Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 17
Þri&judagur 22. janúar 1980 17 Mæðrafélagið heldur fund þriðjudaginn 22. janúar (ekki 21. janúar) að Hallveigarstöð- um kl. 8. Inngangur frá öldu- götu. Spiluð verður félagsvist. Mætið vel og stundvlslega, takið með ykkur gesti. Kvenfélag Kópavogs: Hátlöar- fundurinn verður fimmtudaginn 24-janúar kl. 20:30 I Félags- heimilinu. Fjölbreytt skemmti- atriði. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. A fjölmennum fundi I Rauð- sokkahreyfingunni 17. janúar var samþykkt samhljóða eftir- farandi ályktun: Arsfjórðungsfundur Rauö- sokkahreyfingarinnar, haldinn 17. janúar 1980, átelur harölega seinagang borgaryfirvalda varðandi kaup á fasteigninni Holtsgata 7b, til nota fyrir dag- vistarstofnun. Fundurinn skorar á borgar- ráð aö ganga nú þegar frá hús- kaupunum og hraða sem mest opnun dagheimilis, sem brýn þörf er fyrir eins og alkunnugt er. Reykjavík 18. janúar 1980 Miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar. Ymis/egt Árshátið félags Snæfellinga og Hnappdæla verður haldin laugardaginn 26. þ.m. I Domus Medica og hefst kl. 18.30. Heiðursgestur verður Stefán J.Ó.h. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ólafsvik. Aðgöngumiðar hjá Þorgilsi n.k. miðvikudag og fimmtudag frá kl. 16-19. Skemmtinefndin. May Pihlgren les upp i Norræna húsinu Um þessar mundir er góður gestur frá Finnlandi hér i boði Norræna hússins, hin þekkta finnsk-sænska leikkona MAY PIHLGREN. Hún hefur tvær dagskrár i Norræna húsinu, þar sem hún flytur finnska nútima ljóðlist. Þriðjudaginn 22. janúar kl. 20:30 les hún upp ljóð eftir Edith Södergran (1892-1923), Elmer Diktonius (1896-1961) og Solveig von Schoultz (1907), Lars Huldén (1926) og Per-Hakon Pawals (1928), og laugardaginn 26. janúar flytur hún aðra dagskrá. m.a. með ljóðum eftir Gunnar Björling (1897-1960). May Pihlgren er framúrskarandi túlkandi hvers kyns ljóðlistar, hvort sem heldur er um að ræða hrein ljóð eða t.d. ádeilukvæði, og tekst einkar vel að laða fram sér- kenni hvers skálds. Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum stendur Þjóðleikhúsið einnig að heimsókn leikkonunnar hingað og hún kemur fram þar 23. jan. Minningarkort Minningarkort Sjúkrahús- sjóðs Höfðakaupstaðar, Skagaströnd fást á eftirtöld- um stöðum: Blindravinafélagi Islands, Ingólfsstræti 16 simi 12165. Sigriði ólafsdóttur s. 10915. Reykjavik. Birnu Sverrisdóttur s. 8433, Grinda- vik. Guðlaugi óskarssyni skipstjóra, Túngötu 16, Grindavík simi 8140. önnu Aspar, Elisabet Árnadóttur, Soffiu Lárusdóttur, Skaga- strönd. Minningarspjöld Hvitabands- ins fást i Versl. Jóns Sig- mundssonar, Hallveigarstig 1, Bókabúö Braga, Lækjargötu, Happdrætti Háskólans, Vesturgötu og hjá stjórnar-. konum. Kvenfélag Háteigssóknar. — Minningarspjöld Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd hjá Gróu Guðjónsdóttur Háa- leitisbraut 47 s. 31339 og Guð- rúnu Þorsteinsdóttur Stangar- holti 32. s. 22501. Enginn heldur upp á afmæli fæðingarár sitt Herra ritstjóri Timans! Vegna áskorana þinna I sima i morgun, þá sendi ég skýringu á aldamóta-ruglinu: 20(ugu)stu! öldinnilýkur 31. des. 1999. 21. öldin fæðist 1. jan. árið 2000. Þá fögnum við fæðingu nýs árs og + nýrrar aldar.En eng- inn heldur upp á afmæli — fæð- ingarár sitt — þess vegna held- ur 21. öldin upp á fyrsta áriö, sem liðið er 1. jan. árið 2001. Hún hagar sér eins og mað- urinn — lifir fyrsta árið — og svo er afmælisveislan að þvi loknu. Þarf nokkra stærðfræðinga til að rugla fjölda manna? Má ekki fagna nýrri öld 1. jan. árið 2000? Svava Valdimarsdóttir Kleppsvegi 50, Rvlk. Svava Vaidimarsdóttir Hryssa í óskilum Að Eystra-Súlunesi i Leirár- og Melahreppi er i óskilum ung hryssa. Rauð, tvistjörnótt, ómörkuð. Sé hennar ekki vitjað verður hún seld á uppboði 2. febrúar n.k. kl. 2. Upplýsingar gefur Helgi Bergþórsson, Eystra- Súlunesi. Hreppstjóri Leirár- og Melahrepps, Hávarðsstöðum. Þökkum innilega samúð og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa Kristins H. Sigmundssonar, Glaðheimum 10. Karólina Kolbeinsdóttir, Erna Kristinsdóttir Kolbeins, Eyjólfur Kolbeins, Kristin Kristinsdóttir, Kristófer Guðmundsson, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Gunnar Friðbjörnsson, Pálina M. Kristinsdóttir, Sigfús Johnsen, Kolbeinn Kristinsson, Gyða Guðmundsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Jóhannes Tryggvason, Lára Kristinsdóttir, Lárus Einarsson og barnabörn. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.