Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Þegar ég var sextán ára fór ég með gamalli skútu til Íslands og það voru mín fyrstu kynni af Íslandi. Þetta var árið 1945. Við sigldum umhverfis Ísland. Svo kom ég ekki aftur til Íslands fyrr en 1964. Á sjöunda áratugnum veiddu margir Íslendingar í Norðursjó og komu við í Færeyjum á leiðinni út og heim og þá kynntist ég mörgum,“ segir Poul Mohr, fráfarandi aðalræðismaður Íslendinga í Færeyjum. Poul Mohr átti slippinn í Færeyj- um og var skipstjóri í Þórshöfn. „Það komu margir, bæði Austfirð- ingar og Vestmannaeyingar. Flest- ir þeirra eru nú hættir á sjó. Það voru svo margir bátar á Íslandi á þessum tíma að það var oft erfitt að komast í slipp á Íslandi en þeir komust að hjá okkur og oft komu heilu áhafnirnar heim til okkar Önnu konu minnar og við skemmt- um okkur og höfðum það huggu- legt saman,“ segir hann. Poul er líflegur og skemmtileg- ur maður sem talar góða íslensku. Eins og sjá má er hann mörgum Íslendingum að góðu kunnur, ekki síst gömlum skipstjórum og sjó- mönnum og fólki í viðskiptum við Færeyinga. Poul varð fyrst ræð- ismaður Íslendinga 1985 og árið 2002 varð hann aðalræðismaður. Hann hefur nú látið af störfum. „Einar Ágústsson var sendi- herra í Danmörku og Geir Hall- grímsson var utanríkisráðherra og þeir báðu mig um að verða ræð- ismaður Íslendinga. Matti Matt var líka í ríkisstjórninni og hann talaði við mig líka. Ég vildi feginn vera ræðismaður Íslands. Ég hefði ekki viljað vera ræðismaður fyrir nokkurt annað land. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því sem ger- ist á Íslandi og íslenskum stjórn- málum,“ segir hann. Poul hefur margoft komið til Ís- lands og dvalið hér. Hann er mik- ill áhugamaður um land og þjóð og les allt sem hann kemst yfir um Ís- land. Hann þekkir margar íslensk- ar ættir og getur líka rakið saman ættir íslenskra hesta. „Ég les allar ævisögur. Ég hef til dæmis lesið ævisögu Hannesar Hafstein og Einars Ben. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa menn og hef gaman af að lesa um þá. Svo hef ég líka lesið ævisögu Gunnars Thoroddsen. Hann og pabbi minn voru miklir vinir. Gunnar var bæj- arstjóri í Reykjavík þegar pabbi var bæjarstjóri í Þórshöfn. Þeir voru saman í Osló,“ segir Poul. Honum finnst skemmtilegast að fara í réttirnar til að hitta fólk og eignast vini. „Mennirnir eru þar með vasapela og taka í nefið og borða flatkökur og drekka kaffi og syngja og fara ríðandi á hestum. Það finnst mér ótrúlega gaman. Ég hef verið í smalamennsku í Landmannalaugum í nokkra daga og það var mjög gaman. Svo hef ég líka verið í hestaréttunum í Skagafirði. Ólafsvakan í Færeyj- um er eins og sunnudagaskóli í samanburði við þetta.“ Í Færeyjum eru 80-90 prósent hest- anna íslenskir. Afgangurinn er norskir hestar. Poul er mikill hesta- maður en faðir hans var með ís- lenska hesta þegar hann var strák- ur og sjálfur er hann með fimm hesta í húsi. Það var því vel við hæfi að Valgerður Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra skyldi færa honum forláta íslenskt beisli að gjöf sem þakklætisvott fyrir unnin störf. Poul segir að staðan í Færeyj- um sé góð, atvinnuleysi ekkert og góður snúningur á efnahagslífinu. Flestöll fyrirtæki virðast ganga vel. Verðbréfamarkaðurinn er Poul hugleikinn og hefur hann sér- stakan áhuga á velgengni Atlant- ic Petroleum sem var stofnað árið 1998 og er skráð á markað bæði á Íslandi og í Danmörku. „Færeyingar eru vaknaðir til meðvitundar um verðbréfamark- aðinn. Það var eitt af mínum helstu áhugamálum og ég var einn af frumkvöðlunum. Félagið er með starfsemi í Norðursjó og þaðan fáum við peninga inn í fyrirtækið. Gengi bréfanna er spáð hækkandi og við erum komnir með olíuleit við Írland líka,“ segir Poul Mohr. Hann segir stofnun félagsins ekki hafa verið alveg þrautalausa. „Það voru bara Færeyingar sem stofnuðu þetta félag. Við þurftum mikið stofnfé þegar erfiðleikarn- ir voru miklir. Ég hringdi í nokkra vini mína og bað þá um að leggja peninga í fyrirtækið. Við fengum 25 milljónir og stofnuðum félagið. Í dag eru 3.000 Færeyingar hlut- hafar í félaginu. Sá sem setti 1.000 krónur í félagið fær 8.000 krónur í dag,“ segir Poul Mohr. Ólafsvakan er sunnudagaskóli í samanburði við réttirnar Ég les allar ævisögur. Ég hef til dæmis lesið ævi- sögu Hannesar Hafstein og Einar Ben. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa menn og hef gaman af að lesa um þá. Meira að segja í Eurovision Bara smá grín Alvarlegt mál Syngur ljóð Jónasar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.