Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. janúar 1980. 3 Kins og sjá má þá var þétlskipaður bekkurinn i Hæstarétti i gær en ekkert sakamál siðustu :!0 ára hefur\akið moiri athvgli. Fremst sitja þeir Sævar og Kristján ásamt gæslu ■ mönnum sinum. Timamynd Tryggvi. Guðmundar- og Geirfinnsmálin: VITNI HÖTAÐ ÖUU IUU — gefið í skyn að barn hennar væri í hættu og hún spurð hvort hún ætti ekki heima í timburhúsi Kristján Viðar Viðarsson ketnur i Hæstarétt í gær. FRI — Það kom fram I sóknar- ræðu Þórðar Björnssonar rikis- saksóknara fyrir Hæstarétti i gær, að revnt hefði verið að þvinga stúlku þá, er bjó á Kópa- vogshælinu nóttina sem Guð- mundur var myrtur, til þess aö breyta framburði sfnum. Hinir ákærðu, Sævar Marinó og Kristján Viðar hafa látið að þvi liggja, að þeir hefðu verið annars staðar nóttina sem morðiðátti sér stað. Sævar sagðist hafa verið á Kópavogshælinu umrædda nótt en hann hélt við stúlku þar á um- ræddum tima. Ekkert er þessu til styrktar. Þvert á móti þá sagði Þórður i ræðu sinni, að umrætt vitni hefði mætt til yfirheyrslu sl. föstudag og þar hefði komið fram hjá henni,að hún hefði fengið bréf frá Sævari þar sem hann fór fram á þaö við hana, að hún segði að hann hefði verið hjá henni um- rædda nótt. Hún kveöst hafa rifið bréfiö og hent þvi. Einnig fékk vitnið hringingu frá Andreu Þórðardóttur og sagði hún við vitnið að Sævar væri langt niðri og hún hefði skilaboð frá honum, að hann hefði komið að Kópavogshæli umrædda nótt og verið þar alla nóttina. A svipuðum tima þá fékk vitniö hótanir frá ýmsu fólki. Það gaf I skyn að barn hennar væri i hættu og hún var spurð að þvi hvort hún byggi ekki i timburhúsi. Andrea Þóröardóttir mætti sama dag til yfirheyrslu og kvaðst annast fræðslu og skemmtiefni á Litla Hrauni. Sævar munhafa fengið hana til að hringja i vitnið og biöja hana um aðbreyta framburði sinum i mál- inu. Vitnið mun hafa neitað að breyta framburði sinum en hann var á þá leið að Sævar hefði ekki verið á Kópavogshælinu um- rædda nótt. Var Guðmundur kviksettur? 1 ræöu sinni leiddi Þóröur rök að þvi, að Guðmundur heföi ekki verið látinn er þeir ákærðu fluttu hann út I hrauniö nálægt Straumsvik. Vitnaði Þórður i læknisskýrslu sem er eitt af gögn- unum i' málinu, en þar segir, aö maður sé úrskurðaður látinn er hann hættir að anda og hjartað hættir að slá. Hins vegar munu hinir ákærðu hafa veriö undir á- hrifum áfengis og lyfja og þvi taldi Þóröur það ekki öruggt að þeir heföu getað skorið úr þvi með vissu hvort Guðmundur var lát- inn eður ei. Þennan möguleika ræddi Þórð- ur i sambandi við hlut Alberts Klahn I málinu en fyrir héraöi þá var Albert eingöngu dæmdur fyrir hlut sinn að flutningi li"ksins. Einnig sagði Þórður, að ekki heföi verið nauðsynlegt, eins og héraðsdómur kveöur á um, að gefa úr framhaldskæru á Albert fyrir hlutdeild i morðinu þar sem súupplýsing, að Albert heföi ver- ið i félagsskap ákærðu er moröiö var framið sé viðbótárrökstuðn- ingur við hlutdeild hans að morð- inu. Tímasetning atburða I ræðu sinni i gær kom Þórður fram með timasetningu á atburð- unum hina örlagariku nótt: Um 23.30 kemur Guðmundur Einarsson á dansleik i Hafnar- firði. Um 24.00 keyra þeir Kristján, Tryggvi og Albert auk Gunnars Jónssonar um bæinn milli skemmtistaða og sfðar að Kópa- vogshælinu. Um 2 hitta þeir Guðmund rétt hjá Skiphóli en þar yfirgefa þeir Albert og Gunnar hópinn. Eftir þetta er ekki hægt að timasetja atburði, en af framburði ákærðu og vitna þá verður myndin eitt- hvað á þessa leið: Kristján,Tryggvi og Guðmund- ur fá ekki bilfar en ganga til Sævars að Hamarsbraut 11. Albert fullyrðir að þeir Kristján, Tryggvi og Guðmundur hafi verið saman siðar að Hamarsbraut 11. Sævar kemur að Hamarsbraut og þá eru fyrrgreindir 5 menn komnir þangað. Hann þekkti ekki 5. manninn (Guömund) en gat siðar lýst klæðnaði hans. Hér má skjóta inn i, að Þóröur sér ekki að búið hafi verið að á- kveða að myrða Guðmund fyrir- fram heldur hafi tilviljun ráðið. Skömmu eftir að inn I ibúð Sævars er komið blossa upp átök milli Guðmundar annars vegar og Kristjáns, Tryggva og Sævars hins vegar sem lýkur með dauða Guðmundar. Albert og Gunnar yfirgefa staðinn og Albert kemur siðan aftur og flytur likið. Með þvi að draga saman fram- burði allra i málinu þá kemst Þórður að þvi, að þeir Kristján, Tryggvi og Sævar hafi allir beitt Guðmund likamlegu ofbeldi, og séu jafn sekir um morðið. Manndrápaf gáleysi? A mánudag var Þórður beðinn af Hæstarétti að reifa málið með hugsanlegu tilliti til 218. og 215. gr. hegningarlaga en þær fjalla um manndráp af gáleysi. Þórður kvaðst ekki þurfa þess, hann væri sannfærður um að um vísvitandi manndráp væri að ræða og félli það undir 211. gr. hegningarlag- anna. Hins vegar sagði Þórður, að ef ákærðu yrðu dæmdir eftir 218. og 215. gr. hegningarlaganna þá ætti einnig að dæma þá eftir 220. gr. sem fjallar um aö skilja ósjálf- bjarga mann eftir á einhverjum stað, og jafnframt að dæma þá eftir 124. gr. sem kveður á um ó- sæmilega meðferð á liki. Hlutur Alberts Eins og áður er um getið fór rikissaksóknari fram á að Albert Klahn yrði einnig dæmdur fyrir hlutdeild i morði Guðmundar. Þórður rakti hlutdeild Alberts i atburðum en i framburði ákærðu kemur fram, að Albert varð vitni að átökunum og lýsir þeim með eigin orðum: ,,Þau voru hrotta- leg”. Hann nefndi það ekki við ákæröu aö hætta þeim. Hann fer ekki af staðnum fyrr en Guð- mundur er meðvitundarlaus. Hann tilkynnir engum um atburð- inn. Hann kemur aftur á vettvang 1/2 tima siðar og keyrir lik Guð- mundar i burtu og hann leyndi þvi að Gunnar Jónsson hefði verið með honum þar til á árinu 1977. Það varð þvi niðurstaða Þórð- ar, aö ef Albert sé ekki sekur um hlutdeild I morðinu þá hafi hann gerst brotlegur viö 112., 221. og 124. gr. hegningarlaganna, en þær fjalla um að tálma rannsókn, koma ekki manni i nauðum til hjálpar og um vanvirðingu á liki. Meint harðræði I ræðu sinni vék Þórður að meintu harðræði ákærðu við yfir- heyrslur. Sagði hann, að hann hefði látiö fara fram rannsókn á þessu máli. Ekki til að hvitþvo einn eða neinn heldur til aö hiö sanna kæmi fram i þvi máli. Við yfirheyrslur yfir lögreglu og fangavörðum hefði ekkert komið fram er rökstutt gæti fullyröingar ákærðu um refsivert athæfi. 1 einu tilvikinu þar sem um meint harðræði hafi átt að vera voru réttargæslumenn staddir og ekki sáu þeir ástæðu til að mót- mæla. Bíll fyrir borð K.B.G. Stykkishólmi/FRI — Fyrir helgina vildi það óhapp til, aö biD rann af flóabátnum Baldri og sökk þegar. Baldur var á leiö til Flateyjar frá Stykkishólmi er óhappið varð, og var staddur á móts við Stagl- ey. Billinn var eign verbúöar- manna frá Gufudal og var far- angur þeirra i bilnum, en þeir voru á leið til Patreksfjarðar. Veður var sæmilegt er óhappið varð. Slikt óhapp hefur ekki áöur gerst á Baldri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.