Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 22. janúar 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurÐsson. Ritstjórnarfull trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar biaöamanna: 86562, 86495 Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Áskriftargjald kr 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. Vald forsetans Það kemur glöggt i ljós i tali manna, að almennur vilji hefði verið fyrir þvi að styðja Kristján Eld- járnáframsem forseta, ef hann hefði gefið kost á sér. Það er hins vegar nokkur bót, að þrir hæfir menn hafa þegar gefið kost á sér til framboðs og fleiri eiga sennilega eftir að bætast i hópinn. Kjós- endur mun þvi ekki skorta svonefnda valkosti, þegar þeir kjósa sér forseta á komandi sumri. Það er þjóðinni mikilvægt, að traustur maður, hygginn og góðgjarn, skipi forsetaembættið á Bessastöðum. Þeir atburðir geta gerzt, að mest velti á honum. Þótt til þess sé ætlazt, að forsetinn standi endra- nær utan og ofan við deilur flokka og stétta, getur komið til þess, að hann verði óhjákvæmilega að beita valdi sinu. Eins og stjórnarskráin hljóðar nú, getur forsetinn tekið sér mikið vald undir ýmsum kringumstæðum, en sú hefð er komin á, að hann beiti þvi yfirleitt ekki. En að þvi getur rekið, að það reynist óhjákvæmilegt, t.d. ef Alþingi bregzt þeirri skyldu sinni að mynda starfhæfa rikisstjórn. Það má segja, að mikilvægasta vald forsetans, eins og hefðinni nú er háttað, sé að vinna að stjórnarmyndun, ef ekki er fyrir hendi öruggur þingmeirihluti. Forseti getur undir þessum kring- umstæðum haft mikil völd. Dæmi eru fyrir þvi, að hann hafi skipað utanþingsstjórn, ef þingflokkunum tekst ekki stjórnarmyndun (SveinnBjörnsson 1942). Hann getur lika haft áhrif á myndun minnihluta- stjórna. Vafalitið voru það ráð Ásgeirs Ásgeirs- sonar, að Alþýðuflokkurinn myndaði minnihluta- stjórn 1959. Þær hugmyndir hafa oft átt nokkurt fylgi, að for- seta verði veitt vald i stjórnarskránni til að mynda utanþingsstjórn ef stjórnarmyndun dregst úr hófi hjá þingflokkunum. M.a. hafi verið gerðar ályktan- ir um þetta á flokksþingum Framsóknarflokksins. Tilgangurinn með sliku ákvæði væri að veita þing- flokkunum aðhald og hindra langa setu stjórnar, sem búin er að biðjast lausnar. Hér á landi hefur það verið rikjandi stefna, að for- setinn væri þjóðhöfðingi i stil við hina arfbornu þjóðhöfðingja á Norðurlöndum. Það norræna rikið, sem siðast hefur sett sér stjórnarskrá, sniður vald- sviði þjóðhöfðingjans mjög þröngan stakk. T.d. hefur hann ekki lengur afskipti af stjórnarmyndun- um, heldur er það verkefni i höndum forseta þings- ins. í rikjum, sem nýlega hafa sett sér stjórnarskrá og forseti er kjörinn af þjóðinni, hefur þróunin verið i öfuga átt. Þar hefur valdsvið forsetans verið aukið, t.d. i Frakklandi og Portúgal. Þá eru uppi hugmyndir um að fela forseta alveg framkvæmdavaldið og skilja þannig milli þess og löggjafarvaldsins, likt og i Bandarikjunum. Hingað til hafa þessar hugmyndir ekki haft verulegt fylgi hér á landi. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nú er unnið að, kemur það mjög til athugunar, að setja skýrari ákvæði um valdsvið forsetans,m.a. i sam- bandi við stjórnarmyndanir. T.d. væri eðlilegt að segja skýrum orðum, hvaða hlutverk honum er ætlað, ef þingið bregzt áðurnefndri skyldu sinni. Þ.Þ. Erlent yfirlit Látum skriödreka Rússa vinna fyrir Bandaríkin Álit Charles W. Yost fyrrum sendiherra hjá S.Þ. Meöal þeirra, sem hafa skrifaö nýlega um atburöina I Afghanistan og íran er Charles W. Yost, sem um skeiö var sendiherra Banda- rikjanna hjá Sameinuöu þjóöunum. Slöan hann lét af störfum i utanrlkisþjónust- unni, hefur hann skrifaö greinar um alþjóöamál, sem birtast i mörgum bandarisk- um biööum. Meöfylgjandi grein hans birtist nýlega I Christian Sci- ence Monitor. EFTIR aö hafa búiö I 60 ár I friösamlegu nábýli við Afghan- istan, sem er ekki aöili aö neinu hernaöarbandalagi, sjá Sovét- rikin skyndilega ástæðu til aö gera innrás I þetta friðsama ríki og beita þar her sinum utan Varsjárbandalagsrikja i fyrsta skipti á friöartimum. Hver er á- stæöan? Algengt svar herskárra Vest- urlandabúa, „hauka”, er, aö Sovétmenn séu aö sameina hina gömlu sókn Rússa eftir „hlýrri höfn”< framtiðarþörf þeirra fyrir oliu Miðausturlanda, og aö næst séuá lista hjá þeim Pakist- an, íran og Persaflói. Þessir aö- ilar halda þvi fram, að „svik” Bandaríkjamanna viö Irans- keisara og „veikleiki” þeirra i kjölfarið, þegar þurfti að bregð- ast viðtökugislanna,hafi komið leiötogum Sovétmanna á þá skoöun, að þeim væri óhætt að fremja þessa ódulbúnu innrás. Hvaö sem er getur gerst I heimi, sem stjórnaö er af valda- pólitik, en þaö er harla óliklegt, aö Rússar séu svo barnalegir aö halda, aö þeir gætu ráöist inn I Pakistan eöa tran óáreittir og neytt þessi lönd til aö veröa við pólitiskum kröfum sinum meö loforöi um vináttu eöa pólitísk- um þrýstingi. Liklegri skýring á innrás Rússa er sú, aö vegna ótta við á- hrif herskárra múhameöstrúar- manna i íran á hinn mikla fjölda trúbræöra þeirra I Asiu- löndum Sovétrikjanna, hafi þeir ákveöiö aö koma upp nokkurs konar vinveittum varnarvegg um riki sitt, svipaö og þeir hafa gert i Austur-Evrópu og Mongóliu. Þriöja skýringin er sú, aö án þess, aö hafa nokkrar skýrar langtlmaáætlanir, hafi Rússar smám saman blandast meira og meira i málefni Afghanistan, eins og fór fyrir Bandarikjunum i Vietnam. Með timanum hafi oröstir eins eöa fleiri meölima miöstjórnar Kommúnista- flokksins veriö I veði, ef þeir drægju sig til baka. t valdabar- áttunni, sem nú fer fram á bak viö tjöldin um hver skuli verða arftaki Brésnjefs, vill enginn eiga þaö á hættu að vera ásak- aður fyrir aö hafa „tapað” Afghanistan, eins og t.d. Egyptaland „tapaöist”. HVER SEM rétta skýringin kann aö vera, var þessi aögerð mjög heimskuleg og upphafs menn hennar eiga eftir að iðrast • Vance utanrlkisráöherra hennar sárlega. Afghanistan er haröbýlt land og Ibúar landsins eru harögeröir. Bæöi Rússar og Bretar komust aö þvi á 19. öld- inni, að þar er innrásarmönnum ekki greitt yfirferöar. Þó aö hernaöartæknin hafi mikiö breytst siðan, munu Rússar komast aö raun um það, aö ný- tisku vopn veröa þeim þar engu haldbetri en Bandarikjamönn- um I Vietnam. Þar aö auki má búast við, aö leiötogarnir i Kreml eigi eftir aö komast aö raun um þaö, aö meirihluti múhameðstrúar- manna mun sameinast gegn þeim, einmitt á þeim tima, sem þeir eru sifellt aö veröa her- skárri og voldugri. Þegar hefur dregið úr áhrifum Rússa meöal múhameðstrúarmanna og þau munu halda áfram aö dvina. Jafnvel valdhafarnir i Suður- Jemen kunna aö fara að hugsa sem svo, hvort þeirra biöi ekki sömu örlög og Amln forseta, ef þeir halda áfram hinu nána sambandi sinu við Rússa. Aö lokum veröur aö geta þess, að liklegt er, aö hinar tötralegu leifar slökunar milli Sovétrikj- anna og Bandarikjanna og Vest- urlanda, eyöist meö öllu. Allur þessi atburöaferill er sorgleg afleiöing af því hversu lengi hefur dregist að ganga frá Salt- 2- samningnum og staðfestingu hans. Ef sá samningur hefði tekið gildi og viðræður um Salt- 3- samning væru komnar af stað er afar ótrúlegt, aö RUss- ar hefðu lagt Ut i Afghanistan- ævintýri sitt. En eins og ástand- ið er, hafa þeir liklega hugsaö sem svo: (a) öldungadeildin var líkleg til aö fella eöa visa frá samningnum hvort sem er, og (b) Jafnvel, þó aö samningurinn heföi veriö staöfestur, væri hinu nákvæmlega útreiknaða „jafn- vægi”, sem honum var ætlað aö koma á, þegar raskað með áætl- uöum auknum fjárveitingum Bandarikjanna til landvarna og meö ákvöröun NATO um aö koma upp miðlungs langdræg- um eldflaugum i Evrópu (en Rússar lita á þær sem árásar- vopn). Brésnjef og Carter Þrátt fyrir þá staöreynd, aö Rússar hafa áreiðanlega komiö sér I meiri vandræöi en Afghan- istan er vert, er það rétt mat stjórnar Carters að hrinda af stað harkalegum ög skjótvirk- um viðbrögöum Vesturlanda. Ef Rússar kæmust upp með slika ódulbúna árás, án þess að hljóta annaö en ákúrur, gætu þeir komist aö þeirri niðurstöðu, aö þeir gætu komist upp meö þaö sama annars staöar, og þaö væri hættulegt. Bein hernaðarleg ihlutun Vesturlanda væri hvorki skyn- samleg né gagnleg, en hernaö- arleg aöstoö viö Pakistan og afghanskar „frelsishreyfingar” væri vel viöeigandi. Fordæming meirihluta örygg- isráösins á þessu grófa broti gegn stefnuskrá Sameinuðu þjóöanna hefir mikið pólitiskt gildi, þrátt fyrir þaö, aö Sovét- rikin beittu neitunarvaldi. Við- skipti viö Sovétrikin meö neysluvörur og tæknibúnað, sem þau hafa brýna þörf fyrir, ættu helst ekki aö eiga sér stað. Hins vegar ættum viö aö vara okkur á þvi aö leggjast I eins konar „kalda-striös-móður- sýki”. Markmiö okkar ætti ekki að vera það aö „refsa” Sovét- rikjunum heldur að sýna fram á, aö svona framkoma er ekki liðin. Þetta þarf aö koma sér- staklega vel fram nú, þegar fram fer mikil valdabarátta i Kreml. Hvernig sem Salt-2- samningnum reiðir af á þessu ári, eru Salt-viöræöurnar ekki siöur brýnar hagsmunum Bandarikjanna en Sovétrikj- anna og þær ætti að taka aftur upp sem fyrst. Þaö má ekki rjúfa neinar samningaleiðir. Aö lokum skulum við Ihuga, hvaöa áhrif árás Rússa á Afghanistan hefur á klemmuna, sem Bandarikjamenn eru I i tran. Þar sem hún minnir trana á ógnun miklu nær þeim og hættulegri en kemur frá Banda- rikjunum, getur hún leitt til hagstæörar lausnar miklu skjótar en nokkur sá þrýsting- ur , sem Bandarikin geta beitt tran. Þvi að staöreyndin er sú, að utanaðkomandi þrýstingur, svo sem eins og samþykktir Sam- einuðu þjóðanna, væri ekki ein- ungis áhrifalaus. Hann myndi þjóna málstað Khomeinis og „stúdentanna” með þvi að renna stoöum undir þá fullyrö- ingu þeirra, aö þeir séu i forystu fyrir þjóölegri hreyfingu, sem berst gegn vestrænni „heims- valdastefnu”. Fljótlegasta aö- feröin til aö ná gislunum út úr Iran, væri aö slökkva á sviös- ljósunum og myndavélunum, draga úr hinum daglega frétta- flutningi, sem elur á hégóma- girnd írana, og láta sovéska skriödreka i Afghanistan þjóna okkar tilgangi. ÞýttK.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.