Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingaféJag ^^MBB^Auglýsingadeild pj^ ^"HTtXC 111 111 m Mlh i<eii ^fcw .^ 73RJ i.n ii Jmffl\~^ FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÓMM."2rg£S Laugardagur 26. janúar 1980 „Hálfgerðir fangar í starfinu" segir Benedikt Gröndal um núverandi ríkisstjórn HEI — „Við heföum viljaö vera farnir ur rikisstjórnfyrir löngu og reiknuöum með þvi" sagði Bene- dikt Gröndalá blaðamannafundi i gær. Hann sagði mjög erfitt að sitja i stjórn við núverandi að- stæður og þeim ráöherrum Al- þýðuflokksins fyndist þeir vera orðnir hálfgerðir fangar i starf- inu. Hinsvegar sagði hann engin fordæmi fyrir þvi að starfandi stjórn neitaði forseta Islands um að sitja áfram þar til ný stjórn hefði verið mynduð og hann vissi hreinlega ekki hvað gerðist ef þeir stæðu upp og færu einhvern daginn. Það sýnist þvi hafa sannast á krötum, að þótt ráðherrastólar séu sagðir eftirsóttir, eru þeir ekki alltaf jafn þægilegir i að sit ja. Fréttatilkynning úr dómsmálaráðuneyti: Jtooatilfiimin&f óæskiles: Dómsmalaráouneytio hefur sent frá sér „fréttatilkyiuiingu" ura ívö sakamál, og er tOefni sagt, aft ráöuneylift telji „óæski- legt, aft almen»mgur geti fengift þá tilfínningu, aft dofti hafi færst yfir meftferð raála, sem álitin eru raeiri háttar sakarefni." Segir, aft ráftuneytið hafi „kynnt sér stöftu tveggja rann- sóknannáleína. Annaft er málift gegn llauki Heiftari, sem varftar raisferli i Landsbankanum, og hefui' þaft „tafist nokkuft nu undanfarið vegna annrikis dóra- ara vift annao meiriháttar máÍ."HittmáH6er kærastjórn- ar Hafskips, og hefur „tvívegís verift sent rannsóknarlögreglu- stjóra til framlialdsrannsóknar, en máiift mun haf a tekift nokkr- um stakka skiptum vift aft ka:rur voru dregnar Öl baka." Borgarnes Akvörðun tekin um efnistilboð í aðalæð Borgarfjarðarveitunnar 640 milljón króna tilboð frá Spánverjum JSS — Stjórn hitaveitu Akraness og Borgarness hafa ákveðið að taka lægsta tilboðinu sem barst i aðaiæð hitaveitunnar. Kostnaður hafði verið áætlaður 1 milljarður, en tilboðið sem tekið var, reyndist all miklu lægra, eða 640 milljónir króna. Er það frá fyrirtæki á Spáni sem heitir Uralita. Að sögn Guömundar Ingi- mundarsonar oddvita i Borgar- nesierbúiöaðsamþykkjaað taka ofangreindu efnistilboði með þeim fyrirvara að það megi at- huga nánar til 6. febrúar. Hæsta tilboðið sem barst nam 1.3 milljörðum króna, en nokkur til- boðanna nálgast þá upphæð. Þessi efnistilboð voru gerð i alla aðalæðina. Verða framkvæmdir við fyrri áfangann þ.e. frá Bæ til Hvanneyrar og Borgarness hafn- ar strax I vor og verður bráðlega farið að huga að útboði verksins. Siðar áfanginn þ.e. Deildartunga til Akraness veröur tekinn fyrir á næsta ári. Enn fremur sagði Guðmundur að nýlega hefðu hitaveitu- brunnarnir verið boðnir Ut og hefðu borist ein 10 tilboð I það verk. Lægsta tilboðið barst frá Agústi Guðmundssyni miírara, Borgarnesi að upphæð 28 milljón- ir og var ákveðið að taka þvi til- boði. Kostnaðaráætlun á verkinu nam 31 milljón. „Þvl er ekki að neita að menn bíða með nokkurri eftirvæntingu eftir hitaveitunni", sagði Guð- mundur. „Hún er miklum mun hagkvæmari en oliuhitunin og lætur nærri að hitunarkostnaður lækki strax um 50% með tilkomu hennar". Vissara að taka það fram: Alþýðubandalagið ekki aðili að Stefaníu HEI —I gær, daginn eftir að LUð- vik Jósepsson fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins hafnaði öllum við- ræöum viö Benedikt Gröndal um hvers konar stórnarsamvinnu, án þess svo mikið sem að glugga i tillögur þeirra kratanna að sögn Benedikts, settist þingflokkur Al- þýðubandálagsins niður til að ræða þennan sama viðræöu- grundvöll. Hvaöa tilgangi sem það hefur nU átt að þjóna. Að sjálfsögðu komst svo Al- þýðubandalagið að þvi á fundin- um I gær (sem LUðvík vissi auö- vitað fyrir) að það væri andvigt ótal liðum I þessum grundvelli og telur þau ýmist óframkvæmanleg og jafnvel stórhættuleg. I samþykkt þingflokksfundar Alþýöubandalagsins leggur bandalagið enn einu sinni áherslu A (ef það hugsanlega hefði farið fram hjá einhverjum að þeir vilja ekki fara i stjdrn) að það telur sig ekki aðila að þeim stjórnar- myndunarviðræðum sem nú fari fram um myndun Stefanlu- stjórnar. Þessi yfirlýsing er vissulega merkileg i ljósi þess, að ekki er vitaö til að neinar viðræður um myndun Stefaniu-stjdrnar hafi farið fram, né Utlit fyrir þær, nema þá ef vera kynni á þing- flokksfundi Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið tekur aftur á móti fram I lokin, að það sé reiðu- bUiö til þess að ræða við Benedikt Gröndal eins og aðra forystu- menn flokkanna um stjórnar- myndunarvandamálið, og um þátttöku í rikisstjórn. Tálknafjörður: Ekkert miðar með hita- veituna JSS — „Það má segja aö ekkert hafi gengið i hita- veitumálum hér á Tálkna- firði", sagði Björgvin Sigur- björnsson oddviti i samtali við Timann. „Vandamálið er, fyrst og fremst það, að hér fæst ekki nægilega heitt vatn". Sagði hann, að einu fram- kvæmdirnar við hitaveituna, enn sem komið væri, hefði hreppurinn séð um, er lögð hefði verið fjögurra tommu leiðsla frá borholu i Litla-Laugardal og I sund- laugina I plassinu. Væri þar um að ræða aðra holuna af tveim, sem boraðar heföu verið á kostnað hreppsins, en hin væri i Stóra-Laugardal. Sagði Björgvin, að ur hinni fyrrnefndu fengist 43 gráðu heitt vatn, en 52 gráðu heitt Ur hinni siðarnefndu. HUn væri hins vegar ónothæf, þar sem hun gæfi ekki nema um 4 litra á sekUndu. Þá hefðu verið boraðar tvær holur A vegum Orkustofnunar á Sveinseyri og væri vatnið Ur þeim 23 og 14 gráðu heitt. „Siðastliðið sumar kom til taís að nota svokallaða varmadælu til að hita vatnið ur holunni I Litla Laugardal. Var verkf ræðistofu I Reykja- vik falið að reikna Ut hag- kvæmniþáttinn i þeim fram- kvæmdum og reyndist hann vera jákvæður. Hjá OrkubUi Vestfjarða voru þær aftur taklar mjög óhagstæðar, svo að ekki kæmi til greina að fara þá leiöina. NU hef ég heyrt að til standi að endurskoða þetta svoef tilvill gæti komið til framkvæmda á þessu ári.Ég geri fastlega ráð fyrir að frekari ákvarðanir verði teknar innan skamms". Loks sagði Bjögvin, að einnig væri til athugunar, hvort ekki mætti nýta leiðsl- una, sem þegar hefði verið lögð betur, ef ekkertyrði Ur framkvæmdum.' Væri þá einkum haft I huga, hvort ekki mætti nýta eitthvað af þvi vatni sem hUn flytti, til að hita upp skólann og sam- komuhUsið. Ráðstefna um fullorð- insfræðslu HEI —I dag og á morgun verður haldin i Hamragörðum I Reykja- vik, ráðstefna um fullorðins- fræðslu á tslandi. Er markmið ráðstefnunnar að gera Uttekt A fullorðinsfræðslu eins og hUn hef- ur þróast i landinu til þessa dags og ræða um hvert skal stefnt i þeim malum. Til ráðstefnunnar voru boðaðir þeir aðilar, sem hafa með hönd- um fræðslu fullorðinna og munu þátttakendur verða um 40. Rætt verður um framkomin frumvörp er varða fullorðinsfræðslu. Andri ísaksson mun i'jalla um kennslu- og félagsfræði i fræðslu fullorð- inna og Reynir Karlsson og Maj Britt Imander munu ræöa um Norræna lýðfræðslustofnunina i Kungalv i Sviþjóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.