Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 13
12 Sunnudagurinn 13. janúar 1980 Sunnudagurinn 13. janúar 1980 13 / „ Okkur er œtlað að halda uppi dýravernd um allt land án fjármagns ” segir Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndunarfélaga íslands, en nú stendur fgrir dgrum ráðstefna trúnaðarmanna sambandsins Q Jórunn Sörensen fyrir utan heimili sitt i Garöabæ. Fl — Vegna fyrirhugaörar ráðstefnu trúnaöarmanna Sambandsdýraverndunarfélaga islands26. janúar nk heimsótti Tíminn formann sambandsins, Jórunni Sörensen og fékk hana til þess að rabba svolítið um dýraverndunarstarfið og fyrirhugaða ráðstefnu. Jór- unn býr í Sunnuf löt í Garðabæ og á borði hjá henni má sjá m.a: eintök af Dýraverndaranum, myndarlegu blaði sambandsins, sem á þessu ári hefur sinn 66. ár- gang. Gauti Hannesson er ritstjóri blaðsins, en Jórunn og Paula Sörensen eru i ritnefnd. Við spurðum Jór- unni fyrst, hvenær hún hefði fengið þennan mikla áhuga á dýravernd. „Trúnaðarmennirnir, augu okkar og eyru" Ætli ég sé bara ekki fædd svona , sagöi Jórunn. For- eldrar minir, amma min og afi, — allt eru þetta, eöa voru dýra- vinir, — svo þaö er ekki viö „góöu” aö búast. En þú starfar ekki einungis viö þetta? Nei, ég reyni nú aö vinna fyrir mér eins og annað fólk, — ég kenni viö Gagnfræöaskólann i Keflavik. Hvenær hefur þú tima fyrir þetta mikla áhugamái þitt? A hlaupum, — eins og fjöldi annarra, sem taka aö sér ein- hver svona málefni. — Og þar sem Jórunn viröist ófus aö ræöa sinar persónulegu hliðar nánar, snúum við okkur aö félagsskapnum sjálfum.... Eru mörg félög innan sam- bandsins? Nei, alveg sorglega fá, — þess vegna var þessu trúnaðar- mannakerfi komiö á. Þeir eru okkar stoð og stytta, augu okkar og eyru um landið allt. — Fyrir- myndina höfðum viö frá Dan- mörku, en danska dýra- verndunarsambandiö rekur all- viöamikið trúnaöarmannakerfi. Ég fór þangaö til þess að kynna mér það auk ýmislegs annars i dýráverndunarmálum þeirra. Er heim kom, var þetta svo rætt innan stjórnarinnur og sam- rýmt islenskum aöstæðum. Þaö var siðan haustiö 1976 að hafist var handa. öllum oddvitum landsins var ritaö og þeir beðnir aö tilnefna trúnaöarmann i sin- um hreppi fyrir dýraverndunar- sambandið. Nú eru trúnaöar- meqn okkar rúmlega 130. „Tengiliður milli S.D.I. og almennings" Er ekki margvislega hjálp aö fá af trúnaðarmönnunum? Jú. Hún er bæöi mikil og margvisleg, raunar ómetan- lega. Ég fullyröi það hiklaust, aö ég vildi ekki missa þá og tel algjörlega óvinnandi aö halda uppi dýraverndunarstarfi um allt land án þeirra, viö þær aö- stæður, sem okkur er ætlaö aö starfa. En ég er lika sannfærð um, að þessi samhjálp er gagn- kvæm. Þvi aö það er oft, aö trúnaöarmennirnir leita til okkar. Þeir eru eins konar tengiliður milli S.D.I. og al- mennings i landinu. Oftast er það þannig, að þegar við fáum ábendingar um slæma meöferö á dýrum einhvers staðar aö af landinu, þá höfum við samband við viökomandi trúnaöarmann ýmist bréflega eöa i sima, allt eftir eðli málsins. Trúnaöar- maðurinn tekur siöan i mörgum tilfellum að sér aö vinna aö mál- inu, eöa gefur okkur nánari upplýsingar, þannig aö stjórnin á auöveldara meö aögeröir. Dýraverndarinn „Eina timaritið á islandi helgað dýravernd" Aögeröir stjórnarinnar felast i þvi aö fá yfirvöld til aö gera þaö, sem þeim ber aö gera, þegar dýraverndunarlögin eru brotin og aö reyna aö núa hugan fari fólks almennt frá þessu mikla tómlæti, sem þaö' sýnir i dýraverndunarmálum. Gagn- vart yfirvöldum þýöir þetta simtöl, viðtöl, bréfaskriftir og jafnvel kærur. En þaö sem snýr að almenningi er mest það, að við rekum simaþjónustu. Fólk getur hringt til okkar og fengið upplýsingar. Svo hringjum viö i fólk, skrifum þvi eða förum á staði.til að ræða við þaö. Og siö- ast en ekki sist vöndum viö til efnis i „Dýraverndarann”. „Dýraverndarinn” er þvi miður ekki mjög útbreitt blað, en hefur þó komið út óslitiö i 65 ár og er eina timaritiö á Is- landi, helgað dýravernd. I þvi birtum við frásagnir, greinar og ýmsan fróöleik um dýr og reyn- um að laga blaðið bæöi að þörfum barna og fullorðinna. Fjárhagserfiöleikar há blaðinu mjög og eru bæði orsök og af- leiðing þess, aö það er ekki út- breiddara. En stjórnin er mjög áhugasöm um að halda blaöinu gangandi og þakklát öllum, sem senda okkur efni eöa ábend- ingar um efni. Og ekki má ég gleyma að geta þess, aö margir trúnaðarmannanna hafa sýnt „Dýraverndaranum” mikinn áhuga og aukið útbreiðslu hans. Skammtaðar 200 þús. krónur á síðustu fjárlög- um" Jórunn trúði okkur fyrir þvi, að skilningsleysi stjórnvalda gagnvart dýraverndunarstarf- inu væri algert og heföi sam- bandið til þessa ekki haft úr neinu að spila af opinberri hálfu. „Okkur er ætlað aö halda uppi dýraverndunarstarfi um allt land fyrir enga peninga. Mig minnir, að það séu eitthvað um 200 þúsund krónur, sem okkur voru siöast skammtaöar á fjárlögum. Og i sambandi við skilningsleysiö vil ég taka fram, að þaö er mjög útslitandi aö reyna aö benda á aö þaö sé okkur ekki sæmandi, Islending- um i velmegunarþjóðfélagi, aö reka búskap nú eins og við gerö- um fyrir 1100 árum. Viöa er bú- peningur enn settur á guö og gaddinn i orðsins fylistu merk- ingu og þykir ekki tiltökumál. Tökum sem dæmi baksiöu- frétt i Morgunblaöinu 5. janúar sl. Þar er sagt frá þvi, að land- helgisgæslan hafi verið beöin um að flytja hrút fyrir „bónda” nokkurn til ánna hans. Ær þessar gangi nefnilega sjálfala i firði, sem illmögulegt sé aö komast til nema á sjó. 1 fréttinni er talaö um „stór- tjón”, sem fjáreigandi þessi hafi orðiö fyrir I fyrra, þegar fengitiminn leið hjá án þess aö ærnar hafi oröiö lembdar. Ég spyr: Hvernig er hægt aö veröa fyrir stórtjóni, þegar engu er kostaö til? Ég gæti nefnt ótal dæmi, þar sem menn ætla skepnum aö lifa af veturinn, án þess aö hafa fæði eöa skjól. Þaö hlýtur aö vera til hærra mark- miö en aö skepnan bara tóri.. Og er svona mikið um þetta? Of mikið. Auðvitað er það mikill minnihluti skepnueig- anda, sem fara ekki nægilega vel meö þær, en eðli málsins skv heyrum við i dýraverndunar- sambandinu mest um það sem miður fer. „ Flóamarkaöurinn bjargar miklu" Viö eigum alveg eftir aö minnast á fjáröflunina? Þar til fyrir ári siöan var allt starf unniö i sjálfboðavinnu og maður reyndi aö gleyma öllum kostnaðinum, sem maöur bar. En fyrir hálfu ööru ári hófum við rekstur flóamarkaðar hér i Reykjavik, nánar tiltekið að Laufásvegi 1. Allt, sem þar er til sölu er okkur gefiö og við af- greiöslu vinna nokkrar konur úr dýraverndunarfélögum i Reykjavik og nágrenni, i sjálf- boöavinnu. Hagnaðurinn af flóamarkaönum gerir okkur kleift að greiöa starfsmanni hálf £ „Ætli ég sé ekki fædd dýravinur” dags laun. Þ.e.a.s. staris- maðurinn vinnur allan daginn, en fær greidda fjóra tima. Þetta er geysileg framför, en allt annað starf er enn unnið i sjálf- boðavinnu, sem hlýtur að leiða til þess að ekki er nærri allt gert, sem þyrfti að gera, þvi að það ertakmarkað, hverju hægt er að anna i fritimum.... En við öflum einnig fjár með merkjasölu einu sinni á ári á Degi dýranna og við seljum lika minningarkort. Hvernig er samvinnan viö utanaökomandi félög eöa stofn- anir? Hún er góð. Sérstaklega vil ég nefna Búnaöarfélagiö og Land- vernd. Við höfum samvinnu við Búnaðarfélagið, af þvi aö okkar mál eru oft mjög samtvinnuö forðagæslunni og Landvernd vegna þess að einn tilgangur S.D.l. er almenn náttúruvernd. „Vona að ég sjái sem f lesta" En þá er það Jórunn, til- gangur og dagskrá trúnaöar- mannaráöstefnunnar? Tilgangurinn er, að trúnaðar- mennirnir kynnist okkur og viö þeim. Aö þeir kynnist innbyröis og málefnin verði rædd sam- eiginlega. Fram aö þessu höfum við einungis haft samband viö þá bréflega eða i sima, sent dreifibréf og þ.h., en alla tiö hefur komið fram mikill áhugi að hittast og ræða málin. Ráðstefnutiminn er valinn með tilliti til þess, að flestir trún- aðarmannanna eru bændur, sem eiga illa heimangengt stóran hluta ársins. A dagskrá verður erindi um dýraverndunarlögin og forða- gæslulögin. Erindi um vetrar- beit og afkomu búfjár og erindi á vegum Landverndar auk ýmislegs annars. Aö sjálfsögöu verða svo frjálsar umræöur. Dr. Kristján Eldjárn forseti ís- lands mun ávarpa ráðstefnu- gesti. Er von á mörgum gestum? Þó nokkrir og ég vil nota tæki- færiö hér og biðja þá trúnaðar- menn, sem hafa hug á að koma á ráðstefnuna að láta ekki drag- ast lengur að tilkynna þátttöku. Ég hlakka til og vona, að ég sjái sem flesta. tk ..Okkur voru skammtaöar 200 búsund krónur....”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.