Tíminn - 18.01.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1980, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 18. janúar 1980. í spegli tímans Feguröardrottningin og fillinn „Miss Glasgow” kom i heim- sókn til hinnar frægu Dali I dýragarðinum og gaf henni sæl- gæti. Dali fer ekki út úr húsi sínu — hvað sem í boði er í dýragarðinum í Edinborg í Skotlandi hefur komið upp mikið vandamál. Kvenfíllinn Dali, sem áður fyrr var eftir- læti bæði gesta dýragarðsins og starfsfólks hef ur ekki feng- ist til að yfirgefa ,,hús'' sitt í þrjú ár, og enginn veit hvers vegna. Dali kom ung til dýra- garðsins í Edinborg og hún virtist sérstaklega hafa gaman af því þegar börn hópuðust að henni, og var allt- af jafnróleg og þæg. En þegar Dali var orðin 12 ára, þá sneri hún baki við heiminum, allt í einu vildi hún ekki hreyfa sig út, hvað sem í boði var. Um- sjónarmenn dýragarðsins hafa reynt að setja lokkandi fæðu og sælgæti fyrir utan verustað Dali og eins stóra vatnsbala meðsvalandi vatni í sumarhitum, en allt kemur fyrir ekki, Dali verður ekki mjakað út fyrir búrið. Reynt hefur verið að gefa henni ró- andi lyf, en þá leggur hún sig bara og sofnar. Bob Halpern dáleiðslusérf ræðingur var fenginn til þess að vita hvort dáleiðsla gæti gert eitthvað gagn og hann dáleiddi Dali og siðan átti að teyma hana út. Það virtist ætla að takast, en þegar kom að því að stíga afturfótunum út úr búrinu, þá var sem hún vaknaði af dvala og hún dró sig aftur inn fyrir. í næsta ,,húsi" er vinkona Dali þ.e) Sally, sem er 45 ára fíll frá Indlandi. Þær ,,talast" mikið við langtímum saman og þegar Sally er úti að hreyfa sig i garðinum framan við búrið hennar Dali, þá reynir hún að fá hana til að koma út að labba um með sér, en það gengur ekki. Segja starfsmenn að það sé athyglisvert að sjá Sally reyna að lokka hana út. Það hefur verið skrifað mikið um Dali í blöð í Bretlandi og margar tillögur hafa komið fram um það hvernig best væri að koma fílnum út undir bert loft. Einna athyglisverðasta tillagan kom frá nokkrum skólanemendum, sem buðust til þess að mála veggina í vistarveru Dalis þannig að þeir litu út eins og hún væri úti, — og ef henni sýnist að hún sé úti þegar hún er inni nú þá kannski fer hún út... sögðu krakkarnir. Dýraf ræðingar hallast að því að Dali haf i orð- iðfyrir einhverjuáfalli, og þar sem sagt er að fílar hafi al- gjört ,,tölvu-minni" þá má bú- ast við að illa gangi hjá sér- fræðingunum að uppræta or- sök vandræðanna. 3202. Krossgáta Lárétt 1) Eyja.- 6) Kona,- 7) Miskunn,- 9) Seink- un,- 11) 1050.- 12) 51. 13) Mjaöar,- 15) Stök.- 16) Skán,- 18) Slungnari.- Lóörétt 1) Land,- 2) Tóm.- 3) önefndur,- 4) Op,- 5) tllfsunga.-8) Fiskur,-10) Drykk i þágu- falli,- 14) Arinn,- 15) Ellegar.- 17) Keyr.- Ráöning á gátu No. 3201 Lárétt 1) Bólivia,- 6) Ala.- 7) Ost,- 9) Lóa.- 11) Tó,- 12) BB,- 13) Nag,- 15) Tóa.- 16) Asa,- 18) Róstuna,- Lóörétt 1) Blotnar,- 2) Lát,- 3) II,- 4) Val,- 5) Alabama.- 8) Sóa,-10) Öbó.- 14) Gas.- 15) Tau,- 17) ST,- bridge Kvikmyndaleikarinn Omar Sharif hefur lagt drjúgan skerf að mörkum til aö aug- lýsa bridgeiþróttina. Og hann er einnig meö liðtækari bridgespilurum. í spili dagsins rennir hann heim 4 spööum. Noröur. S. AKD H. A74 T. AD63 L. A103 Vestur. S. 6 H. K10965 T. K974 L. K95 Austur. S. 10872 H. DG82 T. 8 L. G762 Suöur. S. G9543 H. 3 T. G1052 L. D84 Omar sat i suður og fékk út spaöasex. Hann tók slaginn f blindum en þegar hann tók spaöa i annaö sinn, henti vestur hjarta 6. Þó aö 10 slagir virtust i fljótu bragöi vera öruggir þá setti tromplegan strik í reikninginn. Þaö var aöeins hægt aö kom- ast inná suöurhendina meöþvi aö trompa hjarta og ef tigulkongurinn lægi ekki, gætu andstæöingarnir tekiö hjartaslagi, þar sem suöur væri þá búinn með trompin. En Omar sá viö þessu. Þegar hann hafði tekið AKD i spaöa, spilaöi hann litlu hjarta úr boröi. Eftir þaö var óhætt aö trompa hjartaö heim, þar sem hjartaásinn var enn i blindum. með morgun kaffinu — Jú, aö vísu eig- um við ódýra hringi, en glugga- tjöidin hanga i þeim eins og stendur. — Þetta er eini barinn i borginni sem niaöur getur fengiö „Blóö Maríu” einsogég vil hafa drykk- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.