Tíminn - 24.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur24. janúarl980 19. tölublað—64. árgangur Eflum Tímann Siðumúla 15 ¦ Pósthólf 370 • Reykjavik ; Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Kreditkortafyrirtæki arövænleg: Tugmilljóna tekju- möguleikar á mánuði — af tvö þúsund kreditkortum HEI— Gangi kreditkoranýjungin vel i okkur íslendinga, eins og aðrar nýjunar erlendis frá eru oft vanar aö gera, ætti þarna að geta orðið um blómlegan atvinnu- rekstur að ræða fyrir snjalla f jár- málamenn á næstu árum. Það er komið fram, að hið nýja fyrirtæki Kreditkort h.f. hyggst semja við fyrirtæki um að lána fólkiúttekt á annan mánuö vaxta- laust og borga siðan Kreditkort h.f. 7% af viðskiptunum fyrir greiðann. Kreditkort h .f.segist að vlsu ætla að fara hægt af stað og úthluta ekki nema svo sem 2 þús. krotum. En miðað við mánaðar- úttekt að meðaltali fyrir 200 þiis. krónur fyrir hvert kort, sem ekki ætti að vera svo óraunhæft, þá fær Kreditkort h.f. þó altént 28 mill- jónir á mánuði í kassann fyrir greiðann, auk tveggja milljóna I fastagjald af kortunum. Við þenhan 7% afslátt sem verslunirnar ætla að veita — að sögn þeirra Kreditkortamanna hafa þegar á annað hundrað verslanir og þjónustufyrirtæki ákveðið að taka upp þessa þjón- ustu — bætist allt að 4% vaxta- kostnaður á viðskiptin, þannig að gera má ráð fyrir að það kosti þessi verslunar og þjónustufyrir- tæki 10-11% af vöruverðinu að veita viðskiptavinum þessa þjón- ustu. Sannarlega er ekki hægt annað en að gleðjast yfir þvi að svo mörg verslunarfyrirtæki skuli hafa efni á þvi að leggja i þennan kostnað, til þess að geta veitt sem flestum lslendingum þá ánægju, að geta eyttsem mestu af kaup- inu sinu fyrirfram. Guömundar- og Geirfinnsmálin: Málf lutningi f yrir Hæstarétti lauk í gær — Sævar, Erla og Kristján fluttu lokaorð i vörn sinni sjálf FRI — Þrjú hinna ákærðu I Guðmundar- og Geirfinnsmálun- um fluttu lokaorð varnar sinnar« sjálf fyrir Hæstarétti I gær en þá lauk málfutningnum og má segja að fá ef einhver mál hafa vakið jafnmikla athygli og þessi. Salir Hæstaréttar voru þétt- setnir og þurftu sumir frá að hverfa þvi salurinn rúmaði ekki þann fjölda er hafði hugsað sér að fylgjast með málflutningunum. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. verjandi Erlu og Benedikt Böndal hrl. verjandi Alberts Klahn luku málflutningi slnum, siðastir af hálfu varnarinnar og tók þá Þórður Björnsson rlkissak- sóknari við. Verjendur gerðu síð- an stuttar athugasemdir við mál hans og jafnframt töluðu hin á- kærðu. Málflutningum lauk siðan rétt fyrir kvöldmatarleytið með orð- um forseta réttarins „Nú verður máliðlagtidóm." Sjá bls. 3 Hver borgar aukinn milliliöa- kostnaö vegna kreditkorta?: Vlðskiptavinurinn borgar alltaf á endanum — segir framkvæmdastjóri Verslunarráðsins HEI — „Kaupmannasamtökin hafa ekki mótað neina stefnu né ákveðið neitt i sambandi við viðskipti meö kreditkortum" svaraði Magnus Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna er Timinn spurði hvort verslunin, sem si- fellt hefur verið að barma sér gæti hugsanlega tekiö á sig stór- aukin lánsviöskipti auk afslátt- ar á vöruveröi til Kreditkorta h.f. Magnús sagðist persónulega aftur á móti ekki geta séð hvernig kaupmenn ættu að geta tekiö á sig 7% afslátt vöruverðs og lána vöruna siðan vaxtalaust í mánuð, meðan þeir sjálfir þyrftu að greiða allt að 4% mánaðarvexti. Hann sæi a.m.k. ekki hvernig þetta dæmi ætti að ganga upp eftir núverandi fjár- hagsstöðu smásöluverslunar- innar. Hann var þá spuröur hvort hann teldi einn milliliðinn enn I versluninni þarflegan eða æski- legan. Magnús sagðíst persónu- lega álíta að kreditkort gætu verið þægileg 1 feröalögum er- lendis. En hann fengi ekki kom- ið auga á að það væri erfiðara að bera á sér avisanahefti en plastspjald. Arni Arnason, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Islands var spurður sömu spurninga. Hann sagði, að væru þær forsendur fyrir hendi, að meira frjálsræði væri i versluninni og bankakerf- inu verðlag væri stöðúgt og þar af leiðandi meiri samkeppni þannig að bankarnir væru að selja lánafyrirgreiðslu og verslanir þyrftu að keppa meira sin I milli, þá fyndist sér það leiöa af fyrirmyndum erlendis frá að þetta kæmi upp og yrði almennt. En þar sem þessar forsendur væru ekki fyrir hendi, hefði hann persónulega ekki trú á þvl að þessi viðskiptamáti yrði útbreiddur á næstunni. Það segði þó ekki að Kreditkort h.f. gæti ekki átt framtið fyrir sér. Um þaö hvort kortin væru æskileg sagðist Arni ekki leggja dóm á. Vildi fólk nota kredit- kort, þá hlyti það að telja þau til bóta, það kvæði upp endanlega dóminn. En lendir aukinn kostnaður, sem af þessu leiöir ekki alltaf að lokum á viöskiptavininum? „Viöskiptavinurinn borgar alltaf á endanum það sem reksturinn kostar", svaraöi Arni. Sævar Ciesielski: Tilvitnun úr varn- arræðu Sókratesar FRI — I lokaorðum slnum i gær fyrir Hæstarétti vitnaöi Sævar Ciesielski i hina frægu varnar- ræðuSdkratesarogsagði: „Núer mál komið að vér göngum héðan. Égfer til að deyja, þér til þess að lifa. Hvor okkar fær betri för er öllu hulið nema guðunum ein- um." I máli sinu kvaö Sævar að lög hefðu verið brotin hvað eftir ann- að hvað varðaði meðferð ákæru- valdsins á sér. Hann hefði þurft að sæta stöðugum yfirheyrslum dag eftir dag, kærur hans um meðferðá sér hefðu verið hunsað- ar og oft hefði hann ekki fengið aö hafa réttargæslumann sinn viö- staddan I yfirheyrslum og við skýrslugerð. Hann kvaðst vera saklaus af ákærum og i máli sinu fjallaði hann nokkuð um hótanir þær sem hótanir þær sem vitni I málinu á að hafa sætt af hálfu kunningja hans. Sagði hann að þetta atriði fengist ekki staðist þar sem hann ætti enga vini og kunningja. Sævar bað Hæstarétt að hafa Sævar býr sig undir að flytja lokaorð sln I gær. Kristján Viðar flytur lokaorð sln I gær. Tlmamynd Tryggvi. orð Sókratesar I huga ef rétturinn kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Kristján Viðar Viðarsson: „Játningar minar fengnar með hótunum lögreglu" FRI — í máli sinu fyrir Hæsta- rétti I gær sagöi Kristján Viðar Viðarsson einn hinna ákærðu að hann hefði aldrei séð Geirfinn og að hann hefði engin afskipti haft af Guðmundi frá þvi að þeir voru börn. Sagði hann játningar sfnar verða fengnar með hótunum um m.a. liflát frá lögreglu og fleiru i þeim dúr. Hann kvaðst einnig vara saklaus að þvi að hafa boriö rangar sakir upp á fjórmehning- ana. Að lokum sagði Kristján að hann treysti þvi að Hæstiréttur myndi f jalla um þetta mál á hlut- lausan hátt. Erla Bolladóttir: „Uppsker það er égsáðifyrir" FRI — í máli sinu sagði Erla Bolladóttir aö sú reynsla er hún hefði öðlast I þessu máli væri sér ómetanleg. Hún vildi benda bæði vörninni og sókninni á að allan þann tima er yfirheyrslur stóðu yfir þá hefði aldrei verið reynt aö hlusta á það sem hinir ákærðu voruað segja fyrir utan það sem sett var i' skýrslur og skjöl. Það hefði aldrei verið tekið alvarlega er þeir voru að lýsa yfir sakleysi sinu eða er þeir báru fram kvart- anir á meðferð á sér. En betra er seint en akirei. HUn sagði að hiin væri ger- breytt persóna eftir þessa reynslu og aðhún vonaði aö sanneikurinn i þessu máli kæmi f ram einhvern tima. Aðlokum þá sagði hún við rétt- mn að hún treysti þvl að hún myndi uppskera það er hún sáöi fyrir. Magnús úr stjórn Kredit- korta hf. Blaðinu barst I gærkvöldi yfirlýsing Magnúsar K. Jónssonar, hluthafa og stjórnarmanns I Kreditkort hf. þar sem hann segist hafa beðið samstjdrnarmenn slna um lausn frá starfi og stjóru- inni og að hlutabréf hans verði seld. Yfirlýsingu Magniisar fylgir yfirlýsing frá stjórn Kredit- kort hf. þar sem hörmuð er sú meðferð sem Magnús er talinn hafa orðið fyrir. Sjá bls 3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.