Tíminn - 26.01.1980, Qupperneq 2

Tíminn - 26.01.1980, Qupperneq 2
2 Laugardagur 26. janúar 1980 Frystíhús á Brjánslæk og velt- an 90 millj. á fáum mánuöum Byggist á hrefnuveiðum á norðanverðum Breiðafirði JH— Brjanslækur á Baröaströnd er aö veröa miöstöö hrefnuveiöa á noröanveröum Breiöafiröi. Sex Vestfiröingar geröu sér hægt um hönd i fyrravor og komu þar upp frystihiísi, og sjö mánuöum eftir aö bygging hófst, var velta þessa fyrirtækis oröin niutfu milljónir króna. Hlutafélagið, sem aö þessu stendur, nefnist Fltíki, og eru eig- endur þess sex, fjórir þeirra frá ísafiröi. Framkvæmdastjórinn er Ólafur Halldórsson, skipstjóri á ísafirði. Hrefnumiðin skammt undan — Viö völdum þennan stað vegna þess, að til Br jánslækjar er stutt leið af góðum hrefnumiðum utan eyja á norðanverðum Breiðafiröi, sagði Gisli Magnús- son i Langabotni i Geirþjófsfirði, sem er einn þeirra Flókamanna. Staðurinn lá ágætlega við, ef til- tækilegt var að koma þar við frystingu. Hrefnukjöt er viðkvæm vara, og sigling með hrefnurnar norður fyrir of löng, og hætt við, að kjötið rykist, ef þvi er ekið langar leiðir frá lendingarstað ófrystu um malarvegi. Frystihús ofan við bryggjuna. — Við fengum Ragnar Guð- mundsson, bónda á Brjánslæk, i félag við okkur, sagði Gisli enn fremur. Ofan við bryggjuna á Brjánslæk var gamalt hús, sem einusinni var sláturhús og seinna geymsla, og þetta hús dubbuðum við upp og byggöum við það stál- grindahús, I20fermetra, og sett- um i það fjögurra tækja frysti. Rafmagn fengum við frá Mjólkurárvirkjun, og þarna f ryst- um við hrefnukjötið. Við gerðum einnig plan, þar sem hrefnurnar voru dregnar upp og skornar, og þetta urðu talsverð umsvif hjá okkur, þvi að þarna vann fjórtán manns, þegar flest var i fyrrasumar. Stækkun i vor Hrefnukjötið seljum við Japön- um, sagði Gi'sli, og i fyrra var þvi ekið frystu til Reykjavikur. Nú höfum við hug á að byggja rúm- góða frystigeymslu, og er efni i hana þegar fengið. Þegar þessi frystigeymsla er komin í gagnið, getum við geymt allt að áttatiu lestir, og þá getum viðsent farma frá Brjánslæk með flóabátnum Baldri. Bætir það einnig fyrir okkur, aö ráðgert er að breikka og lagfæra bryggjuna á Brjánslæk, og við það batnar aðstaðan. Betri nýting bvi miður eru ekki möguleikar á að nýta hrefnuafurðirnar sem skyldi. Enner það kjötið eitt,sem hirt er, en að sjálfsögðu mætti nýta allt, sem til fellur af hrefn- unni, likt og með hvalafurðir, ef viðbúnaður væri til þess, og það, sem tilfellst, væri nægjanlega mikiðað standa undir þess konar vinnslu. En þess má geta, að hjörtun úr hrefnunni eru herramannsmatur, og þar stendur ekki á öðru en fólk komistuppálagmeð að matreiða þau og borða. Upphaf annars. meira? Eins og kunnugt er'eru hrefnu- veiðar bundnar leyfum. Þær mega hefjast 1. maí, og þeim skal lokið 20. ágúst. Við þann tima er rekstur frystihússins bundinn. En ekkert væri þvi til fyrir- stöðu, að við frystum einnig fisk, ef hann bærist. A Barðaströnd er þó nokkuð af trillum, sem notaðar eru við grásleppuveiðar, en eins og er verða menn að sæta s]ávar- föllum, hvort heldur bátarnir eru geymdir i' Þrælavogi hjá Brjáns- læk eða i Haukabergsvaðli. Væri haus settur á bryggjuna á Brjáns- læk og gerður garður skáhallt frá landi til móts við hann, fengist þar lega fyrir bátana, smábáta- höfn, og þá mætti nota trillurnar til handfæraveiða, þegar henta þætti. Fiskgengd á ný A Breiðafirði eru lúðumið, og á seinni árum er fiskur farinn að ganga inn með landinu. I fyrra var talsvert um það, að menn fengu þorsk í hrognkelsanet, ef lagnirnar voru utarlega. Eins fengu menn, sem skruppu á sjó með handfæri, ágætan afia. Það virðist þvi ekkert því til fyrirstöðu að stunda þarna hand- færaveiðar á köflum eins og fiski- göngum virðist nú hátta, ef bátar gætu komist á sjó með eðlilegum hætti og komið afla sinum i verð heima fyrir. Kirkjan á Hrafnseyri Sóknarnefnd Hrafnseyrar- sóknar áformar að hefja viðgerð á Hrafnseyrarkirkju næsta sum- ar, en hún er nú nær hundrað ára gömul og orðin hrörleg. t suraar er gert ráð fyrir, að grunnur verði lagfærður og geng- ið frá festingum, en seinna gert við húsið sjálft eftir þvi sem efni og ástæður leyfa. Þar sem söfnuðurinn er harla fámennur, og kirkjan þar af leið- andi félitil, er það von okkar, að Arnfirðingar, heima og heiman, svo og aðrir velunnarar kirkj- unnar, sjái sér fært að láta fé af hendi rakna, svo að þetta aldna guðshús megi sem lengst prýða staðinn. Hildigunnur Guðmundsdóttir, Auðkúlu i Arnarfirði. Afmælisvaka Kvenréttinda- félagsins Menningarviöburður á Kjarvalsstöðum Konur, sem fást við listir og vis- indi, verða kynntar á afmælis- vöku Kvenréttindafélags tslands, sem verður haldin á Kjarvals- stöðum i dag. Rithöfundarnir Asa Sólveig og Auður Haralds munu flytja eigið efni. „Laugardagur i ishúsi” er heiti smásögu Steinunnar Eyjólfsdóttur, sem kynnt verður á vökunni. Flutt verða ljóð eftir Þuriði Guðmundsdóttur. Sigriður Erlendsdóttir B.A. greinir frá rannsóknum sinum á þátttöku kvenna I atvinnulifinu. Maria Jóna Gunnarsdóttir byggingar- tæknifræðingur ræðir um starfs- vettvang sinn. Elisabet Eiriksdtt- ir syngur við undirleik Jórunnar Viðar, m.a. lög eftir Jórunni. Elisabet Waage leikur á hörpu. Þrjár stúlkurúr skólakór Garða- bæjar, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Marta og Hildigunnur Hall- dórsdætur syngja nokkur lög. Gestur gefst kostur á að skoða ljósmyndir eftir Emiliu Björgu Björnsdóttur blaðaljósmyndara og keramikmuni eftir Borghildi Oskarsdóttur. Myndlistarmennirnir Hjördis Bergs, Gerður Pálmadóttir, As- dis Sigurþórsdóttir, Andrina Jónsdóttir og Kristjana Samper sýna verk sin. Afmælisvakan hefst klukkan 14 og stendur i 2 tima. öllum er heimill aðgangur. Tónleikar í Hafnar firði Tónlistarskóli Hafnar- fjarðar gengst fyrir tónleik- um i Bæjarbiói laugardaginn 26. janúar kl. 3. A fyrri hluta tónleikanna koma fram nokkrir af kenn- urum skólans. Sigurður Marteinsson leikur Preludiu og fúgu i e-moll nr. 10 úr ,,Das Wohltemperiertes Klavier” bók I. eftir Joh. Seb. Bach. Ennfremur leikur Sigurður sónötu i A-dúr K. 331 eftir W.A. Mozart. Þá leikur Páll Gröndal Largo, þátt úr sónötu op. 65 eftir Chopin með undirleik Guð- riðar Guömundsdóttur. ,A6 lokum leikur Gunnar Gunnarsson Vals úr svitu op 116 eftir Benjamin Goddard, einnig meö undirleik Guörið- ar. Aðgangur að þessum tón- leikum er ókeypis og ölium heimill. 101 árs og stmgur fyrstu skóflu- stunguna JH — Kona, sem veröur hundr- að og tveggja ára görnul í vor, Ragnhildur Guöbrandsdóttir, mun i dag stinga fyrstu skóflu- stunguna á fyrirhuguöum grunni hjúkrunarheim ilis aldraðs fólks I Kópavogi. Að jafnaði fellur slik athöfn i hlut einhverra fyrirmanna, en Kópavogsbúar velja til þess elstá borgara bæjar sins. Ragn- hildur er ágætlega ern, þótt elst sé i þrettán til fjórtán þúsund manna bæ, og lætur sér ekki vaxa i augum þetta smáræði. Hjúkrunarheimilinu hefur verið valinn staður skammt frá Kópavogshælinu, og það á aö reisa fyrir söfnunarfé frá al- menningi á næstu tveim til þrem árum, og þá gertráð fyrir, að hvert heimili leggi fram sem næst hálft strætisvagnsfargjald á dag. Teikning, sem gerð hefur ver- ið aö hjúkrunarheimilinu, hefur þegar hlotið fullnaðarsam- þykki, og mjög margir hafa orð- ið til þess að leggja hönd á plóg- inn til þess, að allar áætlanir megi standast. Ráðstefna um hags- munamál Vestmannaeyja JH — Vestmanneyingar munu efna til ráðstefnu og borgara- fundar um fjölmörg mál, sem varða lifshagsmuni þeirra, nú um næstu helgi, einkum útvegsmál, fiskvinnslu, bankamál, samvinnu ; verklýðsfélaga og atvinnurek- enda, iðnaðarmál, hlutverk bæjarsjóðs og málefni aldraðs fólks og loks svonefnd eftirgos- mál. Allt að fjórir menn munu flytja stutt framsöguerindi um hvern málaflokk, og meðal þeirra, sem fundinn sækja, verða forráða- menn útvegsbankans, hafrann- sóknarstofnunar og Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. öllum þingmönnum kjördæmisins hefur og verið boðið á fundinn. Þessi ráðstefna verður öllum Eyjamönnum opin, eftirsem hús- rúm leyfir. Leiksýning á Seltjarnarnesi: Skagstrendingar á sýningarferð JH — Skagstrendingar munu gera innrás á höfuöborgarsvæðið núna um helgina, ekki þó þeirra erinda aö hertaka þaö I bókstaf- legri merkingu, heldur til þess aö skemmta þeim, sem þaö vilja þekkjast. — Það er Leikklúbbur Skaga- strandar, sem kemur til Reykja- vikur með sjónleikinn Gisl eftir irska skáldið Brendan Behan, sagði Jón Jónsson, fréttaritari Timans á Skagaströnd. Sýningin verður i félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi i kvöld, laugardaginn 26. janúar, og hefst klukkan niu. Efnir leikklúbburinn aðeins til þessarar einu sýningar sunnan heiða að þessusinni. Miðapantan- ir eru i sima 2-26-76 frá klukkan 1 i dag. Leikklúbburinn hefur sýnt GIsl á Skagaströndog viðari nágrenn- inu að undanförnu. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrimsdtíttir, en þýðandi Jónas Arnason rithöf- undur. Leikklúbburinn var stofnaður árið 1975, og hefur hann ávallt siðan sýnt nýjan leik á hverju ári. Þetta er i fyrsta skipti, að hann sýnir á höfuðborgarsvæöinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.