Tíminn - 24.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. janúar 1980 5 Þau fyrirtæki, sem þora, sýna hjá Byggingaþj ónustunni JH — Byggingaþjónustan, sem um næstu mánaöamót flytur bækistöövar sínar aö Hallveigar- stig 1, veitir almenningi ókeypis upplýsingar um verö gæöi meö- höndlun og notagildi efnis og tækja á sinu sviöi. Meginstarfsemi hennar er fólg- in I þvi aö hafa opna sýningu á fjölbreyttu úrvali byggingarefna, véla, verkfæra, heimilistækja, innréttinga og margvislegra fylgihluta. Kappkostar hún aö kynna nýjungar jafnóöum og þær koma á markaöinn og veita hlut- lausar upplýsingar og leiöbein- ingar, sem oft geta sparaö mikinn tima og fyrirhöfn og afstýrt kaup- um, sem gerö eru i fljótræöi. Þessi þjónusta er meöal annars kostuö meö fé, sem þau fyrirtæki láta úti, er þora að sýna vöru sina i heiöarlegri samkeppni á vegum Byggingaþjónustunnar. Þetta < starf er mjög mikils vert þeim, sem eru að byggja. endurnýja ibúöir sinar eöa kosta til viöhalds á þeim. Byggingaþjónustan hefur og gengizt fyrir ráöstefnum, nám- skeiöum og fyrirlestrum viöa um land um hvaöeina, er varöar byggingar og húsnæöismál, og veröur þvi haldið áfram. Verkamannafélagið HHfr Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trún- aðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1980 liggja frammi á skrifstofu Hlifar frá og með fimmtudeg- inum 24. janúar. öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17 föstudaginn 25. janúar og er þá framboðs- frestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlifar Hugur og hönd — listmenningarrit Heimilisiðnaðar- félagsins Hugur og hönd, hiö fallega ársrit Heimilisiðnaöarfélags tslands, er komið út, og flytur að venju margar greinar og fjölda mynda af fagurlega gerðum fllkum og munum ýmsum. Fyrsta greinin og sú lengsta, nefnist Um Islenzkan klæönaö og er eftir Huldu Á. Stefánsdóttur, fyrrverandi skólastjóra. Margar smágreinar eru um ýmiss konar saum og klæöagerö, skrautmuni og skreytingar, meöal um blóma- krans og fleiri muni, sem gerðir eru úr mannshári. Heimilisiðnaöarfélag Islands vinnur hiö mesta þjóönytjastarf, Blómakrans úr mannshári, gerður af Olgu Sigurðardóttur árið 1974. og rit eins og þetta, sem þaö gefur hyggju og listskyn viö gerö nytja- út ár hvert, er mikils vert fram- muna vekja áhuga á listiðnaöi og lag til þess aö glæöa feguröar- visa fólki þar veginn. Blindrafélagið: Höfð verði samráð við samtök öryrkja um lagasetningu er þau varða A fundi hjá Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á íslandi, þann 23. október 1979 var eftirfarandi ályktun samþykkt og er henni hér meö komið á framfæri. Félagsfundur Blindrafélagsins haldinn að Hamrahliö 17. þann 23 okt. 1979 lýsir undrun sinni vegna setningar laga um aðstoö viö þroskahefta án nokkurs samráös viö félag öryrkja I landinu. Telur fundurinn aö merking orösins „þroskaheftur” sé óljós og að mörgu leiti villandi, en i annarri grein laganna segir, að oröiö þroskaheftur tákni hvern þann, sem þannig sé ástatt um að hann geti ekki án sérstakrar aöstoðar náö eölilegum likamlegum eða andlegum þroska. Með tilvisun til 24. greinar laganna telur fundur- inn, aö blindir og sjónskertir til- heyri ekki þessum hópi. Auk þess er I lögunum rætt um öryrkja og þroskahefta, sbr. áöurnefnda 14. grein. Jafnframt lýsir fundurinn furöu sinni á 32. grein laganna, en þar segir m.a., aö auk þess falli niöur öll ákvæöi almanna- tryggingalaga nr. 67 1971, ásamt siöari breytingu, sem ekki sam- rýmistlögum þessum. Enn frem- ur ákvæöi annarra laga sem kunna aö ganga i berhögg viö þessi lög. Fundurinn telur, aö þessi grein geti haft i för meö sér ófyrirsjáanlegar afleiöingar fyrir hinn almenna öryrkja og skorar á löggjafarvaldiö aö breyta þessu án tafar. Jafnframt beinir fund- urinn þvi til þeirra, sem um laga- setningu fjalla, aö þeir hafi full samráð viö samtök og félög öryrkja I landinu þegar lög um málefni þeirra eru sett eöa endur- skoöuö. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i Suðureyrarhreppi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n.k. Allar upplýsingar eru veittar hjá sveitar- stjóra i sima 94-6122 eða hjá oddvita i sima 94-6170. Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps, Súgandafirði Til sölu Ford 607 - Díesel Custom Cab sendiferðabifreið árg. 1971, með stóru húsi. Er á stöð. Mjög gott verð ef samið er strax. Einnig ný talstöð. Upplýsingar í síma 41224 á kvöldin. ILG-WESPER HITA- blásarar (3 fyrirliggjandi i eftirtöldum stæröum: 5.500 k. cal. 8.050 k.cal. 11.740 k.cal. 14.950 k.cal. Sérbyggðir fyrir hitaveitu og þeir hljóðlátustu á markaðinum. Vegna óreglulegs viðtalstima, þá vinsamleg- ast hringið næstu daga á milli 12-13. HELGI THORVALDSSON Háagerði 29 — Sími 34932. 108 Reykjavík. Auglýsið í Tímanum 1Lí'!lLL3*LL>!lIíIí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.