Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 9
Þr iöjudagur 29. janúar 1980 9 Jarðarför bóndans ÞE6AR LANDIÐ LEIKUR Sigur i islenskri kvikmyndagerð ISFILM LAND OG SYNIR, eftir Indriða G. Þorsteinsson. Handrit og leikstjórn: Agúst Guömundsson Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Páisson. Leikmynd: Jón Þórisson Tóniist: Gunnar Reynir Sveinsson Framleiðandi: Jón Hermannsson Frumsýning i Austurbæjarbiói. Það þykir ef til vill ekki neitt frumlegt að tala um grósku I kvikmyndalist núna. Sjónvarpið notar þúsund fet af filmu á dag og um allt land eru hópar með fögnuð og matráðskonur og suð- andi myndavélar að valkóka kringum sveitabæi, fjöruskúra og bryggjur. Þeir eru að búa til kvikmyndir handa fólki biómyndir i fullri lengd, með kók i hléinu. Sagt er að kvikmyndasjóöur sem þingið stofnaði sé kveikjan a þessu en milljón hér og millj- ón þar verður að bætast viö, og enn sem komið er þarf liklega meiri sannfæringarkraft i bönkum en i kvikmyndahúsum til þess að til geti orðið kvik- mynd i fullri lengd. Hvernigfilma? Ég ætla samt ekki aö vanmeta þá hvatningu er finnst i kvik- myndasjóði Islands, þótt úr litlu sé að spila, en ég hygg þó að is- lensk kvikmyndagerð standi nú á alvarlegri timamótum en hún hefur áður verið. Það hafa fyrr verið gerðar leiknar kvikmyndir á íslandi, en mér er ekki grunlaust um að hin listrænu markmið er þar náð- ust, eða afþreyingargildi þess- ara mynda, hafi ráöið ú rslitum um það, hversu gifurlega að- sókn islenskar myndir ,,i fúllri lengd” hafa hlotið. Fullvist má telja aö nýjabrumiö, forvitnin og að sjá ættingja sina — og sig sjálfa — hafi ráðið aðsókninni öðru fremur. Það kann að vera að það sé gaman að sjá feitustu konu i heimi einu sinni og ýmsa sverðagleypa lika, en ’ er til lengdar lætur tryggir þaö ekki Kvikmyndir: Jónas Guðmundsson aðsókn. Raunveruleg listræn og tæknileg undirstaöa hlýtur nú að ráða farsæld islenskra kvik- mynda. Menn fara ekki lengur og kaupa sig inn á kvikmyndir, bara af þvi að þær eru islenskar og i' fullri bíómynda lengd. Land og synir er sveitasaga, saga um tima þegar menn eru að bregða búi. Ný tiðindi koma utan úr veröldinni, eða niður frá / lifandi lifi, þar sem menn geta verið hamingjusamir án þess að skulda i kaupfélagi, eða skulda ekki I kaupfélagi. óáran er i sauðkindinni. Mæöiveiki og aðrir erfiðleikar verða upphaf nýrra reikningsskila, sem ekki fara aöeins fram í viöskipta- mannabókum kaupmanna og kaupfélaga, heldur I hjarta hvers einasta manns. Ung fólkiö flyst þá burtu, eftir er neftóbak- ið, mæðiveikin og gamla fólkið, sem heldur baráttunni áfram. Þetta er bók örlaga, sigra og ósigra. Miskunnarlausar stað- reyndir með og móti sauðfé, mæðiveiki og skuldum. Um það hvort Land og synir er hentugt kvikmyndaverk hafði ég enga hugmynd, var þvi eins og drukkni presturinn I bókinni sem reið um’nverfis hlöðuna og barði hana meö svipu og æpti: - Ætli maður þekki ekki helvitis kirkjuna! Filmuhandritið og leik- stjórnin Ágúst Guðmundssyni, kvik- myndastjóra, tekst að finna skynsamlega leiö. Hann verður i upphafi i senn aö hafa hemil á leikgleöi og fyndni þessarar bókar, og hann verður aö vekja upp alvarleg mál. Landið er mikill leikari I þess- ari mynd i höndum Sigurðar Sverris Pálssonar, sem skilur bókina rétt I alla staði. Yfir fólkinu er ógn sama ógn og ifjallaskuggum og hyljum og yfir lifi og dauða. Þá hefur Jón Þórisson og þeir er hann hafði til liðs viö sig, einnig unniö gott starf, þvi ti'maskekkjur eru svo auðveldar svona nærri I tiðinni. Mér fannst ég vera kominn i sveit aftur sem barn. Ég hygg að þessir þrir menn hafi skiliö þessa sögu rétt, filmunnar vegna að minnsta kosti, ogmeð allri viröingu fyrir atvinnuleikurum þessa lands, þá held ég að þeir heföu ekki getað gjört þessu verki ámóta skil. Yfir þessu fólki er sérstakt yfirbragð útiveru og vinnu. Yfirbragð sem þvæst af þeim er leika I föstu starfi á prófasts- launum áratugum saman. Þetta er mynd ofan úr sveit, mynd úr dal, þar sem timinn Framhald á bls. 19. Milli atriða, leikendur og kvikmyndatökumaöur ráða I næsta atriöi. Jón Sigurbjörnsson og Siguröur Sigurjónsson meö handrit, en fyrir ofan þá i brekkunni er Siguröur Sverrir Pálsson, kvikmyndatöku- maöur. Vegna hagstæöra innkaupa getum viö nú boöiö nokkrar samstæöur af þessum vinsælu norsku veggskápum á lækkuöu veröi. Húsgögn og . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 f 1 Auglýsing frá rikisskattstjóra um fram ta/sfresti Akveðið hefur verið að framlengja frest ein- staklinga til skila á skattframtali 1980 svo sem hér segir: Hjá einstaklingum, sem ekki hafa með hönd- um atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 10. febr. til og með 25. febr. 1980. Hjá einstaklingum, sem hafa með höndum at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, fram- lengist skilaf restur f rá 15. mars til og með 31. mars 1980. Reykjavík 25. janúar 1980 Rikisska tts tjóri Aug/ýsið í Tímanum GMC TRuniís Volvo 244 DL ’77 Mazda 929 station '78 Volvo 144 DL ’74 Ch . Nova s jálfsk. ’76 Honda Accord 4d ’78 Datsun 18015 ’78 Vauxhall Chevette Hatsb. •77 Volvo 144 DL '72 Saah 99GL Super '78 Ch. Malibu 2d. 78 B.M.W. 316 '77 Volvo 144 '73 M. Benz 240D b.sk. 5 cyl ’76 Datsun 200L sjálfsk. '78 Ch. Blazer '74 Peugeot 504 '77 Toyota Cressida •78 Volvo 144 DL •74 Ch. Nova Concours 2d. •77 Opel Ascona '77 Volvo 244 DL •78 Ch. Nova sjálfsk. •74 Blaser Chev enne '77 Scout II 6 cvl •74 Mazda 929 4d. ’78 Ch. Nova C’oncours4d. '77 Galant statiou ’79 Pe ugeot 304 '77 Audi 100 LS árg. •77 Vauxhall Viva '73 Opel Record L ’78 Taunus 17M ’71 Toyota Cressida •78 Lada Sport . '79 Vauxhall Viva '74 M. Benz diesel •69 Chevrolet Citation •80 Mazda 626 5 gira '79 Ch. Nova Concours 2d •78 Bronco 6 cyl. beinsk. '74 Oldsm . Delta diesel Royal '78 Ch. Nova sjálfsk. '74 Ch. Im pala •78 Pontiac Trans Am ’76 5.500 4.800 4.200 3.800 5.300 4.800 2.700 2.800 6.700 7.200 5.200 3.000 6.900 5.800 5.200 4.900 5.500 3.900 6.000 4.300 6.500 2.500 8.500 3.800 4.500 5.500 5.000 4.200 5.500 1.200 5.600 800 5.200 4.500 1.800 7.500 5.200 6.900 8.000 3.000 7.200 7.500 Samband Véladeild ÁBMÚLA-3 - SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.