Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 27
TÓMSTUNDIR & FERÐIR HÚSNÆÐI ATVINNA TILKYNNINGAR BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulag- sáætlunum í Reykjavík. Alþingisreitur, reitur 1.141.1 Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi fram- hús að Vonarstræti 12 verður flutt á nýjan kjallara að Kirkjustræti 6 og að framhlið Kirkjustrætis 8 verði endurbyggð. Gert verður ráð fyrir allt að fimm hæða nýbyggingu við Vonarstræti 12 og fyrir hornið á Tjarnargötu sem stallast niður í þrjár hæðir í átt að Kirkjustræti. Á milli skála Alþingis og nýbygginga er gert ráð fyrir glergangi, einnig á milli nýbygginga við Kirkjustræti og Vonarstræti. Gert verður ráð fyrir bílakjallara. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vesturlandsvegur - Hallar Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á svæði þar sem áður voru tvær stórar lóðir, merktar 9.1d, 17.115m² að stærð og lóð 9.1e, 20.448m² að stærð, verða nú 8 smærri lóðir, frá 3.210m² til 6.460m² að stærð. Lóðirnar eru merktar frá 9.1d.1 til 9.1d.8. Starfsemi á lóðunum skal vera í samræmi við áður gerða skilgreiningu í Aðalskipulagi Reykjavíkur og í þróunaráætlun Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Ekki skal vera matvöruverslun á svæðinu og skal lágmarksstærð einstakra verslana vera minnst 1000m² af gólfflatarmáli verslunarhúsnæðis. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 11. apríl 2007 til og með 23. maí 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 23. maí 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 11. apríl 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.