Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 11
11 Þriðjudagur 22. janúar 1980 n fagri gat svarað spurningum, sem fram voru bornar í sumum skeytanna og gat fyllt upp I eyður. Sumar þessar upplýsing- ar gaf hann munnlega, en hann gaf Cynthiu lika daglega skrif- lega skýrslu. Um þetta leyti var mikill þrýstingur frá þeirri deild bresku leyniþjónustunnar, sem fór með mál flotans um aö fá upplýsingar, sem gætu leitt til þess að höndum yrði komist yfir dulmálslykil sjóhers Vichy-stjórnarinnar. Churchill sjálfur lagði mikla áherslu á þetta. Þvi var það að haft var samband við Cynthiu frá skrif- stofu bresku leyniþjónustunnar íNew York.Þar varþess krafist að hún gerði tilraun til að ná I þennan dulmálslykil. Allir aðrir en Cynthia hefðu llklega svaraö þvi til að þetta væri ógerlegt. En Cynthia brann I skinninueftir að gera það ómögulega. Yfirmaður dulmáls- herbergisins verður leiksoppur Cynthiu Þar sem Charles hélt þvi fram, að það væri brjálæði að láta sér detta I hug að stela og mynda dulmálslyklabækur Vichy-stjórnarinnar, beindi Cynthia athygli sinni að hinum nýja yfirmanni dulmálsdeildar- innar. Hún beið ekki einu sinni eftir þvi að tilviljunin léti fundum þeirrabera saman. Hún hringdi I hann og sagöist nauðsynlega þurfa að hitta hann. Þó aö sendifulltrúinn væri áreiðanlega tortrygginn, tók hann ekki illa I málaleitan Cynthiu. Hann sagðist vera ein- samall og spurði hvort hún vEdi ekki koma til sin. Hér var komin hin sigilda ögrun karlmaður á móti konu þar sem tveir sérfræðingar i daðri eigast við. Vogarskálarn- ar voru i jafnvægi þegar barátt- an hófst. Cynthia var reiðubúin að fara með sendifulltrúanum I rúmið ef hann vildi afhenda henni þær upplýsingar sem hún fór fram á. Sendifulltrúinnhafði mikinn.áhuga á leynilegu ástar- ævintýri, en hafði ekki hug á þvi að stofna framaferli sinum i utanríkisþjónustunni I hættu. Cynthia greip til þess ráös i örvætningu sinni, að segja honum strax að hún ynni fyrir Bandarikjamenn, að hún elsk- aði Frakkland og vildi sjá það endurheimta fullt sjálfstæði og að umfram alltvildi hún fá sjó- hersdulmálslyklana. Hún gaf líka i skyn, að hún væri reiðubú- in aösjá til þess, aö honum yrði launað rikulega og reglulega, ef hann útvegaði henni upp- lýsingar um allar breytingar, sem yrðu á dulmálslyklunum. Kvöld eitt kastaði hann á hana kveðju I anddyri Wardman Park hótelsins. Þetta geröist ó- vænt og Cynthia varð hrædd um, að einhver hefði séö til þeirra, en hún gerði sé lika grein fyrir þvi, að hún neyddist til að bjóða honum til herbergis sins. Þar sem Cynthia var ófor- betranleg bjartsýnismann- eskja, er liklegt, að hún hafi sannfært sjálfa sig um að sendi- fulltrúinn væri reiðubúinn að láta að óskum hannar. Svo að hún svaraði atlotum hans, án þess að hafa þá tryggingu að hafa htið augum dulmálslykl- ana, sem hefði bent til þess, að hann vildi hjálpa henni. I þetta skipti sýndi Cynthia ekki sina venjulegu færni I starfinu. En nákvæmlega hvað gerðist eftir þetta? Samkvæmt frásögn Cynthiu hringdisiminn,einmitt, þegar hún og sendifulltrúinn voru að koma sér saman um, hvenær þau skyldu liittast næst. Isimanum var Charles Brousse og boöaði komu sina. Cynthia segist hafa ýtt á eftir sendifull- trúanum út úr herberginu, en aö Charles hafi séð til hans og af- leiöingin varð heiftarlegt rif- rildi. Qiarles var öskureiður yfir þvl, að ástmær hans hafði haldið fram hjá honum með einum starfsbræðra hans. Hann sló hana sundur og saman. Nú var ástandið hættulegt. Þau höfðu hvort um sig komiö hinu I áhættusama aöstöðu. Charles Brousse var ekki I minnsta vafa um, að sendifull- trúinn myndi segja ambassa- dornum, frá Cynthiu og I leið- inni leggja sig allan fram til að bæta eigin möguleika á stöðu- hækkun. Og hann varaði Cynthiu við þvi, að mikil hætta væri á, að leynilögregla Vichy- stjórnarinnar réði hana af dög- um og hún fyndist sfðan í Poto- mac-ánni. Cynthia og Charles losa sig úr klipunni Skömmu siðar sendi am- bassadorinn eftir Brousse og lét þess getið, að sendifulltrúinn hefði sagt sér frá þvi, að hann hefði hafnað miklum mútum, sem Elizabeth Thrope hefði boðið honum fyrir leyndarmál Vichytstjórnarinnar. Hvað hafði Brousse um þetta aö segja? Charles hélt ró sinni. Hann benti á, að Cynthia væri góður og gegn Bandarikjaþegn. Hún væri af góðri fjölskyldu komin, faðir hennar væri I landgöngu- liði Bandarlkjaflota o.s.frv. Það yrði að fara varlega I þessi mál, þar sem Bandarlkin væru ekki lengur hlutlaus. Broussebættiþvívið, að hann hefði mestar áhyggjur af þvi hve umtalsillur sendifulltrúinn væri. Hann gat þess möguleika við Henry-Haye, að hann hefði farið á fjörurnar við Cynthiu en verið tekið fálega, og þvi væri þetta hefnd hans. Siðan spilaði Brousse út trompinu slnu. Þegar ambassadorinn bað hann að nefna önnur tilfelli um illt umtal, svaraði Charles þvi tU, að sendifuÚtrúinn hefði komiö sögum á kreik i Washington um Henry-Hay og de Zuylen barónessu. Ambassadorinn fór hjá sér, þakkaði Brousse fyrir aö sýna sér trúnað og sleit viðtalinu. Að- ur en sólarhringur var liðinn var sendifulltrúanum tilkynnt, að hann hefði ekki lengur um- sjón með dulmálsherberginu. Þannig gátu Cynthia og Char- les losað sig úr mestu klípunni, enenn var þaövandamálóleyst, hvernig komast mætti yfir dul- málslyklana. Eftir að þau voru búin að bera saman bækur sínar, tók Cynthia af skarið og ákvað að eina leiðin til þess væri að brjótast inn I dulmálsher- bergið. En til þess að það mætti gerast, varð að tryggja sér hjálp innan sendiráðsins. Aætlunin, sem Charles og Cynthia gerðu um innbrotið og hvernig opna mætti skápinn, þar sem dulmálslyklarnir voru geymdir, var á þá leið, að Char- les skyldiláta sem svo, að hann þyrftiað vinna eftirvinnu nokk- ur kvöld til að vinna upp verk- efni, sem höfðu safnast fyrir. Svo heppilega vildi til, að það var bara einn varðmaður við sendiráðið og Charles haföi skýrt honum frá þvl, að hann yrði að vera lengur I sendiráð- inu og Cynthia yrði með honum. Með aðstoð kanadlsks sér- fræöings I peningaskápainn- brotum stóð skápurinn opinn eftir aðeins 3 tilraunir, bækurn- ar teknar úr honum og réttar út um gluggann á herbergi Brousse til bresks leyni- þjónusutmanna, sem stóðu þar fyrir utan. Hann sá um að þær væru myndaðar siðu fyrir siðu, og að bókunum væri skilað fyrir dagrenningu. Vichy-dui- málslyklarnir yoru ómetanlegir fyrir Breta og óbeint einnig fyrir Bandarikjamenn. Aætlan- Framhald á bls. 19 Reynitré við Ibúðarhiísiö i Hvammi I Döium 1950 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 286 Lltum á „aldamóta-blóma- rósir”, þátttakendur I hús- stjórnarnámskeiöi árið 1900. Myndina tók Sigfús Eymunds- son i Reykjavlk. Miöröö til hægri: Guðrún Jóhannsdóttir Asgarði, seinni kona Bjarna i Asgaröi. 1 miðið Sigrlöur Jónsdóttir, Kýrunnar- stöðum. Ekki er kunnugt um nöfn hinna. E.t.v. þekkja ein- hverjir lesendur þær? Varla eru þetta allt „Dalamannadætur”. A grasaleitargönguferö virtist mér óvenju margt af dökkhærðu og dökkeygöu fólki sums staöar 1 Dölum. Eru það kannski af- komendur fylgdarliðs Auöar djúpúðgu? Næsta mynd sýnir menn og málleysingja I fjárrétt á Kýr- unnarstööum árið 1965. Litil stúlka i forgrunni hjúfrar sig ósköp ánægö aö Bildu sinni. Svo eru þarna ærnar: „Kúða, tJt- hyrna, Kolla, Surtla” o.fl. hver með sln einkenni, bæði aö útliti og I skapi. Vænst þótti flestum fjármönnum um forystuærnar eða forystusauðina. Jú, hjaröir hafa slna höfðingja. Loks er mynd af fögru reyni- tré við ibúðarhúsið I Hvammi i Dölum, gróðursett af séra Kjartani Heigasyninokkrufyrir slðustualdamót. Myndin er tek- in kringum 1950. Við tréö standa: Séra Pétur Tyrfingur Oddsson og kona hans Unnur Guðjónsdóttir. Jón Emil Guðjónsson léði myndirnar. 1 fjárrétt á Kýrunnarstööum i Dölum 1965 A hússtjórnarnámskeiöi i Reykjavfk 1900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.