Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 29. janúar 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuði. V Blaöaprent J Hækkun olíustyrksins Fjórir þingmenn i efri deild, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Tómas Árnason, Stefán Jónsson og Eiður Guðnason, hafa lagt fram frumvarp um niðurgreiðslu á oliu til upphitunar á húsnæði. Meginefni þessa frumvarps er að oliustyrkurinn verði svo hár, að kostnaður við oliukyndingu verði á hverjum tima sem næst þvi sem upphitunarkostn- aðurinn er hjá nýjustu hitaveitunum, sem hafa jarðvarma að orkugjafa. Kostnaður oliukyndingar verður samkvæmt frumvarpinu ákveðinn eftir við- miðunarreglu, sem felur i sér sjálfvirkar breytingar á oliuniðurgreiðslunni eftir breytingum á oliuverði og gjaldskrám hitaveitna. Þetta þýðir nú, að kostnaður þeirra, sem búa við oliukyndingu, lækkar sem næst um helming frá þvi, sem er, miðað við óbreytt verðlag á oliu og gjaldskrár hitaveitna. Samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslu á oliu til húsahitunar, nemur oliustyrkur árs- fjórðungslega 18 þúsund krónum á hvern einstakl- ing, sem býr i oliukyntu húsnæði. Áætlaður kostnað- ur við hitun 450 rúmmetra einbýlishúss er nú 978 þús. kr. ef kynt er með oliu. Ef fjögurra manna fjöl- skylda býr i húsinu, fengi hún 288 þúsund krónur i oliustyrk á ári. Kyndingarkostnaður yrði þá 690 þúsund krónur, þegar oliustyrkurinn hefur verið frádreginn. Nemur þá niðurgreiðslan 29,5% af oliu- verðinu. Samkvæmt frumvarpinu myndi niðurgreiðslan á oliuverðinu nema 59%. Þetta þýðir, að sé framan- greint dæmi haft til viðmiðunar, myndi oliustyrk- urinn hækka úr 288 þúsund krónum i 576 þúsund krónur eða tvöfaldast. Kyndingarkostnaðurinn yrði 402 þúsund krónur i stað 690 þúsund króna. Lækkun- in nemur þvi um 50%. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir, að oliustyrkurinn nái einnig til atvinnuhúsnæðis, en nú nær hann að- eins til ibúðarhúsnæðis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að rik- ið greiði Orkusjóði óafturkræft framlag, sem oliu- styrknum nemur. í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1980 eru áætlaðir 2,3 milljarðar króna til að mæta þeim oliustyrk, sem nú er greiddur. Samkvæmt frum- varpinu myndi f járhæðin, sem þarf til að mæta oliu- styrknum, meira en þrefaldast, þar sem styrkurinn tvöfaldast til ibúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæði bætist alveg við. útgjöld rikissjóðs samkvæmt frumvarpinu eru áætluð 7-8 milljarðar króna. Rikissjóður þarfnast samkvæmt þessu rúmlega 5 milljarða króna viðbótartekna, ef umrædd hækkun ætti að verða á oliustyrknum. Fjár til oliustyrks hefur verið aflað með sérstöku söluskattsálagi, sem ekki kemur inn i visitöluna, og mun þykja eðli- legt, að þeirri fjáröflun verði haldið áfram. Aðstöðumunur þeirra, sem búa við oliukyndingu, og hinna, sem njóta upphitunar frá jarðvarmaveit- um, er orðinn svo gifurlegur, að eðlilegt er að þjóð- félagið bæti hlut þeirra fyrrnefndu. Ef það er ekki gert, myndi það m.a. geta haft óeðlilega búsetu- röskun i för með sér. En oliustyrkurinn er hins vegar ekki frambúðar- lausn. Hún er sú að flýta sem mest öllum fram- kvæmdum, sem leysa oliuna af hólmi sem orku- gjafa til upphitunar húsa. Þær framkvæmdir þurfa nú að ganga fyrir öllum öðrum. Það er ánægjulegt, að þingmenn úr öllum flokk- um, standa að áðurnefndu frumvarpi. Þ.Þ. Hann sigraði þar alla keppinauta sína ÚRSLIT forkosninganna i Iowa, sem fóru fram fyrra mánudag, komu ekki aðeins á óvart að þvi leyti, að sigur Cart- ers varð meiri og ósigur Kenne- dys meiri en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna.- úrslitin komu ekki slöur á óvart sökum þess, að George Bush hafnaði I fyrsta sæti hjá repúblikönum, en ekki Ronald Reagan, eins og spáð hafði verið og skoðana - kannanir bentu til. Þessi sigur tryggir Bush það, að hér eftir verður litið á hann sem hugsanlegan sigurvegara i keppninni hjá repúblikönum. Þaðeitt geturgefið honum stór- aukinn byr i seglin. Takist Bush að ná svipuðum árangri i próf- kjörinu i New Hampshire 26. febrúar, hefur Reagan eignazt skæöan keppinaut, og bæði John Connally og Howard Baker eiga á hættu að hverfa meira I skuggann. Bush á sigur sinn I Iowa þvl að þakka, að hann hefur tekið sér til fyrirmyndar vinnubrögð Carters fyrir slðustu forseta- kosningar. Hann lýsti yfir fram- boði sínu á undan öðrum for- setaefnum repúblikana og hóf að afla sér fylgismanna I þeim rlkjum, þar sem fyrstu próf- kjörin fara fram. Keppinautar hans ráku sig óþægilega á það I Iowa, að Bush hafði undirbúiö og skipuiagt kosningavinnuna miklu betur en þeir. Sama hefur hann gert I fleiri rikjum. Þetta starf hefur hann unnið að mestu i kyrrþey. Fyrirætlun hans er að hefja fyrst kynningu á sér I fjölmiöl- um, þegar hann er búinn að vinna sigra i nokkrum prófkjör- um. Hann verður þá búinn að fá góða undirstöðu. Fólk verður farið aö tala um hann og vill fá nánari vitneskju um hver hann er. HINGAÐ til hefur sú spurning veriö tið meðal almennings: Hver er George Bush? Þótt hann hafi gegnt mörgum trúnaðarstörfum, hefur hann aldrei verið svo áberandi I sviðsljósinu, að hann geti talizt þekktur I Bandarikjunum. í stuttu máli er ferill Bush þessi: Hann er 56 ára gamall. Faðir hans var þekktur stjórnmála- maður og átti um skeiö sæti I öldungadeild Bandarikjaþings sem fulltrúi fyrir Connecticut. Bush ólst upp i norðurrikjunum og stundaði nám við ýmsa Ronald Reagan beiö óvæntan ósigur I Iowa. FLJÓTLEGA eftir að Bush lét af framkvæmdastjórastöð- unni hjá CIA hóf hann að undir- búa forsetaframboð sitt. Hann hafði þá unnið sér það álit margra forustumanna i floidis- kerfi repúblikana, að hann gæti oröið sigurvænlegt forsetaefni. Bush hefur hagað málflutn- ingi slnum sem mest þannig, að jafnt hægri menn og svonefndir miðjumenn séu ánægöir með hann. Þettaer talsvert vandröt- uð leið, en Bush hefur tekizt að þræða hana til þessa. Bush er myndarlegur maður isjón.kemur vel fyrir og er all- góður ræðumaður. Busherákveðinn andstæðing- ur kommúnista. Hann gagn- rýndi þó bannið á kornútflutn- ingi til Sovétrikjanna, þvi að hann taldi það bitna mest á bændum i Bandarikjunum. Vel má vera, að það hafi unnið hon- um atkvæöi i Iowa. Þ.Þ. George Bush þekkta skóla þar. Eftir aö hafa lokið námi i hagfræði við Yale-háskólann, hélt hann til Texas og gerðist forustumaður fyrirtækis, sem hóf oiiuvinnslu úr hafsbotni. Þessi oliuvinnsla bar góðan árangur og Bush varö milljónamæringur á skömmum tima. Pólitlk átti þó meira hug hans en peningarnir, og þvi ákvað hann að leggja út á stjórnmála- brautina, en vikja olluvinnsl- unni til hliöar. Bush bauð sig fram til full- trúadeildar Bandarikjaþings og náði kosningu. Hann náöi einnig endurkosningu. Allt benti til, að hann ætti orðið öruggt sæti i fulltrúadeildinni, en hugur hans stefndi hærra. Hann vildi kom- ast i öldungadeildina. Hann gaf tvivegis kost á sér við kosningu til öldungadeildarinnar. I fyrra skiptið féll hann i prófkjörinu. t siðara skiptið vann hann próf- kjörið, en féll i sjálfri kosning- unni. Hann var þá búinn að fá nóg af pólitikinni i Texas og flutti þaöan. Um það leyti sem Bush kom til New York, var laus sendi- herrastaðan hjá Sameinuöu þjóöunum. Nixon taldi Bush álitlegan til að gegna henni og féllst Bush á það. Bush þótti reynast vel I þvi starfi. Hann reyndist laginn samningamaður og vann m.a. traust ýmissa sendiherra frá rikjum þriðja heimsins. Hins vegar lét hann ekki bera mikið á sér opinber- lega. Eftir aðWatergate-máliö kom til sögunnar, taldi Nixon mikil- vægt að maður, sem nyti al- menns trausts i flokknum, yrði framkvæmdastjóri flokks repú- blikana. Val hans féll á Bush. Hann gegndi þessari stöðu 1973-1974, þegar Water- gate-málið var mest á dagskrá. Þessi staða var vandasöm þá, en Bush hélt þannig á málum, að enginn skuggi féll á hann. Bush kærði sig hins vegar ekki um að gegna þessari stöðu lengi. Arið 1974 sendi Ford for- seti hann til Klna og gegndi hann eins konar sendiherra- starfi þar um tveggja ára skeið. Þá fól Ford honum fram- kvæmdast jórastöðuna hjá leyniþjónustu Bandarlkjanna, CIA. Hann lét af þvl starfi I árs- byrjun 1977, þegar Carter kom til valda. Bush er eini fram- kvæmdastjóri CIA, sem hefur sloppið við verulega gagnrýni. Erlent yfirlit Bush vann þýðingar- mikinn sigur í Iowa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.