Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 14
 Formlegar stjórnar- myndunarviðræður eru að hefjast í Finnlandi undir forystu Matti Van- hanen, formanns Miðflokksins, og eru allar líkur á því að borgaraleg ríkisstjórn fjögurra flokka verði mynduð á næstu dögum. Flokkarn- ir fjórir eru Miðflokkurinn, Hægri- flokkurinn, Sænski þjóðarflokkur- inn og Græningjar. Jafnaðarmenn detta þar með út úr ríkisstjórnar- samstarfi í Finnlandi. Jyrki Katainen, formaður Hægriflokksins, segir að um sögu- lega ríkisstjórnarmyndun sé að ræða. Hægriflokkurinn kemur nú inn í ríkisstjórn í Finnlandi í fyrsta skipti í langan tíma en flokkurinn vann mikið á í þingkosningunum 18. mars. Helsingin Sanomat hefur eftir Vanhanen að þessi ríkis- stjórnarmyndun sé í samræmi við niðurstöður kosninganna. Helstu verkefni ríkisstjórnarinnar verði á sviði orku- og loftslagsmála, einka- reksturs, endurnýjunar almanna- tryggingakerfis og þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Vanhanen hefur lýst yfir að stjórnin muni styrkja velferðarkerfið og vera í góðu sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins. „Hægri-græna“ ríkisstjórnin mun hafa 126 af 200 þingmönn- um á finnska þinginu á bak við sig. Gert er ráð fyrir að Vanhanen haldi áfram sem forsætisráðherra en Katainen verði fjármálaráðherra. „Hægri-græn“ stjórn í bígerð Skógrækt á snjórík- um svæðum getur ýtt undir gróð- urhúsaáhrif þar sem trjákrónurn- ar draga í sig sólarljós sem ann- ars hefði verið endurvarpað af snjóbreiðunni. Að þessari niðurstöðu er kom- ist í skýrslu sem birt er í banda- ríska vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sci- ences og vitnað er til á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. En höfundar skýrslunnar, vís- indamenn við Lawrence Liver- more National Laboratory og fleiri vísindastofnanir í Banda- ríkjunum, leggja áherslu á að þeir séu ekki að mælast til þess að skógar á norðlægum slóðum verði höggnir niður. Náttúrufræðingar hafa lengi haldið því fram að skógrækt hjálpi til við að vinna á móti gróð- urhúsaáhrifunum þar sem tré síi koltvísýring úr andrúmsloftinu og breyti því í súrefni. En sam- kvæmt skýrslunni getur á viss- um norðlægum slóðum skógrækt skilað minna en engu í þessu til- liti. Hins vegar komast skýrslu- höfundar að þeirri niðurstöðu að regnskógar hitabeltisins gegni mjög miklu hlutverki í að verka á móti gróðurhúsaáhrifunum; þeir síi mikið magn koltvísýrings úr loftinu allan ársins hring og eigi þátt í skýjamyndun sem einnig dragi úr inngeislun sólar. Skógrækt á norður- slóðum kann að skila minna en engu Geim- ferja með bandaríska milljarða- mæringinn Charles Simonyi innanborðs lenti við Alþjóð- legu geimstöðina í gær. Hann er fimmti maðurinn sem fer út í geim á eigin vegum. Ferðin kost- aði hann rúman einn og hálfan milljarð króna. Mikil fagnaðarlæti upphófust þegar Simonyi, sem er hugbún- aðarverkfræðingur, sveif inn í geimstöðina. Tveir rússnesk- ir geimfarar voru að auki í áhöfn ferjunnar sem skotið var á loft frá Rússlandi á laugardag. Undir- búningur ferðarinnar hefur staðið yfir síðan á síðasta ári. Ferðalangur í dýrri geimferð Allhvasst var á Seyðisfirði og í Neskaupstað í gærmorgun og gat farþegaferjan Norræna ekki lagst að bryggju á Seyðis- firði. Ferjan beið í vari austan við Brimnesið eftir að vindinn lægði. Hún kom í land um hádegið. Tvö hjólhýsi sem geymd voru á tollsvæðinu á Seyðisfirði fuku hvort á annað í veðrinu og skemmdust töluvert en vindur fór upp í 29 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Í Neskaupstað fauk upp svalahurð á íbúðarhúsi og eyðilagðist. Engin slys urðu á fólki og veðrið gekk niður um hádegisbilið. Öldungadeildar- þingmaðurinn John McCain, sem berst fyrir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, reynir nú að sannfæra almenning í Bandaríkjun- um um að sigur geti unnist í Írak. Vinsældir hans hafa farið minnk- andi, meðal ann- ars vegna þess að hann hefur ótrauður haldið fast við stuðning sinn við Íraksstríðið. Helstu keppinautar hans um út- nefningu flokksins í forsetafram- boð, þeir Rudy Giuliani og Mitt Romney, hafa lagt aðaláherslu á utanríkismálin í baráttu sinni. Segir enn von í Íraksstríðinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.