Tíminn - 31.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. janúar 1980 Ltiðrasveit Ilaf narfj aröar leikur I Strassburg. Lúðrasveit Hafnarfjarðar 30 ára Lúörasveit Hafnarfjarðar er i dag 30 ára. HUn var stofnuð 31. janiiar 1950. Fyrsti formaour hennar var kosinn Friðþjófur Sigurösson, byggingarfulltrúi. NUverandi formaður er Ævar Hjaltason. Lengst hefur Einar Sigurjónsson gegnt formennsku eða 17 ár. Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Albert Klahn sem byggði upp starfið af mikilli elju og dugnaði og stjórnaði sveitinni tíl dauða- dags árið 1961. Þá tók við Jón As- geirsson, tónskáld og stjtírnaöi hann sveitinni i þrjú ár. En siðan hefur Hans Ploder Fransson ver- ið stjórnandi og hefur reynst mjög ötull og áhugasamur um gengi sveitarinnar og er óhætt að segja að Lúðrasveitin stendur i mikilli þakkarskuld við þennan ágæta stjórnanda. Lúðrasveitin hefur tvisvar sinnum farið i hljómleikaferð til útlanda og hlotið þar lof fyrir góðan flutning. Nú eru i sveitinni 43 blásarar. Að sjalfsögðu heldur sveitin upp á þessi timamót. Laugardag- inn 2. febrUar verður afmælis- fagnaður i veitingahúsinu Gaflinn við Reykjanesbraut. Einnig verða afmælishljómleikar haldn- ir seinni part marsmánaöar fyrir styrktarfélaga og aðra gesti. Huglæknir varð geðlæknir 1 viðtali við Ævar R. Kvaran forseta Sálarrannsóknarfélags islands, sem birtist i siðasta sunnudagsblaði var ein meinleg prentvilla. Spurt var um af hvaða ástæðum fólk leitaðitil huglækna, en af einhverjum ástæðum mis- ritaðist þetta þannig að skilja mátti spurninguna sem að spurt hefði verið um af hvaða ástæðum fólk leitaði til geðlækna. Eru hlut- aðeigandi hér með beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Tónlistarhátíð: Fyrir unga einleikara á Norðurlöndum Vikuna 27. október til 2. nóvem- ber n.k. mun Tónlistarháskólaráö Norðurlanda I samvinnu við Ein- leikarasamband Norðurlanda efna til tónlistarhátiöar i Kaup- mannahöfn fyrir unga einleikara á Norðurlöndum. Norræna dómnefndin sem sá um val einleikaranna valdi alls 16 einleikara að meðtöldum kammersveitum úr hópi 220 um- sækjenda frá öllum Norður- löndunum. Frá Islandi voru valin þau Manuela Wiesler flautuleik- ari og Einar Jóhannesson klari- nettuleikari. Dómnefndina skip- uðu af Islands hálfu Rögnvaldur Sigurjónsson og Jón Nordal. Tonna Tak límið sem límir allt að því allt! FÆST I BYGGINGA OG JÁRN VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: TÆKNiMIÐSTÖDIN HF S. 76600 Bifreiðainn- flutningur minnkaði FRI — Bifreiðainnflutningur fór minnkandi 1979 miðað við árið þar & undan. Þannig var alls flutt inn 8181 bifreið 1979 á mtíti 8862 bifreiðum árið áður. Nýjar bif- reiðar 1979 voru 7789 talsins en nýjar bifreiðar 1978 voru 8420 talsins. Af einstökum tegundum var mest flutt inn af Daihatsu Char- mant eða 584 bilar. Þar á eftir kom Lada 2121 eða 446 bilar. Þær tegundir, sem fhittar voru inn i meira en 300eintökum voru: Volvo 244 eða 368 bilar, Subaru 1600 eða 366 bilar, Mazda 626 eða 361 WIl,Mazda323eða319bIlarog Daihatsu Charade eða 333 bilar. Auglýsið í Timanum STORMARKAÐSVERÐ Gerið verðsamanburð Libby's tómatsósa 680 gr. Gunnars mayonaise 1 Itr. Gunnars mayonaise600 gr. Rydenskaffil/4kg Hersey's kókómalt 1 Ibs. Hersey's kokomalt 2 Ibs. WC pappir, Regin 24 rl. Strásykur 50 kg Strásykur25kg OKKAR LEYFT VERÐ: VERÐ: kr. 668,- 736,- " 1250,- 1380,- " 756,- 835,- " 855,- 1015,- " 928,- 1046,- " 1698,- 1957,- " 3380,- 3616,- " 14126,- 17472,- " 7092,- 9450,- Opið til kl. 20.00 föstudaga °g til hádegis laugardaga STORMARKAÐURINN Skemmuvegi 4A, Kópavogi afsakió örstutt hlé Víö flytjum á Nýbýlaveg 2 í ný og glæsileg húsakynní. Lokað frá og meö mánudegi til fimmtudags. JÖFUR hf AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMl 42600 I J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.