Tíminn - 31.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. janúar 1980 Herra ritstjóri I blaði yðar, þ. 24. þ.m. birt- ist grein skrifuo af Pjetru Ingólfsdóttur, undir fyrirsögn- inni „örorkubætur og giftar konur". Þar sem vitnaö er i samtal þessarar konu við mig sem tryggingalækni óska ég eftir aö þér birtið eftirfarandi til leiöréttingar á þeim mis- skilningi, sem fram kemur i áournefndri grein: Þegar örorkumater gert, er það ýmist, að viðkomandi mæt- ir til viðtals, með eða án læknisvottorðs frá heimilis- lækni eða sérfræðingi sem hefur haft með viðkom- andi að gera. Þá er oft afl- að frekari upplýsinga frá sjúkrahúsum, hafi viðkom- andi nýlega dvalið þar. Enn- fremur er aflað upplýsinga um féiagslegar aðstæðar, t.d. hvor t viðkomandi er giftur, s é i sambúð, hafi fyrir fjölskyldu að sjá, þurfi heimilishjálp og hver jar tekjur viðkomandi hafi eða maki hans. örorkumat sem er mat á skerðingu á starfsgetubyggistþannigfyrst og fremst á heilsufarsástandi viðkomandi, en tekið er tillit til félagslegra aðstæðna, ýmist til lækkunar eða hækkúnar örorkustigs. örorkustigin eru fjögur. Þeir sem metnir eru undir 50% geta ekki sótt um örorkustyrk. Þegar örorka er metin 50% eða 65% getur viðkomandi sótt um styrk, en hann er síðan úr- skurðaður af Lifeyrisdeildinni, samkvæmt reglum, sem Tryggingaráð setur. örorku- styrkur er heimildarákvæði. Hafi örorka verið metin yfir 75% fær viðkomandi örorkulif- eyri og getur jafnframt sótt um svokallaða tekjutryggingu, en Jón Guðgeirsson tryggingalæknir: Örorkumat hana fá þeir, sem engar aðrar tekjur hafa en örorkulifeyri, eða þá mjög litlar. Þegar það orkar tvimælis, læknisfræðilega séð, hvort meta eigi örorku 65% eða yfir 75%, er af eðlilegum ástæöum, sem allir ættu að geta sætt sig við, tekið tillit til félagslegra aðstæðna. Yfirleitt er gift kona betur settfélagslega en einstæð kona eða eins tæð móðir, s em er eina fyrirvinna heimilisins. Þvi er þaö þannig, að tvær konur, sem læknisfræðilega séð eru 65% öryrkjar, en önnur gift og hefur góðar félagslegar að- . stæður og getur sinnt um létt heimilisstörf, þ.e.a.s. þarf kanns ki að f á heimilishjálp einu sinni eða tvis var i vku, hin kon- an er aftur á móti eins tæðingur og getur ekki sinnt framfær slu- vinnu, en hugsar um sjálfa sig heima. Samkvæmt þeirri meginreglu sem unnið er eftir hér i Tryggingastofnun rikis- ins, mundi sú fyrri vera metin 65% öryrki, en hin að sjálf- sögðu meira en 75%. Ég held nú aðflestir getisættsig viðþessa tilhögun og ekki sist Jafnréttis- ráð. Sé aftur á móti heilsufar þessara kvenna svo slæmt, að þær eru báðar frá læknis- f fræðilegu sjónarmiði algjörir örykjar, er örorkumatið auð- vitað isamræmi við það og báö- ar metnar yfir 75% öryrkjar án tillits til hjúskaparstéttar. Þannig væri kvæntur karl- maður metinn 65% öryrki, ef maki hans væri útivinnandi, en hann gæti annast heimilishald að verulegu leyti. A sama hátt mundi einstæður karlmaöur vera metirin til meira en 75% örorku þó hann gæti hugsað um sjálfan sig heima fyrir, ef hann gæti ekki stundað vinnu á al- mennum vinnumarkaði. Það er algjörlega rangt hjá Pjetru Ingólfsdóttur, að hún hafi ekki verið metin meiri öryrki en 65% af þvi að hún er gift. Það er ennfremur fráleitt að halda þvi fram, að ég hafi sagt aö engin gift kona sé metin meira en 75% öryrki. Þessu til stuðnings leyfi ég mér að birta eftirfarandi tölur, sem unnar voru i nóvember 1979: Giftar konur metnar yfir 75% 627 Ogiftar konur metnar yfir 75% 798 Giftar konur metnar 65% 1056 Ógiftar konur metuar 65% 267 kvæntir karlar 536 ókvæntir karlar 846 kvæntir karlar 602 ókvæntir karlar 323 Þessar tölur tala sinu máli. Þar sem Pjetra Ingólfsdóttir hefur sjálf lýst þvi yfir að hún hafi verið metin 65% öryrki, virðist það henni ekki á móti skapi, að það sé rætt opinber- lega. Þegar örorkumat hennar fór fram i fyrra skiptiö, þ.e.a.s. i janúar 1978 var stuðst við læknisvottorð frá sérfræð- ingiihiartasjúkdómum og taldi hann að Pjetra gæti sinnt heimilisstörfum að hluta. Þeg- ar endurmat fór fram ári sið- ar, eða I janúar 1979 kom Pjetra sjálf til viðtals með læknisvottorö frá heimilislækni sinum. Pjetra gaf þá sjálf þær upplýsingar, að hún sinnti um heimilishald fyrir sig og úti- vinnandi mann sinn. örorku- mat hennar var þvi i engu frá- brugöið þeirri tilhögun, sem viöhöfð er við gerð örorku- mats. Eftir að seinna örorkumatið fór fram hefur ekki verið óskað eftir endurmati og ekkert læknisvottoö borist Trygginga- stofnun rikisins umheilsufars- ástand Pjetru, en að sjálfsögðu er alltaf opin leiö til þess aö óska eftir endurskoðun á gild- andi mati. Núgildandi lög um örorku- mat voru sett áriö 1971, en eru efnislega nær eins og þegar þau voru fyrst sett árið 1946. Sið- asta reglugerð um úthlutun örorkustyrkja var sett árið 1974. 011 þjóðfélagsgeröin hefur breyst mikið á sfðustu áratug- um, einkum hvað varðar verkaskiptingu karla og kvenna. Það kann þvi vel að vera, að löggjöfin þurfi endur- skoðunar við, ogþess m4geta, að nefnd, sem á að endurskoða lög um almannatryggingar, situr nú að störfum á vegum Heilbrigöis-og Tryggingaráðu- neytisins. Ég er þeirrar skoð- unar, að mikilvægt sé, að sú nefndhraði störfum sem mest, svo að lög og reglur verði i meira samræmi viö þarfir þess þjóðfélags sem við lifum I. Með þökk fyrir birtinguna, JónGuðgeirsson, tryggingalæknir Varöandi örorkumat, sem unnin eru af læknum Trygg- ingastofnunar rikisins, skal það tekið fram, að þau eru gerð i fullu samráði við mig og i sam- ræmi við gildandi lög og þær venjur, sem fylgt hefur verið I stofnuninni. Þessi háttur hefur að sjálfsögðu verið viðhafður um örorkumat vegna sjúkdóms fru Pjetru Ingólfsdóttur. Virðingarfyllst, Björn önundarson, tryggingayfirlæknir. Sögusviðið er Berlin skömmu fyrir seinni heims- styrjöldina. Hvarvetna eru hermenn á gangi, hvarvetna fánar með merki sem fólk tók að óttast. Það voru ekki hinir fimm hringir olympiuleikanna sem blöstu við heldur merki flokkseinræðis, ofbeldis, kúg- unar, kynþáttahaturs og hern- aðar. Sögusviðið er Moskva 1980. Hvarvetna eru hermenn á gangi, hvarvetna fánar með merkialræöisafls sem milljón- ir hræðast. Moskva hin nýja sem vandlega hefur verið hreinsuð af óæskilegum þjóð- félagsþegnum. Hér skal halda olympiu- leika. Hvergi er til sparað. Vesturlandabúar þyrpast til Moskvu og með þeim hin skað- legu áhrif vestrænnar menn- ingar. Þvi hafa yfirvöldin sent unglinga borgarinnar i sumar- búðir flokksins. útlendingun- um eru þvi næst sýnd Sovétrík- in og hin miklu undur kommún- ismans, á fyrirfram ákveðnum stöðum. Heim eiga svo útlend- ingarnir að flytja tfðindi um frjálst mannlif og velsæld i Sovétrikjunum. Svona gæti sagan nú endurtekið sig. En hvað varð um þá sem ekki samþykkja alræðiskerfið? Hvar eru þeir sem telja mann- réttindi i Sovétrikjunum fótum troðin? Hvar eru talsmenn hinna ýmissa trúarfélaga sem bönnuð eru? Hvar eru visinda- menn og listamenn þeir sem hugsa ekki i anda alræðisins? Nei, engir slikir finnast i Moskvu, þvi allir hafa þeir ver- ið fjarlægðir. Til þess að reyna á þolrif heimsins hafa Sovétstjórnvöld nú gengið svo langt að,senda forsvarsmann mannrettinda- baráttu I Sovétrlkjunum og friðarverðlaunahafa Nóbels Andrei Sakharov i útlegð. Með innrás sinni i Afghanistan sviptu valdhafarnir grimunni. Enginn er nú svo sjóndapur að hann sjái ekki hið rétta andlit friöar- og slökunarstefnu þeirra. En viðbrögðin láta ekki á sér standa. íþróttahreyfingar um allan heim eru nú að ihuga þátt- töku sina i leikum Olympiu. Hvarvetna birtast áskoranir til stjórnvalda Sovétrfkjanna Olympíuleikarnir í Moskvu: Friðarleikar? um að þeir kalli heim her sinn frá Afghanistan og leysi Sakharov úr ánauð. Jafnvel á Islandi eru viðbrögð. Fyrir skömmu héldu framhalds- skólanemendur mótmælastöðu viö sovéska sendiráðið. Nú berast þau tiðindi af Suöur- nesjum að verkalýðsfélög þar neiti að afgreiða sovéskar flug- vélar og skip. En erindi þess- arar greinar er ekki til Sovét- manna, heldur til islenskrar Iþróttaforystu. Vil ég eindregið beina þeim tilmælum til islensku olymplu- nefndarinnar að hún hætti við að senda þátttakendur á olym- pluleikana i Moskvu komandi sumar, en beiti sér þess i stað fyrir þvi að leikum þessum verði fundinn fastur samastað- ur. Er vel hugsandi að færa leikana til Grikklands fæðing- arstaðar þeirra, og þess lands sem hýsti þá framan af. Þannig væri i eitt skipti fyrir öll hægt að komast hjá pólitlskum deil- um þeim sem einkennt hafa olympluleiki nútlmans. Olympiuhugsjónin er grund- völluð á friði og mannkærleik. Svo er einnig hin sanna hugs jón íþróttanna. Pólitiskar deilur eiga ekki heima innan hennar ramma. En þar með er ekki sagt að olympluleikarnir geti veriö haldnir án tillits til þjóð- félagsaðstæðna. Þegar leik- arnir i Berlin 1936 voru af- staðnir birtist mönnum döpur sýn. Evrópa, Asla og N. Afrika voru i kalda kolum. Milljónir saklausra höfðu dáið i hildar- leik heimsstyrjaldar, styrjald- ar sem átrúnaðargoð og vernd- ari olympiuleikanna 1936 haföi hleypt af staö. Svo virðist sem stjórnendur Sovétrikjanna ætli að feta I fót- spor Hitlers.Heimsfriönum er stefnt i hættu. Það er von mln að þeir sjái að sér. Með þvi að flytja olympiuleikana i ár frá Sovétrikjunum verður erfitt fyrir valdhafana að útskýra fyrir þegnunum niðurlægingu Óskar Einarsson, form. Vöku gómagirni. Meö olympiuhaldi sinu ætlar Sovétstjórn að hylja yfir slik misferli. Vissulega er staða hinnar is- lensku olymplunefndar erfiö. Mikil vinna hefur veriö lögð i undirbúning þessarar ferðar. Ósérhlifni þeirra jafnt sem iþróttamanna sem þangaö stefna verður ekki metin til fjár. Hugsjón þeirra er ekki slik. Islendingar fara ekki met- orðaferð á leika þessa. Þvi er skiljanlegt að nefndin s é tr eg til þess að falla frá þátttöku sinni. Margra ára starf, ómetanleg vinna og miklir fjármunir yrðu þáaðengu.Meöþviaðstuðla að þvi aö leikarnir færu fram á öðrum stað værl sú vinna ekki unnin fyrir gig. Þess ber að gæta að brot Sovétmanna á mannréttindayfirlýsingu S.Þ. verða ekki heldur metin til fjár. Að skeröa mannlegt tjáningar- frelsi, trúfrelsi og sjálfstæði annarra þjóða er glæpur og glæpir verða aldrei metnir til fjár. Mannleg hugsun og tilfinn- ingar er annars eðlis. Fyrir um misseri siðan rit- aði ég grein þar sem bent var á fáránleika olympiuhalds i Moskvu. Skoðun min hefur styrkst sfðan. Minnumst orða Búkofskis og annarra sovéskra föðurlandsvina sem hraktir hafa verið I útlegö vegna tilrauna sinna til þess að lifa eðlilegu lifi. Látum ekki að- varanir þeirra sem vind um eyru þjóta. Ég tek undir orð Agústs Asgeirssonar frjáls- iþróttamanns og fyrrum olym- piufara: „Olympiuhugsjóniner fögur, eins og fagurt ljóö, en sizt af öllu hafa Sovétmenn haft hana i heiðri, þaö veit Islenzk Iþrótttaforysta." Þvi hvet ég hina Islensku Iþróttaforystu til þess að Ihuga vel hvaða afleiðingar þátttaka i olympiuleikum i Moskvuborg kann að hafa i för með sér og hvað réttlæti slikt. Látum ekki hæða olymplu- hugsjónina. Látuni ekki mistök ársins 1936 endurtaka sig. óskar Einarsson, formaður Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og nefndarmaður i fslensku andófsnefndinni. slna, erfitt að réttlæta innrás- ina I Ungver jaland 1956, Tékkó- slóvakiu 1968 og Afghanistan nú. Olympiuleikar i Moskvu veröa aldrei annað en sýndar- leikur. Jafnvel sovéskir iþróttamenn keppa ekki hug- sjónanna vegna. Nei, hverjum þeirra sem vinnur til verð- launa býðst tækifæri sem eng- inn sleppir. Þeirra biður íbúö, fastar tekjur og örugg framtlð ef þeir vinna til verðlauna fyrir ríkiö. En slfkt er einungis mannlegt. Hins végar flokkast mannréttindabrot i Sovétrikj- unum ekki til mannlegrar hé- EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hríngi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutíma. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthusum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hiaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinmih bankanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.