Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. 9 Þórarinn Þórarinsson: Tillögur Framsóknarflokksins eru launafólki hagstæðastar Dýrt aðgerðaleysi Þaðhefur farið eins og Fram- sóknarmenn spáðu fyrir kosn- ingarnar, að það yrði erfitt að ná samkomulagi um raunhæfar aðgerðir i efnahagsmálum fljót- lega eftir kosningar. Þingkosn- ingar i skammdeginu gætu þvi leitt til þess, að slikar aðgerðir drægjust i eina fjóra til fimm mánuði i stað þess, að hægt hefði verið að hefjast strax handa um þær i októbermánuði, ef vinstri stjórnin hefði starfað áfram. Þegar eru liðnir um þrir mánúðir siðan vinstri stjórnin fór frá og enn bólar ekkert á samstöðu milli flokkanna um efnahagsaðgerðir. Þessi dráttur er þegar orðinn þjóðinni dýr, þvi að efnahags- vandinn hefur stóraukizt undan- farna mánuði vegna þess, að ekkert hefur verið gert. Enn mun vandinn aukast við það, ef það heldur áfram að dragast á langinn, að hafizt verði handa um raunhæfar ráðstafanir. Þetta kostnaðarsama aö- gerðaleysi verður að skrifast fyrst og fremst á reikning Al- þýðuflotócsins og Sjálfstæðis- flokksins, sem kusu heldur að knýja fram skammdegiskosn- ingar en að hefjast handa um aðgerðir strax. Vinnubrögð til fyrirmyndar Eins og kunnugt er fól forseti Islands Steingrimi Hermanns- syni, formanni Framsóknar- flokksins að gera fyrstu tilraun til stjórnarmyndunar eftir kosn- ingarnar. Steingrimur Her- mannsson taldi rétt i samræmi við úrslit kosninganna, að hann gerði tilraun til að endurlifga vinstri stjórnina. Sú tilraun tókst ekki að sinni og taldi Stein- grimur þá rétt, að annar fengi tækifæri til að reyna sig. Forseti íslands taldi réttilega, að röðin væri þá komin að Geir Hall- grimssyni. Þótt tilraun Steingrims Her- mannssonar til myndunar vinstri stjórnar misheppnaðist, verður þvi ekki neitað, að vinnubrögð þau, sem hann beitti, hafi að vissu leyti verið nýjung, sem efalaust á eftir að verða til fyrirmyndar. Hér er átt við, að hann lagði .fram svo glöggar og ljósar til- lögur um efnahagsmál, að hægt var að leggja þær fyrir Þjóð- hagsstofnun og fá spá hennar um, hvernig þær myndu reyn- ast. Aðstaða Steingrims Her- mannssonar til að leggja fram tillögur um stjórnarmyndunar- grundvöll, var að þvi leyti góð, að styðjast mátti að verulegu leyti við samstarfssamning vinstri stjórnarinnar, sem mynduð var eftir kosningarnar 1978. Þar lá fyrir i flestum höfuðmálum grundvöllur, sem flokkarnir þrir höfðu komið sér saman um. Þvi var óþarft fyrir Steingrim að leggja fram heild- artillögur, þar sem i flestum málum mátti styðjast við gamla samninginn. Hins vegar var sá kafli hans, sem fjallaði um efnahagsmálin, orðinn úr- eltur. Mestu skipti hins vegar, eins og ástatt er, að ná sam- komulagi um þau. I samræmi við það, sem hér er rakið, lagði Steingrimur Her- mannsson eingöngu fram tillög- ur um efnahagsmálin og let meginviðræðurnar milli flokk- anna snúast um þær. Þessar til- lögur hans fólu ekki i sér yfir- lýsingar um eitt eðaannað, sem ekki fylgdi jafnframt hvernig ætti að framkvæma þær. Fyrri vinnubrögð við stjórnarmynd- anir hafa alltof mikið einkennzt af þessu. Tillögur Steingrims fjölluðu hins vegar jafnt um markmið og leiðir. Þess vegna gat Þjóðhagsstofnun byggt á lögur i efnahagsmálum og má af þvi ráða takmarkaðan áhuga þess á þvi, að samkomulag næð- ist, svo að ekki sé meira sagt. Jafnframt þvi sem Alþýðu- bandalagið færðist undan þvi að bera fram nokkrar tillögur hægt væri að framfylgja ráðum Morgunblaðsins um sögulegar sættir, en þá á blaðiö við sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags, með eða án þátttöku Alþýðuflokksins. Þessi könnun Geirs mun hafa leitt til Frá viðræðum um stjórnarmyndun. A efri myndinni eru menn að ræða stjórnarmyndun undir forustu Steingrims Hermannssonar og á hinni neðri stýrir Geir Háilgrimsson viðræðunum. Timamyndir GE. þeirri spá, sem gaf til kynna, hvernig þær myndu gefast. Alþýðubandalagið skerst úr leik Steingrimur Hermannsson óskaði jafnframt eftir þvi við hina flokkana, að þeir legðu fram tillögur sinar á hliðstæðan hátt. Alþýðubandalagið brást fljótt við á þann hátt, að það lagði fram tillögur, sem fólu i sér ýmiss konar óraunsæ fyr- irheit, án þess að nokkur tilraun væri gerð til að benda á raun- hæfar leiðir. Tillögur þess voru eins og loforðalisti, sem óábyrg- ir flokkar hampa fyrir kosning- ar, en leggja siðan I skúffuna. Af þessu mátti strax ætla, að Al- þýðubandalagið tæki ekki þátt i viðræðunum af fullri alvöru. Alþýðuflokkurinn lét sér lengi vel nægja að flytja tillögurnar munnlega og virtist um hrið ekki ætla sér annað. Svo fór þó, að flokkurinn sá sig um hönd og lagði fram itarlegar skriflegar tillögur, sem ekki aðeins náðu til efnahagsmála, heldur einnig til fleiri mála, sem fjallað var um i samstarfssamningi siðustu vinstri stjórnar, sem áður er vikið að. Alþýðubandalagið veikst alveg undan þvi að leggja fram skriflega nokkrar raunhæfar til- sjálft, hafnaði það tillögum Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins. Tilraun Stein- grims Hermannssonar til stjórnarmyndunar, strandaði á þessari afstöðu þess, Sögulegar sættir Það er nú liðinn hálfur mán- uður frá þvi Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókst á hendur að reyna að mynda meirihlutastjórn. Geir Hallgrimsson lýsti þvi þá yfir, að hann myndi fara aðrar leiðir en þeir fyrirrennarar hans, sem hefðu tekist slikt verkefni á hendur. Hann ætlaði sér ekki að mynda stjórn i fjölmiðlum. Þess vegna myndi hann verða frétta- fár um starfsaðferðir sinar. Geir Hallgrimsson hefur tekið upp sérstæð vinnubrögð á annan hátt. .Þótt hálfur mánuður sé nú liðinn, eins og áður segir, siðan hann tókst á hendur stjórnar- myndunarviðræður, eru þær enn ekki hafnar samkvæmt um- sögn hans sjálfs. Hingað til seg- ist hann aðeins hafa lagt stund á könnunarviðræður til undirbún- ings stjórnarmyndunarviðræð- um. Slikt mun nýmæli. Þótt Geir Hallgrimsson hafi varazt að láta fjölmiðla hafa mikið eftir sér, er það fullvist, að könnunarviðræðurnar hafa aðallega snúizt um það, hvort þeirrar niðurstöðu, að margir leiðtogar Alþýðubandalagsins færu fúsir til sliks samstarfs, en bandalagið ætti hins vegar erfitt með að taka þátt i umræddri stjórn meðan kaupsamningar væru lausir og ókosið i verka- lýðsfélögunum til næsta Alþýðu- sambandsþings. Mr. X kemur til sögunnar Þegar hér var komið, beindi Geir Hallgrimsson fyrst könnun sinni að myndun þjóðstjórnar. Það gerðist á þriðjudaginn var. Aðrir flokkar tóku þvi vel að taka þátt i þessari könnun Geirs. Hingað til hefur hugmynd Geirs Hallgrimsáonar um þjóö- stjórnarmyndun þvi miður ver- ið laus i reipunum. Aðalhug- mynd hans er sú, að slik stjórn starfi til 1 1/2 árs. Þetta þýddi, að svo stutt væri til kosninga, að flokkarnir færu brátt að undir- búa þær. Slikt er vægast sagt ekki vænlegt til árangurs. Þótt einhver árangur næðist i verð- bólgumálum fyrstu mánuðina yrði hann liklegur til að renna út i sandinn, þegar kosningaundir- búningur hæfist. Annað er þó ekki skárra. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn eða Geir sjálfur hafa lagt fram efnahagstillögur, sem ætti að vera grundvöllur aö efnahags- stefnu hugsanlegrar þjóðstjórn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur forðast jafn vandlega og Al- þýðubandalagið að leggja fram nokkrar efnahagstillögur i þeim viðræðum flokkanna, sem hafa farið fram eftir kosningar. Hins vegar hefur Geir Hall- grimsáon lagt fram hugmyndir sem hann vill þó ekki kalla til- lögur, heldur viðræðugrundvöll menn og málef ni um þessi mál. Jafnframt hefur hann tekið fram, að þetta væru hvorki hugmyndir Sjálfstæöis- flokksins eða hans, heldur séu þær komnar frá ónafngreindum aðila. Hugmyndir þessar hafa þvi hlotið nafnið Hugmyndir Mr. X, en slikt nafn er stundum gefið huldupersónum i leynilög- reglusögum. Það hefur jafnframt kvisazt, að þessar hugmyndir hafi verið ræddar i þingflokki Sjalfstæöis- flokksins og hlotið þar mikla andstöðu. Það er þvi meira en hlálegt, að Geir skuli leggja þær fram sem viðræðugrundvöll, þegar þær hljóta ekki einu sinni stuðning i flokki hans. Hug- myndir Mr. X munu heldur ekki eiga hljómgrunn i öðrum flokk- um. Þjóðstjórn verður þvi ekki mynduð á grundvelli þeirra. Hagstæðasta leiðin Geir Hallgrimsson hefur i könnunarviðræðunum um þjóð- stjórnarmyndunina lagt fram útreikninga Þjóðhagsstofnunar á fimm valkostum, sem til greina gætu komið við lausn efnahagsmála. Allir munu þess- ir útreikningar miðast við það, að grunnkaup haldist óbreytt, og mundu breytingar á grunn- kaupi þvi geta raskað niðurstöð- um þeirra. Valkostur eitt er fólginn i þvi, að kaupgjaldsvisitala verði ekki skert, en uppsöfnuðum verð- hækkunum verði hleypt út i verðlagið og gengið látið siga. Verðbólgan myndi þá verða 50% á árinu 1980 og einnig 50% á ár- inu 1981. Kaupmáttarrýrnun kauptaxta yrði þá 4,6% en kaup- máttarrýrnun ráðstöfunartekna 3,6%. Valkostur tvö byggðist á efna- hagstillögum Framsóknar- flokksins. Samkvæmt þeim yrði verðbólgan 38% árið 1980 og 19% árið 1981. Kaupmáttarrýrnun kauptaxta yrði 5,2% og kaup- máttarrýrnun ráðstöfunartekna 4,2%. Valkostur þrjú er byggður á efnahagstillögum Alþýðuflokks- ins. Samkvæmt þeim yrði verð- bólgan 34% árið 1980 og 19% árið 1981. Kaupmáttarrýrnun kaup- taxta yrði þá 7,2% og kaupmátt- arrýrnun ráðstöfunartekna 6,2%. Valkostur fjögur, sem er hug- mynd Mr. X, byggist á þvi að allar kaupbætur yrðu felldar niður fram til 1. september 1980. Verðbólgan yrði þá 28% á árinu 1980 og 18% á árinu 1981. Kaup- máttarrýrnun kauptaxta yrði þá 11,8% og kaupmáttarrýrnun ráðstöfunartekna 8,2%. 1 þess- um útreikningum er reiknað með 25-30 milljarða félagsmála- pakka, án þess að tillögur séu gerðar um, hvernig þess fjár skuli aflað. Valkostur fimm, sem einnig er hugmynd Mr. X, er áþekkur valkosti fjögur, nema hvað 15% hámark er sett á niðurfellingu kaupbóta til 1. september. Verð- bólgan verður þá 31% á þessu ári og 19% á árinu 1981. Kaup- máttarrýrnun kauptaxta verður þá 10,7% á þessu ári og 8,2% á árinu 1981. Samkvæmt þessum útreikn- ingum næst svipaður árangur, þegar kemur fram á árið 1981, hvaða valkosturinn, sem valinn er, en kaupmáttarrýrnun verð- ur langminnst samkvæmt til- lögum Framsóknarflokksins. Samkvæmt þeim yrði kaup- máttarrýrnun kauptaxta aðeins 0,8% meiri en ef fylgt væri gild- andisamningum, en verðbólgan á næsta ári færi niður i 19% i stað þess, sem hún yrði 50% samkvæmt gildandi samning- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.