Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 11
10 Þribjudagur 15. janúar 1980 Þriöjudagur 15. janúar 1980 11 Ekkjukeisaraynjan, Tsu Hsi, var hiiöholl Boxurunum. Hvitur verksmiöjustjóri ásamt undirmönnum sinum. Innfæddum þótti nóg um vöid og auö hvftra i Kina. Kinverskt stórskotaliö. Boxurunum voru seld úrelt vopn. Fótgönguliöar úr breska flotanum verja sendiráöahverfiö i Peking gegn æstum Boxurum, en hughraustar konur bera þyrstum bar- dagamönnum vatn. Myndin er fréttamynd úr London lllustrated News og birtist á timum Boxarauppreisnarinnar. „Hinir útlendu djöflar skulu deyja”, þannig hljómaöi vigorC æsts múgsins sem i trúarlegri vimu æddigegnskothrlðinni frá sundurskotnum múrum sendi- ráðahverfisins. i 55 daga héldu 500 Banda- rikjamenn, Evrópumenn og Japanir velli aö baki upp- hrófluðum vigjum, þangað til fyrstu sveitir „Sameinuðu þjóðanna”, sem komu frá átta löndum i Asiu, Ameriku og Evrópu, komu á vettvang og björguðu þeim. Þessar kringumstæður láta kunnuglega I eyrum. Þær gætu átt sér stað I Miðausturlöndum ' nú, þar sem reiöialda múhameöstrúarmanna, sem hefur fengið hvatningu við hald bandarisku gislanna I Teheran, en það hefur nú staöið i u.þ.b. tvo mánuði, virðist likleg til að breiðast út. En I rauninni á þessi lýsing við „Boxara-uppreisnina” i Peking fyrir um 80 árum. Þar átti sér stað harmleikur, sem á margan hátt minnir á hina raunalegu þróun i heimi mú- hameðstrúarmanna og leitt hefur til töku gislanna i Teheran og bruna sendiráða Bandarikj- anna í Islamabad I Pakistan og Tripolis i Libýu, sem varð vegna ikveikju. Skotspænir múgsins Carter og CIA hafa komið i stað útlendu djöflanna sem skotspænir reiði múgsins,en þá sem nú var á feröinni trúarlegt — pólitiskt uppgjör við efna- hagsleg áhrif Vesturlanda. Þá sem nú beindist reiði fdlksins aö opinberum sendimönnum hins vestræna heims, og rétt eins og nú i tran, studdu leiðtogar landsins ofbeldið þar sem þeir sáu iuppreisn almúgans tæki til að vinna eigin málum brautar- gengi. Það eina sem litur öðru visi út i þessari mynd, er alþjóðlega björgunarsveitin. Það sam- starf, sem stórveldin gátu kom- ið sér saman um sumarið 1900 til að vernda mannréttindi er óhugsandi i dag, þegar heimur- inn skiptist i tvær glöggt aðskildar blokkir og Sameinuðu þjóðirnar verða að láta sér nægjaað álykta og senda frá sér áskoranir um að halda i heiðri hefðbundnar siðvenjur i alþjóö- legum samskiptum. Boxararnir, en þaö er nafn Vesturlandabúa á Ho Ch’uan eða Hinu sameinaöa félagi rétt- láta steytta hnefans var leyni- legt kinverskt félag með það að markmiði að reka „útlendu djöflana” frá Kina. Þeir létu fyrst aö sér kveða um miöja 18. öld, þegar þeir komu þvi til leiðar að nokkrum jesúitaprest- um var visað úr landi, en urðu ekki alvarleg ógnun við hags- muni Evrópumanna fyrren i lok 19. aldar, þegar þeir i fullri al- vöru og með stuðningi Tsu Hsi, ekkjukeisaraynju, fóru að reka áróður fyrir brottrekstri Evrópumanna og Bandarikja- manna. Tvö atriði höfðu mikil áhrif á velgengni þeirra á þess- um tima, uppskerubrestur og lagning járnbrautarinnar frá Tientzin til Peking, en hún s vipti þúsundir verkamanna, sem höfðu haft atvinnu af flutning- um, atvinnunni, svo að þeir bættust i milljónaskarann, sem þegar svalt. Þrír flokkar djöfla Boxararnir skiptu fjand- mönnum sinum i þrjá hópa: 1. flokks djöfla — Evrópumenn og Bandarikjamenn, 2. flokks djöfla — kristna Kinverja og 3. flokks djöfla — Kinverja, sem unnu I þjónustu Vesturlanda- manna. 1899 varð einn af stuönings- mönnum þeirra, Tuan prins æðsti ráöherra landsins og þá létu þeir til skarar skrfða. 30. desember gerðu þeir áhlaup á trúboösstöð i Shantunghéraöi og myrtu hvitu trúboðana og kristnu Kinverjana, og 20. júni hófu þeir árás á sendiráð Vesturlanda i Peking. Erlendu diplómatarnir voru illaundir þetta búnir. öll sendi- ráðin réðu yfir smáherafla allt frá 30 til 80 manna og dálitlum vopnabúnaði. Bretarnir höfðu vélknúna fallbyssu og Rússarn- ir höfðu þó nokkuð af niu punda kúlum, en enga fallbyssu til að skjóta þeim með. t mesta flýti var komið upp 20.000 manna björgunarliði. I þvi voru liðssveitir frá Indlandi sem þá var undir stjórn Breta, Þýskalandi, Rússlandi og fleiri löndum. Þó að fáum hefði dottið slikt i hug fyrir þennan tfma, rikti i þessu liði sátt og ein- drægni, þrátt fyrir smámis- skilning hér og þar. Þetta lið sækir nú til Peking til að koma til hjálpar ibúum sendiráðs- hverfisins sem berjast fyrir lifi sinu og hafa hingað til aðeins þraukað vegna þess, hve lélega Kinverjar eru vopnum búnir og auk þess ófærir um að nýta sér þau vopn sem þeir hafa. Skotið á kritarmerki 14. ágúst komast björgunar- sveitirnar á ákvöröunarstað. Boxarasveitirnar hverfa sem dögg fyrir sólu og aöeins er eftir litill hópur þrjóskra liðsmanna sem búast fyrir i „Hinni for- boðnu borg”. Bandariskt stórskotalið riður upp aö hliöinu, stigur af baki og tekur sér stööu. Foringinn gengur hægum skrefum yfir brúna, gerir stórt merki meö kritarmola á hliðiö rétt við lás- inn og gefur skipun um aö hleypa af á merkið. Augnabliki siðar opnast sundurskotið hliöið og sveiflast til á sverum hjörun- um. Hættulegasta stig Boxara- uppreisnarinnar er yfirstigiö og aðeins eru eftir smáaðgerðir til endanlegrar hreinsunar. Það þversagnakennda við þetta er, að sigurinn varö sigur- vegurunum til litils hagsauka. Þeir höfðu nokkrar viðskipta- legar undanþágur upp úr krafs- inu en urðu að gefa þær eftir er heimsstyrjöldin siðari braust út. Fyrir Kina ollu þessir at- burðir þáttaskilum. t kjölfarið kom fall keisaradæmisins, skammlift og reikult lýðveldi sem leiddi til Maóismans og siöar til þeirrar kommúnista- stjórnar, sem við þekkjum i dag og virðist hafa fullan hug á .þvi að taka upp nánara samstarf við hinn vestræna heim. Hvort mögulegt er að draga nokkrar ály ktanir af þessum at- burðum i sambandi við það sem nú er að gerast i Miöausturlönd- um, leiöirtiminn i ljós. Trúmál og pólitik er eldfim blanda. Fiskviðskipti okkar við Sovétríkin fara fram á heilbrigðan og eðlilegan hátt Kristin jaröarför i Kina. Árni Benediktsson: 1 viðtali við mig, sem birtist á forsiöu Tlmans þann 12. þ.m. er fjallaðum fiskviðskipti við Sovét- rikin. I viðtali þessu er rétt með fariö. Hins vegar eru áherslur aðrar en ég tel réttar og fréttin þvi með nokkuð öörum blæ en ég hefði koáð. Þess vegna leyfi ég mér aö óska eftir þvi aö Timinn birti eftirfarandi til frekari skýr- ingar: Fiskviðskiptiokar viö Sovétrik- in eru okkur aö sjálfsögðu mjög mikilvæg. Hins vegar höfum við engin tök á þvi að selja Sovét- rikjunum fisk ef þeir hafa ekki áhuga á þvi sjálfir, eða þörf fyrir hann. Þaö yröi okkur verulegt áfall ef Sovétríkin hættu að kaupa af okkur fisk. Ef hins vegar kæmi til þess yröum við aö snúast við þeim vanda og láta okkur verða þaö til góðs. Slikar breytingar á markaðsaðstæðum hafa oft orðið og munu vafalaust halda áfram að verða. Má þar til nefna að á siðustu árum hafa ufsaviöskipti viö Sovétrikin falliö niöur. Slikum breytingum á markaösaðstæðum verðum við að taka æðrulaust og beina sókninniað öðrum mörkuð- um. Það er aö sjálfsögðu ekki auövelt og tekur oft langan tima. En fyrir þeim vanda þýðir ekkert aö gefast upp. Það má skilja af nefndri frétt þar sem rætt er um netaufsa að notaösé I einhver jum tilfellum lé- legra hráefni I framleiöslu fyrir Sovétrikin. Aherslu veröur aö leggja á að þetta er ekki rétt. Kaupendur okkar I Sovétrikjun- um gera ekki minni kröfur um hráefnisgæöi en aörir kaupendur, enhins vegar leggja þeir minni á- herslu á umbúðir og pökkun. Þar að auki óska þeir ekki eftir þvi að fiskurinn sé beinhreinsaður, en ýmsir aðrir markaðir óska eftir þvi. Netaufsi sá.sem minnst er á I fréttinni, og vissulega er ekki nægilega gotthráefni, er ekki not- aður I framleiöslu fyrir markað I Sovétrikjunum. Blaöamaöur Timans óskaði eftir viötali viö mig um Hagtölur iönaöarins, eins og fram kemur á bakslðu blaðsins þennan sama dag. Umræöur okkar i milli um sölumál I Sovétrikjunum spunn- ust út frá þvi og taldi ég mig vera að sýna fram á að engar fréttir væru af fiskviðskiptum okkar við Sovétrikin, þar færi allt fram á heilbrigöan og eölilegan hátt. Þaökom mérþviáóvart að sjá að þessi oröaskipti höfðu orðið til- efni til forsiðufréttar. En það er ekki mitt að meta hvað eru frétt- ir, enda bað ég blaðamann ekki fyrir neitt af þvi sem ég sagði, enda ekki ástæöa til. Arni Benediktsson. Til sölu Til sölu 47 ha. Zetor árgerð 1978. Upplýsingar i sima 37166 fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Réttindi til hópferðaaksturs Þann 1. mars 1980 falla úr gildi réttindi til hópferðaaksturs útgefin á árinu 1979. Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir tima- bilið 1. mars 1980 til 1. mars 1981 skulu sendar til Umferðarmáladeildar fólks- flutninga, Umferðarmiðstöðinni i Reykja- vik fyrir 15. febrúar 1980. 1 umsókn skal m.a. tilgreina árgerð, teg- und og sætafjölda þeirra bifreiða, sem sótt er um hópferðaréttindi fyrir. Einnig skal greina frá hvort bifreiðin er eingöngu not- uð til fólksflutninga. Athygli skal vakin á þvi að Skipulagsnefnd fólksflutninga tekur ekki til afgreiðslu umsöknir um hópferðaréttindi, sem ber- ast eftir 1. mars Í980. Reykjavik, 15. janúar 1980 U mf erðar máladeild fólksflutninga Hvltar mæðgur I Klna og þjónn þeirra innfæddur. Kappreiðabraut Evrópumanna I Klna. Rikidæmið leynir sér ekki, Kristinn Klnverji með kinverska bibliu. Tölva tU sö/u Til sölu er PDP 11V03 tölvumiðstöð (CPU) með 56 kilóbyte minni og RXll segulplötu- stöð fyrir tvær 240 kilóbyte plötur. Einnig fylgja aðlögunareiningar fyrir 5 skjái eða ritvélar og RT-U stýrikerfi með FORTRAN og BASIC. Tölvan fæst afhent eftir nánara sam- komulagi, væntanlega á öðrum ársfjórð- ungi 1980. Hún var keypt ný i ársbyrjun 1978 og er áætlað endurnýjunarverðmæti hennar 7.66 milljónir kr. Nánari upp- lýsingar gefur Ásmundur Jakobsson i sima 83600. Orkustofnun Boxarar gera árás á sendiráðahverfið I 55 dagar Söguleg hliðstæða við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.