Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 22. janúar 1980 Hafliöi Loftsson, vélaverkfræöingur hjá Framleiöni sf. húsi á ráöstefnunni. Framleiðni sf.: útskýrir vinnslukerfi I frysti- Gylfi Aöalsteinsson, rekstrarhagfræöingur og deildarstjúri hjá Framleiöni sf., útskýrir stjórnunarkerfi á ráöstefnu Framleiöni sf. I desember sl. Nýjar rafvogir fyrir frystihús FyrirtækiðFramleiöni sf. hefur nú byrjaö framleiöslu og sölu á nýjum og fullkomnum rafvogum og gagnasöfnunarkerfum fyrir fiskvinnslustöövar. Er hér á ferö- inni tækjabúnaöur, sem taliö er aö eigi eftir aö valda gjörbyltingu i rekstri fyrirtækja innan fiskiðn- aöarins, og reyndar öörum fram- leiðsluiönaöi og t.d. i sláturhús- um. Meginuppistaöan i þessum tækjum eru margs konar vogir, sem byggjast á hagnýtingu nyj- ustu tækni i rafeindabúnaði. Annars vegar eru vogir fyrir hrá- efnismóttöku, bæöi verölagn- ingarvogir og innvigtunarvogir, og hins vegar eru margs konar vogir til nota á vinnslustiginu, svo sem flökunar- og pökkunar- og biokkavogir. 011 þessi tæki eru margfalt fullkomnari en eldri búnaöur, og auk þess geta þau veriö i beinu sambandi viö safn- stöövar og annan tölvubúnaö, sem skapa geysimikla möguleika á hvers konar gagnavinnslu i sambandi viö alla vinnslu i frysti- húsunum og rekstur þeirra. Kerfiö byggist á samsetningu margra eininga, og er þvi hægt aö taka þessi tæki smátt og smátt i notkun eftir þvi sem þarfir og aö- stæöur gera æskilegt i hverju frystihúsi fyrir sig. Þaö er Raunvisindastofnun Há- skólans, sem hefur hannaö þessi tæki i samráöi viö Framleiöni hf., Sjávarafurðadeild Sambandsins og nokkur frystihús, sem annast hafa prófun tækjanna. Hönnun þessa búnaöar byggist á nýtil- kominni rafeindatækni, sem gerir þaö kleift aö sérhanna tæki meö flókinni verkan, sem jafnframt er hægt að framleiöa i tiltölulega fáum eintökum án þess að stofn- kostnaöur veröi óhæfiiega hár. Einnig er hægt aö aðlaga einstök tæki aö sérstökum þörfum hvers notanda, þannig aö nú er hægt aö sinna sérþörfum minni markaða og litilla rekstrareininga með hóflegum tilkostnaði. Einn meginkostur þessara nýju voga er sá, aö þær eru mun ná- kvæmari en eldri vogir. Þetta skiptir verulegu máli i fiskvinnsl- Þ j óðleikhúsið: Kirsiblómin vel sótt Hin óvenjuléga leiksýning Þjóöleikhússins, Kirsiblóm á Noröurfjalli, hefur fengiö mjög góöar undirtektir áhorfenda sem og allra gagnrýnenda Er það vonum framar þar eö hér er um hefðbundna japanska leiklist að ræða, en sýnir þo aö gamansemin er alls staðar söm við sig og Is- lendingar njóta hennar jafnt þó hún sé færö i austrænan búning. Leikstjóri sýningarinnar er Haukur J. Gunnarsson og er hann einn af fáum vesturlandabúum sem hlotiö hafa leikhúsmenntun sina i Japan. Meö hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Jón Gunnarsson, Þórhallur Sigurðs- son og Arni Ibsen. Alla tónlist sýningarinnar samdi Egill Ólafs- son eftir strangri japanskri fyrir- mynd og er hún flutt af honum sjálfum. Næstu sýningar á Kirsiblómum á Norðurfjalli eru Þriöjudaginn 22. janúar og miövikudaginn 23. janúar. Vegna hagstæöra innkaupa getum viö nú boöiö nokkrar samstæöur af þessum vinsælu norsku veggskápum á lækkuöu veröi. Húsgögn og . . ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 unni, þvi aö hjá meöalfrystihúsi er taliö, aö hvert prósent, sem tekst aö spara i yfirvigt á fram- leiöslunni, þýöi á næsta ári 13 millj. kr. tekjuauka. Sömuleiöis er taliö, aö hvert prósent sem tekst aö auka nýtingu i flökum, samsvari 26 millj. kr. tekjuauka. Einnig getur kostnaöur frystihús- anna viö aö skipta um lóð á vog- um sparast meö þessum tækjum, en hann er hjá meðalhúsi um 1,5 millj. kr. á ári. Þessi nýju tæki eru seld undir vörumerkinu MAREL. Samsetn- ing þeirra fer fram hjá rafeinda- vinnustofu Oryrkjabandalags ís- lands, sem þegar hefur langa reynslu af framleiðslu á rafeinda- tækjum. Framleiöni sf. hefur gefiö út ýtarlegan upplýsinga- bækling um möguleika þessara nýju tækja. Fæst hann á skrif- stofu fyrirtækisins aö Suður- landsbraut 32, þar sem allar frekari upplýsingar eru einnig veittar. Dagana 6-7 desember sl. hélt Sjávarafuröadeild Sambandsins ráðstefnu i ölfusborgum. Til ráö- stefnunnar var boöið öllum verk- stjórum og framkvæmdastjórum Sambandsfrystihúsanna. Megin- viðfangsefni ráöstefnunnar voru möguleikar til bætts reksturs með tilkomu rafeindatækninnar. Aöal- fyirlesarar um rafeindatækni og þýöingu hennar voru þeir Rögn- valdur ólafsson lektor og eölis- fræðingur viö Raunvisinda- stofnun Háskóla Islands og Gylfi Aðalsteinsson rekstrarhagfræð- íngur og deildarstjóri hjá Fram- leiöni sf. Þar aö auki aöstoöuöu sérfræöingar frá Raunvisinda- stofnun Háskólans og Framleiðni sf. viö sýningu á rafeindatækjum og útskýröu notkun þeirra. Einnig fluttu Hafliöi Loftsson vélaverk- fræöingur hjá Framleiðni sf. fyrirlestur um notkun áls og stáls i vinnslukerfum og kynnti einnig nýjar hugmyndir um vinnslukerfi i frystihúsum. Þráinn Karlsson og Theodór Júliusson, sem leika þá Matta og Púntila Leikfélag Akureyrar sýnir Púntila og Matta Þriöja verkefni Leikfélags Akureyrar á þessum vetri veröur Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Bertolt Brecht, en leikritiö samdi Brecht áriö 1940, er hann var landflótta staddur i Finnlandi, þar sem hann dvaldi m.a. á bú- garöi skáldkonu aö nafni Hella Wuolijoki, en leikritiö er samiö upp úr sögum er skáldkonan sagöi honum og hálfgeröu leik- riti, sem hún haföi veriö aö glima viö. Til gamans má geta þess aö ráögert haföi verið að veita Brecht landvist á Islandi, þegar honum var ekki lengur vært á meginlandinu vegna of- sókna nasista, og haföi Halldór Laxness forgöngu um það mál aö áeggjan danskra rithöfunda, og höföu tilskilin leyfi fengist fyrir þessu. En þegar til kast- anna kom var Brecht stunginn af austur á bóginn á leiö til Bandarikjanna. Laxness kynnt- ist Brecht er hann var endan- lega sestur aö i Austur-Berlin (þar sem hann fékk til umráöa eigiö leikhús, Berliner Ensemble) — „hann minnti á truck driver”, er haft eftir skáldinu á Gljúfrasteini þegar hann var inntur eftir þvi hvernig kollega hans heföi komið honum fyrir sjónir. — Leikritiö Púntila og Matti var sýnt 1 Þjóöleikhúsinu 1969 og varö ákaflega vinsælt, enda slegið á strengi og töluö tunga sem viö skiljum hér um slóöir. Einnig var leikurinn sýndur á Húsavik fyrir um þaö bil tiu ár- um og mun mörgum enn 1 fersku minni. Að þessu sinni leikstýrir Hallmar Sigurðsson Púntila bónda og Matta vinnumanni og gerir jafnframt leikmyndina, en Hallmar hefur verð viö leik- listarnám I Sviþjóð siðastliöin fimm ár, og er þetta fyrsta verkefni hans sem leikstjóri á islensku leiksviöi. Púntila bónda leikur Theodór Júliusson, en Þráinn Karlsson leikur Matta. Fjöldi persóna koma viö sögu og fara sumir leikaranna ( sem eru 14 ) meö fleiri en eitt hlutverk. Söngvar 1 leikritinu eru eftir Paul Dessau, og hefur Karl Jónatansson æft þá og ann- ast undirleik á harmóniku á sýningum. Aö lokinni frumsýningu á Púntila og Matta hefjast æf- ingar á tveim siöustu verkefn- um leikfélagsins á þessu leikári, Herbergi 213 eftir Jökul Jakobs- son og Beðið eftir Godot. Starf- semi Leikfélags Akureyrar hefur verið meö miklum blóma að undanförnu, 7.500 manns sóttu sýningar leikfélagsins á Galdrakarlinum I Oz og Fyrsta öngstræti til hægri (4.200 manns), sem lætur nærri aö vera metaðsókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.