Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. janúar 1980 ililíJlÚíilil 17 flokksstarfið Jólahappdrætti SUF Vinsamlegast gerið skil i jólahappdrætti SUF sem allra fyrst. SUF. FUF Keflavik Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna i Keflavik verður haldinn i Framsóknarhúsinu föstudaginn 25. janúar kl. 19. Gestir fundarins verða Jóhann Einvarðsson og Gylfi Kristinsson. Hádegisfundur SUF verður haldinn miðvikudaginn 23. janúar I kaffiteri- unni Hótel Heklu Rauðarárstig 18. Gestur fundarins verður Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSI. Framsóknarfólk hvatt til að mæta. Framsóknarféiag Kjósarsýslu. Aðalfundur félagsins verður haldinn i ANINGU fimmtudaginn 24. janúar kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið laugardaginn 26. janúar i Félags- heimili Kópavogsog hefst kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Upplýsingar gefnar i simum 40576, 40656 og 41228. Aðaifundur Félags framsóknarkvenna Reykjavik verður haldinn að Rauðarárstig 18 (kjallara) fimmtudaginn 24. janúar 1980 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Athygli skal vakin á þvi að tillögur um kjör I trúnaðarstöður á veg- um félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, Rauöarárstig 18. Mætið vel! Stjórnin. Framsóknarfélag Reykjavikur. Fundur veröur haldinn I Framsóknarfélagi Reykjavlkur þriöjudag- inn 22. janúar kl. 20.30. aö Rauðarárstig 18. Fundarefni: Nýframkomin lög á Alþingi um Húsnæðismálastofnun rikisins. Framsögumaður: Alexander Stefánsson alþ.m. Á fundinn munu mæta: Guðmundur Gunnarsson og Þráinn Valdi- marsson. Stjórnarmenn I Húsnæðismálastofnun rikisins. Stórn Framsóknarfélags Reykjavikur. Norðurland eystra Framsóknarfélögin viö Eyjafjörö halda þorrablót i Hliöarbæ föstu- daginn 25. janúar nk. og hefst það með borðhaldi kl. 19.30. Steingrimur Hermannsson fnrmaður Framsóknarflokksins og kona hans Edda Guömundsdóttir.verða gestir kvöldsins. Jóhann Daniels- son syngur einsöng, Jóhannes Kristjánsson skemmtir. Hljómsveit Steingrlms Stefánssonar leikur fyrir dansi. Miöasala frá kl. 14-18, 21.-24. janúar I Hafnarstræti 90. Slmi 21180. Rakarastofan Rómeo er flutt I betra og bjartara húsnæði en áður I Glæsibæ gegnt Gtillfi. Hefur hún fengið nýtt permanent frá Parls sem hún er ein með. Timamynd Tryggvi. Jafnréttisráð um skattalögin og framtölin: Vill ekki að „ruglað sé saman reytum” hjóna HEI— Jafnréttisráð hefur I bréfi til fjárhags- og viöskiptanefndar neöri deildar Alþingis lýst von- brigðum sinum með framkvæmd skattalaganna frá 1978, eins og hún birtist i drögum að skatt- framtali 1980. Jafnréttisráð vill greinilega ekki að skattyfirvöld séu aö „ruglasaman reytum fólks” hvaö svo sem það hefur ákveðið I sinu prívatlifi. Telur ráðið aö ýmis frávik séu frá þvi i lögunum að gift fólk séu sjálfstæöir skattaðil- ar. Samkvæmt lögunum skulu hjón nú telja saman allar eignir sinar, þar með taldar séreignir og eignaskatti, en siðan sé skipt jafnt á milli þeirra. Tekjur af þessum eignum eiga hins vegar eftir lögunum að teljast fram hjá þeim aðila sem hefur hærri tekj- ur. Jafnréttisráð telur hins vegar að tekjur og gjöld af séreign sam- kvæmt kaupmála og hjúskapar- eign eigi aö teljast fram og vera skattlagðar hjá þeim aðila sem eignirnar á, óháð hjúskaparstöðu. Sama eigi að gilda varðandi eignaskatta. Þá bendir Jafnréttisráö á, aö I lögum frá 1923 um réttindi og á- byrgð hjóna, sé meginreglan sú, að hvorthjóna um sig beri ábyrgð á skuldum, sem það hefur stofnaö til og telur að sama regla ætti að gilda hvað varðar skatta. I lögun- um er hins vegar gert ráð fyrir ó- skiptri ábyrgð hjóna á greiöslum skatta, þannig að innheimtumað- ur rikissjóös getur gengið aö hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja. I bréfi til rikisskattstjóra hefur Jafnréttisráð gagnrýnt hið nýja framtalseyöublaö. Að þaö brjóti i Dansk- ís- lenskir styrkir Dansk-Islands Fond hefur ákveöið að veita sjö Islendingum styrk til eflingar menningarsam- bandi Danmerkur og Islands, og fær hver þeirra 400-500 krónur danskar. Tveir aðilar fá hærra framlag til ákveðins verkefnis, 2500 krónur og fimm þúsund krónur og auk þess fá fjörutiu og niu stúdentar fimm hundruö krónur danskar hver um sig. Sa mest seldi dr eftir dr Pólar h.f. EINHOLTI 6 bága viö meginreglu laganna um sérsköttun. Ráðið telur aö hver einstaklingur um sig eigi að fá sérstakt framtalseyöublað, án til- lits til hjúskaparstöðu, og undir- Rætt við Sólveigu ® sem fara I búðir að versla? Eru það bara konur, sem kaupa mat? Borða karlarkannski ekki mat? (Nú er skellt upp úr). Þessismáu atriði skipta öll máli i sambandi við hugsunarhátt fólks. Eiginkonur eru nær aldrei nafngreindar I myndatextum, heita einfaldlega — ,,og frú”. Við erum búnar aö vera botn- langar á eiginmönnum okkar I áratugi i skattalöggjöfinni, — fáum þó eina siöu af fjórum nú fyrir okkur á framtalsblaðinu, þó aö þaö sé ekki sú sérsköttun, sem ég bind vonir viö að komi.” — Sólveig sagði okkur þvi næst frá þvi, hvaö væri á döfinni hjá Kvenréttindafélagi Islands en það verður 73 ára þann 27. jan. nk. I seinni tið hefur alltaf veriö haldið upp á afmælisdag- inn og þá um helgi. „I fyrra héldum við menningarvöku I Norræna húsinu og nú ætlum við að halda vöku á Kjarvals- stöðum, laugardaginn 26. jan. A dagskrá verða ýmis skemmti- leg atriði úr tónlist og töluöu oröi, bundiö mál og óbundiö og væntanlega verða þarna lika frásagnir kvenna sem eru i ein- hverjum visindagreinum, hug- visindum og raunvisindum. I febrúar veröur haldin ráð- stefnaum jafna foreldraábyrgð. Er ætlunin aö nálgast frá ýms- um hliöum, fjölskyldunni og samfélaginu með tilliti til félagslegrar aðstoðar og vinnu- markaðarins. Þetta er 1 undir- búningi. Aðalfundur er svo I marsmánuði. Adagskráhjáokkurer einnig aöhalda ráðstefnu meðkonum i sveitarstjórnum. Er tilgangur- innfyrstogfremstaö gefa þeim tækifæri til þess aö kynnast og ræöa málin, segja frá, hvernig þaðatvikaðist aö þær hófu þátt I stjórnmálum, hvaö varð á vegi þeirra, hvaö blasti viö er þær komu inn i sveitarstjórnirnar. Fundu þær fyrir þvi að vera konur? Áttu þær erfitt uppdrátt- ar? Var þeim ýtt út I ákveöna málaflokka? Allar þessar spurningar koma upp vegna þess, hve konur eru fáar i sveitarstjórnunum. 1 litlum sveitarstjórnum eiga konur oft erfitt með aö vinna saman að ákveðnum málaflokkum, þótt skrifa sitt framtal og bera ábyrgð á þvi einn. Bendir ráðið á vand- kvæði sem yrðu af þvi að annar aöilinn lyki sinu framtali á tilsett- um tima, en hinn væri trassi. þær gjarnan vildu, — þvert á flokkanna, þvi aökarlmennirnir hafa alltaf lagt svo rika áherslu á flokkaskiptinguna. Þessi mál öll ætlum við að ræöa. Einnig þá staðreynd, að konur hérlendis og erlendis geta ekki veriö venjulegar konur, þegar þær hefjastörfaðstjórnmálum. Þær þurfa helst aö hafa yfirburöi. Þessu er ekki svo farið með karla. Það vitum við. Sföan er á dagskrá lands- fundur i haust og auk þess höf- um við haft rabbfundi, sem verða auglýstir sérstaklega”. Sólveig sagöi, aö félagsmenn væru um 350 og alltaf bættust einhverjir við á hverjum fundi, en um skipulegar herferðir til þess að fjölga félagsmönnum væri ekki að ræöa. „Slöan eru aðildarfélög, þ.e. kvenfélög pólitiskuflokkanna ýmis verka- lýðsfélög og kvenfélög úti á landi. Það er þvi tvenns konar aðild aö félaginu”. ,,Lofa engu um, hvað verður” Hvernig er muninum á Kven- réttindafélagi íslands og Rauö- sokkahreyfingunni best lýst? ..Félagslega séð er þetta gjör- ólikt. Kvenréttindafélagið er meö ákveönu félagsformi, stjórn og starfshópum og lands- fundir haldnir reglulega. Rauð- sokkahreyfingin er eftir þvi sem ég best veit ekki svona formlega fastbundin hreyfing og hún hefur yfirlýst pólitisk markmiö. Hins vegar er Kvenréttinda- félagiö þverpólitiskt félag. Þar eru saman komnar konur úr öll- um stjórnmálaflokkunum fjór- um, sem fulltrúa eiga á Alþingi og við tökum ekki eins pólitiska afstöðu og Rauösokkahreyfing- in." Hefur þú áhuga á að leggja stjórnmál fyrir þig? „ Eins og nú standa sakir hef ég nóg á minni könnu. Ég er á fjórða ári i' lagadeild Háskólans og berst þar að auki i þessum jafnréttismálum. Ég vil ekki gera alla hluti I einu, en vil engu lofa um, hvað verður. Satt að segja hef ég litinn flokkspóli- tiskan áhuga oger ekki bundin i neinum stjórnmálaflokki. Hins vegar hef ég alltaf haft lifandi áhuga á pólitik og fylgist meö, hvað þar er að gerast á öllum sviðum." Ráðskona óskast Ungur bóndi, ekkjumaður með fjóra drengi óskar eftir ráðskonu. Upplýsingar veittar i sima 73895 á kvöldin og um helgar. Starf í sveit Reglusamur maður með reynslu i land- búnaðarstörfum óskast til að gegna ráðs- mannsstarfi á bújörð i Rangárvallasýslu, sem fyrst eða á vori komanda. Umsóknir með upplýsingum um aldur, fjölskyldustærð og fyrri störf sendist Timanumfyrir 1. febrúar, merktar „Starf i sveit — 1443. Verkstjóri óskast Viljum ráða verkstjóra. Viðfangsefni: Skipa- og vélaviðgerðir. Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f. Simar: 50145 og 50151.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.