Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. janúar 1980. 7 Rödd Ekki veröur hjá þvi komist að gera nokkrar athugasemdir við skólaslitaræðu Guðmundar Sveinssonar skólameistara, sem birtist i Timanum 5. janúar s.l. Sist er unnt að láta kyrrt liggja eftir að ritstjóri Timans hefur 13. janúar s.l. ljáö orðum hans aukna útbreiðslu með þvi að taka þau upp i leiðara og gera þau þannig óbeinlinis að sinum. En ýmislegt af þvi sem Guðmundur segir i ræðunni er villandi, ef ekki beinllnis rangt, og orð hans eru mjög ósann- gjörni' garð annarra skólastofn- ana en þeirrar sem hann s jálfur veitir forstöðu. Guðmundursegiri ræðunni: ,,Og ef til vill er sanneikurinn lika sá, að aðeins einn eiginleg- ur fjölbrautskóli er til á Islandi, Fjölbrautaskólinn i Breiðholti. Það er eini skóli raunverulegr- ar nýbreytni, raunverulegrar endurskipulagningar fram- haldsskólastigsins.” Og siðar segir hann: ,,Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti leit- ast við að bera nafn með réttu. Hann er skóli sem býður nem- endum valmillisjö mismunandi námssviða. Það er mikilvægast alls að skynja sérstöðu hvers námssviðs fyrir sig. Eftir aö væntanlegirnemendur hafa átt- að sig á námssviðum kemur svo að hinu, að kynna sér náms- brautir hvers einstaks sviðs. Með nokkrum rétti má segja að hvert námssvið beri viðmót (sic.) sérskóla er áður kunna að hafa starfaö einir og einangrað- ir. Fjölbrautaskólar svokallað- ir sem ekki leggja rika áherslu á mikilvægi námssviðanna verða um leiö tortryggilegir vegna þess að þeir vekja grun, sem sums staðar er reyndar meira- en grunur, að þeir séu i reynd skólar eins námssviðs, þ.e.a.s. hreinir og ómengaðir mennta- skólar með hefðbundnu sniði, er bjóði annað nám fram i nám- skeiðum og skipi þvl þannig á óæðri bekk.” Og til að herða betur á þessu siðasta talar hann enn siðar um „fjölbrautaskólana litlu, sem hafa i' reynd eitt námssvið með úr „frumskóginum” Guðmundi Sveinssyni svarað viðhengi námskeiða sem eiga að koma I námssviða stað”. Auk Fjölbrautaskólans i Breiðholti hafa þrir aðrir fjöl- brautaskólar verið starfandi undanfarin ár, og að þeim hlýt- ur þessum spjótum að vera beint. Þessir þrir skólar eru Flensborgarskólinn i Hafnar- firði, Fjölbrautaskóli Suöur- nesja og Fjölbrautaskólinn á Akranesi. Allir bjóða þessir skólar upp á nám á ýmsum námssviðum og námsbrautum, mismunandi mörgum eftir að- stæðum á hverjum stað. Flens- borgarskólinn er að þvi leytinu þrengstur aö ekkert iðnnám er þar innan veggja, en hinir skól- arnir tveir eruað verulegu leyti verknámsskólar og iönskólar. Þessir þrir skólar hafa haft nána samvinnu um skipulagn- ingunámsinsogidesember 1978 gáfu þeir út sameiginlegan námsvisi, þar sem gerð er grein fyrir námsinnihaldi á um 40 námsbrautum og skipan þeirra á námssvið. Skilgreiningar á námsbrautum og námssviðum eru hins vegar settar fram á annan hátt en gert er i sambæri- legu plaggi Fjölbrautaskólans I Breiðholti. 1 staö þess að þar er skyldunámi til ákveöinna náms- loka þrlskipt i skólakjarna, sviðskjarna og kjörgreinar brauta, fella skólarnir þrir allt skyldunámið i einn flokk og kalla brautarkjarna, en að sjálfsögðu eru fjölmargir náms- þættir sameiginlegir mörgum námsbrautum eða þeim öllum og samsvara þvi sem I F.B. er kallað skólakjarni og sviðs- kjarni. Skólarnir starfa allir eftir áfangakerfi og af þvi leiðir að grunneiningin i skipulaginu er námsáfanginn. Námsbrautir eru skilgreindar með þvi að til- taka námsmagn til lokaprófs, mælt I námseiningum, og með þvi að telja upp alla skyldu- áfanga á brautinni sem þarf aö ljúka til að geta útskrifast. Námsbrautum með marga sameiginlega áfanga er siðan skipað á sama námssvið. En af þessu leiöir, aö námsbrautir og námssvið eru fyrst og fremst hugtök, nauðsynleg til viðmið- unar og leiðsagnar, en eiga sér ekki áþreifanlega tilveru á sama hátt og bekkireða deildir I hefðbundnum skóla. Þessi. framsetning á náms- kröfum hefur þann meginkost umfram þá sem notuö er i F.B. að hún er einfaldari og væntan- lega einnig auðskildari, auk þess sem hún er að ýmsu leyti sveigjanlegri. Og sá skilningur á hugtökunum námsbraut og námssvið sem hún endurspegl- ar gerir framkvæmdina á marganhátt auðveldari. Vegna þess hve margir námsáfangar eru iðulega sameiginlegir tveimur eða fleiri námsbraut- um er auðvelt að koma við um- talsverðri samkennslu hjá nem endum ólikra brauta, en það leiðir aftur til þess að skólar geta boðið upp á þó nokkurt úr- val námsbrauta, án þess að nemendafjöldinn i heild sé gif- urlega mikill. Samkennslan stuðlar einnig að þvi að gera skólann að samstæöri heild, þvi að með henni öðlast nemendur að hluta til sameiginlega náms- reynslu, þótt þeir að lokum stefni I ólikar áttir. Þetta sið- asta er mjög mikilvægt, og raunar er þaö eitt af megin- markmiðum fjölbrautaskóla að draga á þann hátt fram það sem er sameiginlegt öllu námi. Þegar Guðmundur Sveinsson i ræðu sinni talar um „sérstöðu hvers námssviðs” og „mikil- vægi námssviðanna” er hann i raun og veru að andmæla þessu meginmarkmiði fjölbrauta- skólahugmyndarinnar, and- mæla þvi að reynt sé að gera skólann aö samstæöri og sam- hæfðri heild jafnframt þvi sem sérkröfum hverrar námsbraut- ar er sinnt. I staðinn virðist hann, e.t.v. að sænskri fyrir- mynd, stefna aö skóla sem i raun verður aðeins samsafn margra sérskóla undir einu og sama þaki. Vel má kalla slikan skóla fjölbrautaskóla, en hann er ekki samhæfður (integrerað- ur), og það er fráleitt að ganga fram i nafni hans og neita þvi að aðrar leiðir séu færar eða farnar til að koma fjölbrauta- skólahugmyndinni I fram- kvæmd, en það gerir Guðmund-. ur raunverulega I umræddri ræðu. Égskal hér ekki elta ólar við einstök átriði i ræðu Guðmund- ar Sveinssonar, en get þó ekki stillt mig um að benda á, vegna ummæla hans um „námsskeið i námssviða stað”, aö i áfanga- kerfi fer allt nám raunverulega fram i námsskeiðum. Náms- brautirnar eru aðeins tiltekin samsetning námsáfanga, þ.e. námskeiða, og það er fyrst og fremst flokkunar- og skrásetn- ingaratriði að skipa námsbraut- unum niður á námssviö. Þess vegna eru þessi ummæli, eins og margt annað i ræðunni, út i hött. Þvi aö vonandi vakir það ekki fyrir Guðmundi að þessu eigi að snúa við og námssviöin að koma I stað námskeiðanna, þ.e. formið i staðinn fyrir inni- haldið. Orð min skulu að þessu sinni ekki verða til muna fleiri. Ég vil aðeins harma að Guðmundur Sveinsson skuli hafa gengið fram fyrir skjöldu og ráðist að skólastofnunum sem eru að vinna að sömu markmiðum og hann sjálfur og hans skóli, þ.e. endurnýjun og endurskipulagn- ingu framhaldsskólastigsins, þótt þeir hafikosið aðfara aörar leiðir en hann við það verk. Ég ætla ekki aö gjalda honum i sömu mynt. Að minu áliti er starfsemi Fjölbrautaskólans i Breiðholti merkilegt og gagn- legt framlag til þróunar fram- haldsskólastigsins. En ég neita þvi að hún sé eina framlagið, heldur er verið að vinna að sömu hlutum á ýmsum stöðum öðrum. Að sjálfsögðu þarf aö samræma þessa vinnu betur áður en lýkur, en á þvi stigi þró- unar þessara mála sem viö er- um núna held ég að það geti beinlfnis veriö kostur að fleiri leiðir en ein séu reyndar. Með þvi móti fæst fjölþættari reynsla, sem allir ættu að geta lært af og notfært sér. En menn verða þá að vera tilbúnir til að læra af reynslu annarra(þeir verða aö vera tilbúnir til sam- starfs og til að standa við það samkomulag, sem kann að verða gert. Við þvi er hins vegar ekkert að segja að menn reyni, hver og einn, að fegra sinn fugl eftir mætti, en það eiga þeir að gera með málefnalegum rök- um, ekki með þvi að skjóta á aðra fugia i þeirri von aö um siðir verði enginn annar eftir og eiginn fugl þvi sjálfkrafa feg- urstur. Kristján Bersi ólafsson Með grillur í höfðinu Jónas Guðmundsson FARANGUR sögur Ingólfsprent h.f. Lesendur Tímans vita þau skil á Jónasi Guðmundssyni, að ekki ætti að vera þörf á að kynna hann sérstaklega. Allir vita að maðurinn er ritfær og mikilvirkur og þykir sumum sem hann ætli sér ekki af við blaðaskrifin með köflum. Stundum stansa menn við heiti bóka og reyna að finna til- efni nafnsins. Ekki skal hér fjöl- yrt um það, en þó get ég ekki varist þvi, að þarna finnst mér seinni hlutinn minna sérstaklega á sig og næstum rifa sig frá. Þessar sögur fjalla nefnilega sérstaklega um ýmislegt, sem fylgir mönnum, — þeir hafa i fari sinu, — og verður þeim að angri. Slikar hugsanir eiga kannski ekki rétt á sér, þvi að farangur er sjálfstætt orð, hlut- laust, sem rúmar jafnt það sem vekur gleði og hryggð. Og auð- vitað breytir það engu að skrifa á. Þetta eru sögur um fólk með ýmiss konar meinlokur. Það er mikil tiska, að skrifa um and- lega volað fólk með ýmsum hætti, haldið þráhyggju, hugar- burði og meinlokum, svo að þvi er varla sjálfrátt. Oft er þetta hugsað til að skilgreina eitt- hvað, sem býr með okkur al- mennt, striðir á og angrar — en huggar þó stundum — enda þótt það sé ekki svo áberandi eða einrátt að kallast geti geðbilun. Hvort sem Jónas iýsir fólki, sem verður viðskila við sorg sina eða gengur i sjóinn i dular- fullu ósjálfræði stefnir hann á algenga mannlega eiginleika. Og a.m.k. sumar þessar myndir hans einkennast sönnum, al- gengum dráttum. Ég nefni hér aðeins borgarann i sögunni Sumarhús, sem á alla sina ham- ingju og velferð undir þvi', að ætla eitthvað. Framkvæmdin skiptir engu máli og það má skipta um áætlun svo oft sem vill, bara að ein geti tekið við af annarri. Skyldi maður ekki þekkja það? H.Kr. Jónas Guðmundsson bókmenntir EFLUM TÍMANN1 | Styrkið Tímann Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást í öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinntt- bankanum. Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík : ->g Ég undirritaður vil styrkja Tímann með þvi að greiða í aukaáskrift □ heiia □ háifa á mánuði Nafn Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.