, er ég sannfærður um að svo verður. Ég er ekki að stæra mig af neinu, en við verð- um að horfa fram i timann. Ég var fyrstur til þess að benda á, að við ættum að færa út i 50 mil- ur og var þá talinn næsta brjálaður og hugmyndin allt aö þvi landráð. Nú kalla sumir, aö ég sé aö dekra við konur. En ég skynja bara kröfu timans.” „Umbun á kostn- að almennings” Er þetta viðtal var i vinnslu fréttist af þvi, að dr. Gunnlaug- ur heföi sótt um umboðsfull- trúastarf hjá dómsmálaráð- herra. Þótti það frekar tiðindum sæta, þvi að hann hefur i útvarpi og viðar talað gegn skipun sliks umba eða „kommisars”. ,,Ég taldi samt af ýmsum ástæðum rétt og skylt aö sækja um starf- ið,” sagði dr. Gunnlaugur. „Sem lögmaður hef ég barist fyrir ýmsum réttlætismálum fyrir dómstólum. Ég hef ritað Alþingi út af þeim hörmulegu dómsmistökum eða dóms- hneyksli, sem er hið svokallaða Flankastaðamál og Hæstiréttur hefur sjö sinnum neitaö um endurupptöku á, þrátt fyrir augljós og jafnvel refsiverð at- riði i sambandi við málið áöur en þaö hófst og i héraði. I ný- gengnu hæstaréttarmáli má segja, að komið hafi fram, hve menn, sem grunaðir eru um ölvunarakstur búa að vissu leyti við litið réttaröryggi. Þá mætti og nefna baráttu mina varðandi jafnréttismál. Taldi ég að betur mætti takast að fylgja þessum málum eftir, ef. En það kom á daginn, að starfi þessi hafði verið lofaöur tilteknum manni og hæfni og starfsreynsla einskis metin eins og svo oft endranær við stöðu- veitingar. Annars er það kald- hæðni örlaganna, að nú skuli þingmaður, sem hvað mest böl- sótaðist út af þvi, að Magnúsi Torfa skyldi hafa verið veitt biaðafulltrúastarf, án þess aö legið hafi fyrir svart á hvitu samþykki fjárveitingavaldsins til þess, skuli nú hafa stofnað starf og veitt án þess háttar samþykkis — og þanið út bákn- ið, sem hann hafði boðað að bar- ist skyldi gegn. Mönnum kann, að sjálfsögðu, að finnast það fögur hugsjón hjá ráðherranum að vilja foröa flokksbróður sinum að loknum kosningum frá þeirri reynslu, sem flokksformaður þeirra óttaðist hvað mest i hinum frægu prófkosningum, að verða atvinnulaus, ef hann félli, — menn geta samt spurt hvort slik umbun skuli vera á kostnað al- mennings”. „Lýðræðið er staðnað, ef hægt er að sitja á þingi samfellt i tugi ára”. Og þetta er svo smátt hjá okkur og meðalmennskan svo mikil. í litlum þjóðfélögum er meðal- mennskan alltaf meiri en með stærri þjóðum. Þannig aö t.d. maður, sem skarar fram úr, hann skal gerður tortryggileg- ur, jafnvel hrópað, að hann sé ekki með öllum mjalla. Og ef við viljum halda okkur við lesti konunnar, þá álit ég, að hún eigi miklu meiri þátt i streitunni i þjóðfélaginu en maðurinn. Hún efnir til þessar- ar innbyrðis samkeppni, t.d. hver eigi flestar glerkýr frá Bing og Gröndal uppi i hillum og þarfram eftirgötunum. Til þess að þóknast konu sinni, gengur karlmaðurinn upp i þessu, enda er hann ekki gjaldgengur i aug- um hennar að öðrum kosti. En ég segi ekki þar með, að heimil- inu sé illa stjórnað. Ég held þvi þvert á móti fram, að konur stjórni heimilinu vel, islenskar húsmæður eru þær dugmestu sem ég þekki og ég treysti þeim til þess að stjórna þjóðfélaginu á sama hátt.” Já. Hvernig væri að koma að kostunum? „Segir það ekki allt, að um 85% af heiminum er undir góðri stjórn kvenna? Þær annast upp- eldið. Það er sláandi að sjá það i öðrum löndum.” „Engar bitastæð- ar spurningar” „En ég mun lengi muna þenn- an fund. Og mér þótti merkilegt, að konur úti i sal skyldu ekki koma meö neinar bitastæðar spurningar. Þarna voru saman komnar konur úr Reykjavik, Hafnarfirði og Kópavogi. Þeim gafst tækifæri til þess að koma að sinum baráttumálum og segja frá, hvar skórinn kreppti. Við skulum taka fæðingarorlofið sem dæmi, en það orlof gengur ekki jafnt yfir allar konur auk þess sem þaö er allt of stutt. Leiörétting á þessu kemur ekki bara konum vel, heldur öllum. Hið mikla alvörumál gamals fólks tilheyrir og báðum kynj- um. A það var ekki minnst. Að- einsrætt um þessa leiftursókn.” Þú hefur greinilega orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ætlarðu að halda áfram að berjast? „Já. Þó að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessa fram- bjóðendur, er ekki þar með sagt, að ég viti ekki, að við eig- um alveg ótal margar færar konur. Nú eru konur valdar á lista eftir útliti og framkomu. Það eru karlmenn, sem velja þær. Það er gengið á eftir þeim að gera þetta, af þvi að þær eru i vissum ættartengslum eða hafa vissa möguleika á fjármála- sviðinu. En hvað þær hafa svo til málanna að leggja er auka- atriði. Ég held, að væri þátttaka kvenna lögboðin, þá kæmu þær konur fram, sem eru nauðsyn- legar. Konur eru ekki eins þroskaðar á félagsmálasviðinu og karlmenn, en ég held, að allt sem væri gert til þess að bæta þetta með löggjöf myndi láta Hér sést örlltiö brot af málverkaeign dr. Gunnlaugs. Myndir: GE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.