Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 2
Undanfarin sex ár hafa þúsundir vísindamanna unnið að alþjóðlegu verkefni við að skrá allar tegundir lífvera á jörðinni. Sá áfangi náð- ist fyrir skemmstu að meira en milljón tegundir eru komnar í skrána, en talið er að heildartalan verði um það bil 1,75 milljónir. Thomas M. Orrell, líffræðingur hjá Náttúru- minjasafni Smithson-stofnunarinnar í Washington, segir að í skránni verði allar tegundir lífvera, sem vitað er um, allt frá jurtum og dýrum til sveppa og örvera. „Það kemur mörgum á óvart, að þrátt fyrir vinnu líffræðinga í tvær aldir og mikinn áhuga um heim allan á líffræðilegum fjölbreytileika, þá er engin heildarskrá til yfir allar þekktar tegundir lífvera á jörðinni,“ segir Orrell. Á skránni verða þó ekki steingerðar tegundir sem nú eru útdauðar. Margt veldur þó vísindamönnun- um erfiðleikum við gerð skrárinnar. Til dæmis er oft erfitt að greina á milli líkra tegunda og eins hafa sömu tegundir gjarnan fjölmörg mismunandi nöfn eftir heimshlutum. Fiðrildi og mölflugur eru núna fyrirferðarmesti flokkurinn í skránni, en alls eru þar tilgreindar 253.680 mismunandi tegundir af fiðrildum og möl- flugum. Samtök atvinnulífsins kynntu í gær nið- urstöður rannsóknar sem Námsmatsstofnun gerði fyrir samtökin um hugmyndir fimmtán ára ung- menna um framtíðarstörf þeirra. Niðurstöðurnar byggja á svörum ungmenna frá árunum 2000, 2003 og 2006 við spurningunni: „Hvers konar starf held- urðu að þú vinnir við þegar þú ert orðin(n) 30 ára?“ Í ljós kemur að langflestir stefna á sérfræðistörf og þar eru stúlkurnar í meirihluta. Afar fáir ætla að starfa við ósérhæfð frumvinnslustörf og áhugi fyrir ýmsum raungreinum og tæknistörfum hefur minnkað eða staðið í stað. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur áhyggjur af minnkandi áhuga á raungreinum og segir að væntingar krakk- anna séu úr takt við raunveruleikann. „Ef fáir stefna á tækni- og raungreinastörf sjáum við ekki fram á að hér verði til hátæknisamfélag með mörgum sprota- fyrirtækjum,“ segir Hannes og bætir því við að ef til vill þurfi að auka samstarf skólakerfis og atvinnu- lífs og bæta ímynd raungreinanna. „Val krakkanna er mjög einhæft sem bendir til þess að þau þekki ekki ýmis algeng og mikilvæg störf,“ segir Hannes. Umsvifin í atvinnulífinu virðast ekki hafa mikil áhrif á val ungmennanna. Þannig hefur áhugi á störf- um í bankageiranum ekki aukist í takt við þensluna í viðskiptalífinu og væntingar ungmennanna benda ekki til þess að þau sjái fyrir sér störf við stóriðju á borð við álver. Árið 2006 sagðist enginn ætla að vinna við verkamannastörf í byggingariðnaði eða sem vélafólk í verksmiðjum. Fáir ætla að verða vél- stjórar eða iðnaðarmenn. Ragnar F. Ólafsson hjá Námsmatsstofnun segir það ekki koma sér á óvart. „Mér finnast niðurstöð- urnar vera í takt við þá áherslu sem hefur verið á há- skólamenntun í þjóðfélaginu,“ segir Ragnar, sem er ánægður með niðurstöður rannsóknarinnar. „Ég held við getum verið mjög bjartsýn á fram- tíðina. Stelpurnar koma sérstaklega vel út. Árið 2000 ætluðu 22 prósent þeirra að starfa við þjón- ustustörf en nú stefna þær á að vera sérfræðingar á borð við lækna og tannlækna,“ segir Ragnar. Guðbjörg, voru þeir tvöfaldir í roðinu? Unglingar stefna ekki á störf í álveri Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að væntingar fimmtán ára ungmenna til framtíðarstarfa séu ekki í samræmi við þarfir atvinnulífsins. Í dag starfa 14 pró- sent Íslendinga sem sérfræðingar en 58 prósent ungmennanna stefna á slík störf. Val krakkanna er mjög einhæft sem bend- ir til þess að þau þekki ekki ýmis algeng og mikilvæg störf Helgi Valur Helgason, hundaeftirlitsmaður í Reykjavík, segir að iðulega berist kvartanir vegna hunda í fjölbýlishúsum. Í lögum um fjöleignarhús segir skýrt að samþykki allra eigenda þurfi til að halda hunda og ketti í húsinu. Þegar hús skiptist í að- greinda hluta nægi þó samþykki þeirra eigenda sem hafa sameig- inlegan inngang, stigagang eða annað sameiginlegt. Þeir sem fyrir eru í fjöleign- arhúsum geta varnað því að nýir eigendur komi með hunda í húsið. Eins hafi þeir neitunarvald ef íbúi í húsinu vilji einn daginn eignast hund. Að sögn Helga geta nýir eigend- ur íbúða í fjölbýlishúsum á hinn bóginn venjulega ekki krafist þess að hundar sem fyrir eru í húsinu víki þaðan. „Það þarf þá að koma upp einhver sérstök ástæða eins og ofnæmi,“ segir hann. Helgi segir viðbrögð þeirra sem krafist sé að losi sig við dýrin á ýmsa lund. „Sumir einfaldlega selja og flytja annað. Þetta eru alltaf erfið og leiðinleg mál. Oft er hundahaldið aðeins einn part- urinn af stærra máli milli fólks,“ segir hann. Stundum þurfa hundaeftir- litsmenn að grípa inn í og fjar- lægja hunda. „Við reynum alltaf í lengstu lög að komast hjá því. Eig- endum er alltaf gefinn kostur á að koma hundunum annað.“ Gjarnan bitbein í stærri deilu Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi í Reykjavíkur- kjördæmi suður, eða rúmlega 41 prósent, samkvæmt niðurstöðu fylgiskönnunar Gallups. Könnun- in var gerð fyrir RÚV og Morgun- blaðið. Vinstri grænir mælast með 24 prósenta fylgi í kjördæminu og Samfylkingin með einu prósentu- stigi minna. Ef þetta yrði niður- staðan í alþingiskosningunum myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig einum þingmanni í kjördæminu frá síð- ustu kosningum en Samfylkingin tapa einum. Aðrir flokkar myndu ekki ná inn manni. Sjálfstæðismenn með mest fylgi Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra slapp ómeiddur eftir að hann velti bíla- leigubíl í Öxnadal í hádeginu í gær. Einar var í gær- morgun á rík- isstjórnar- fundi. Eftir fundinn flaug hann frá Reykjavík til Akureyr- ar þaðan sem hann ók áleið- is til Skaga- fjarðar til að sækja fund um þjóðlendumál á Löngumýri. Krapi og hálka var á veginum. Talið er að bílaleigubíllinn hafi að minnsta kosti farið eina heila veltu. Lögreglan á Akureyri flutti ráðherrann á þjóðlendufundinn í Skagafirði eftir aðhlynningu hjúkrunarfólks. Í gærkvöldi sat Einar síðan annan fund á Sauðár- króki. Velti bílnum en mætti á fund Peter Brixtofte, fyrr- verandi bæjarstjóri í Farum í Danmörku, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot í embætti. Hann var sakaður um að hafa farið frjálslega með sjóði bæjarfélagsins og hlaut dóminn meðal annars fyrir skjalafals. Brixtofte var vinsæll bæjar- stjóri í Farum frá 1985 til 2002 en sagði af sér þegar í ljós kom að bæjarsjóðirnir voru þurrausnir. Samtals þarf hann því að sitja fjögur ár í fangelsi því hann var í febrúar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að veita knatt- spyrnufélagi bæjarins háar fjár- hæðir án heimildar. Fangelsisdómur fyrir fjáraustur Faðir dóttur Önnu Nicole Smith er Larry Birkhead, fyrrver- andi ástmaður fyrirsætunnar. Að sögn fréttastofunnar AP er þetta niðurstaða rann- sóknar Dr. Mi- chaels Baird sem bar saman erfða- efni úr sýnum sem tekin voru 21. mars. Dóttir Önnu Nicole, Dannie- lynn, er nú sjö mánaða gömul. Málaferlum Önnu Nicole við afkomendur fyrrver- andi eiginmanns hennar var ólok- ið. Hugsast getur að Dannielynn erfi mikil auðævi. Eftir sviplegt fráfall Önnu Nicole í febrúar hefur fjöldi manna lýst sig föður Dannie- lynn, meðal annars lögmaður fyrir- sætunnar. Talið er að þeir hafi haft augastað á því mikla fé sem kann að vera í vændum. Birkhead fagn- aði tíðindunum í gær. Elskhuginn er faðir barnsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, gengst undir aðgerð á brjóstholi á Land- spítalanum í dag. Að sögn aðstoð- armanns ráðherr- ans, Þorsteins Davíðssonar, fann Björn fyrir mæði um páskana. Í ljós kom að annað lunga hans var fallið saman. Var ákveðið að Björn yrði skorinn upp. „Líðan Björn er ágæt eftir atvik- um,“ sagði Þorsteinn í gærkvöld. Veikindi Björns nú eru framhald þeirra veikinda sem urðu til þess að hann lá rúmar tvær vikur á sjúkrahúsi í febrúar. - Björn skorinn upp í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.