Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 15. janúar 1980 r ‘ 'n Útgefandi Framsóknarflokkuriiin. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. V_______________________;_____________________________J Dýrt aðgerðaleysi Einn og hálfur mánuður er liðinn siðan þing- kosningarnar fóru fram, án þess að nokkuð bóli á nýrri stjórn. Eins og nú horfir, getur stjórnarkrepp- an haldizt lengi og ef til vill lýkur henni á þann veg, að þingið gefist alveg upp og forseti myndi utan- þingsstjórn, sem litið eða ekkert gæti gert. Það hefur þvi farið eins og Framsóknarmenn spáðu, að skammdegiskosningarnar myndu reyn- ast hreint óráðsflan. Hörð kosningabarátta myndi spilla sambúð flokkanna, sem var nógu slæm fyrir og sumir þeirra myndu verða aumir og sárir á eftir og þvi ófúsari til samstarfs. Ef kosningar hefðu ekki farið fram og vinstri stjórnin setið áfram, benda sterkar likur til, að hún hefði náð samkomulagi um efnahagsaðgerðir, sem hefðu dregið nokkuð úr verðbólguhraðanum. í stað þess hefur hann haldizt óhindraður áfram. Ástandið er orðið mun verra og þvi orðið vandasamara að fást við verðbólgumálin en það þó var i október- mánuði siðastl. Eins og Tómas Árnason, ritari Framsóknar- flokksins, sýndi fram á i áramótagrein sinni i Austra, er það frumskylda Alþingis að mynda starf- hæfa rikisstjórn. Þess vegna verður að treysta þvi, að Alþingi takist að mynda meirihlutastjórn, þegar kosningahitinn minnkar og þingmönnum verður enn ljósari sá vandi, sem biður framundan, ef verð- bólgan fær að leika eins lausum hala og hún hefur gert undanfarna þrjá mánuði. Verkalýðssamtökin ættu einnig að leggja hér hönd á plóginn. Ef verðbólgan geysar áfram, getur endirinn ekki orðið annar en stórfellt atvinnuleysi. Það yrði mesta og versta kjaraskerðingin. Flugleiðir Þeir örðugleikar, sem steðja að rekstri Flugleiða, þurfa ekki að koma neinum á óvart. Þeim valda margar samverkandi óviðráðanlegar orsakir. Ein orsökin er hin gifurlega verðhækkun, sem hefur orðið á oliunni og hefur að sjálfsögðu stórauk- ið rekstrarkostnað flugvéla. önnur orsökin er stórlega aukin samkeppni á flugleiðinni yfir Atlantshaf. Nær allar verðhömlur hafa verið felldar niður og stóru flugfélögin hafið samkeppni til þess að ryðja minni flugfélögunum úr vegi. Skef jalaust markaðslögmál gildir nú á þessari flugleið.' Þriðja orsökin er verðbólgan á Islandi. Tekjurnar * sem fást á Atlantshafsflugleiðinni eru i dollurum. Mestar kaupgreiðslur Flugleiða eru i islenzkum krónum. Þótt dollarinn hafi stækkað i verði, hefur verðbólgan á íslandi aukizt miklu meira. Vafalitið hefur svo eitthvað mistekizt hjá stjórn- endum fyrirtækisins og þeir ekki séð fyrir, hvernig þróunin yrði. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Stjórnendur Flugleiða hafa nú brugðizt hart við til þess að reyna að tryggja reksturinn. Þeir hafa orðið að stíga erfið spor með þvi að segja upp mörgum ágætum starfsmönnum. Vonandi stendur það að- eins stuttan tima. Flugsamgöngur austur og vestur yfir Atlantshafið eru Islendingum mikilvægar.Þvi verður að vænta þess, að Flugleiðum takist að sigr- ast á erfiðleikunum. Þ.Þ. Erlent yfirlit Maikmið Bandaiikjanna í deQunni um gíslana Álít Anthony Lewis, fréttaskýranda New York Times Enn sér ekki neitt fyrir enda- lok deilunnar um glslana I Teheran. Eölilega gætir oröiö óþolinmæöi hjá Banda- rikjamönnum. Anthony Lcwis, einn af þekktustu fréttaskýrendum New York Times, hvetur þá samt tfl aö gæta stillingar og standa vörö um þau markmiö, sem gefast munu bezt. Meöfylgj- andi grein birtist nýlega I New York Times. HVER eru grundvallarmark- miöin, sem Bandarikin ættu aö reyna aö ná f deilunni viö Iran? Þaö er spurning, sem viö varla leiöum hugann aö þessa dag- ana, tilfinningahitinn er svo mikill. En viö veröum aö llta tii lengri tlma, þvi aö mikilsveröir hagsmunir eru I hiífi og barátt- an kann aö veröa löng. I fyrsta lagi,viö viljum, aö gíslunum séskilaö ósködduöum. Aöaltillitiö veröur aö taka til öryggis þeirra, hvort sem litiö er á þaö frá sjónarmiöi mannúöar, þjóöarstolts eöa efnahagsmála. Engin sú lausn, sem heföi I för meö sér, aö þeir misstu lífiö gæti veriö álitin sigur Bandarlkjanna eöa þess alþjóöaálits, sem viö verjum. 1 ööru lagi, viö viljum koma aftur á þeim grundvallarvenj- um, sem alltaf hafa veriö i heiöri haföar, hvaö varöar friö- helgi sendiráöa og starfsmanna þeirra. Þessar reglur eru mikil- vægar I alþjóölegum samskipt- um. Þar aö auki er raunveruleg hætta á þvi, aö I kjölfar at- buröanna I tran komi fleiri sllk- ir, þar sem æstur múgur ræöst aö sendiráöum, ýmist meö blessun eöa aö undirlagi rikis- stjórna sem leita syndahafurs. 1 þriöja lagi.viö viljum ekki afhenda keisarann vegna þrýstings hryöjuverkahópa. Hversu grimmur haröstjóri sem hann kann aö hafa veriö, tók stjórn Bandarikjanna þá ákvöröun aö athuguöu máli, aö hleypa keisaranum inn I landiö til aö leita læknishjálpar. Þaö væri óbærilegt aö afhenda hann yfirvöldum I Iran eöa öörum, án lagalegs rökstuönings. 1 f jóröa lagi.viö viljum vernda mikilvæga fjármunalega hags- muni. Viö, og þó enn frekar sumir bandamenn okkar I Evrópu og Asiu, erum mjög háöir ollu frá Miöausturlöndum. Lausn þessarar deilu gæti haft áhrif áekki einungis olíusölu frá íran, heldur einnig á afstööu Saudi-Arabi'u og annarra oh'u- framleiöslurlkja viö Persaflóa ' til þess, hve mikla oliu þau eru reiöubúin aö vinna. Og efna- hagslegar aögeröir I sambandi viö deiluna, frysting iranskra eigna i Bandarlkjunum, neitun Irana viö þvl aö greiöa erlendar skuldir — stofna öllu fjármála- kerfi heimsins i voöa. I fimmta lagi, viö höfum mikilvæg pólitisk markmiö. íhaldssömum islömskum ri"kis- stjórnum, sem Bandarlkin hafa góö samskipti viö, er ógnaö af aödráttarafli byltingarmanns- ins ayatollah Khomeinis, sem • þessi deila hefur gert enn sterk- ara. Aöstaöa Bandaríkjanna i Miöausturlöndum og Suöur-Aslu gæti veriö í veöi. Viö viljum komast út úr deilunni á þann hátt,aö dómgreind okkar njóti fullrar viröingar, I augum múhameöstrúarmanna og ann- arra. I sjöttalagi, viö viljum halda sjálfsviröingunni. Viö skulum vara okkur á þvi aö skilja eftir i arf iörun eftir þaö, sem viö gerðum I Iran eöa i okkar eigin landi. Viö viljum engar ofsóknir gagnvart Irönum i þessu landi, ekkert i Ukingu viö flutningana á Japönum, sem enn særa sam- visku okkar, þó að meira en 30 ár séu liöin frá lokum síöari heimsstyrjaldarinnar. ÞETTA eru f grófum dráttum nokkur markmið Bandarikj- anna i þessari deilu. Aö skrá þau niöur, svarar ekki spurningunni, hvernig þeim skuh náö. En þaö er mikilvægt aö hafa þau i huga á meöan við reynum aö fást viö nýja og nýja útúrdúra og ögranir frá einum degi til annars, þvi aö þau hjálpa okkur aö átta okkur skýrar á þvi, hvaöa herbrögö eru líkleg eöa ólíkleg til aö heppnast. Litum t.d. á hugmyndina um, aö Bandarikin ættu að sýna yfir- buröi sina meö þvi aö gripa til einhvers konar hernaöarað- gerðagegn Iran, svo sem t.d. aö sprengja upp olíustöð eöa flug- völl. Myndi slik aögerö auka Hkurnar á þvi aö gislarnir kæm- ust lifs af? Væri þaö liklegt til aö tryggja okkur og bandamönn- um okkar oliu? Minnkaöi þaö likurnar á ofbeldisaögeröum múgs I' löndum múhameös- trúarmanna á byltingarógnun- um gegn rikjandi stjórnarvöld- um? Bara þaö, að likleg áhrif þess konar aögeröa skuli koma til umhugsunar, sýnir okkur, aö hernaöarleg lausn þessarar deilu er blekking ein. Enginn dregur i efa, aö Bandarikin hafi afl til aö leggja Iran i auön.en aö beita þvi afli þannig, aö þaö þjóni bandariskum hagsmun- um, er allt annar handleggur. Herskáar yfirlýsingar um aö neyta aflsmunar leiða einungis til þess, aö Iranir sameinast aö baki Khomeinis, auk þess sem hann fengi aukinn stuðning ann- ars staðar frá. STYRKUR Bandarikjanna I þessari deilu og veikleiki Khomeinis liggja i grundvallar- reglum. Þær grundvallarreglur, sem við viljum halda i heiðri, eru grundvallarreglur flestra rikisstjórna annarra: öryggi sendiráöa og diplómata, ósveigjanleg andstaöa gegn hryöjuverkum og gislatökum af hálfu opinberra aöila. Þvi getum viö átt von á stuön- ingi alls heimsins á meðan viö m höldum þessar grundvallarregl- ur I heiöri — og þaö getur haft úrslitaáhrif. Jafnvel sýna sumir leiötogar Irana merki þess aö vilja taka tillit til almennings- álitsins I heiminum, þrátt fyrir óútreiknanlegt athæfi almennra borgara heima fyrir. Bandarikin skyldu þvi foröast vanhugsaðar aögeröir, hernaöarlegar eöa af annarri gerö. Þau eiga aö halda athygli heimsins á þeim grundvallar- reglum, sem eiga stuöning nær allra visan. Þau eiga aö sjá til þess, aö þjóöir heimsins séu ekki i neinum vafa um, að ástæöan til deilunnar I Iran er sú, aö þessar grundvallarreglur hafa verið brotnar. Þaö, sem gislarnir þurfa nú aö ganga i gegnum, á aö vera stööug ákæra á þá aöila i' Iran.sem ábyrgöina bera. Ef viö gerum okkur markmiö okkarljós,hjálparþaö aö lokum til lausnar á annan hátt. Banda- rikin veröa aö vera undir þaö búin, að baráttan veröi löng og ströng. Bandarikjastjórn á ekki og getur ekki stungiö upp á nýj- um aögeröum á hverjum degi. Ef við höldum stillingu okkar og stöndum fast á grundvallarregl- um okkar, veröa aö lokum grundvallarreglurnar okkar styrkur. Þýtt K.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.