Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is Hvernig ætla stjórnmálaflokk-arnir að treysta og bæta um- hverfi barna í heimi sem verður stöðugt viðsjálli og hættulegri? Það sker í augu að í stefnuskrám fæstra flokka er að finna sam- fellda, meitlaða stefnu um börn. Börnin komast of sjaldan á dag- skrá stjórnmála fyrir deilum um hjóm – þau hafa ekki atkvæðis- rétt! Ég er því stoltur af að eiga ör- smáan þátt í ítarlegri stefnu Sam- fylkingarinnar í 60 liðum um hvernig á að bæta líf íslenskra barna og gera þau að sterkum og sjálfstæðum einstaklingum. Í stefnuplagginu „Unga Ísland“ er sérstök áhersla lögð á að þrátt fyrir misjöfn efni foreldranna njóti börnin okkar jafnra tæki- færa til að skapa sér hamingju- ríkt líf. Á Íslandi búa tvöfalt fleiri börn við fátækt en á Norðurlöndunum. Skýrsla, sem Samfylkingin ósk- aði eftir á Alþingi, sýnir að yfir 5 þúsund börn búa við fátækt. Þessi börn borða sjaldnar hollan mat en hin, hreyfa sig minna, og eru lík- legri til að þjást af offitu. Miklu færri þeirra taka þátt í íþróttum eða skipulögðu tómstundastarfi. Mörg bera stöðu sína utan á sér, í fasi, hegðun og klæðaburði. Þau eru í meiri hættu á að verða fórn- arlömb eineltis og lenda í and- legum erfiðleikum. Sum koðna niður, hluti fer í uppreisn, önnur ná sem betur fer að brjótast út úr mynstrinu. Fast að fimmtungur barna á grunnskólaaldri fær ekki viðun- andi tannlæknaþjónustu vegna fá- tæktar. Landlæknir hefur sýnt fram á að það er háð efnahag hvort foreldrar leysa út lyf fyrir börn sín. Barnið, sem býr við fátækt, fær því ekki alltaf jafn- góða heilbrigðisþjónustu og börn- in sem búa við betri efni. Rann- sóknir sýna líka að fátæk börn eru líklegri en önnur til að flosna upp úr skóla, fá aðeins láglauna- vinnu eða verða öryrkjar. Er það ekki þetta sem á kjarnyrtri ís- lensku heitir að eiga ekki sjens? Það þarf ekki fátækt til að börn- um líði illa. Lengsti vinnudagur í Evrópu leiðir til þess að tengsl milli íslenskra barna og foreldra eru of veik, og valda báðum van- líðan. Samkvæmt nýbirtri skýrslu UNICEF eru tvöfalt fleiri ung- menni á Íslandi en Norðurlönd- unum sem líður illa, eru einmana, utanveltu, hafa ekki góða tilfinn- ingu fyrir sjálfum sér, eða finna sig ekki. Í nýrri rannsókn, sem Sigrún Júlíusdóttur gerði, kemur fram að stór hluti ungmenna, eða 30- 65%, tjáir skýrar óskir um meiri fjölskyldustuðning, nánari tengsl, ástúð, áhuga, samtöl og samveru. Fast að fimmtungur þeirra telur sig beinlínis utanveltu í eigin fjöl- skyldu. Skilnaðarbörn virðast vera í sérstaklega erfiðri stöðu, og má rifja upp að á Íslandi eru fast að 20 þúsund börn á fram- færi einstæðra foreldra. Það undrar mig því ekki að í ný- legri rannsókn Jafnréttisstofu kom fram að tæp 90% íslenskra foreldra eiga erfitt með að sam- ræma vinnutíma og fjölskyldu- ábyrgð. Langflest þeirra setja sveigjanlegan vinnutíma í efsta sæti varðandi breytingar. Við jafnaðarmenn höfum lagt fram 60 liða stefnu um bætt kjör barna undir heitinu „Unga Ís- land“. Hækkun skattfrelsis- marka og barnabóta vegur þungt en meðal fjölmargra annarra úr- bóta er að tryggja ókeypis skóla- máltíðir, aðgang að gjaldfrjálsu tómstundastarfi, að námsbækur í framhaldsskóla verði nemendum að kostnaðarlausu, huga að sér- stakri niðurgreiðslu á kostnaði við heilbrigðisþjónustu fyrir börn fá- tækra foreldra, auka kostnaðar- þátttöku ríkisins í tannlækning- um og gleraugnakaupum barna, og gera ungum einstæðum foreldrum kleift að ljúka námi í framhalds- skóla með sérstökum styrkjum. Í tilviki skilnaða þarf að tryggja rétt barna til að umgangast báða foreldra ef nokkur tök eru á því. Besta leiðin til að auka tengsl barna og foreldra er vitaskuld að stytta virkan vinnutíma og gera hann sveigjanlegri. Um leið þarf að auka rétt foreldra til veikinda- fría og tryggja þeim sem eiga langveik og fötluð börn ráðrúm til að sinna þeim. Þetta, ásamt leiðum til að létta líf fjölskyldna sem eiga ungmenni sem stríðir við geðrask- anir eða hefur lent í neyslu, er að finna í „Unga Íslandi“ jafnaðar- manna. Börnin eru okkar dýrmæt- asta eign, og uppspretta mestr- ar hamingju. Þau verðskulda ekki gleymsku stjórnmálanna. Börnin og gleymska stjórnmálanna Ég verð að viðurkenna að þessa dag-ana kemst ég ekki hjá því að verða niðurdregin. Það er orðið nokkuð ljóst að við búum við ótrúlega ófullkomið réttarkerfi – og við sem höfum alltaf staðið í þeirri meiningu að Ísland væri svo framarlega á öllum sviðum,ekki síst hvað dómskerfið varðar. Eins og flestir hef ég fylgst með fréttum af „Baugsmálinu“ og nú er til- finningin sem ég hef haft gagnvart því máli að sannast, hér er um algjört ein- elti að ræða gagnvart aðilum sem ein- hverra hluta vegna virðast ekki hafa fallið í kramið hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Ég er greinilega ekki ein um þá skoðun því sumir hafa gengið svo langt að tala um nornaveiðar. Sú lýs- ing er ískyggilega rétt. Hvernig stendur á því að öll þessi viðamikla og langdregna rannsókn hefur ekki leitt neitt í ljós sem réttlætir svo harkalegar aðgerðir? Getur verið að hún hafi í raun verið til- hæfulaus? Hvernig stendur svo á því að á sama tíma eru olíuforstjórarnir, eftir að hafa játað stórfelld samráð, lausir allra mála vegna galla í lögum? Og til að kóróna allt saman erum við, skatt- borgararnir, að borga brúsann, bæði í kolólöglegu samráði olíufélaganna og þeim óhemjukostnaði sem hleðst upp við lögsóknina gagnvart Baugs- mönnum. Mér finnst þetta óhugnan- legt og er örugglega ekki ein um að vilja sjá skattfénu betur varið. Ég er líka hneyksluð á sjálfri mér og reyndar þjóðinni allri fyrir að láta ekki meira í okkur heyra þegar orðið var ljóst að hér var um hreinar of- sóknir að ræða. Það er aðdáunarvert hvernig Baugsmenn og -konur hafa haldið virðingu sinni á þessari þrautagöngu gegnum íslenskt réttar- kerfi og staðið af sér alls kyns árásir og skítkast af æðruleysi og þolinmæði. Þau verðskulda afsök- unarbeiðni frá opinberum yfirvöldum. Okkur er misboðið fyrir þeirra hönd! Höfundur er sjónvarpskona. Ofsóknir og einelti Opnun kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar í Kópavogi fimmtudaginn 12. apríl kl. 17-19 í Hamraborg 20a. Léttar veitingar og allir velkomnir! Suðvesturkjördæmi www.kraginn.is í Suðvesturkjördæmi S tærsta viðfangsefnið á sviði efnahagsmála er að ná jöfn- uði í viðskiptum við útlönd. Hallinn á viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir hefur verið meiri en góðu hófi gegnir. Rétt er og skylt að hafa í huga að hluti viðskiptahall- ans á rætur að rekja til fjárfestinga í nýjum útflutnings- fyrirtækjum. Mest fer þar fyrir stórvirkjunum og álverum. Tekj- ur af þeim útflutningi munu byrja þegar á þessu ári að ganga til þess að minnka hallann. Annar hluti viðskiptahallans skýrist hins vegar af aukinni einkaneyslu. Tæpitungulaust þýðir sú staðreynd að hluti lífs- kjaranna er greiddur með lántökum. Á bak við þann hluta þeirra er því ekki raunveruleg verðmætasköpun. Fyrr en síðar þarf að jafna þann reikning. Þegar umræður formanna stjórnmálaflokkanna fóru fram á öðrum degi páska vakti það mesta athygli að þar fór lítið fyrir rökræðu um hvernig ná ætti jöfnuði í þessum efnum. Ef eitthvert viðfangsefni ætti að brenna á mönnum öðru fremur fyrir þessar kosningar er það þó leiðarlýsing að því marki. Formaður Samfylkingarinnar hefur tekið undir gagnrýni fram- kvæmdastjóra ASÍ um að verðbólga umfram sett markmið hafi rýrt kjör launþega. Þetta er vitaskuld rétt, en þó aðeins hálfur sannleikurinn. Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa réttilega bent á heildarmyndina sem sýnir að ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukist til mikilla muna. Tekjurnar hafa einfald- lega aukist meir en útgjöldin. Á báðum vígstöðvum hættir mönnum hins vegar til að fara á svig við þann veruleika að hluti kaupmáttarins byggist á lántök- um en ekki verðmætasköpun. Spurningin snýst þar af leiðandi um hvernig menn ætla að endurgreiða þann reikning. Vandinn er sá að hagkerfið þarf að vaxa og verðmætasköpunin að aukast á næstu árum án þess að valda nýrri þenslu eigi kaupmátturinn að haldast. Leiðin að þessu marki getur verið vandrötuð. Of harkaleg tímabundin stöðvun nýrrar verðmætasköpunar gæti leitt til þess að reikningarnir yrðu aðeins jafnaðir með verulegri og snöggri kaupmáttarrýrnun. Of mikil áframhaldandi þensla gæti þar á móti viðhaldið innistæðulausum lífskjörum. Hér sýnist því vera þörf ákveðinnar hófsemi. Loforð um aukin útgjöld og lægri skatta eru annar mikilvæg- ur þáttur. Fjárlög þessa árs sýna nokkurn tekjuafgang. Hann þyrfti að vera meiri. Fjárlagatillögur stjórnarandstöðuflokk- anna þriggja fólu í sér að þeim afgangi yrði eytt með öllu. Smám saman hefur svo verið bætt í loforðin. Þó að landsfundir tveggja stjórnmálaflokka hafi enn ekki verið haldnir er fyrirsjáanlegt að flokkar með talsverðan meirihluta á þingi eru að bjóða kjósendum upp á verulegan halla á rekstri rík- issjóðs. Það eru vond tíðindi þó að verkefnin séu flest hver þörf. Eigi að jafna viðskiptahallann með því að gefa atvinnulífinu svigrúm til aukinnar verðmætasköpunar og útflutnings er þörf á að hemja útgjöld ríkisins. Við ríkjandi aðstæður verður hvort tveggja ekki gert án nýrrar þenslu. Útgjaldaloforð geta því verið launþegum dýrkeypt. Útgjöld eða útflutningur?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.