Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. janúar 1980. IÞROTTIR n Dregið í Evrópukeppninni í knattspymu Þorsteinn og félagar hans hjá IFK Gautaborg — leika gegn Arsenal I Evrópukeppni bikar - hafa og fer fyrri leikurinn fram á Highbury Þorsteinn ólafsson, landsliðsmarkvörður i knattspyrnu og félagar hans hjá sænska félag- inu IFK Gautaborg, fá erfiða mótherja i 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa i knattspyrnu — þeir drógust gegn Arsenal og leika fyrri leik sinn á Highbury i London. Möguleikar sænska liösins eru ekki miklir á að komast i undan- úrslitin — en þó er ekki hægt að afskrifa borstein og félaga hans. Eitt er vi'st, að Þorsteinn fær nóg V-Þýska- land og Holland — leika saman í Evrópukeppni landsliða á ítallu — Éger mjög ánægður með að við lentum ekki i riðli með V-Þjóð- verjum, sagði Ron Greenwood, iandsliðseinvaldur Englands, eftir að dregiö var í riðla i 8-liða úrslitum Evrópukeppni landsliða i Róm i gær. Englendingar drógust i riðil með ítölum, Spánverjum og Belgiumönnum og leika Englendingar fyrst gegn Spán- verjum. V-Þjóöverjar drógust i riðil með Hollendingum. Evrópu- meisturum Tékka og Grikkjum. Úrslitakeppnin hefst 11. júni og lýkur í Róm 22. júni. —SOS miinnm Peysur og buxur Ctvegum félögum, skólum og fyrirtækjum búninga. Setjum á númer og auglýs- ingar. Póstsendum. Póstsendum. Sportvöruverzlun Irígólfs Oskarssonar KLAPPARSTIG 44 SÍMI 1-17-83 • REYKJAVIK að gera i markinu, þegar hinir marksæknu sóknarleikmenn Arsenal — Alan Sunderland og Frank Stapleton verða á ferðinni fyrir framan hann. Stórleikir 8-liða úrslitanna eru leikir spánsku félaganna Barce- lona — Evrópumeistaranna og Valencia, sem drógust saman. Forest til Berlfnar Evrópumeistarar Nottingham Forest drógust gegn a-þýska lið- inu Dinamo Berlin. ÞrjU önnur lið, sem hafa orðið Evrópumeist- arar — Ajax 1971, 1972 og 1973, Celtic — 1967 og Real Madrid 1956, ’57, ’58, '59, ’60, ’66, verða einnig i' sviösljósinu. Celtic dróst gegn Real Madridog Ajax mætir Strassburg frá Frakklandi i Evrópukeppni meistaraliða. Annars skulum við lita á drátt- inn i Evrópukeppnunum þremur: Evrópukeppni meist- araliða: Nott. Forest - Dinamo Berlin Celtic — Real Madrid Ajax — Strassbourg Hamburger — Hajduk Split Evrópukeppni bikar- hafa: Barcelona — Valencia Arsenal — IFK Gautaborg Dinamo Moskva — Nantes Juventus — Rijeka (Júgósl.) UEFA-bikarinn: Kaiserslautern — B. Munchen Stuttgart — Lokomotiv Sofia Frankfurt — Brno Mönchengladbach — St. Etienne Miklir möguleikar eru á þvi að fjögur lið frá V-Þýskalandi verða i undanúrslitunum i UEFA-bik- arnum, en franska liðið St. Etienne gæti þó komið i veg fyrir það- —SOS ÞORSTEINN ÓLAFSSON.... fær nóg að gera I markinu, þegar hann leikur gegn Arsenal. Siglingamaður á 01- leikana í Moskvu? Siglingasamband islands hefur fengið gott boð frá Finnum og Svium. Þegar fuiitrúi S.l.L. sat þing norrænna siglingasam- bandsins IHelsinki kom fram að til boöa stendur að senda einn siglingamann frá islandi með keppnisliöi Svia og Finna á Olympfuleikana á næsta ári, og einnig dvöl í æfingabúðum til undirbúnings leikanna. CHARLIE GEORGE Charlie George til Forest — sem hættir við kaupin á Ferguson Charlie George, hinn snjalli mið- vallarspilari Southampton er kominn til Nottingham Forest. Southampton lánaði Forest George og kemur það mjög á óvart, þvi að George hefur verið lvkilmaður Dýrlinganna í vetur. Þessmá geta, að Forest hefur hætt við að kaupa markaskorar- ann Mike Ferguson frá Coventry — og þannig fer Martin O’Neill ekki til Coventry, eins og ákveðið var. Samningnum við Coventry var rift, eftir að Ferguson féll á læknisskoðun og þá var vitað að Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, var spenntari fyrir Charlie George. — SOS „Einvaldur” Veröur Keflvikingurinn Guöni Kjartansson næsti landsliðs- þjálfari i knattspyrnu og jafn- framt einvaldur? Mikill áhugi er fvrir þvl hjá forráðamönnum I knattspyrnu, aö i sumar veröi fenginn einn maður tii að velja landsliðiö og stjórna þvf I lands- leikjum, i staöinn fyrir lands- liðsnefnd, sem hefur séð um aö velja iandsliöið undanfarin ár — eða allt frá því að Hafsteinn Guðmundsson var einvaldur 1973. Astæöan fyrir þessu er sú geysilega óstjórn sem var á landsliðsmálunum sl. sumar, þegar þriggja manna landsliðs- nefndsáum vai landsliösins. Þá keyröi óstjórnin um þverbak — stanslausar breytingar voru gerðar á landsiiðinu og það var orðið svo, að landsliðsmönnum ofbuöu þessi vinnubrögö og hlevpti þetta illu blóði I þá. Hver höndin var upp á móti annarri I landsliðsnefndinni og það fór ekki á milli mála að starf nefndarinnar einkenndist af togstreitu milli tveggja manna sem vildu ráða — og þeir voru alls ekki með sömu hugmynd- irnar. Ýmsar yfirlýsingar frá nefndinni voru aigjörlcga út I hött. Viða var pottur brotinn Það var viöa pottar brotinn —- t.d. sá landsliðsþjálfarinn aldrei ástæðutiiaöræða viöþjálfara 1. I GUÐNI KJARTANSSON... fyrrum fyrirliöi landsiiðsins (t.h.) sést hér heilsa fyrirliöa Norðmanna, fyrir landsleik f Laugar- dalnum. deildarliðanna, sem landsliðs- menn þeirsem hann notaði léku meö. Það kom nokkuð á óvart, þvi að það er landsliösþjálfara tii góðs að hafa gott samband við félagsþjátfara — kalla þá á fundi og ræða málin, i staðinn Þegar að er gáð... Það er orðið tímabært að einn maður velji og stjómi landsliöinu i knattspymu fyrir aö byggja upp miir á milli hans og félagsþjálfaranna, eins og gerðist. ..Einvaldur” er lausnin Eftir aö hafa orðiö vitni að vinnubrögðum iandsliðs- nefndarinnar, sáu mennaö þaö væriorðíð timabært að láta einn mann velja og sjá um undir- búning landsliðsins — landsliös- einvald, sem réði sér siðan aö- stoðarmann til að sjá um ýmis- iegt i samhandi við landsliðið. Guðni hæfastur Það fer ekki á milli mála, að Guðni Kjartansson er hæfastur I þetta starf. — Hann hefur yfir mikilli reynslu að ráða. sem fyrrverandi fyrirliöi landsliðs- ins og þá býr hann yfir skipu- lagshæfileikum og hefur mikla menntun i sambandi vlð knatt- spyrnuþjálfun. Eftir Arsþing K.S.t. um næstu helgi — tekur ný stjórnvið mái- um sambandsins og þá kemur i ljós, hvort vilji er fyrir því aö gera róttækar breytingar í sam- bandi viö landsliðsmálin, sem hafa verið i ólestri. — Þaö fer ekki á milli máia, að breytingar yrðu landsliöinu til góðs. -SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.