Tíminn - 31.01.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 31.01.1980, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 31. janúar 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuli- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Simi 86300. — Kvöidsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprenty Aukin nýting í fiskvinnslu Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Stefán Guðmundsson og Alexander Stefánsson, hafa lagt fram i Sameinuðu þingi tillögu þess efnis, að Alþingi feli rikisstjórninni i samráði við aðila veiða og vinnslu sjávarfangs, að hlutast til um að gerð verði hið fyrsta könnun á þvi, á hvern hátt megi sem bezt ná hámarksnýtingu þess sjávarafla, sem á land kemur. í greinargerð tillögunnar segir m.a.: ,,Það er öllum orðið ljóst, að hafið er ekki sá brunnur, sem endalaust verður ausið úr. Þvi verður að leggja stóraukna áherzlu á gæði og fullnýtingu þess hráefnis, er þaðan fæst. Hvernig það nýtist, sem úr hafinu er dregið, er ekki einkamál þeirra er að veiðum og vinnslu starfa. Það er hagsmunamál þjóðarinnar allrar, að þar sé vel og skynsamlega að staðið. Með tilkomu minni skuttogaranna má segja, að um byltingu hafi verið að ræða i meðferð á fiski. M.a. var þá byrjað að isa fisk i kassa um borð i veiðiskipum og flytja hann þannig til fiskvinnslu- stöðva i landi, sem ættiaðhækka nýtingu viðkom- andi frystihúss um ca. 3%. Hér var stigið skref i þá átt að bæta gæði hráefnisins, sem þegar hefur sýnt ótviræðan árangur. T.d. er slikur fiskur verðlagður 12% hærra en fiskur isaður i stiur. Á undanförnum árum hefur nokkuð verið unnið að endurbótum i fiskiðnaði, en þó hvergi nærri sem skyldi. Ljóst er, að mikið fjármagn þarf að koma til og aukið skipulag veiða og vinnslu. Það liggur þó jafnframt fyrir, að mjög verulegum árangri má ná i þessum efnum með ekki mjög miklu fjármagni, sé rétt og skipulega að unnið.” Þá er i greinargerðinni vitnað til skýrslu frá Þjóð- hagsstofnun, sem kom út 1977, og fjallar um afkomu frystihúsa. í skýrslu þessari segir m.a., að komið hafi i ljós geysimikill munur á nýtingu aflans. Þannig nam framleiðslan á frystum þorski á Vest- fjörðun og Norðurlandi eystra um 40% af móttekn- um þorski til frystingar, i Reykjavik og á Reykja- nesi um þriðjungi og á Vesturlandi röskum þriðj- ungi eða 36%, sem jafnframt var meðaltal fyrir allt landið. Svipuðu máli gegndi um aðrar fisktegundir. Á vegum Sjávarfrétta var á siðastl. ári gerð athug- un á þvi, hversu mikið hráefnistapið væri vegna lé- legrar nýtingar á fjórum fisktegundum (þorski, ýsu, ufsa og karfa), miðað við afla 1979 og niður- stöður áðurnefndrar skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Útkoman varð sú, að með bættu skipulagi og auk- inni hagræðingu i fiskiðnaði, hefði getað náðst framleiðsluaukning, sem svaraði 12,481 smál., en það svarar til 32.000 smál. afla, sem er sem næst meðalafli 10 skuttogara. Láta mun nærri, að þetta hefði getað aukið brúttótekjur fiskiðnaðarins um 12 milljarða króna. Sjálfsagt má hafa ýmsa fyrirvara varðandi þess- ar tölur, en þær gefa eigi að siður til kynna, að milljarða króna upphæðir tapast árlega vegna lé- legrar nýtingar á hráefni i frystihúsum. Tillaga þessi hefur tvivegis áður verið flutt á Alþingi. Fyrst af Stefáni Guðmundssyni og Vil- hjálmi Hjálmarssyni og siðar af Vilhjálmi og Alex- ander Stefánssyni. Flutningsmenn segja i lok greinargerðarinnar, að hún sé flutt til að vekja athygli stjómarvalda á þvi, að hér þurfi að bregða við skjótt og leita úrbóta. Þ.Þ. Erlent yfirlit Verður Mugabe sigur- sælastur i Ródesíu? Andstæðingar hans hafa gert hann vinsælan Mugabe flytur ræöu viö komuna til Salisbury. SÚ skoöun hefur veriö rikj- andi hjá vestrænum fjölmiöl- um, sem sent hafa blaöamenn til Ródesiu, aö Robert Mugabe ætti minnst fylgi meöal almenn- ings þeirra þriggja leiötoga blökkumanna, sem mest hafa komiö viö sögu undanfariö. Muzorewa biskup hefur veriö talinn vinsælastur meöal blökkumanna, en Nkomo koma næst honum. Styrkur Mugabe var einkum talinn byggjast á þvi, aö hann réöi yfir fjölmenn- ustu og bezt skipulögöu skæruliöahreyfingunni. Margt bendir nú oröiö til þess.aö þetta mat hafi veriö rangt og fréttaskýrendurnir hafi ekki kynnt sér ástandiö nægilega til þess að geta dæmt um lýöhylli þessara forustu- manna. Þeir hafi byggt frá- sagnir sinar á ótraustum heimildum likt og I tran, þar sem þeir töldu keisaranum helzt stafa hætta frá róttækum vinstri öflum, en gerðu sér enga grein fyrir valdi klerka- stéttarinnar. En þaö voru ekki aöeins blaðamennirnir, sem flöskuðu á þessu, heldur einnig leyniþjónustustofnanir r is a veldanna. Islamska byltingin kom jafnt Banda- rikjamönnum og Rússum á óvænt. Hua formaður heföi lika tæpast heimsótt transkeisara rétt fyrir fall hans, ef hann heföi haft einhverja hugmynd um þaö, sem i vændum var. Fréttaskýrendur, sem fylgj- ast nú meðatburðum i Ródesiu, telja fylgi Mugabe miklu meira meöal almennings en taliö hef- ur verið, og hæglega geti svo farið, aö hann vinni kosningarnar. Þetta er þó einkum álit þeirra eftir að Mugabe kom heim til Salisbury siöastliðinn sunnudag eftir 15 ára útlegö eða útivist. Honum var fagnaö af meiri mannfjölda en áöur hefur komiösaman i Salisbury. Aöur hafði Nkomo átt metiö, þegar hann kom heim til Salis- bury fyrir rúmum hálfum mánuði eftir þriggja ára út- legö. Gizkaö er á, aö 100 þús. manns hafi tekið á móti Nkomo, en 200 þúsund manns á móti Mugabe. ÞAÐ þarf ekki aö taka fram, Mugabe aö Mugabe var ákaft hylltur eins og er siður blökkumanna. En hafi þeir búizt viö aö taka á móti einhverjum eldrauðum byltingarforingja, hafa þeir oröið fyrir vonbrigðum. I fjöl- miölum i Ródesiu hefur hann veriökynntur sem marxisti, og ótvirætt er, að hvitir menn ótt- ast hann meira en Muzorewa og Nkomo. Það fyrsta, sem Mugabe lét blaðamenn hafa eftir sér á flugvellinum, var á þá leiö, að hvitir menn þyrftu ekki að ótt- ast stjórn sina, ef til kæmi. Ég er maður veruleikans, sagði hann. 1 Ródesiu er kapitaliskt skipulag, og ekkert vit væri i þvi aö jafna það við jöröu á skammri stundu. Ég hef ekki neinar stórfelldar skyndi- breytingar i huga. Við höfum ekki unniö striöið i þeim til- gangi að hrekja fólk úr landinu. Viö þurfum á sem viðtækustu og beztu samstarfi að halda viö uppbygginguna, sem biður framundan. Þessi málflutningur Mugabe er mjög i samræmi við þá kosningas tefnus krá, sem flokkur hans hefur birt. Þar er ekki gert ráð fyrir neinni meiri háttar þjóönýtingu fyrst um sinn. M.a. veröa bankarnir ekki þjóðnýttir. Þaö land, sem ekki er ræktað eöa eigendurnir hafa yfirgefið, verður þó þjóö- nýtt og unniö aö stofnun sam- yrkjubúa þar. I stórum dráttum er kosningastefna allra áður- nefndra þriggja flokksleiötoga mjög svipuö. Ef stefnuskrár flokkanna væru lagöar til grundvallar, væri ekki auðvelt aö velja á milli þeirra. FRÉTTASKÝRENDUR telja lika, aö kosningarnar muni snúast meira um persónur en stefnuskrár. Fyrst og fremst verði valið milli þriggja fyrr- nefndra foringja. Mugabe stendur að þvi leyti verst aö vigi, aö flokkur hans er minnst skipulagður, enda hefur hann verið bannaöur. Hann getur þvi ekki treyst á neina kosningavél, eins og t.d. Muzorewa biskup, sem sigraði i kosningunum i fyrra, og býr að þvi skipulagi, sem þá var komiö á fót. Mugabe getur ekki heldur treyst á þaö, aö hann sé glæsi- legur persónuleiki, er gangi i augun á fólki, eins og Nkomo. Hann er ekki mikill fyrir mann að sjá og ekki mikill ræðu- maður. En Mugabe hefur það fram yfir þá Muzorewa og Nkomo, að hvitir menn hafa óttazt hann meira og talað verr um hann en hina foringjana tvo. Það hefur skapað þá trú hjá blökkumönn- unum, að hann sé foringinn, sem þeir geti treyst bezt. Af ótta viö stjórnarvöldin hefur almenningur ekki látið þetta álit i ljós fyrr en nú. Ef Mugabe sigrar i kosningunum, getur hann sennilega þakkað þaö mest andstæðingunum og áróðri þeirra gegn honum. Eins og áður hefur verið rakið i þessum þáttum, kjósa blökkumenn 80 þingmenn, en hvitir menn tuttugu. Nkomo er frá Matabelandi og þykir lik- legur til aö vinna öll þingsætin þar eöa 18 talsins. Mugabe og Muzorewa eru frá Maskona- landi, en þar veröur kosið um 62 þingsæti. Ef Mugabe fær 40- 50 þingsæti, verður erfitt aö neita honum um stjórnarfor- ustuna, þvi að það verður illa séö, aö veröandi forsætisráö- herra eigi lif stjórnar sinnar undir stuöningi hvitu þing- mannanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.