Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 9
8 Miövikudagur 16. janúar 1980. Miðvikudagur 16. janúar 1980. 9 Minning Þórunn Hansdóttir Beck Þórunn Hansdóttir Beck frá Sómastööum i Reyðarfiröi er lát- in. Hún fæddist á Sómastöðum þ. 12. desember 1884 og var þvi ný- oröin 95 ára þegar hún dó þ. 8. jahúars.l. Vist ber manni aö unna þeim hvildar sem hafa lifað svo langa og farsæla ævi sem Þórunn en enginn getur þó meinaö manni að sakna hennar, sem gengin er. Minningarnar lifa jafnlengi og sá, er man, og svo bjartar eru minningarnar um þessa ömmu- systur mfna, aö mig langar, bæöi fyrir mig og aðra í fjölskyldu minni, aö minnast hennar á þess- um degi, er hún er borin til graf- ar. Þórunn var dóttir hjónanna Steinunnar Pálsdóttur og Hans Jakobs Beck, hreppstjóra og bónda á Sómastööum i Reyðar- firði. Hún var yngst ellefu barna þeirra hjóna, þeirra er á legg komust. Ein systirin i þessum stóra systkinahópi var Sigriöur, fööuramma min. Eftir andlát Þórunnar er ekkert þessara syst- kina lengur á llfi. Þórunni, ömmusystur minni, kynntist ég fyrst, er ég, tiu ára gömul, fhittist meö foreldrum minum heim til Islands frá Kanada. Mynd hennar, þá er ég sá hana fyrsta sinni, greyptist i hug mér og hefur ekki breyst siöan. Húnvarekki barafriö,hún var falleg, ipeysufötum með gló- bjartar fléttur og bjart brosið ljómaði 1 augum. Og ef ég ætti aö lýsa meö einu oröi fiessari ömmu- systur minni, bæöi útliti, fasi og innra manni, mundi ég segja: hún var björt. Þaö sem einkenndi hana var birtan. Minnisstæðar eru mér heimsóknir hennar til okkar þegar ég var barn. Þaö birti i forstofunni, þegar hún kom oghúnfaömaðifööurminnað sér, og þótt hún umvefði okkur öll meö kærleika, þá var milli þeirra, fööur mins og hennar, kærleikur sem var sérstaks eðlis og átti sér sögu. Þegar Þórunn var unglings- stúlka, dvaldist hún um skeið á heimiliömmu minnarog afa, Sig- riöar, systur sinnar og séra Jóns Finnssonar. Þau höfðu áöurmisst frumburö sinn, nýfæddan. Nú var komiö aö þvi að amma min fæddi annaö barn, og hjúkraöi Þórunn henni af mikilli alúö. En þá geröist það,aö amma min ól son, sem var aöeins sjö merkur aö þyngd og þaö litla lif sem meö honum bæröist, virtist ætla aö fjara út. Þetta var á afskekktu prestssetri i Álftafiröi, hávetur og svo mikil blindhrið aö engin leiö var aö ná til læknislærösfólks. Þá sýndi Þórunn, unglingsstúlkan, þann kjark sem i henni bjó. Hún skipaði svo fyrir, að ker skyldi fyllt af heitu vatni og i þaö dýföi hún þessum sjömarka hvitvoð- ungi. Svo vel dugöi barninu þetta fyrsta baö aö þaö lifir enn og er komiö á áttræöisaldur. Siöar, þegar þetta bar á góma, sagðist Þórunn hafa hugsað er hún fram- kvæmdi þessa örlagariku athöfn: „Hann er þá farinn hvort eö er”. Þetta barn var faðir minn og alla tiö einkenndist samband hans viö þessa móöursystur sina af kær- leikaog þakklæti fyrir þaö lif sem hún bjargaði. Þennan kærleika til Þórunnar var okkur, afkomend- um hans, ljúft aö rækta. Þórunn giftist 8. ágúst áriö 1915 Jóni Guömundssyni,hinum ágæt- asta manni, ættuöum frá Horna- firði. Hjónaband þeirra var far- sælt og háaldraður sér hann nú á bak sinni tryggu og góöu eigin- konu. Fyrstu hjúskaparár sin bjuggu þau á Höfn í Hornafirði, en fluttust áriö 1936 i Fossvog og gerðust þar frumbýlingar. Litla og vinalega timburhúsið þeirra i Fossvoginum, þar sem ég og systkini mín vorum svo oft au- fúsugestir þegar við vorum litil, varð sfðar að vikja fyrir vaxandi byggð og siöustu árin bjuggu þau i Kópavogi i nábýli við börn sin. Þórunn og Jón eignuðust fimm börn. Tveir elstu drengir þeirra dóu i frumbernsku en þrjú börn þeirra komust upp, Steinunn Jó- hanna gift Stefáni Björnssyni, Ólafúr, sem fórst rúmlega tvitug- ur i flugslysi og var ókvæntur, svo og Þórólfur kvæntur Maríu Einarsdóttur. Auk eigin barna ólu þau upp Unnstein Beck, sem var hálfbróðir Þórunnar, samfeöra. Faöir þeirra, sem giftist aftur eftir lát fyrri konu sinnar, dó frá stórum hóp litilla barna og eldri systkinahópurinn frá Sóma- stöðum, tók aö sér fóstur og um- sjá yngri systkinahópsins að und- anskildum yngsta syninum, Arna Beck, sem ólst alveg upp hjá móður sinni. En þaö segir sig sjálft, aö þegar þörf var á enn einu kærleiksverki, lét Þórunn sinn hlut ekki eftir liggja og var samband þeirra Jóns og hennar við fóstursoninn ekki siöur inni- legt en viö hin börnin. Mérhefur orðið tiörættum hina björtugleöi ömmusystur minnar. Siðar á æfinnihef ég þóst skilja aö sá sem kann aö gleöjast jafn- fölskvalaust og af slikri einlægni sem Þórunn, kann heldur ekki að vikja sér undan hinni dýpstu þjáningu er sorgin knýr dyra. Sem unglingur man ég, er leit stóö yfir aö litilli flugvél. Tveir ungir menn höföu fariö i æfinga- flug og komu ekki fram. Brakiö fannst i fjallshliö og voru báöir látnir. Annar þessara ungu manna var ólafur, sonur Þórunn- ar og Jóns. En þaö hefur sannast I lifi Þórunnar öllu, aö sá kjarkur sem hún sýndi unglingsstúlka, þegar þurfti aö bjarga lifi litils barns var ekkert stundarfyrir- brigöi, þvi sorgin gat ekki drepiö kjarkinn né slegiö fölva i birtuna. Ljómi var yfir henni til hinsta dags. Ég og fjölskylda min vottum Jóni innilegustu samúö sem og börnum þeirra og afkomendum öllum. Blessuö sé minning Þór- unnar. Svava Jakobsdóttir líííAWí: ::::::: IVÍAVÍÍ !::SÍ:::SÍ:S ; Wí: ::::::::: :::::: m m Enn eru til milljónamæringar i Kina, fyrrverandi kapitalistar, sem nú hafa fengið aftur það fé, sém var af þeim tekið á meöan menningarbyltingin stóð. Þeir tala um menningarbyltinguna og fjórmenningana af ærlegri og tilfinningaheitari fyrirlitningu en algengast er i Kina. — Við vorum reknir frá heimilum okkar. Hús okkar, húsbúnaður og öll hlunnindi vorufrá okkur tekin og við vor- um dæmdir til að vinna i verk- smiðjum og á verkstæöum. Auðvitað styðjum við allir, aö Huga Guofeng formaður og miðstjórn kommúnistaflokksins losuðu okkur við stjórn fjór- menninganna. Þetta segja tveir af fyrrum kapitalistum i Shanghai, Liu Jingji, 78 ára, og Chen Mings- han, 65 ára. Nú eru þeirformað- ur og varaformaður i iðnaöar- og verslunarfélagi Shanghai, en þessi félagsskapur telur 30.000 fyrrum kapitalista innan sinna vébanda. Nú eru þeir aftur orönir vel metnir samborgarar i háum stööum eftir aö hafa verið hæddir, ofeóttir og þeim lýst sem skrfmslum. 1 ársbyrjun fengu þeir Liu og Chen, eins og flestir aörir fyrr- um kapitalistar.aftur hús sinog húsbúnað. Fjármuni sina, sem höföu veriö geröir upptækir, fengu þeir aftur með fullum bankavöxtum yfir meira en tiu ára timabil. Og nú fá þeir aftur sin gömlu, háu laun, auk þess launamissis, sem þeir urðu fyrir i menningarbyltingunni, en þá lækkuöu laun þeirra verulega. Há laun — A meöan valdatimabil fjór- menninganna stóð, höföum við lág laun. Ég fékk bara 100 yuan á mánuöi, aörir ekki nema 40, segir Chen Mingshan I kvörtunartón. 100 yuan, sem samsvarar u.þ.b. 22.000 isl. kr. er enn þann dag i dag um tvöföld verka- mannalaun i Kina. En fyrir menningarbyltinguna höfðu kapitalistarnir, og fá nú aftur, tiu sinnum hærri laun. mm Chen Mingshan og Liu Jingji, fyrrverandi kapitalistar, lifa nú aftur góðu lifi. Eftir að hafa verið hundeltir og ofsóttir á timum menningarbvlt- ingarinnar hafa þeir fengið uppreisn, endurheimt allar sinar eigur og fé — með vöxtum — og fengið mikilvæg verkefni i iðnaðaruppbygging unni. Eftir tíu ára öfsóknir Kapítalistar í Kína ríkir á ný — En það mikilvægasta er, að viö höfum' aftur fengið póliti'sk réttindi okkar, segir Liu Jingji. Sjálfur er hann i fastanefnd pólitisku ráögefandi ráðstefnu fólksins og i byltingamefnd Shanghai, „stjórn” borgarinn- ar. Þá hafa stjórnin og kommúnistaflokkurinn snúið aftur til sömu stefnu gagnvart kapitalistunum, sem fylgt var fyrir menningarbyltinguna, þeirrar stefnu að „kaupa þá.” — Með þvi að kaupa þessa stétt höfum við rænt hana sinum pólitiska höfuðstól og fengið hana til að halda sér saman, sagði Mao Zedong, þegar hann var að verja stefnu sina 1956. Áriö 1956 var áriö, þegar allur iðnaður var þjóðnýttur i Kina, þegar stjórnin keypti kapitalist- ana út úr eigin fyrirtækjum og þeim, sem þeir áttu I samein- ingu meðrikinu. Það var ákveð- ið, aö kapitalistarnir skyldu fá vexti af höfuðstól sinum. — Þar að auki var þessi höfuöstóll umreiknaður til markaðsverös. Lyfjafram- leiðslufyrirtæki mitt átti höfuð- stól, sem nam þrem milljónum yuan, þ.e.um 777 milljónum is- lenskra króna. Viö hlutabréfa- eigendur fengum þvi úthlutað 370.000 yuan, rúmum hundraö milljónum króna, á ári. Þeir al- rikustu gátu fengið allt að einni milljón yuan, segir Chen Mings- han. Það var sem sagt þetta fé, sem var gert upptækt á timum menningarbyltingarinnar og er nú endurgreitt. Hvað kemur til, að nýju leiö- togarnir ákváðu að endurgreiða peningana, þrátt fyrir andstööu viða? Blað alþýöunnar, mál- gagn flokksins, hefur m.a. gefið þetta svar: — Við veröum aö sameinast öllum þeim öflum, sem geta komið sér saman, þ.m.t. borgarastéttinni i' landinu, i baráttunni við fjandmenn bæði innanlands og utan. Efnahags- lega hefur land okkar dregist mikið aftur úr. Við þörfnumst enn og áfram frumkvæðis einkakapitalismans. Borgara- stéttin i landinu hefur yfir að ráða talsverðri nútimaþekkingu i visindum og menningu. Við þurfum á allri þeirra tæknilegu sérkunnáttu og viðskipta- reynslu að halda til að byggja upp sósialismann. Beinar ásakanir Meðöðrum orðum er þörf fyr- ir hina fyrrverandi kapitalista, þegar Kina finnst sér ógnað af Sovétrikjunum, þegar Taiwan eraðkomaundirsigfótunum að nýju, og þegar Kina leggur mikla áherslu á landbúnað og iðnað. Oft gerist það, ekki sist i Shanghai, að bornar eru fram beiskar ásakanir vegna lifnaðarhátta gömlu kapitalist- anna. Þeir eyða fé sinu i það að lifa i munaði, þeir borða á dýr- ustu veitingahúsunum, börn þeirra eru klædd nýjustu tisku, og þeir hafa endurheimt iburðarmikil hibýli sin með þjónustuliði og öllum hlunnind- um. Þó eru hömlur á munaðarlifi þeirra, t.d. geta þeir ekki keypt bila, þar sem einkaaðilum er það ekki leyfilegt. Þeir voldug- ustu hafa reyndar til afnota bila i eigu fyrirtækjanna og einka- bilstjóra, eins og allir pótintátar i Kina. — Og þar að auki fara þeir með leigubil, ef þeir fara út úr húsi, segir enn óánægður Shanghaibúi. Enn sem komið ér hafa þeir ekki fengið að nota fé sitt i við- skiptalifinu, nema i litlum mæli. Þó er verið að hefja fjárfesting- ar. Bæði i Shanghai og Kanton hafa kapitalistar fengið leyfi til að opna skiptiverslun við önnur lönd. 1 Shanghai hafa nokkrir þeirra myndað byggingafyrir- tæki.Liu Jingji er forstjóri þess. — Við höfum tekið hluta af sparifé okkar, sem við ætlum að nota til að fjárfesta i háhýsum og minni ibúðarhúsum. Skrif- stofurnar og ibúðirnar i há- hýsunum höfum við hugsað okk- ur aðselja Kinverjum, sem búa erlendis, sérstaklega i Hong Kong. — En við höfum ekki hugsað okkur að hirða neinn ágóða, bara bankavexti af eigin fé. Við erum engir kapitalistar, segir Liu Jingji. Hann dregur þó enga dul á það, að hann þurfti langan tima til að taka ákvörðun um það, hvort hann ætti aö vera um kyrrt i Kina eftir byltinguna og hafa samvinnu við kommúnist- ana. — Nú hef ég unnið i vefnaðar- iðnaðinum i' 60 ár, 30 ár fyrir byltinguna og 30 ár eftir. Það eru mjög ólfk timabil, segir hann og leggur áherslu á að nú sé gæði og úrval miklu meira. Erfiðara áður — Fyrir byltinguna fólust okkar aðalerfiðleikar i þvi að halda okkur gangandi. Nánast allt hráefni, t.d. 90% af bómull- inni, kom frá útlöndum. Banda- rikin undirbuðu bómullarverð- ið, svo að það borgaði sig ekki fyrir kinverska bændur að rækta bómuil. Þar með neydd- umst við til að kaupa bómull frá Bandarikjunum fyrir gjaldeyri. Og til að verða okkur úti um gjaldeyri, urðum við að flytja út okkar vörur. Það þýddi þaö, að við framleiddum ekki fyrir ki'n- verska markaðinn. Ég ákvað að flytja til Hong Kong. Sumpart var þaö vegna þess, hvað það var erfitt aö komast af hér og sumpart var það vegna þess, að ég var hræddur við kommúnistana, sem voru á góðri leið meö að leggja allt Kina undir sig. En þegar til Hong Kong kom, sann- færðu vinir minir þar mig um. að kommúnistarnir hefðu rétta stefnu gagnvart innlendum iön- aði. Svo að ég sneri aftur og var hér á meðan á frelsuninni stóö. Liu Jingji var þó lengi efins. Það var ekki fyrr en Mao Ze- dong hafði hvatt hann, að hann ákvað að gerast algerlega sam- vinnuþýður við kommúnista- flokkinn. Hann segir sig aldrei hafa iðrast þess og heldur þvi fram, að jafnvel meðan menn- ingarbyltingin stóð yfir, hafi hann verið hliöhollur flokknum. — Við gerðum okkur jú grein fyrir, að fjórmenningarnir voru ekki neinir raunverulegir kommúnistar og aö með timan- um myndi flokkurinn aftur taka upprétta stefnu gagnvart okkur fyrrverandi kapitalistum, segir hann. Grænlensk list Þessa dimmu, en sumpart mildu vetrardaga, stendur yfir i Norræna húsinu sýning á mynd- listarverkum og fornum trúar- gripum Grænlendinga, undir heitinu Inuit Nunaat. Þetta er i leiðinni kynning á myndlistarlegum menningar- arfi Grænlcndinga og mun danski listmálarinn Bodil Kaa- lund halda erindi um græn- lenska list og menningu en hún hefur lengi verið oröuð við grænlenska menningu og græn- lenska listakonan Aka Höegh mun verða gestum til leiðbein- ingar, en sýningin veröur opin á safntima (14.00-19.00) til 28. janúar, næstkomandi. Þetta er farandsýning, sem mun fara viöar, en verður sem sé á islandi þessa daga. Jónas Guðmundsson MYNDLIST List og lífs- barátta Á sýningunni eru fjöldi gripa og þeir elstu eru meira en aldar gamlir þ.e. meira en hundrað ár eru liðin frá þvi að þeir komust i eigu Evrópubúa. Alls eru tæplega 200 gripir á sýningunni, en auk þess hafa hjónin Herdis Vigfúsdóttir og Valtýr Pétursson, listmálari lánað 20-30 gripi úr einkasafni sinu af grænlenskri list, en þau hjón hafa bæöi lengi látið sér annt um grænlenska menningu og þjóðlif og satt að segja skilur maður ekki hvernig sýningunni er ætlað að ferðast áfram án þessara merku gripa. En hvað um það, þarna eru alls konar listmunir, skornir i tré, tálgaðir i stein og tennur, gripir úr skinni, kajakmodel og fatnaður, en skip Grænlendinga voru liffæri og listaverk ekki siður en atvinnutæki, og það sama má segja um fatnaðinn lika. Þá er þarná mikið af teiknuöum og máluöum mynd- um. Eskimóar eru miklir lista- menn og þar fyrir utan ein- hverjir einkennilegustu lifsbar- áttumenn sem fyrirfinnast i viðri veröid. Þeir liföu auðveldlega af harðindakafla sem urðu nor- rænni vikingamenningu að aldurtila samanber islensku ný- lenduna i Grænlandi sem leið undir lok. Grænlenska eöa Eski- móamenningin, hefur lagað sig aðsvo ótrúlega höröum kjörum, að sambærilegt finnst hvergi i öðrum heimshlutum. Þeir gátu svo dæmi séu nefnd drepið 100 tonna hvali með verkfærum úr beini og öðrum liffærum spendýra, gátu saumað vatnsheldan saum i skinn með beinnálum og smiðað haffær skip. Allt á isnum og á kaldri klöppinni þar sem lifið faðmaði kalt grjótið. En þrátt fyrir allt unnu þeir fegurð gerðu listræn leikföng handa börnum (ómeðvitað) og atvinnutæki og trúaráhöld voru listaverk lika i höndum þessa vinnusama fólks, sem bjó við örðugri skilyr,ði en allt annaö fólk i heiminum. Að skilja og skilgreina Að njóta grænlenskrar listar er mjög auðvelt, en að skilja hana og skilgreina er örðugra. Einkum þar eð hún virðist að- skilja sig að flestu leyti frá list- sköpun annarra þjóða á syöri breiddargráðum og á öðrum lengdum lika. En svo mikill er frumkraptur- inn að hann breytist ekki mjög mikið, þótt Grænlendingar hafi komist yfir járn, pappir og ann- að listsköpunarefni Evrópubúa. Hin evrópska menning með listaskóla og pappir verður strax undir þessari sterku frumhvöt, er varðveitir þennan kynstofn i lifsbaráttunni við nyrsta vog. A sama hátt verður þessi listsköpun heldur ekki með neinu sýnilegu móti aðskil- in frá lifsbaráttunni sjálfri. Ég hefi ekki við höndina rit til að fletta upp elstu myndlistar- legum minjum frá þessu fólki, en til munu smámunir sem ver- ið geta nokkur þúsund ára gamlir, helgimyndir, leikföng og oddar. Þá eru til fornir Tupi- lakar, en það er samheiti á meinvættum, er tengjast göldr- um. Ýmsir hafa haldiö þvi fram að Tupilakar hafi aðeins verið til i hugum manna fyrst en eftir að Gústaf Hólm kom til Angmangssalik árið 1884, langaði hann til að vita hvernig þeir litu út. Að draga þá upp, eða teikna var öröugt, sögðu heimamenn en auövelt að skera þá i mjúkan stein eða tré, sem þeir gjörðu, en ýmsir telja að þetta hafi orðið upphafið af skúlptúrgerð kringum þetta kvikindi sem breiddist smám saman út um allt landið. Annar flokkur eru skraut- munir Grænlendinga, en þeir skreyttu klæði sin og búsáhöld og má sjá slika muni á söfnum m.a. i Kaupmannahöfn, ásamt skúlptúrum og öörum ristum. Sýningin i Norræna-húsinu er á hinn bóginn einkum sýning á listaverkum, sem unnin eru með evrópskum tólum, þótt þetta séu vitaskuld fyrst og fremst grænlensk verk og þarna er aö finna verk eftir ýmsa þekktustu myndlistarmenn Grænlendinga á þessari öld. Þetta er sem sé öðrum þræöi samtimalist, grænlensk eins og hún fléttast inn i atvinnulif og þjóðhætti Grænlands. Um frumlegt og sterkt form- skyn Eskimóa var löngu vitaö og ennfremur . -- bekktur myndlistarlegur áhugi þeirra og hæfni. Sumt af þessu gefur aö lita á sýningunni i Norræna hús- inu og það er svo sannarlega þess virði að koma þarna, þvi þetta er sérstakur hugarheimur lika ekki siður en venjuleg myndlistarsýning. A erindi Bodil Kaalund hlýddi ég ekki, en tek þó fram, aö þessi list talar prýðilega fyrir sig sjálf, og þarf engra skýringa við i sjálfu sér, nema að auðvitað verður tal sérfróðra manna oft til að lyfta ýmsu, sem annars vekur ekki sérstaka athygli. Vönduð sýningarskrá er með sýningunni, prýdd fjölda mynda. Maður gengur á brott á sér- stakan hátt undir stjörnum og norðurljósum, eftir að hafa komið i þennan hugarheim, sem vekur svo margar spurningar i hlutfalli við svörin. Okkur hér á Timanum tókst heldur óhönduglega meö myndaval I grein Guðjóns Jónssonar frá Fagur- hólsmýri um Skaftfellingabúð, er birtist i Timanum i gær. Er Skaftfeliingaféiagið að festa kaup á hús- næði að Laugavegi 178 og þar verður hin nýja Skaftfellingabúö, en með greininni birtist textalaus mynd af hrörlegu húsi, torfklæddu austur i Hornafirði og stendur Hornafjörðurinn fyrir sinu þótt iitii prýði væri að mannvirkinu sem athygiin beindist aö á myndinni. Gerum viö hér ofurlitla bragarbót og birtum mynd af öræfajökli, sem ris tignarlega yfir skóginn I Skaftafelli, um leiö og við minnum á hið nýja félagsheimili Skaftfellingafélagsins að Laugavegi 178.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.