Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagurinn 13. janúar 1980 17 Sigurður Kristinn Eyvindsson fyrrverandi bóndi Austurhlið 80 ára Mánud. 14. jan. er Siguröur i Austurhllð 80 ára. Hann er fæddur aldamótaárið 1900 i Galtarholti i Skilmannahreppi. Foreldar hans voru Eyvindur, bóndi þar, Björnsson, bóndi 1 Vatnshorni Hjartarsonar, bónda að Syðri-Brú i Grimsnesi, en kona Björns var Sólveig Björnsdóttir, prests á Þingvöll- um Pálssonar. En móðir Sig- urðar, seinni konu Eyvindar, var Þórdis Sigurðardóttir Hall- dórssonar frá Miðsandi. Sigurður missti föður sinn i nóvember 1911 og var hann þá tekinn I fóstur af þeim sóma- hjónum, föðurbróður sinum Birni Bjarnarsyni hreppsstjóra i Grafarholti og konu hans, Kristrúnu Eyjólfsdóttur, bónda og hómópata á Stuðlum við Reyðarfjörð. Aður höfðu þau góðu hjón tek- ið Pjetur, hálfbróður Sigurðar, tæplega tveggja ára, F. 18/11 1884, en hann dó 26/6 1951. Þriðja fósturbarn þeirra Graf- arholtshjóna var svo Guðmund- ur Elliðason Norðdahl. Kom hann fárravikna gamall, er fað- ir hans dó. Varð það fyrir jólin 1911, og var móðir hans með honum i Grafarholti fyrstu misserin. Hjónin I Grafarholti áttu þá sjö börn, sem öll komust til manndómsára, og eru nú þeir Sigurður og Guðmundur einir eftiraf þessaristóru fjölskyldu. Guðmundur býr i Kópavogi. Arið 1920 flutti ég til foreldra minna i Reykjavik. Þá var Hreiðar,uppeldisbróðir minn og frændi, heimilismaður i Grafar- holti, og heitbundinn næst- yngstu heimasætunni þar. Þeg- ar þau hófu búskap á Reynis- vatni 1922 réðist ég til þeirra kaupamaður. Komst ég þá i kynni við þetta góða fólk, en um haustið gerðist ég fyrir atbeina Sigurðar, vetrarmaður i Graf- arholti og varþar svo viðloðandi til 1928. Það var að þvi að ég tel mikiö lifslán fyrir mig unglinginn, að vistast þarna. Þetta var mikið menningarheimili, guðstrú og góðir siðir hafðir i hávegum. Það var góður skóli fyrir ung- linga. A þessum árum var Sigurður mikið viðsmiðar, bæði heima og eins i Reykjavik. Hann fékk réttindi sem trésmiður, en hann var jafnvigur við járnsmiðar. Hann vann einn vetur i vél- smiðju I Hafnarfirði og þegar voraði kom hann heim og þá tók hann til við jarðyrkjustörfin. Þá var gott að vera með Sigurði og af honum lærði ég margt. Ég á honum margt gott upp að unna. Arið 1928 flutti ég austur i Gnúpverjahrepp. Þá voru GnUpverjar að stofna rjómabU og vantaði þangað smið. Þá hafði ég samband við Sigurð, sem var þá að ljUka verki á Laugarvatni, og ræðst það þá svo, að hann kemur austur i hrepp, en húsið var staðsett i Stóru-Mástungu. Þar var ný- komin vatnsaflsstöð. Sigurður var þá fyrir nokkru heitbundinn ungri stúlku.sem komið hafði til vistar i Grafarholti. Hún hét Lilja Þorláksdóttir, Einarsson- ar frá Kotá við Akureyri. Hún var hjá okkur gestur þetta vor og nú ræður hún sig i kaupa- vinnu að Hamarsehiði. Þá áttu þeir bræður Bjarni og Jóhann, Austurhliðina, sem var þá i eyði, og heyjuðu þeir hana i félagi. Þetta var þá minnsta jörðin i sveitinni, en öll afgirt. Þegar leið á sumarið lenda þau hjónaefnin þarna i félags- l pi V y l J r N \ / > 1 í / ] / ^ ■n \ L J r \ V s ^ ) V. p J L /'■N J f s \ r s \ r\ J r í \ ! u L - ) -J ; lí M 1 L Q 1 KEÐJUEFNI Fyrir: Vinnuvélar Vörubifreiðar Dráttarvélar Við bjóðum allt sem til þarf til að setja saman eigin keðjur t>Ú SPARAR ALLT AÐ 50% með því að setja þær saman sjálfur Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi. Simi: (91 >-76600. LAIMDVÉLAR H.F. Kennsla á Vetrarönn 1980 í Breiðholti Breiðholtsskóli Mánud. Kl. 19.40-21 Enska Kl. 21.05-22.25 Enska Fimmtud. Kl. 19.40-21 Enska Kl. 21.05-22.35 Enska III Barnafatasaumur IV Barnafatasaumur I Þýska I II Þýska II Spænska I Spænaka II Kennsla hefst 14, jan. Innritun fer fram við upphaf kennslu. Kennslugjald f. tungumál 15.000 Kennslugjald f. barnafatas. kr. 29.000 Mánud. Kl. 13.30-14.10 Enska I Kl. 14.10-14.50 Enska I Kl. 15-15.40 Enska II KI. 15.40-16.20 Enska II Fellahellir Mi»vikud. Kl. 13.30-14.10 Enska III Kl. 14.10-14.50 Enska III 15.00-15.40 Enska IV 15.40-16.20 Enska IV Leikfimi Leikfimi Leikfimi Leikfimi Kennsla hefst mánud. 14. jan. Kennslugjald kr. 15.000. Innritun fer fram við upphaf kennslu. heyskapnum og kom þeim þá samanum að fá jörðina keypta, sem þauogfengu. Gengu þau nú i um haustið og fóru að búa I Revkjavik. Stundaði Sigurður smiðar. Þá mun hann ásamt Gesti Magnússyni hafa smiðað ibúðarhús fyrir Ragnar i Smára og sumarbústað við Álftavatn. Vorið 1931 koma þau svo aust- ur og fá inni i Asaskóla, þvi ekk- ert hús var i Austurhlið. Nú hófst uppbyggingarstarfið. Komið var upp bráðabirgðahús- næði fyrir fólk og fénað, en bú- stofninn var nú ekki stór. Svo var hafist handa um ræktun. Þá átti búnaðarfélagið dráttarvél með verkfærum. Það var undravert hvað þau drifu þetta áfram af litlum efnum. Sigurður stundaði þá mikið vinnu utan heimilis að kom þá húsbónda- starfið i hlut húsfreyjunnar. Þegar samkomuhúsið við Ásaskóla var byggt stóð Sigurð- ur fyrir þvi. Um svipað leyti keypti Högni i Laxárdal prest- seturshúsið i Görðum. Sigurður tók að sér að rifa það og byggja það aftur upp i sama formi heima i Laxárdal. Það hafði verið mikið vandaverk sém hann skilaði með prýði. Þegar Gnúpverjar ákváöu að endurbyggja Skaftholtsréttir vildu sumir færa þær, og jafnvel steypa þær upp. En þar sem þessar réttir eru með elstu rétt- um landsins var það ofan á að byggja þær i hinum þjóðlega stil á sama stað. Liklega réði Sig- urður nokkru þar um, enda teiknaði hann réttirnar eins og þær eru nú. Þau eru orðin mörg handtök- in, sem Sigurður og vinur hans, Kolbeinn Jóhannsson, hafa látið i té, bæöi hjá mér og öðrum i Gnúpverjahreppi og ekki alltaf alheimt daglaun að kveldi. Og nú er öðru visi um að litast i Austurhlið, jörðin nærri öll orðin að túni, reisulegar bygg- ingar eru þar risnar, þótt þær sjáist tæpast þegar fariö er um veginn hjá Asum. Trjágróður, sem Lilja gróðursetti á sinum tima gnæfir yíir öll þök. Þau hjón eignuöust 2 börn. Kristinu, sem gift er norskum manni Asbirni ólafssyni garð- yrkjubónda, búa þau i Viðigerði hjá aratungu, þau eiga 4 börn. Sonurinn Eyvindur býr i Austurhlið, kona hans er Sunna Guðmundsdóttir. Þau eru barn- laus. Enn fremur ólu þau hjón upp systurson Lilju, Hilmar Ingóifsson. Hann býr i Kópa- vogi. Konu sina missti Sigurður 31. mars 1969 og hefur hann dvalið hjá börnum sinum siðan. Ég hélt að ég mundi hitta Sig- urð i réttum i haust, en hann var þá að vinna við undirbúning að skólastarfinu I Asaskóla. Með Sigurði er gott að vera. Hann er alger bindindismaður og af honum lærði ég margt. Hans hugarheimur er svo undrastór. Ég vona að þú, kæri vinur, misvirðir ekki við mig orðamælgina. Að endingu óska ég og fjöl- skylda min þér allra heilla i til- efni afmælisins, og að ævikvöld- ið megi verða þér bjart og fag- urt. Meðbestu kveðjum frá mér og mlnum Guðjón Ólafsson, frá Stóra-Hofi (Mér er sagt, að Sigurður verði að heiman i dag)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.