Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagurinn 13. janúar 1980. En ef Rússar kæmust nú til Parísar á þremur dögum.... Le Monde: Hernáms - fréttin breiðist út með grun- samlegum hraða Hernám! Sagt er, aö „óvina”- her, sem telji 3milljónir manna, 4 þúsund skriðdreka og 11 þúsund flugvélar, hafi hernumið Frakk- land. Þannig hljóöar a.m.k. frétt- • Myndirnar hér á sið- unni sýna ýmiss konar varnar og árásarvopn, sem kynnu að vera notuð ef til innrásar i Frakkland kæmi in, sem mönnum er nú boðiö upp á að trúa, en taka verður fram, aö fréttin breiðist út með grunsam- legum ákafa. Þaö hefur oft verið sagt um okkur á ,,Le Monde”, aö við kærðum okkur ekki um aö fara með neitt fleipur. Slikt hefur reyndar þótt ámælisvert. Hvaö sem þvl liður, þá munum viö nú með sannleiksástina að vopni leggja nokkrar spurningar fyrir þá, sem kallast megi höfundar og upphafsmenn þessara frétta um heimsendi. Ef hernámið er stað- reynd, hvers vegna hafði rikis- stjórnin ekki séö þaö fyrir og gert nauðsynlegar ráðstafanir (Sjá ,,Le Monde” frá 14. febrúar 1951) til þess að mæta þvi? . Og er rétt að tala um hernám? Er ekki llklegra að með þessu orði sé ætlunin að höföa til óþægi- legra minninga i pólitiskum til- gangi? Og hver gæti hafa stungiö upp á þvi viö svokölluö hernáms- yfirvöld að dæma ætti menn til dauða fyrir andspyrnustarfsemi, þegar frumvarp um afnám dauðarefsingar liggur fyrir i þinginu? Hvers vegna fréttist af ótölulegum fjölda „nauögana”, sem „ruddar” i sovéska hernum eiga aö hafa gerst sekir um, þeg- ar dómarar eöa lögfræðingar (Sjá „Le Monde” 17. mars 1949) hafa ekki fengiö vitneskju þar um? Og aö lokum. Hvers vegna reyndi Frakklandsforseti aö hafa áhrif á viðhorf manna gagnvart hernámsliöinu meö þvi að hvetja þá til þess að „velja rétt”, þegar ákvæði um slik innskot af hálfu framkvæmdavalds I hernumdu landinu er hvergi að finna i stjórnarskránni (Sjá „Le Monde 14. júli 1789).? „Vae victis!” á trúnaðarmaöur forsetans aö hafa sagt, er hann frétti af innrásinni”. „Vei þeim, sem biða ósigur!” En hverjir eru það á þessum viðsjálu tim- um? Stjórnendur landsins? Brennandi spurning. Við munum halda áfram aö velta henni fyrir okkur i blaðinu um leið og við biðjum lesendur okkar afsökunar á hækkun, sem óhjákvæmilega kemur til næsta mánudag vegna nýrra skatta á dagblööin og gifur- legrar hækkunar á pappirskostn- aði siðasta sólarhringinn. Eintak- ið mun kosta 70 franka i stað tveggja áður. Þannig tryggjum við sjálfstæöi okkar og frelsi. Jean Daniel við „Nouvel Obs”: Vinstri menn harmi slegnir I heila viku hef ég ekki fengiö mig til þess að ávarpa ykkur, kæru lesendur, þar sem Frakk- land hefur nú verið hertekið af Sovétrlkjunum, stórveldi, sem við hér á „Nouvel Obs” höfum öörum fremur litið til sem boð- bera betra lifs og bjartari vona fyrir allt mannkyn, enda þótt viö gagnrýndum oft ihlutun þess i innanrikismálum annarra. Nú er svo komið, að við neyðumst til þess aö viðurkenna, að Frakkar, jafnt lesendur okkar sem aörir, eru nú hersetnir af Sovétmönnum og við teljum þaö siöferðilega skyldu okkar að upplýsa alla vini okkar um þessa staöreynd, ekki hvað sist þá, sem enn efast. Skýrleiki i hugsun er nauðsyn á þessari stundu, jafnvel þótt slikt leiði til endurmats á stöðu okkar. Ég veit, aö allur vinstri armur stjórnmálanna er óhræddur við að teyga úr beiskum bikar ef til kemur. Við erum harmi slegnir og hjarta okkar sundurtætt. En slikt er ekki annaö en heiöur. Auk þess höfum við vanið okkur á hér að taka öllum atburðum með hæfilegum fyrirvara og höfum við lært fyrir bragðið að standast þau, högg, sem austrið hefur reitt. Þið skuluö vita eitt. Þessi innrás breytir I engu afstööu okkar á „Nouvel Obs”. Sameining vinstri aflanna i Frakklandi verður tak- mark okkar sem áður. Hjálpi ná- vist sovésks herliðs þar upp á, getum við aðeins glaðst yfir þvi. Standi herliðiö aftur á móti sam- einingunni i gegn, munum við enn verða harmi lostnir. Það þýðir hins vegar ekki, aö við neitum að ræða málin eða efna til umræðu funda. Hver og einn viti, aö við munum ekki missa trúna á mál- stað okkar, hvað svo sem fyrir kemur. Eins og Camus hefði sagt: Við erum tryggir voninni. „Kommún- istar fagna ” Jean Cau imyndar sér siðan að franskir kommúnistar veröi þeir einu, sem fagni innrásinni hreinir og óskiptir. Tala þeir um frið- samlegan tilgang Varsjárbanda- lagsins og hvetja til kröfugöngu vegna atvinnuleysis, sem rfki,og verðhækkana. Einu verulegu um- sátursmennirnir, sem beri að varast, sé rikisstjórnin. Mitterand, formaður sósialista, gefur út yfirlýsingu þess efnis, aö örugglega sé fleira sem sameinar Sovétmenn og Frakka heldur en það, sem sundrar þeim og varar hann við túlkunum hægri aflanna á innrásinni. Er hann var spurö- ur, hvort hann myndi sýna and- spyrnu, svaraöi hann þvi til, að miöstjórn flokksins myndi taka á- kvöröun um þaö, svo og færi það eftir ákvörðunum og gerðum Grútsenkoff hershöfðingja. Von- aöist Mitterand til áö geta rætt við hann strax og póstur og simi yröu aftur starfhæf. Viðbrögö Jean-Jacques Servan Schreiber við innrásinni voru þau, að hann sagðist vilja sam- einast örlögum lands sins og bauð sig strax fram til forsetakjörs ár- ið 1981. Grútsenkoff hershöfðingi var hátiðlega spurður aö þvi i út- varpsþætti, hvort satt væri, að menn hans legðu sér mannakjöt til munns. Kvað hann það al- rangt. Menn hans ætu, þaö sem franskir hermenn i fyrra striðinu kölluðu „apa”. „Við étum apa, ekki menn”. — FI þýddi ... Hver yrðu viðbrögð manna? f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.