Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingaféJag Auglýsingadeild Tímans. 18300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÓNVAL vIím“2; éiö i !t í Í'H'.I!' Miðvikudagur 16. janúarl980 - Hörkuákeyrsla á ljósastaura Fjórir slasast FRI— Rétt fyrir kl. 3 i fyrrinótt varö hörkuárekstur á Frikirkju- veginum er bill kom þar af Sól- eyjargötunni og ætlaöi noröur Frikirkjuveginn. Mun bilstjórinn hafa misst vald á bilnum er hann reyndi að stööva hann og lenti billinn fyrst á ljósastaur við Fri- kirkjuveginn. Siðan er engu lík- ara en hann hafi flogið um 11 metra á næsta staur en billinn kubbaði staurinn i sundur og valt siðan eftir gangstéttinni á þriðja staurinn. Fjórir piltar sem voru i bilnum voru fluttir á slysavarðstofuna og tveir af þeim eru enn i sjúkrahúsi, en að mati lækna þá eru meiðsli þeirra alvarleg. Hraði bilsins mun hafa verið geysimikill en um ölvun var að ræða I þessu slysi. Billinn er gjörónýtur og kvaðst lögreglan sjaldan hafa séð aðra eins aðkomu á slysstað. 1 gær var unnið aö þvi að koma upp loftneti þvi sem er „Reykjavikur- endinn” i örbylgjukerfinu, sem tengir Múiastöðina við Armúla við nýju jarðstÖðina. Vel gekk að koma loftnetinu upp en það er smiðað I Japan og vegur 4-5 hundruð kiió Viðræðunefndirnar komu til fundar I Ráðherrabústaðnum i gær. Fundi viöræöu- nefndanna lokið Kannaðar leiöir til að leysa erfiðleika Flugleiða JSS— Sendinefndin frá Luxem- burg og islenska viðræðunefnd- in héldu fund sinn I Ráöherrabú- staðnum i gær og lauk viöræð- unum á áttunda timanum I gær- kvöld. Islenska nefndin var undir forsæti Harðar Helga- sonár ráöuneytisstjóra, en Luxemburgarnefndin undir for- sæti samgönguráðherra og að- stoðarutnarikisráðherra. Þá tóku fulltrúar utanrikisráöu- nevta, samgönguráöuneyta og flugmálastjórna og flugfélaga beggja landanna þátt I viðræö- unum, sem fjölluöu um sam- eiginleg vandamál i flugmálum. 1 frétt frá viðræðunefndunum segir m.a., aö viðræðurnar hafi verið sammála um nauðsyn á- framhaldandi náinnar sam- vinnu stjórnvalda og flugfélaga beggja landanna, i ljósi alþjóö- legrar harðnandi samkeppni, sérstaklega i farþegaflugi á Norður-Atlantshafi. Lýstu nefndirnar áformum sinum um að áfram yrðu kannaðar leiðir til að aðstoða Flugleiöir við að leysa þá erfiðleika, sem við er að etja og óskir um framhald á hæfilega tiðum og reglubundn- um flugsamgöngum milli Lúxemburgar, íslands og Bandarikjanna. Segir enn fremur, að báöar rikisstjórnirnar muni lita meö skilningi á tillögur um sam- vinnu I rekstri farþegaflugsins til fjarlægra áfangastaða, sem séu I athugun hjá flugfélögum, sem hafi mikinn rekstur I Luxemburg. Annar fundur viðræðuaðila hefur verið ráögeröur innan tið- ar. i gær voru staddar á Reykjavikurflugvelli tvær splunkunýjar Fokker-flugvélar á leiö frá verksmiöjunni i HoIIandi til bandariskra flugfélagsins Swift-Aire. Hingaö komu þær frá Stornoway f Skotlandi og halda áfram i dag. Hiti í fóðurgeymslum stórfelldur vandi víða um land Maur veldur kvillum í búfé AM — Eftir að tekið var að flytja ósekkjað fóður til landsins i stórum förmum hefur viljað brenna við að fóðrið hitnaði i fóðurgeymslum sums staðar á landinu og þá einkum norðan- lands. Þar er viöa geymt mjög mikið magn af fóðri, vegna hættu á samgöngutruflunum af völdum hafíss, eins og gerst hefur. Mikilsverter að ráðin verði bót á þessum geymsluvanda, þvi þegar hefur talsvert eyðilagst af fóðri. Þá hefur maur kviknað I fóðrinu sem nær góðum vaxtar- skilyrðum, þegar hiti kemur I það og telja má sannað að kvillar sem maurinn orsakar hafi spillt afurð- um I kúm á stöku bæjum, þar á meðal i kúm á Snæfellsnesi. Rögnvaldur Guðjónsson, hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins sagði að hér væri um stórfellt vandamál að ræða, en maur þessi er skaðlegur sé hann i miklu magni, þótt ella sé hann skaðlitill. Þreifingar að fmm- kvæði K. Jónssonar um kaup KEA á fyrirtækinu AM — „Tæpast er enn hægt að segja að þetta sé komið á við- ræðustig, en hinu er ekki að neita að farið hafa fram óformlegar könnunarviðræður að frum- kvæði K. Jónsson og Co hér á Akureyri við mig sem forsvars- mann I Kaupfélagi Eyfirðinga og stjórnarformann Sambandsins um það hvort hugsanlega væri hægt aö breikka grundvöllinn undir þeirri miklu niðursuðu- verksmiðju sem K. Jónsson er með þáttöku samvinnuhreyf- ingarinnar” sagði Valur Arnþórs- son i viðtali við okkur I gær, þegar við spurðum um hugsanlega aðild eða kaup KEA á K. Jónsson og Co. Valur sagði það öllum kunnugt að K. Jónsson og Co hefði orðið fyrir nokkrum áföllum vegna gaffalbitasendinganna til Sovét- rikjanna og nú eru komnar upp kvartanir þýskra kaupenda á rækju um hugsanlega galla á þeirri vöru. Ekki er enn vitað hvort siðarnenda tilvikiö mun valda einhverju fjártjóni, en þarna væri um viðkvæman at- vinnurekstur að ræöa, sem ekki mætti við miklum áföllum, þvi fjármunamyndin er litil i fyrir- tækjum á íslandi. „Þess vegna hefur mér virst að eigendur K. Jónsson og Co telji ástæðu til þess að styrkja grund- völl fyrirtækisins, en K. Jónsson og Co er ákaflega þýðingarmikið atvinnufyrirtæki á Akureyri og i Eyjafirði og þýðingarmikill hlekkur i tilraunum Islendinga til þessað byggja upp lagmetisiðnað fyrir útflutning I stórum stil. Það væri mikiö áfall fyrir þá fram- tiðarstefnu íslendinga að byggja upp slikan iðnað, ef K. Jónsson yrði að rifa seglin að verulegu leyti eða fella þau alveg. Ég hef þvi ekki neitað þvi að eiga við- ræður um þetta mál, ef til þess þyrfti að koma. Sem fyrr segir, hafa þetta ver- iö alveg óformlegar könnunar- viðræður hingað til og algjörlega að frumkvæði K. Jónsonar og Co. Visa ég þvi málinu að öðru leyti að fullu til þeirra.” Réðist með hníf á mann í Brautarholti — árásarmaðurinn flúði en náðist skönnnu siðar FRI — I fyrri nótt var lögreglan kölluð að Brautarholti 22 en þar hafði maður ráðist inn til húsráö- anda eftir að hafa bankað að dyrum. Arásarmaðurinn krafði húsráöanda um peninga og er hann fékk neitun þá dró hann upp hnif. Húsráöandi tók hraustlega á móti árásarmanninum og i átökum sem á eftir fylgdu tókst honum að hrekja árásarmanninn á brott. Hins vegar er húsráðandi skorinn á andliti og fæti eftir árásina. Lögreglan hóf strax leit að árásarmanninum er hún kom á staðinn og fann hann við annan mann, er einnig er talinn tengjast þessu máli, skömmu siðar. Aö sögn rannsóknarlögregl- unnar eru þessi mál i rannsókn og er Timinn haföi samband viö hana stóðu yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur yfir og ekki hægt að segja frá þeim að svo stöddu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.