Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 16. janúar 1980. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuli- trúi: Oddur ólafsson. Auglvsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86:!uO. — Kvöldsimar biaöamanna: 86562, 86495. Fftir kl. 20.0': 86387. Verö i lausasölu kr. 230,- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. Enga frekari töf Margir voru orðnir úrkula vonar um það að Alþýðubandalaginu tækist yfirleitt að koma saman tillögum um efnahagsmál i þeim stjórnarmynd- unarviðræðum sem yfir hafa staðið og standa enn. Þegar flokkurinn hefur nú loks tekið á sig þá rögg að setja fram hugmyndir sinar hljóta menn i öðrum flokkum að sjálfsögðu að fagna þvi og fara fram á það að þessar hugmyndir sæti nákvæmri athugun, eins og verið hefur um tillögur annarra flokka. Fram hjá þvi verður ekki gengið að Alþýðu- bandalagið ber verulega ábyrgð á þvi að árangur náðist ekki i viðræðunum um myndun vinstri stjórn ar fyrir skemmstu. Astæða þess er einfaldlega sú að flokkurinn virtist ófáanlegur til þess að leggja fram hugmyndir sinar og tillögur á annan hátt en þann að um væri að ræða mjög almennan óskalista sem ó- kleift var að leggja nokkurt efnislegt mat á, bæði hvað snerti framkvæmd og efnahagslegar afleið- ingar. Svo virðist sem þeir Alþýðubandalagsmenn hafi tekið það tillit til gagnrýni eigin flokksmanna að þeir hafi notað timann sem Geir Hallgrimsson leiddi viðræðurnar til þess að setja saman hug- myndir sinar. Á sama tima tókst að ná samstöðu innan Alþýðusambands Islands, en vitað var reynd- ar að Alþýðubandalagið myndi ekki hafa nokkurt pólitiskt þrek til að móta afstöðu sina sem flokkur meðan forystumenn þess i verkalýðsfélögunum stæðu i innbyrðis átökum. Að visu fer þvi fjarri að samstaða hafi náðst til fulls innan verkalýðshreyfingarinnar. Alveg sér- staklega liggur það fyrir að djúpstæður ágrein- ingur er milli voldugra aðila innan A.S.í. annars vegar og annarra launþegasamtaka hins vegar, ekki sist B.S.R.B. Hinar nýsoðnu tillögur Alþýðubandalagsins verð- ur að sjálfsögðu að skoða gaumgæfilega, og hvat- skeytlégt væri að ætla að ekkert nýtilegt finnist i þeim. Þessar tillögur verður að leggja undir sams- konar mat og tillögur annarra stjórnmálaflokka, áður en menn taka endanlega afstöðu til þeirra. Það er vissulega alltaf hætta á þvi að einhver sýndarmennska liggi að baki þegar heill stjórn- málaflokkur neitar að eiga nokkurt frumkvæði i til- lögugerð, en biður vikum saman og fleygir siðan fram miklu tillöguplaggi þegar aðrir hafa þegar kynnt tillögur sinar rækilega fyrir alþjóð. Og slikur stjórnmálaflokkur hefur óneitanlega tekið á sig mikla ábyrgð, þar eð ljóst má vera að biðin og hikið hafa haft mikil áhrif á það að myndun rikisstjórnar hefur dregist á langinn. Það sem öllu máli skiptir er að efnahagsstefna nýrrar rikisstjórnar verður að vera framkvæman- leg og ábyrg. Alveg sérstaklega hafa Framsóknar- menn gert þá kröfu að efnahagsstefnan miði að at- vinnuöryggi, bærilegri rekstrarafkomu atvinnu- veganna um leið og unninn verði bugur á stjórn- lausri verðbólgu. Þetta verður aðeins gert i mark- vissum áföngum ef takast á að tryggja og verja lifskjör þeirra tekjulægstu i þjóðfélaginu. Engin skrúðmælgi i tillögum eða stóryrði i málflutningi geta dregið úr alvörunni i þessum kröfum Fram- sóknarmanna. Og myndun nýrrar rikisstjómar knýr á. Þess vegna verður nú að hraða efnislegu mati hinna nýju tillagna sem mest má verða. JS Erlent yfirlit Indira vill frið- lýsa Indlandshaf Hún vill útiloka bæði risaveldin Indira meö Sanjay syni sinum og Maneka konu hans. INDIRA Gandhi hefur á ný tekið við stjórnartaumunum i Indlandi. Stjórn hennar vann embættiseið sinn síðastl. mánu- dag. Indira mun styðjast við öflug- an meirihluta á þingi. Flokkur hennar fékk 351 þingmann kjör- inn af 542 alls. Auk þess munu ýmsir óháðir þingmenn og smá- fiokkar veita henni stuðning eða hlutleysi. Það er jafnvel talið að henni geti reynzt fært að gera breytingar á stjórnarskránni ef hún æskir þess, en til þess þarf tvo þriöju hluta þingsins. A þessustigimunlndira ekki hafa neinar slikar meiri háttar breytingar í huga. Sanjay Gandhi.sonur hennar, sem mjög hefur verið umdeild- ur, náði kosningu til þingsins með miklum atkvæðamun. Hann hefur ekki áöur átt sæti á þingi. Indira lýsti ’ yfir þvi fyrir kosningarnar, að hún myndi ekki skipa hann ráðherra aðsinni, og hefur hiín staðið viö það. Liklegt þykir samt, að Sanjay verði eins og áður á- hrifamesti ráöunautur hennar. Það mun styrkja Indiru, að stjórnarandstaðan i þinginu er margklofin. Flest þingsæti hef- ur sá kommúnistaflokkurinn, sem heldur hallast aö Kinverj- um. Fylgi hans er aðallega bundið viö eitt fylki. Sennilegt þykir, aö flokkarnir til hægri reyni að sameinast eða mynda bandalag, en það getur gengið erfiðlega jafnt af málefnaleg- um og persónulegum ástæðum. FYRST um sinn mun aðalat- hyglin beinast að stjórn Indiru I sambandi við utanrikismálin. Talið er víst, að hún muni viðurkenna stjóm Heng Samrin I Kampútseu eins og hún gaf til kynna fyrir kosningarnar. Indira hefur tekíð afstöðu með Vletnam gegn Kínverjum i deil- um þessara rikja, þar sem hún telur nauðsynlegt að stöðva út- þenslustefnu Kinverja i Suðaustur-Aslu. Mestu forvitni vekur þó. hvaða afstöðu hún muni taka til atburöanna i Afghanistan. Hún haföi i upphafi fordæmt innrás- ina, en slðastliðinn föstudag lét hún birta yfirlýsingu. þar sem hún sagðist treysta þvi, að Rússar myndu kalla heim her sinn frá Afghanistan við fyrsta tækifæri, eins og þeir hefðu lýst yfir. Jafnframt lýsti hún yfir þeirri von sinni, að önnur rlki styrktu ekki skæruliða I Afghan- istan og hindruðu þannig, að friður kæmist þar á. Þessi yfirlýsing hefur verið skilin þannig, að Indira vilji stefna að þvi aö fá Rússa til að falla frá hugmyndum um aö ná yfirráöum við Indlandshaf, og þvi ætli hún að fá þá til að flytja Indira eftir kosningasigurinn. herinn heim frá Afghanistan. Indira hefur jafnan beitt sér fyrir friðlýsingu Indlandshafs, en megintilgangur friðlýsingar- innar er að koma i’ veg fyrir að risaveldin eða önnur riki, sem ekki liggja að hafinu, fái flota- stöðvar þar. Þessari stefnu mun hún vafalaustfylgja áfram. Hún mun beita sér gegn þvi, að Rússar fái aðgang að Indlands- hafi. A sama hátt mun hún vinna gegn þvi, að Bandarikin fái flotastöðvar við Indlandshaf. Fréttamenn I Iran segja, að þar hafi sigri Indiru verið fagn- að. Múhameðstrúarmenn I Ind- landistuddu hana llka eindregiö I kosningunum. Það er ekki úti- lokað að milli Irana og Indverja geti náðst samkomulag um að mynda einskonar svæði óháöra rlkja I Suðvestur-Asiu milli risaveldanna. Þá þyrfti Pakist- an að bætast I hópinn og hefði vafalaust gert það, ef Bhutto hefði farið með völdin. Núver- andi einræðisherra Pakistan er hins vegar illræmdurog valtur I sessi og þvi erfitt aö treysta á hann. MESTU vandamálin, sem Indira þarf að glíma við, verða þó ekki á sviði utanrikismála, heldur innanlandsmála. Efna- hagur Indlands er I hálfgerðri rúst eftir þriggja ára stjórn Janata-flokksins. Indira mun á- kveðin I þvl að taka rösklega til hendinni og sýna ekki minni röggsemi en hún gerði, þegar neyðarástandslögin giltu I stjórnartið hennar. Þingstyrkur hennar er nú svo mikiil, að hún þarf ekki að grípa til þeirra. Þótt það taki nokkurn tima að reisa efnahaginn við, munu á- hrif Indlands á sviöi alþjóða- mála fljótt aukast eftir valda- töku hennar. Það er eðlileg af- leiðing þess, aö riki má sln meira undir sterkri forustu en veikri. Indland var undir for- ustu Nehrus föður hennar á- hrifamikið i hópi óháðra rlkja °g tryggði vissan stöðugleika I málefnum Asiu. Indira mun vafalaust stefna að þvi, að það nái þessari stöðu aftur, og er engan veginn óliklegt, að henni takist það. Aður en Indira myndaði stjórnina, var búizt viö þvi, að hún myndi sjálf fara með utan- rikismálin fyrst um sinn. Frá 1 þvi ráði hefur hún horfið. Utan- rikisráðherra verður Nara- shima Rao, sem hefur tekiö mikinn þátt I flokksstarfinu með Indiru. Liklegt þykir, að Indira hafi valið hann með tilliti til þess að hún mótaði utanríkis- stefnuna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.