Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. janúar 1980 3 knara tekur 3 daga hófst í gær Sævar Ciesielski Kristján Viðar Erla Bolladóttir rikissaksóknari rakti þessa framburði i málflutningi sinum i gær. Tvö atriði i málinu eru hin ákærðu nokkuð sammála um. (Með þeim fyrirvara, að Krist- ján og Sævarhafa dregið fram- burð sinn tilbaka) en þau eruað Guðmundur hafi látist af átök- um að Hamarsbraut 11 og að lik hans hafi verið flutt út i Hafnar- fjarðarhraunið nálægt Alverinu i Straumsvik. Hins vegar greinir hin ákærðu mjög á með hvaða hætti lát Guðmundar bar að i átökunum og hverjir báru hann út i hraun- ið. 1 framburði Erlu kom að fram, að hún kom heim til sin af dansleik umrædda nótt. Hún bjó með Sævari Ciesielski i kjall- araibúðaðHamarsbraut 11, þar sem dauða Guðmundar bar að. Er hún kom að húsinu var það læst og þurfti hún að skriða inn um glugga. Hún lagðist strax til svefns en vaknaði stuttu seinna við umgang i ibúðinni. Kveðst hún hafa farið fram og þar var Sævar við þriðja mann að bogra með eitthvað þungt i laki. ,,Þú segir ekkert” Hún kveðst hafa gripið and- ann á lofti og varö þá Sævar var viðhana. Hann kom að henni og sagði henni að hún skyldi aldrei segja neitt. Saurlykt lagöi af lakinu. Hún kveðst ekki hafa orðið vör við að hinir ákærðu færu burt i bifreið. Hins vegar segist hún hafa fundiö lakið i sorptunnu hússins daginn eftir og lagði af þvi sömu lyktina og hún fann kvöldið áður. Erla sagði einnig, að þeir tveir er vorumeð Sævari hafi verið þeir Kristján Viðar og Tryggvi Rún- ar. Óheyrileg frestun Sævar var fyrst yfirheyrður 22. des. 75 en frekari yfirheyrsl- um yfir honum var frestað til 4. jan. 1976, að ósk réttargæslu- manns hans. Taldi Þórður Björnsson það vera óheyrilega frestun. Hefði átt að yfirheyra Sævar aftur á Þorláksmessu 1975. Framburður Sævars tók miklum breytingum er leið á rannsóknina. Fyrstkvaöst hann hvergi hafa komið nærri átök- unum en siðar þá sagðist hann hafa sparkað i Guömund er Kröfur ákæruvaldsins Kröfur ákæruvaldsins i Guð- Guðjóns Skarphéðinssonar mundar- og Geirfinnsmálunum verði gild. 3. Albert og Erla sak- eru i fimm liðum: 1. Hinn felld á sömu ákæru og refsing áfrýjaði dómur yfir þeim þyngd. 4. Staðfest ákvæði um Sævari og Kristjáni verði stað- greiðslur fébóta og upptöku á festur. 2. Refsing Tryggva og hassi. 5. Akærðu dæmd til að greiða allan kostnað.i héraði, allan áfrýjunarkostnað, laun saksóknara og laun málfærslu- manna. Fá sönnunargögn Eins og áður hefur verið Viðars og reyndist það vera af segði kannski ekki mikið en greint frá þá er likið af Guð- A-flokki. Það getur verið úr væri frekar til áfellingar heldur mundi ekki fundið og sýnileg Guðmundi en hann var með en hitt. sönnunargögn eru fá. Auk þess annaðhvort A eða AB-blóðflokk. Einnig fannst blóð- ber að geta þess að tæp tvö ár blettur i forstofu Hamars- liðu frá atburðum til rann- Blóðið getur hinsvegar ekki brautar svo og i klæöningu bils sóknar málsins. Þýsk rann- verið úr Kristjáni. Þessa lét þess er Albert var á en i sóknarstofa rannsakaði blóð er Þórður Björnsson getið i ræðu hvorugu tilvikinu var hægt að fannst á frakka Kristjáns sinni. Hann benti á að þetta segja til um blóðflokk. hann lá hálfmeðvitundarlaus á gólfinu að Hamarsbraut en hann dró þann framburð til baka. Hann kvað átökin hafa brotist út vegna deilna um áfengiskaup og að þeim hefði lyktað með dauða Guðmundar. Seinna þá kvað Sævar sig verasaklausan af öllu saman og kenndi játningar sinar harðræði lögreglunnar i yfirheyrslum. Stakk Guðmund? Framburður Kristjáns Viðars er á aðra lund. Hann kvaðst i byrjun enga hugmynd hafa um málið en breytti siðan fram- burði sinum. Hann sagði við yfirheyrslur, að i átökum þeim, er áttu sér stað að Hamars- braut, þá hafi Guðmundur náð á honum hálstaki og hafi hann i örvæntingu sinni stungið aftur fyrir sig með hníf eða byssu- sting i Guðmund. Hann breytti þessum framburði seinna og i aðalframburði sinum eða heild- arframburði, þá segir hann, m.a. að hann hafi barið að dyr- um hjá Sævari umrædda nótt en i fylgd með honum hafi verið þeir Tryggvi Rúnar og Guð- mundur. Þeir Tryggvi Rúnar hafi hitt Guðmund þá um nótt- ina eftir dansleikinn. Þeir Albert Klahn og Gunnar Jóns- son (ekki áður veriö minnst) hafi komið siðar. Guðmundi voru boðnar töflur sem hann þáði ekki. Þá var stungiö upp á að Guðmundur tæki þátt i á- fengiskaupum. Hann neitaði þvi. Sagðist Kristján þá hafa orðið var við átök og i þeim sló Tryggvi Guðmund niður og hélt honum meðan Sævar sparkaði i hann. Gunnar ogAlbertyfirgáfu þá staðinn en hinir þrir urðu varir viö að Guðmundur var lát- inn. Þeir tóku ákvörðun um að fela lik Guðmundar. Erla kom aði' þessu og ræddi Kristján, að sögn, við hana. Siðar pökkuðu þeir liki Guðmundar i lak og fluttn það i bil föður Alberts er hann kom aftur. Kristján dró siðan framburð sinn til baka. Sævar kallaði á hjálp 1 framburði Tryggva Rúnars kom það fram, að Kristján og Guðmundur hafi lent i átökum að Hamarsbraut og að Sævar hafi flækst i þau og beðiö um hjálp. Tryggvi kvaðst hafa blandað sér i átökin en Guð- mundur á að hafa faliið i gólfiö. Er hann reyndi að risa á fætur þá segir Tryggvi, að Sævar hafi sparkað i höfuð honum. Siðar kvað Sævar hann látinn en að sögn Tryggva þá brá þeim mjög við þau tiðindi. Siðar breytti Tryggvi framburði sinum og sagðist hafa slegið Guðmund niður. Siðar sagði Tryggvi, að allt væri rétt eftir sér haft en þaö væri rangt. Er hann var beðinn um skýringar sagði hann, að við yfirheyrslur dag eftir dag þar sem borin var á hann hlutdeild i verknaðinum sá hann ekki fram á annað en að játa. Frá upphafi málflutnings I Hæstarétti. Þóröur Björnsson rlkissaksóknar snýr baki I myndina. Timaamynd G.E. Vitni i máli gegn sjálfum sér Albert Klahn lenti i þeirri sér- stöðu aö liklega var hann vitni i máli gegn sjálfum sér. Það er, er hann var vitni i mars ’77 þá sat hann i gæsluvarðhaldi vegna Guðm undarm álsins. I aðalframburði hans kemur fram, að hann tók þá Tryggva og Kristján og Guðmund upp i bil þann er hann var á, en þeir höfðu þá um stund reynt að fá. farhjá öðrum . Með i bilnum var Gunnar Jónsson. (Meðan á þvi stóð mun Tryggvi hafa falið sig þvi liklegra var að tveir fengju far en þrir. Þetta skýrir það, að vinkonurnar sáu aðeins Guö- mund og Kristján). A leiðinni að Hamarsbraut ræddu þeir um á- framhaldandi drykkju. Albert kvað átökin hafa byrj- að er reynt var að stela veski Guðmundar. Hann kvaðst ekki hafa séð Sævar sparka i Guð- mund i átökunum, en hann sá ekki lifsmark á Guðmundi eftir átökin. Albert vargefið I skyn aö eitt- hvað óþægilegt kæmi fyrir hann ef hann kjaftaöi frá. Átökin fengu mikið á Gunnar og vildi hann hverfa á brott eftir þau sem og varð úr. Albert kom svo siðar og fluttu þeir likiö út i hraun. Sóttur til Spánar Gunnar Jónsson er hálfgerð huldupersóna i málinu en fyrst minnist Albert á hann i yfir- heyrslum i lok mars. Hann var þá staddur á Spáni en féllst á aö koma heim og var yfirheyrður 3., 4. og 5. mai. Hann minntist fyrst mjög óljóst á atburði. Hann kveðst þá muna, að Albert hefði ekki verið hrifinn af þvi að taka þá þrjá Tryggva, Kristján og Guömund upp i bil- inn en það varð þó úr. Hann seg- ir að siðan hafi verið ekið i hús nálægt lögreglustöðinni i Hafn- arfirði en það getur átt við Hamarsbraut. Hann kveöst hafa heyrt Guðmund hrópa „veskið mitt....” áður en átök hófust. Hann kveðst hafa yfir- gefið staðinn áður en vitneskja um að Guðmundur hafi verið látinn, hafi legið fyrir. Ekki hefur verið minnst á, i þessari upptalningu, ferð hinna ákæröuá Kópavogshælið þá um nóttina, en Sævar þekkti stúlku er vann þar. Hún kveöst muna eftir þvi að hann heföi veriö að grobba af þvi að hafa myrt mann ogsagt að auðvelt væri aö koma liki undan hér á landi. En hún kveðst ekki muna sérstak- lega eftir kvöldinu 26. jan. Enginn ibúanna i grenndinni eða á miðhæö og risi Hamars- brautar ll varð var við neitt ó- venjulegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.