Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 12
Byrjaðu ferðina heima, - og bókaðu bílinn strax! Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 522 44 00 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur. 522 44 00 • www.hertz.is Safnaðu Vildarpunktum ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 69 19 0 4 /0 7 Ef þú bókar fyrir 1. maí færðu 1.000 Vildarpunkt a „Hávær kór kyrjar þann söng að nýting endurnýjanlegra orkulinda sé í andstöðu við þekk- ingargreinarnar og beri frekar að veðja á þekkingargreinar en orku- greinar en á sama tíma fáum við fréttir um útrás á orkuþekkingu þar sem virtustu háskólar í heimi undirrita samstarf um þróun þess- arar þekkingar með Íslendingum. Við ákváðum þess vegna að skoða þetta aðeins og þetta eru niðurstöð- urnar,“ segir Gústaf Adolf Skúla- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku. „Það er ástæða til þess að þessi kór taki sér frí því hann syng- ur falskt en ótrúlega hátt engu að síður. Engin innistæða getur talist fyrir því að stilla íslenskum orku- og veitufyrirtækjum upp sem ein- hvers konar andstæðu við þekk- ingarfyrirtæki. Þúsundir starfs- manna eiga betra skilið en þetta,“ segir hann. Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja, tók nýlega saman upp- lýsingar um fjölda háskólamennt- aðra í hópi starfsfólks aðildar- fyrirtækja Samorku, sem og um fjármagn sem þessi fyrirtæki verja til rannsókna, hönnunar og vís- inda. Niðurstaðan er sú að orku- og veitufyrirtækin vörðu yfir fimmt- án milljörðum króna í rannsóknir og hönnun 2001-2006 auk þess sem fimm hundruð milljónir króna fóru í styrki til rannsókna- og vísinda- starfa á vegum annarra. Hjá orku- og veitufyrirtækjum starfa 330 manns með háskóla- og tæknimenntun, þar af 226 verk- og tæknifræðingar. Aðkeypt sérfræði- þjónusta nam 400 ársverkum há- skóla- og tæknimenntaðra, þar sem ætla má að séu meðal annars 273 ársverk verk- og tæknifræðinga, auk fjölda ársverka viðskiptafræð- inga, jarðfræðinga og fleiri hópa árið 2006. Samtals gerir þetta 730 ársverk háskóla- og tæknimennt- aðra, þar af 499 ársverk verk- og tæknifræðinga. Útrásarfyrirtæki á orkusviði eru ekki með í þessum tölum. Þá voru 475 ársverk iðnaðar- manna innt af hendi fyrir orku- og veitufyrirtæki á árinu 2006 auk þess sem tæplega 600 starfs- menn teljast til ófaglærðra. Gústaf segir að meðalstarfsaldur ófag- lærðra sé með allra hæsta móti hjá orku- og veitufyrirtækjum eða tæplega sextán ár samanbor- ið við sjö ára meðaltal á íslenskum vinnumarkaði. Orkufyrirtæki eru þekkingar- fyrirtæki Orku- og veitufyrirtækin vörðu um fimmtán millj- örðum í rannsóknir og hönnun og hálfum milljarði í styrki til rannsókna- og vísindastarfa 2001-2006. Flest bendir til þess að efna þurfi til annarrar umferðar forsetakosning- anna á Austur-Tímor. Þegar tuttugu prósent atkvæða höfðu verið talin í gær hafði Nóbels- verðlaunahafinn Jose Ramos Horta, sem nú er forsætisráðherra, fengið flest atkvæði, en skammt á hæla honum kom Fernando „La- sama“ de Arujo, fyrrverandi uppreisnarleið- togi. Fái enginn frambjóðenda meira en helm- ing atkvæða verður efnt til annarrar umferð- ar í júní næstkomandi þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Seinni umferðin verður þá haldin um leið og þingkosningar, og gæti það aukið enn á spenn- una í landinu, aðeins ári eftir að litlu munaði að borgarastyrjöld brytist þar út. Búist er við að nokkuð marktækar bráða- birgðaniðurstöður verði birtar í dag en endan- leg úrslit verða ekki ljós fyrr en 19. apríl, sem er á fimmtudaginn í næstu viku. Kosningarnar voru haldnar á mánudaginn, en þetta eru fyrstu forsetakosningarnar í landinu frá því það hlaut sjálfstæði árið 2002. Forseti er kjörinn til fimm ára í senn, en emb- ættinu fylgja ekki mikil pólitísk völd. Forsetakjörið er þó talinn mælikvarði á það hversu mikinn stuðning hugmyndir þeirra Horta og Xanana Gusmao, núverandi forseta, hafa meðal landsmanna. Gusmao gerir sér vonir um að verða forsætisráðherra að þing- kosningum loknum. Eftirliti með fiskveið- um í lögsögu Evrópusambands- ríkjanna er enn ábótavant og það á sinn þátt í ofveiði fiskistofn- anna. Þetta sagði Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, í gær. „Virkara fiskveiðieftirlit krefst meiri ákveðni og elju,“ sagði Borg. Vegna ófullnægjandi eftir- lits væru þess of mörg dæmi að notuð væru óleyfileg veiðarfæri og að skip stælust til að veiða á miðum sem hefur verið lokað í verndarskyni við hætt komna fiskistofna. Fiskveiðieftirliti er enn ábótavant Yoko Ono, listakona og ekkja Johns Lennons, er stödd hér á landi vegna undirbúnings við uppsetningu Friðarsúlunnar sem staðsett verður í Viðey. Listaverkið, ljós- súla sem lýsir beint upp í himin- inn, verður próf- að og tilraunir gerðar með ljós- gjafa á næstu dögum, segir Haf- þór Yngvason, forstöðumaður Listasafnsins í Reykjavík. Friðarsúlan var kynnt í októ- ber á seinasta ári, en hún á að sýna friðarboðskap Lennons og Ono á táknrænan hátt. Áætlað er að vígja listaverkið á fæðingar- degi Lennons, 9. október. Yoko Ono prófar súlu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.