Tíminn - 26.01.1980, Síða 5

Tíminn - 26.01.1980, Síða 5
Laugardagur 26. janúar 1980 5 Mótmæla frelsissviftingu Sakharovs og konu hans Islandsdeild Amnesty International afhenti sendiherra Sovétrikjanna i Reykjavik Mikhail Streltsov eftirfarandi bréf 24. jan. sl.: íslandsdeild Amnesty Inter- national harmar þá frelsissvipt- ingu, sem sovésk yfirvöld hafa beitt hinn viðkunna baráttumann mannréttinda, Andrei Sakharov og konu hans, með þvi að flytja þau nauðug frá Moskvu til út- legðar i borginni Gorky. Islandsdeiid Amnesty Inter- national vekur jafnframt á þvi athygli, að i fréttatilkynningu frá aðalstöðvum alþjóðasamtak- anna i London, sem birt var 15. þessa mánaðar, var frá þvi skýrt, að svo virtist sem yfir stæði viðtæk herferð gegn and- ófsmönnum i Sovétr ikjunum . Hefðu meira en fjörutíu þeirra verið handteknir þar á siðustu þremur mánuðum fyrir að reyna með friðsamlegu móti að færa sér viðurkennd mannréttindi i nyt. A sama tima hafa talsmenn Sakharov á heimili sinu i Moskvu. aukinna mannréttinda hlotið þunga fangelsisdóma og vitað er um a.m.k. tvo, sem lagðir hafa verið i sérstök geðs júkrahús. Frá þvi i október sl. er sam- tökin Amnesty International birtu opið bréf til Leonids Brezh- nevs, forseta Sovétrikjanna, hefur handtökum og fangelsun- um fremur fjölgað en fækkað. Að visu hefur einhverjum föngum verið veitt uppgjöf saka i tilefni alþjóðlega barnaársins, en ekki er vitað til þess að neinir póli- Andófsnefnd stofnuð til aðstoðar andófsmönnum í kommúnistaríkjum Miðvikudaginn 23. janúar var stofnuð i Reykjavik andófsnefnd, sem setur sér það takmark að aðstoða andófsmenn i sósíalista- rikjunum i austri og baráttu þeirra fyrir almennum mann- réttindum og fyrir þvi, að valds- menn i þessum rikjum breyti eftir Helsinkisáttmálanum. Nefndin ætlar að safna upplýs- ingum um frelsisbaráttuna i austri og miðla þeim til Islend- inga. Tilefnið hennar er, að kunnasti og virtasti andófsmað- urinn i Ráðstjórnarrikjunum, visindamaðurinn Andrei Sakharov, var handtekinn 22. janúar, en með þvi er enn einu brotinu bætt við á Helsinkisátt- málanum. Nefndin te,ur það skyldu Islendinga, ekki sist lýð- ræðissinnaðra æskumanna, að mótmæla kúguninni i sósialista- rikjunum, sofna ekki á verðinum á meðan lýðræðissinnar eru of- sóttir og mannréttindi að engu höfð. Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur, Akranesi, for- maður. Friðrik Friðriksson háskóla- nemi, Reykjavik. Guðmundur Heiðar Frimanns- son menntaskólakennari, Akur- eyri. Gunnar Þorsteinsson mennta- skólanemi, Reykjavik. Óskar Einarsson háskólanemi, Reykjavik. (Pósthólf nefndarinnar er 1334, 121 Reykjavik. Simanúmer nefndarmanna eru: Inga Jóna Þórðardóttir 93-2216 og 93-2544, Friðrik Friðriksson 19235, Guð- mundur Heiðar Frimannsson 96- 22300 og 96-22422, Gunnar Þor- steinsson 41139 og óskar Einarsson 13295 og 23304.) Amnesty International kynnir starfsemi sína Islandsdeild alþjóðasamtak- anna Amnesty International gengst á næstunni fyrir fundum til kynningar á starfsemi sam- takanna og fræðslu um starfsað- ferðir þeirra. Fyrsti fundurinn verður hald- inn i Norræna húsinu, mánudag- inn 28. janúar kl. 20.15. Þar verður fjallað um stofnun Amnesty Internationai og is- lensku deildarinnar og starf á liðnum árum, gerð verður grein fyrir markmiðum samtakanna og helstu leiðum, sem farnar eru til að vinna að þessum markmið- A fundinum verður kannaður áhugi á þátttöku i virku starfi innan tslandsdeildar og gefst þeim, sem vilja, færi á frekari upplýsingum og fræðslu á viku- legum fundum næs tu tvo mánuði. tiskir fangar hafi veriö meöal þeirra, sem nutu góðs þar af. Stjórn fslandsdeildar skorar á stjórn Sovétrikjanna að endur- skoða afstöðu sina til mannrétt- indamála. Auglýsið í Tímanum Tak límið sem límir alltaðþvi allt! FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LANO ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: 1ÆKNIMIÐSTÖÐIN HF S. 76600 BIIASYNING f NÝJA SALNUM VIÐ HALIARMÚIA Laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. kl.10—17 báðadagana. Kynnum nýja söluaðstöðu bíladeildar og bjóðum viðskiptavinum okkar að skoða allar nýjustu gerðir Chevrolet, svo sem Chevette, Citation 3 dyra og 5 dyra, Malibu Sedan 4 dyra, Malibu ClassicJ dyra, Classic 2 dyra Landau og Classic Station. Ennfremur minnum við ástórkostlega verð- - lækkun á Malibu 1979. General Motors CHEVWXET PONTIAC (XDSMOBLÍ BUCK CAOlLAC Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.