Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. janúar 1980 3 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: í gær mátti sjá nýtt andlit á sakborningabekknum en þar var komin Erla Bolladóttir ein hinna ákærðu 1 málinu. Hún situr fremst fyrir miðju. Timamynd G.E. 1 málflutningi slnum kvað Jón aðsér virtistsem endanleg saga hinnaákærðuum atburði kvöld- ið 19. nóv. 1974 heföi verið tekin út úr fjölda annarra sagna er hin ákærðu höfðu greint frá og siðan hefðu rannsóknarmenn málsins unnið að þvi að fá hin ákærðu til að fallast á hana. Hann nefndi sem dæmi að ekki væri treystandi á framburð Guðjóns Skarphéðinssonar en saksóknari telur hann mikil- vægan þar sem Guðjón hafi oft borið við minnisleysi og Guðjón mun einnig hafa sagt að hann treysti rannsóknarmönnum málsins til þess að skýra sér rétt frá atburðum umrættkvöld, þ.e. skýra sér rétt frá stað og tima atburða. Bifreiðin Jón leiddi rök að þvi að Sævar hefði ekki getað verið i Keflavik á þeim tima er morðið átti að hafa verið framið og hafði hann til samanburðar timasetningu lögreglunnar á ferðum hinna ákærðu umrætt kvöld og fram- burði vitna er hittu þau Sævar og Erlu á Kjarvalsstööum um- rætt kvöld. Páll A. Pálsson hef- ur einnig gert grein fyrir þess- um þættimálsins og ekki er þörf á að rekja það i smáatriðum. Jón benti einnig á það að Sævar og Kristján voru miklir óvinir á þessum tima útaf bila- kaupum og fjármálum og hafa vitni staðfest að þeir töluðust ekki við og að mikil heift var á milli þeirra en þetta atriði gerir það óliklegt að þeir hefðu báðir saman farið til Keflavikur um- rætt kvöld. Einnig er framburður Guð- jóns um bilferðina vafasamur eins og að ofan greinir en hann munhafa skýrt frá að sennilega heföi þessi ferð aldrei verið £ar- in og einnig mun Guðjón ekkert hafa munað sjálfstætt. Jón benti á ýmis refsilækk- andi atriði ef Sævar yrði dæmd- ur sekur i Geirfinnsmálinu. Sagði hann m.a. að Sævar hefði ekki getað átt mikinn þátt i átökunum þar sem likams- burðir hans væru ekki miklir, hann hefði átt erfiða æsku og hegðun hans standi til bóta. Einnigbenti Jóná áhrif Guðjóns á Sævar en Guðjón var kennari hans. Sævar er h'tt menntaður en sum afbrot hans má telja að hafi verið framin vegna minni- máttartilfinningar hans gagn- vart Guðjóni og betur menntuðum félögum hans. Rangar sakagiftir Jón benti á að á þeim tima er Sævar tók undir ásakanir hinna ákæröu og þá sérstaklega Erlu um þátt fjórmenninganna svo- kölluðu i Geirfinnsmálinu, þá hafi hann verið búinn að sitja lengi i varðhaldi og reynt hefði verið að bendla hann við 6 mannshvörf þar af eitt er átti sér stað er hann var 15 ára. Hafi hann verið orðinn bugaður af þessu. Auk þess hafi leiðandi spurningarum hrið átt sinn þátt i að hann féll i lygina. Einnig benti Jón á að rannsóknarmenn hefðu mátt vera auðtrúa að hneppa þessa menn i gæslu- varðhald vegna framburðar ákærðu þau munu hafa nefnt fjölda annarra manna i þessu sambandi. kaupsýslumenn og jafnvel ráðherra. Taldi Jón að ekki kæmi til greina að sakfella Sævar i þessu ákæruatriði. A eftir Jóni tók Hilmar Ingi mundarson hr 1., til við mál- flutning sinn og talaði i nokkrar minútur en hann er verjandi Tryggva Kúnars Leifssonar. Krafðist hann sýknu i Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum en vægustu refsinga i hinum sakamálunum er Tryggvi hefur játað á sig. Hilmar mun halda málflutningi sinuin áfram i dag. —„lögfull sönnun á harðræði við yfirheyrslur komin fram” sagði Jón Oddsson hrl. FRI — 1 gær tók Jón Oddsson hrl., aftur til við vörn sina þar sem frá var horfið á föstudag en Jón er verjandi Sævars Ciesi- elski. Almenningur fylgist enn grannt með málinu og var sem fyrr fjölmennt i sölum Hæsta- réttar er málflutningur stóð yfir. Nýtt andlit sást á sak- borningabekknum en þar var komin Erla Bolladóttir. Hún mun einnig hafa fylgst með málflutningnum á föstudag. t máli sinu i gær fjallaði Jón Oddsson hrl., nokkuð um meint harðræði sem skjólstæðingur hans varð fyrir er hann sat i gæsluvarðhaldi. Nefndi hann sem dæmi i þessu sambandi hótanir um likamlegt ofbeldi, synjun um nauðsynjar, að Sævar var hafður i hand- og fót- járnum um tima og aö honum var haldið vakandi með þvi að láta ljós loga i klefa hans um nætur. Máli sinu til stuðnings vitnaði Jón i skýrslur er teknar voru af fangavörðum. Einn þeirra kvað yfirheyrslur yfir Sævari hafa verið óvenju hávaðasamar en allir báru Sævari vel söguna og sögðu að hann hefði yfirleitt hegðað sér vel i yfirheyrslum. Meðal annars i þessu Sam- bandi þá nefndi Jón tilvik þar sem aðili hafi heyrt mikinn hávaða úr yfirheyrsluherbergi þar sem Sævar var inni. Hann opnaði herbergið og þá hrópaði Sævar ,.stilltu þig, stilltu þig” en honum hafi virst sem að Sævar hafi verið svinbeygður. Honum var skipað að loka dyr- unum og hypja sig á brott. Sævar sleginn 1 rannsóknum á meintu harð- ræði ákærðu i gæsluvarðhaldi stendur yfirleitt staðhæfing gegn staðhæfingu en Jón nefndi tilvik þar sem frásögn ákærðu af meintu harðræði er studd öðrum vitnisframburðum. Eitt slikt dæmi er frá yfirheyrslu 4. eða 5. mai 1976 en þá fór fram einhverskonar sannprófun i Guðmundarmálinu og var mik- ill fjöldi manna viðstaddur en ekki réttargæslumenn ákærðu. Voru þar auk Sævars, Kristjáns og Erlu tveir lögreglumenn, rannsóknardómari. fulltrúi sak- sóknara, fangaverðirog yfirlög- regluþjónn. Samkvæmt skýrslu eins viðstaddra aö Sævar mun hafa verið sleginn i andlitið. Fulltrúi saksóknara og rann- sóknardómarinn kannast ekki við þetta en leiddu likur að þvi að þeir hefðu verið i sima er at- vikið átti sér stað. Enn fremur segir i skýrslunni aðSævarhefi verið sleginn að ástæöulausu að þvi er vitninu virtist, (hér bætti Jón inn í að hann furðaði sig á þessu orðalagi ,,að ástæðu- lausu” þvi hvenærer ástæða til að slá sakborninga við yfir- heyrslur?) Einnig greindi Jón frá þvi að fangapresturinn Jón Bjarman hafi I bréfi vakið at- hygli á óeðlilegu ástandi i fangelsinu. Með þessu dæmi og öðrum taldi Jón að hann væri búinn að sýna fram á lögfulla sönnun þess að meint harðræði ætti við rök að styðjast. Lyfiagjafir t máli sinu benti Jón á að á þvi timabili sem hin ákærðu hefðu verið i haldi þá hefði gættmikils örlætis i lyfjagjöfum til þeirra. Þetta auk langvarandi ein- angrunar og það að hin ákærðu gátu borið saman bækur sinar hefði getað leitt til að sami heildarsvipur komst á fram- burði þeirra er f ram liðu stundir en ekki sé byggjandi á þessum framburðum. Helstu þættir er gætu leitt til vægari refsingar yfir Sævari i Guðmundarmálinu ef hann skyldi verða fundinn sekur kvað Jón vera að framburður ákærðu benti frekar til að um hörmulegt slys hefði verið að ræða en ekki hefði ásetningur legið að baki meintu morði og að hlutdeild Sævars i atburðum væri mjög litil. Að öðru leyti ættu sömu rök og Páll A. Pálsson hdl., taldi upp fyrir skjólstæðing sinn, við um Sævar. Gögn skortir Eins og Páll A. Pálsson hdl., fann Jón margt að rannsókn Geirfinnsmálsins og fannst hún jafnvel tortryggileg i sumum atriðum. Benti hann m.a. á eftirfarandi atriði: Aðeins er hægt að finna 1/6 hluta gagna úr frumrannsókninni sem gerð var i Keflavik, notuð var gömul mynd af Geirfinni er auglýst var eftir honum i byrjun og enn væri verið að rannsaka tilurf leirstyttunar sem gerð var. Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars Ciesielski f Hæstarétti I gær. Til hliðar við hann má sjá Guðmund I. Sigurðsson hri. Timamvnd G.E. 5/6 hluta gagna úr frumrannsókn- inni í Keflavík skortir Laugavegur 163: Húsið rifið án heimildar Kás —Hinn tólfta þessa mánaðar var húsið númer 163 við Lauga- veg rifið — en það hafði skemmst af bruna i október á sl. ári-án tilskilinnar heimildar frá Bygginganefnd Reykjavikur, eins og kveðið er á um i nýlegum hyggingarlögum og byggingar- reglugerð sem sett er með stoð á þeim lögum og gildi um allt land- íð. Guðrún Helgadóttir. borgar- fulltrúi gerði þetta að umtalsefni á siðasta fundi borgarstjórnar og spurði hver hefði skipað fyrir að húsið yrði rifið, hver hefði fram- kvæmt það, og hvort borgarstjóri teldi að hér hefði verið farið að lögum. Taldi hún þetta hættulegt fordæmi sem þarna hefði verið gefið og stefna starfi Bygginga- nefndar i hættu. Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, svaraði þessum fyrirspurnum. Byrjaði hann á þvi að rekja aðdraganda þessa máls, en eins og fyrr segir skemmdist húsið mikið af bruna i október á sl. ári. með þeim afleiðingum að tvær manneskjur sem i þvi voru létust. 1 byrjun nóvember sl. gerði byggingadeild borgarverk- fræðings kostnaðaráætlun um endurbyggingu hússins. Kom þar i ljós, að ekki borgaði sig að endurbyggja það. Var þvi leitað heimildar til þess að rifa það sem eftir stæði af þvi. Umhverfis- málaráð borgarinnar mælti ekki með þvi að húsið yrði byggt að fenginni umsögn borgarminja- varðar Bygginganefnd fékk mál- ið til afgreiðslu 29. november Ekki var gefið tilskiliö leyfi á þeim fundi fyrir niðurrifinu, en þessi stað bað bygginganefnd um nánari upplýsingar tim fram- tiöarnotkun lóðarinnar, en borgarráð hefur ákveðið að ráð- stafa lóðinni undir atvinnustarf- semi. Almennt var búist við þvi að bvgginganefnd myndi samþykkja að húsið yrði rifið á fundi sinum 10. jan. sl. enda allir sammála um að ekki borgaði sig að endur- byggja það. Var hreinsunardeild borgarinnar gertaðvartog beðin um að bregðast skjótt við og rifa húsið, en þó ekki fyrr en eftir lO.jan. svo lögformlegt leyfi lægi fyrir, sem og hún gerði. Sá galli fylgdi þó gjöf Njarðar að á fundi byggingarnefndar hinn 10. janúar var cnn frestað að af- greiða málið og jafnframt láðist að geta þess við hreinsunardeild, sem jafnaði húsið við iörðina hinn 12. jan. eins og rað hafði verið fyrir gert. Sagði Egill aö hér hefðu ein- faldlega átt sér stað mistök, sem vonandi endurtækju sig ekki. Albert Guðmundsson, borgar- l'ulltrúi, sá sérstaka ástæöu til að standaupp og segja að hann von- aði að húsið hefði verið mölbrotiö við niðurrifið, svo það yröi örugg- lega ekki fhitt til baka. Guðrún Helgadóttir, tók því næst aftur til máls og tók undir með borgarstjóra að hér hefðu augljóslega átt sér stað leiðinleg mistök. Enminnti jafnframt á að þetta hefði getaö orðið meira mál, ef allirhefðu ekki verið sammála um að rifa husið. V'onaðist hun því til að svona mistök endurtækju sig ekki. Páll Gislason, borgarfulltrúi, sagði að húsið sem deilt var um herói ekki verið merkilegt, en slikt hið sama yröi ekki sagt um málsmeðferð þessa. Sagði hann ljóst, að et slikt smámál gæti velkst I borgarkerfinu um tveggja mánaða skeið án þess að hljóta afgreiðslu þá hlyti að þurfa að einfalda gang mála. ólafur B. Thors, borgarfull- trui, tók siöastur til máls, og vakti mals á þvi hvort byggingarnefnd væri ekki aö taka sér vald sem byggt væri á óeðlilegum forsend- um. með þvi að krefja borgarráð nákvæmra upplýsinga um fram- tiðarnotkun lóðarinnar ef leyft yröi að rifa húsið. Hverjar væru eiginlega forsendur bygginga- nefndar fyrir leyfi til niðurrifs húsa?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.