Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. janúar 1980 7 Minnihlutastj órn getur reynst verri en utanþingsstjóm — Býður „kerfið” upp á stjórnarkreppur? Frétt i Morgunblaöinu sl. sunnudag um það að „viðræð- ur” færu fram milli tveggja nafngreindra manna i Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki um myndun minnihlutastjórnar þessara flokka hefur verið mót- mælt sem tilhæfulausri, enda er hún til þess fallin að gefa al- rangar hugmyndir um vilja framsóknarmanna i þessum efnum. Þingflokkur framsóknar- manna fjallar öðrum deildum flokksins fremur um stjórnar- myndunarmál. Ohætt er að segja að hugleiöingar um minnihlutastjórn eru ekki á dagskrá i þingflokknum. bótt stjórnarmyndunartilraunir hafi ekki borið árangur til þessa er ótimabært að afskrifa mögu- leikann um myndun meirihluta- stjórnar. Þar á meðal er of snemmt að gera þvi skóna að ekki sé gerlegt að mynda vinstri stjórn, þegar lengra liður á stjórnarkreppuna. Allt hefur sinn tima. Neyðarbrauð Hvað minnihlutastjórn snertir þá er slik lausn á stjórnar- kreppu algert neyðarbrauð. Til sliks ráðs verður ekki gripiö nema öll sund séu lokuð. Efast ég um að menn hafi nægilega lagt niður fyrir sér vankanta minnihlutastjórnar eða áttað sig á þeim skilyrðum sem þurfa að vera fyrir hendi, ef einhver glóra á að leynast i þess háttar stjórnarfyrirkomulagi. Slikri stjórn verður að tryggja lág- marksstarfsfrið. Litlar likur eru til að það heppnist nema með afarkostum og alls kyns undan- slætti. Hverjir eiga t.d. að tryggja „minnihlutastjórn Tómasar og Sighvats” starfsfrið, ef slik Ingvar Gislason, formaður þing- flokks Framsókn- armanna: samsetning kæmi til, eins og Morgunblaðið var að gefa i skyn? baö hlýtur að vefjast fyr-' ir mönnum að svara þeirri spurningu. Og svo mun verða hver sem minnihlutastjórnin yrði, hvort heldur hún væri eins flokks stjórn eða samsett af tveimur. Minnihlutastjórn er veikburða rikisvald, eitthvert hið máttarminnsta sem hugsast getur. Hún á allt undir and- stæöingum sinum, reyndar svörnum andstæðingum. Það liggur i eðli sliks fyrirkomulags. bess vegna er minnihlutastjórn neyðarkostur og getur jafnvel reynst verri leið út úr stjórnar- kreppu og þingræðislegri óreiðu heldur en utanþingsstjórn. Hvort tveggja fyrirkomulagið er neyðarbrauð, áhöld um hvort sé verra. Hvorugt er þingræðis- legt. Hvort tveggja er örþrifa- ráð til þess að lappa upp á þetta gallaða stjórnkerfi. sem við bú- um við, breskættaöan parla- mentarisma, sem lætur illa að stjórn i margflokkakerfi og get- ur reyndar brugðist með öllu sem viðunandi grundvöllur stjórnskipunar. Allir sjá og finna aö stjórnarkreppa er óreiðuástand og því alvarlegra sem það varir lengur. Gallað kerfi Mönnum er gjarnt að kenna einstaklingum og flokkum um þessa óreiðu, og má sjálfsagt finna einhver rök fyrir slíku. En er ekki timi til kominn að ræða „kerfið” sjálft og leita i þvi or- sakanna fyrir stjórnar- kreppunni? Er ekki timabært að endurbæta þingstjórnarfyrir- komulagið og laga það að staöreyndum stjórnmálanna, ekki sist margflokkakerfinu? Þaö ætti ekki að saka að velta slikum spurningum fyrir sér. Homo sapiens Neanderthalis G. Constable: Neanderdals- maðurinn. Þorsteinn Thorarensen þýddi. Fjölvaútgáfan 1979. 159 bls. A timabilinu frá 100-40 þúsund árum var uppi i heiminum manntegund sú, sem jafnan er kennd við Neanderthal i Þýska- landi og kölluð Neanderdals- maðurinn. Lengi vel töldu menn að hér hefði verið um að ræða hálfgert apamenni, sem væri alls óskylt okkur nútimamönn- um og gæti engan veginn flokk- ast undir þá manntegund, sem kallast vitmaður: homo sapi- ens. Þessi bók leiðir allt annað i ljós. A undanförnum árum og áratugum hafa orðið miklar framfarir i rannsóknum á leif- um frá forsögulegum tima. Þær rannsóknir hafa leitt i ljós, að Neanderdalsmaðurinn hefur verið furðu útbreiddur um heiminn, og það sem meira er: hann hefur verið gæddur góðu viti og tilfinningum og verður óhjákvæmilega að teljast for- faðir þeirra manna, sem nú byggja jörðina. Höfundur skiptir bókinni i fimm meginkafla, sem hver um sig greinist i undirkafla. Fyrsti kaflinn ber yfirskriftina: For- faðir, sem enginn vildi gangast við. Þar segir frá fyrstu fundum Neanderdalsleifa og viðbrögð- um við þeim. Þegar þessar leif- ar fundust var hinn „siðmennt- aði heimur” í uppnámi vegna kenninga Darwins um leifarnar komu því sem köld vatnsgusa framan i margan sómakæran broddborgarann. Og ekki bætti úr skák, að visindamönnum vorumjögmislagðarhendur við rannsóicn leifanna og varð það til þessað menn fengu alrangar hugmyndir um útlit og andlega hæfni þessa frummanns. Hann var gerður apalegri en efni stóðu til og ætlað miklu minna vit en hann sannanlega hafði. Höfundur segir frá þvi, hvern- ig nútimavlsindamenn hafa „endurbætt” Neanderdals- manninn og blasir þá allt önnur manntegund við okkur. Annar kaflinn nefnist Isaldar- maðurinn. Þar lýsir höfundur aðstæðum í Evrópu á isöld, seg- ir frá undanfara Neanderdals- mannsins, hinum svonefnda Swanscombemanni og lýsir leif- um frá þessum tima. Ahöld og annað, sem fundist hefur frá is- aldarskeiðinu sýnir svo ekki verður um villst, að Neander- dalsmaðurinn hefur búið yfir mikilli hæfni. 1 þessum kafla er einnig greint frá ýmsum nú- timarannsóknaraðferðum sem beitt er við þessar eldfornu leif- ar og er sú frásögn öll ævintýri likust. Þó tekur fyrst steininn úr þar sem sagt er frá aðferðum til þess að láta Neanderdalsmenn „tala”. Mjög skemmtilegur er þriðji kaflinn, en hann nefnist: Dag- legt lif fyrir 60 þúsund árum, og er þar brugðið upp myndum úr lifi Neanderdalsmanna eins og það birtist okkur i leifum. Fjórði kaflinn nefnist: Vakn- ing mannlegs anda. Þar er gerö grein fyrir vitsmunalegri þróun Neanderdalsmanna, lýst veiði- dýrum hans og veiðiaðferðum og loks eru ágætar litmyndir af þeim dýrum, sem þá lifðu i heiminum, byggðar á þeim leif- um sem fundist hafa að sjálf- sögðu. Fimmti og siöasti kaflinn heitir: Hvarf Neanderdals- mannsins. Þar eru færö rök að þvi að Neanderdalsmaöurinn hafi aldrei dáið út, heldur hafi hann aðlagast Kró — Magnon manninum og sé þannig forfaðir nútimamannsins. Höfundur leggur þó áherslu á aö margt sé enn óljóst i öllum þeim fræðum. 1 þessum kafla er einkar skemmtilegur undirkafli, sem nefnist: Leitin að blómavinun- um og segir frá fornleifaævin- týri austur i Kúrdistan fyrir fá- um árum. Fjölvaútgáfan hefur nú gefið út tvær bækur um forfeður mannsins, þ.e. þessa og bókina um Kró — Magnon manninn. Báðar bæta þessar bækur úr brýnum skorti á lesefni um þessi fræði á islensku og báöar eru þær ágætlega samdar. Ættu þær þvi að koma sér vel og vera aufúsugestir öllum þeim, sem áhuga hafa á þvi hvaðan við er- um komin. Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt bókina og er þýöing hans ágæt. Létt og lipur, ljómandi læsileg. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina og er mikill feng- ur að þeim. JónÞ.ÞÖr. bókmenntir EFLUM TtMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. ^ Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i SamvinntK bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift heila Q hálfa á HlánuðÍ Nafn___________________________________________ Heimilisf.------------------------------------- Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.