Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 29. janúar 1980 19 flokksstarfið Hádegisfundur SUF Hádegisfundur SUF verður haldinn miðvikudaginn 30. janúar kl. 12 i kaffi- teriunni Hótel Heklu. Gestur fundarins verður Ragnar Ólafsson formaður Framtalsnefndar Reykjavikur. SUF. Fundur i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna i Reykjavik fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30 að Rauðarárstig 18 kjallara. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið. frummælandi ólafur Jóhannesson. Norðurland eystra Opið hús I Hafnarstræti 90 öll miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.30. Spil — tafl — umræður. Sjónvarp á staðnum. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Jólahappdrætti SUF Vinsamlegast gerið skil i jólahappdrætti SUF sem allra fyrst. SUF. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður haldinn að Hótel Heklu Rauðarárstig 18, laugar- daginn 2. febrúar og hefst kl. 9 að morgni. Dagskrá auglýst siðar. Stjórnin. V________________________________________________________J Loksins O Ian Bolton skoraði siðan 4:1 á 65. min. með þrumuskoti af 30 m. færi — beint úr áukaspyrnu. Utandeildarliöið átti siðan sið- asta orðið — John McKenzie skoraði 2 mörk og Harlow féll með sæmd. Liðiö lék mjög góöa knattspyrnu og má Ian Walson, framkvæmdastjóri Harlow, vera ánægður með sina menn — það beið kvöldverður og kampa- vin þeirra, þegar þeir komu til Harlow á laugardagskvöldið. KEVIN KEELAN... Indverj- inn i marki Norwich, var hetja Angeliu-liðsins — hann varði hvað eftir annað glæsilega gegn Úlfunum og bjargaði Norwich frá tapi. Norwich lék varnarleik og voru leikmenn liðsins greini- lega komnir til Molineux til að hanga á jafntefli — fá þannig aukaleik heima. John Bond skoraði fyrir Norwich, en Andy Grayjafnaði (1:1) fyrir Úlfana. TOTTENHAM ... náði jafntefli gegn Swindon i miklum baráttu- leik. 5mínfyrir leikslok munaði ekki miklu, að Swindon s tæði uppi sem sigurvegari — Bryan WiII- iams átti þá þrumuskot af 20 m færi, sem Barry Daines varöi meis taralega. ASTON VILLA... var heppið að ná jafntefli gegn Cambridge. Terry Donavan skoraði fyrir Villa, eftir sendingu frá Garry Show. 12 þús. áhorfendur sáu leikmenn Cambridge koma á- kveðna til leiks i seinni hálfleik, og jafnaöi bakvörðurinn Chrish Turner með skalla — 1:1 og sið- an sóttu leikmenn liösins stift, en þeim tókst ekki að skora aftur. Tvö skallamörk Chester vann góðan sigur 2:0 yfir Millwall — og voru bæði mörk liðsins skoruö með skalla. Fyrst skoraði varnarmaðurinn Trevor Storton, ensiöan hinn 18 ára Ian Rush, sem hefur skorað 11 mörk i 15 leikjum. ALAN WHITEHEAD... skor- aði sigurmark Bury — 1:0 yfir Burnley, með þrumuskoti á 21. min. — knötturinn hafnaöi undir þverslánni. TREVOR SWINBURNE... markvörður Carlisle, bjargaði lifi sinu frá tapi, með snilldar- markvörslu gegn Wrexham. —SOS Kvikmyndir O stendur kyrr, og þeir fáu at- vinnuleikarar sem þarna komu við sögu féllu inn I þessa mynd en risu ekki gegn henni með leiksviðslegum tilburðum, sem svo oft hafa eyðilagt innlendar filmur til þessa. Ég tel að þarna hafi náðst mikill árangur að kærkominn sigur hafi unnist, þvi nú skiptir það engu máli hvort Land og synir sé innlend kvikmynd i fullri lengd með kók i hléinu. Þetta er alvöru kvikmynd, sem gefur ekkert eftir sambæri- legum kvikmyndum, erlendum. Það eitt skiptir máli. Menn geta þvi farið og séö þessa mynd, alveg af sömu ástæðu og þeir sjá myndir frá Warner Brothers, Columbia, eða honum Rank. Þegar landið leikur Það er auðséð á öllu, að annaðhvort hafa kvikmynda- mennirnir legið vikum saman á grenjum, ellegar náttúran hefur i bókstaflegum skilningi óskað að vera með i þessari mynd. Við sjáum fólk snúa heyi i þurrki, sjáum þaö handmjólka kýr. Það er smalaö fé i hriðar- veðri. Heimalningurinn fær sinn pela og er af réttri stærð um haust. Hundar fljúgast á eftir pöntun og Dixie Flyer kemur gljáandi finn og „körer videre” eftir skipan skáldsins sem ekki hefur einasta misst trúna á mæðiveikina heldur lika landið ogskáldskapinn á þessari voöa- legu jörð. Þetta myndræna umhverfi segir okkur lika annað, að við eigum að spara þetta land meira en gert er, láta fjallkon- una ekki leika of mikið I útlend- um myndum, þvl umhverfi til að mynda i er ekki minna virði en sögur og raunverulegt fólk. Ég skal fúslega viðurkenna að ég átti ekki von á miklu, alveg sama þótt éghafi tröllatrú á þvi fólki er sló sextiu milljónir I bönkum til að mynda fyrir inni i (1M4W Annir hjá björgunarsveitum: Kona villtíst í Bláfjöllum og slys í Tindfjöllum FRI — Siðdegis á sunnudag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar að konu sem villst hafði i Bláfjöllum. Slysavarnafélagið var tilbúið með stóra sleðasveit og byrjað var að svipast um eftir konunni úr litilli flugvél er hún kom fram i Hveragerði. Að sögn Hannesar Hafstein framkvæmdastjóra Slysavarna- félagsins mun konan hafa verið á göngu i göngubrautinni I Bláfjöll- um og fór af einhverjum orsökum suður af henni. Hún mun hafa áttað sig á þvi að hún var villt er hún sá til sjávar og gekk hún þá niður á veg og lenti fyrur austan Hliöardalsskóla. Þar náöi hún i bil og fór meö honum til Hvera- geröis þar sem hún lét vita af sér. Ökklabrotnaði i Tindfjöllum Sl. laugardag voru þrir banda- riskir menn af Keflavikurflug- velli við æfingar i Tindfjöllum er einn þeirra hrapaði og brotnaöi á ökkla. Annar hinna fór þá og náði i hjálp niöur á efsta bæinn i Fljótshlið Barkarstaði. Þaðan var komið boðum á Hvolsvöll. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli fór uppeftir með sleöa en auk þess lagði flugbjörgunar- sveitin á Hellu til snjósleða. Erfitt var að koma sleðunum upp gilið svo að þar var farið meö snjóþotur og náð i manninn. Veöur var kyrrt og bjart og sá er sótti hjálp vissi nákvæmlega hvar slasaða manninn var aö íinna, en þetta auðveldaði björgunarstarfið. Mjög var af manninum dregið er komiö var til byggða enda hafði hann þurft að halda kyrru fyrir lengi. Hann var fluttur á slysavarðstofuna i Reykjavik. Skrá yfir islensk skip 1980: Ísland með 0.99% af fiskiskipa- flota heimsins Út er komin bókin Skrá yfir Is- lensk skip 1980, sem gefin er út árlega af Siglingamálastofnun rikisins, og miðast við 1. janúar ár hvert. Með lögum um Siglingamála- stofnun rikisins er þeirri stofnun falin skráning skipa og árlega út- gáfa á skrá yfir Islensk skip mið- að við 1. janúar, og aukaskrár ef þörf krefur. 1 lögunum segir einn- ig að birta skuli skrá yfir einka- leyfisnöfn skipa, skip I smiðum, Dauflegt við Kröflu — frostbrestir setja strik í reikninginn FRI — Jarðskjálftar hafa verið með minnsta móti undanfarna fjóra daga” sagöi Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur á skjálftavaktinni i Reynihlið I samtali við Timann. „Frost- brestir setja aftur á móti strik i reikninginn þvi þeir koma fram á mælunum hjá okkur og ekki er hægt að sjá mun á hvort um þá eða skjálfta er að ræða. Mikil frost hafa einnig truflað halla- mælana okkar en landið er alltaf á uppleið þó hægt fari. Sjálftar á mælunum i Reynihliö voru 14 á sunnudag en þeir hafa undanfarna fjóra daga verið undir 20 á dag. Hinsvegar mælast um 40-50 skjálftar á dag á mælun- um við Kröflu. 3 innbrot i gærmorgun FRI— 1 gærmorgun voru tilkynnt 3 innbrot til rannsóknarlögregl- unnar. Brotist var inn hjá Hafskip á Eiðsgranda og þaðan var stolið úr vöruskemmu hljómflutnings- græjum að verðmætti nokkur hundruð þús. kr. Einnig var brot- ist inn I Melaskóla og Laugalækj- arskóla og þaðan stoliö einhverju af peningum. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar var helgin frekar róleg hjá þeim og litiö um innbrot. einhverjum dal. En þessa mynd tel ég að hver einasti maöur eigi að sjá. Þarna getur æskan séð lifið fyrir fjórum áratugum, hversu allt er nú breytt, og bió- menn fá aö sjá smellna f ilmu og áhrifameiri en gerist og gengur. Við óskum til hamingju. Jónas Guðmundsson. skip sem felld hafa veriö niður af skipaskrá á árinu og annan gagn- legan fróðleik um Islenskan skipastól. Skrá yfir islensk skip er að þessu sinni 272 bls. að stærð og flytur eins og áður margháttaðan fróðleik um islenskan skipastól I sérskýrslum yfir einstök atriöi. Birtar eru ljósmyndir af flestum nýjum islenskum skipum 100 brl. og stærri, sem skráöhafa verið á árinu 1979. 1 skránni er saman- burður á fiskiskipastól helstu fiskveiðiþjóða, stærð og fjöldi fiskiskipa 100 brl. og stærri. Er tsland þar 19.1 röðinni i ár, og var 18. i fyrra, nú með 0,99 af hundr- aði af fiskiskipaflota allra þjóða miðaö viö rúmlestatölu. Bálför móður okkar Sigrúnar Guðmundsdóttur, Eskihlið 6 B, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. janúar kl. 10.30. Alfheiður Kjartansdóttir. Magnús Kjartansson. Móðurbróðir minn Sveinn Jónsson, trésmiður, frá Djúpadal lést að Hrafnistu 22. janúar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. janúar kl. 3 s.d. F.h. ættingja. Jakob Björnsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hluttekningu viö andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og langafa Magnúsar Helgasonar, frá Héraðsdal. Guð blessi ykkur öll. Jónina Guðmundsdóttir, Margrét Selma Magnúsdóttir, Svavar Einarsson, Helen Svavarsdóttir, Reynir Bardal, Magnús Svavarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Sigriður Svavarsdóttir, Hallur Sigurðsson, Marta Svavarsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, Jóninu Kristinar Gisladóttur, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði. Gislina Stefánsdóttir, Sigurveig Stefánsdóttir, - Ólafur Stefánsson, Magnús Stefánsson, Jónmundur Stefánsson, Þorfinna Stefánsdóttir, Guðlaug Stefánsdóttir, Helga Stefánsdóttir. --------------------------------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.